Skessuhorn


Skessuhorn - 30.11.2005, Blaðsíða 19

Skessuhorn - 30.11.2005, Blaðsíða 19
19 MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 2005 Lára María Karlsdóttir fer með hlutverk litlu stúlkunnar með eldspýtumar. Lida stúlkan með eld- spýtumar í Tónlistarskóli Borgarfjarðar stendur um þessar mundir fyrir sýningu á atriðum úr söngleiknum „Litla stúlkan með eldspýturnar," sem byggð er á sögu H.C. Ander- sen. „Tónlistarskólinn vill minnast 200 ára afmælis ævintýraskáldsins og er þessi sýning líka mjög jólaleg þannig að það hentar vel að vera með hana nú á aðventunni. Nem- endurnir sem taka þátt í sýningunni eru allir á grunnskólaaldri, koma allsstaðar að úr héraðinu og eru að læra á hin ýmsu hljóðfæri," segir Theodóra Þorsteinsdóttir skóla- stjóri í samtali við Skessuhom. Tónlistin í söngleiknum er effir Keith Strachan og íslenska þýðing- in eftir Gísla Rúnar Jónsson. Theodóra Þorsteinsdóttir stýrir bæði tónlist og leik, Jónína Erna Arnardóttir leikur með á píanó og Borgamesi einnig leika nokkrir nemendur á hljóðfæri í sýningunni. „Það er búið að vera líf og fjör í tónlistarskólanum undanfarna daga og stefnum við að því að hafa fimm sýningar. A morgun, fimmtudaginn 1. desember klukk- an 20:00 verður frumsýning, tvær sýningar verða á föstudaginn klukkan 18 og kl. 20, á sunnudag- inn 4. desember kl. 17 og síðasta sýningin verður svo á mánudaginn kl. 18. Við vonum að Borgfirðing- ar og aðrir komi og sjái þessa skemmtilegu sýningu sem verður í sal Tónlistaskóla Borgarfjarðar að Borgarbraut 23 í Borgarnesi,“ seg- ir Theodóra. Þetta er þriðja sýningin sem sett er upp í Tónlistarskóla Borgar- fjarðar frá því að skólinn fékk nýtt húsnæði fyrir tveimur ámm. MM Almannavamir o g hópslysaáædun Sýslumaðurinn Akranesi og yfirlög- regluþjónn sátu í vik- unni fund með for- ráðamönnum SHA þar sem farið var yfir reynslu af hópslysaá- ædun SHA og ffam- kvæmd hennar. Farið var jafnframt yfir helstu þætti sem lúta að viðbrögðum og samstarfi viðbúnaðaraðila á þjónustusvæðinu og rýnt í þær aðstæður sem upp kunna að koma á Akranesi og í ná- grenni í tengslum við hópslys. Þar var einkum horft til umferðar- þunga á vegum í grennd við bæinn og ekki síður hinna stóm atvinnu- fyrirtækja á svæðinu. Fram kom á fundinum að bylting hafi orðið í fjarskiptamálum viðbúnaðaraðila með uppsetningu Tetra kerfis sem lauk snemma á þessu ári og að ör- yggi björgunaraðila í störfum sín- um sé nú stóraukið. Samræming aðgerða og markviss viðbrögð séu mun auðveldari nú en fyrr, það hafi komið glögglega í ljós á stórri hópslysaæfingu sem haldin var í Hvalfjarðargöngum um miðja apríl s.l. Akveðið var að efna til annars samráðsfundar með embættti sýslumanns og forráðamönnum SHA í janúar og í ffamhaldi af því að stefna að svokallaðri skrif- borðsæfingu í samstarfi við Al- mannavarnarnefnd ríkislögreglu- stjóra en beiðni þess efnis hefur legið fyrir um skeið. Sha.is Ovenju hár loft- þiýstingur á landinu A síðasta föstudag stóð loftvogin óvenju hátt hér á landi. Þannig mældist loftþrýstingur 1048 hPa (- hektó-paskal) í Bolungarvík. Er það hæsta staða loftvogar hérlendis frá því í apríl 1991, en þá sýndu loffvogir allt að 1050 hPa. Dagleg- ar loftþrýstingsmælingar hafa verið hér á landi ffá 1820 og þar af nær samfellt og daglega í Stykkishólmi frá árinu 1845. Lofvægið hefur sárasjaldan farið yfir 1050 hPa á þessum 185 árum sem mælingamar ná til. Hæsta gildið er 1058,4 hPa ffá árinu 1841 og í Stykkishólmi mældist í desember 1917 1054,2 hPa. Síðan þá hefúr aðeins í þrí- gang gerst að loffvægið hefur farið yfir 1050 hPa, árið 1962, 1977 og 1991. Hár loftþrýstingur að þessu sinni er af völdum öflugs og víðáttumik- lis háþrýstisvæðis sem undanfarna daga hefur verið suðvestur og vest- ur af Islandi. MM ^oícitred a ^yÍLra torcj i tendruo .loóin cJdaucjardaCjinn 3. de áember n. b. IJ: 16:00 ()a fioáin tendru<t ueröa IjoáLn lenaruö a fatrénu a^ydbratorcji. dóicdréJer cjjöf^djónder, vinatœjar^jjLraneóó í <LJ>anmörlm. ^Juíitrui fírá Lorrcenabéiajinu á^dLraneói ajenclir tréJ o<ý mun (juxtmunclur pátf donóóon, tœjarótjóri, i/eita jo i/i viðtöLu fyir Lönd^dL raneóLaupótadar. yiLraneóó iítitur ióiaiöq undir ótu raneóó fltjtur jótalocj undir óljorn ^JJe Jrimar^Jdám undardóttur. JóL óueinarmr Loma í LeimóóLn. ylt raneábaupátadur - ^drnarda Íi ur r Akraneskaupstaður Auglýsing um deiliskipulag á Akranesi Tillaga að deiliskipulagi í Skógarhverfi á Akranesi - 1. áfanga. Með vísan til 25.gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 er hér með auglýst eftir athugasemdum við tillögu að deiliskipulagi Skógarhverfis - 1. áfanga. 1 Svæðið er skipulagt á grundvelli nýs aðalskipulags Akraness 2005-2017 sem er einnig í kynningu. Deiliskipulagið nær yfir svæði norðan við Flatahverfi og austan Þjóðbrautar og kallast Skógarhverfi. Fyrsti áfangi Skógarhverfis er um 12,2 ha að flatarmáli. Ibúðabyggðin í þessum áfanga er tvískipt, annars vegar eru 94 íbúðir í einnar og tveggja hæða einbýlis- par- og raðhúsum og hins vegar 178 íbúðir í tveggja til fjögurra hæða fjölbýlishúsum. Hverfið verður s.k. 30 km svæði með hámarksökuhraða 30 km/klst. og miðast gerð gatnakerfis og útfærsla við það. Tillögurnar liggja ffammi á skrifstofu tækni- og tunhverfissviðs Akraneskaupstaðar að Dalbraut 8, Akranesi, frá 30. nóvember 2005 til og með 28. desember 2005. Þeh sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefmn kostur á að gera skriflegar athugasemdir. Frestux til að skila inn athugasemdum er til 11. janúar 2006 og skulu þær berast á bæjarskrifstofur Akraneskaupstaðar, Stillholti 16-18, 3. hæð. I Þeir sem ekki gera athugasemdir við tillöguna innan tilskilins frests teljast samþykkir henni. Akranesi 24. nóvember 2005, ÞorvaldurVfestmann - sviðsstjóri tœkni- og umhverfissviðs Akmneskaupstaðar

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.