Skessuhorn


Skessuhorn - 30.11.2005, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 30.11.2005, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 2005 'T^mnúm^^ Hu^ gleið in o- um kjör eld 'rafólks verða gamalt á íslandi um þessar mundir. Það er ömurlegt vegna þess að aldraðir og gamlir, sem lagt hafa ffá sér áhöldin og lokið hafa sínu dagsverki og flestir skilað því vel, eru samkvæmt umræðunni, sem nú er í gangi þjóðfélagslegt vandamál, ef ekki þjóðfélagslegt böl sem ekki verður við ráðið með neinum þeim ráðum sem tiltæk eru. (Það sem verra er að börn eru það líka í aug- um svokallaðra sérfræðinga). Það semr að marmi sektarkennd þegar fólk sem telur sig málsmet- andi talar um að meðalaldur þjóðar- innar sé stöðugt að lengjast og þess vegna aukist kostnaður þjóðarinnar við aldraða. Með öðrum orðum: Það er óheppilegt fyrir efnahag þjóðarinnar að ekki skuli vera rofi á fólki sem hægt er að slökkva á þegar það lætur af störfum og hættir að dómi efnahagslega hugsandi fólks að gera gagn sem hægt er að meta í krónum og aurum, svo fremi að það snerti það ekki sjálft. Það er ekki von að vel fari. En þetta er í ýmsum tilvikum ekki alveg svona slæmt. Einn og einn á fyrir útförinni sinni í banka og sem sárabót fær ríkið 10 prósent skatt af samt ýmsu öðm smálegu sem hrýt- ur af borðum gamlingjanna í þá stóm hít. Svona einhvern veginn kemur mér umræðan fyrir sjónir og mér finnst hún ekki sæma sið- menntuðu fólki. Fulltrúar okkar á Alþingi em að eigin sögn sammála um að gera vel við aldraða, sjúka og þá sem mirma mega sín, en ég spyr: Hvers vegna er þessum hlutum þá ekki komið í lag? A hverjum stend- ur? Hann er vinsamlega beðinn að gefa sig ffam. Nú er það svo að mörgum öldmðum vegnar vel og hafa nóg fyrir sig að leggja. Sem betur fer. En það er hart fyrir þá sem viðurkenna að þeir komist bærilega af að sitja undir því að vera settir í hóp með þeim, sem sakaðir em um að hafa ekkert til málanna að leggja annað en heimtuffekju og ó- sanngirni. Hefur engum vitibornum manni dottið í hug það snjallræði að kanna aðstæður hvers og eins og meta á hve mikilli aðstoð hann þarf að halda til að komast bærilega af og veita hana möglunarlaust í staðinn fyrir að meta okkur öll einhvern þurfa- og vandræðalýð sem gerir ekki annað en að kvarta og kveina? Ég man ekki betur en Trygginga- hjónin að hún fengi heimild til að skoða skattffamtal okkar til að sann- reyna að upplýsingar sem við gáfum þeim um tekjur okkar og efnahag væm réttar. Og ég man ekki betur en að óskað væri effir tekjuáætlun fyrir næsta ár. Þetta gerðum við að sjálfsögðu, enda hafa samskifti okk- ar við stofnunina ætíð verið með á- gætum. Ef þurft hefur að leiðrétta greiðslur til okkar hafa þær leiðrétt- ingar numið nokkmm krónum til eða frá. Þess vegna dreg ég þá ályktun að hægt væri að gera nokk- uð góða áætlun fyrir hvern og einn sem unnin væri í samráði við alla, sem fá bætur frá Tryggingastofhun. Ég geng út ffá því að flestir séu til- búnir í samstarf þessu líkt við stofn- unina og með því skapaðist gmnd- völlur til að meta þarfir og réttindi skjólstæðinga hennar, sem væntan- lega leiddi til þess að þeir sem verst era staddir fengju eitthvað meira í sinn hlut en nú er og gætu lifað það sem kallað er mannsæmandi lífi og unað nokkuð sáttir við sitt. En það hlýtur að vera markmið og tilgang- ur samfélagslegrar aðstoðar að sjá til þess að sem allra fæstir þurfi að líða skort og lélegan aðbúnað, enda þótt þeirra sem betur meiga sín og era ef til vill sjálfum sér nógir án aðstoðar samfélagsins. Er þetta ekki bara spurning um almennt siðferði? Það er öllum ljóst að mitt í öllu peningaflóðinu sem nú gengur yfir þjóðina búa margir við bág kjör og það er vitað að sumum er ekki hægt að bjarga. Því miður. En það er þyngra en támm taki að það er stór- um hópi eldra fólks sem sættir sig við að þurfa ekki að hafa áhyggjur af morgundeginum, þó ekki væri meira, svo naumt skammtað að end- ar ná varla eða ekki saman. Ef ekki er hægt að greiða úr fyrir honum þá er spurning hvort er ekki tími til kominn að loka búð og hætta að höndla. Það vakti með mér svolítinn óhug þegar ég leitaði læknis um daginn, að hann spurði, hvort mig langaði til að lifa lengi? Eg hugsaði með mér: A nú að fara að flokka hverjir verða settir á? Mér vafðist tunga um tönn og það varð fátt um svör. Eg hefi hugsað svolítið um þetta síðan og komist að þeirri niðurstöðu að það er ekki á okkar valdi að velja hverjir em settdr á og hverjir ekki. Það gerir sá mikli bóndi sem velur úr hjörðinni sinni þá sem hann þarf á að halda í það og það skiftið og í því vali er ekki farið effir vilja okkar mannanna. En á meðan ég þekkti til í sveitum þá var það metnaðarmál bænda að fóðra sæmilega þann bú- pening sem setmr var á á haustin. Á ekki það sama við um fólkið á Is- landi? Og hefur ekki samfélag, sem er í hópi ríkustu þjóða heims, að minnsta kosti þegar hentar ráða- mönnum, að halda því ffam, ein- hver ráð með að gera sæmilega við þá sem em hjálpar þurfi? Eg bara spyr. Jón Frímannsson er rafvirkjameist- ari og hluti afþjóðfélagslegu vanda- máli. Esjuvöllum 15 á Akranesi. 7^en*únn^f: Vegagerðin cetlar að útrýma spillingu Á fundi hjá framkvæmdaráði Vegagerðarinnar þann 24. október var samþykkt tillaga um verklags- reglur fyrir vegaverkstjóra sem virð- ist hafa vantað hingað til aðrar en al- menn stjómsýslulög og var ritara hjá Vegagerðinni falið að útfæra samþykktina. Dæmi em um að synir vegaverk- stjóra hafi keypt bíla og vinnuvélar og fengið vinnu hjá föður sínum þó að í öðm héraði sé og að lokum set- ið nær einir að allri vélavinnu síð- usm tvö ár. Vömbílstjóri sem var meðeigandi vinnuvéla og þjónað hafði Vega- gerðinni í áratugi benti fyrir hálfu öðm ári svæðisstjóra á spillinguna. Þá rann upp fyrir þeim að um brot á stjórnsýslulögum var að ræða. Mátti því ekki við svo búið standa og effir það tók þá svæðisstjórinn sjálf- ur við að samþykkja reikninga ffá drengjunum, þó sjálfur kæmi hann hvergi nærri ffamkvæmdunum og er það vægast sagt furðuleg greiða- semi. Síðan hefur bílstjóri sá ekki fengið nokkra vinnu hjá Vegagerð- inni. Það era því fleiri en litli Land- símamaðurinn sem líða fyrir að benda á spillingu hjá því opinbera. Aðstoðarvegamálastjóra var bent á málið og sagði hann að „svona ættu hlutimir ekki að ganga fyrir sig.“ Síðar sagði hann verkstjóran- um vorkunn þar sem hann væri orð- inn aldraður og færi að ljúka störf- um. Er það dapurlegt fyrir embættis- mann ríkisins að ljúka ævistarfinu með því að gera svona í bólið sitt. Eftir að Ríkisendurskoðandi á síðasta ári fékk vitneskju um að verklagsreglur væm ekki til benti hann Vegagerðinni á að bæta úr því og er vonandi að því ljúki sem fyrst og að vegaverkstjórar fari efdr þeim í ffamtíðinni því ekki er nóg að hafa reglur þeim verður að ffamfylgja. Rögnvaldur Olafsson. 7^ðtuúntl~*i: Málefni lögreglunnar og fleira í síðustu viku heimsóttum við bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins á Akranesi, þau Guðrún Elsa Gunn- arsdóttir, Jón Gunnlaugsson, Þórð- ur Þ. Þórðarson og undirritaður, þá Geir H.Haarde, formann Sjálf- stæðisflokksins og utanríkisráð- herra, Björn Bjarnason dómsmála- ráðherra og Guðjón Guðmundsson varaþingmann, sem þá sat á Al- þingi. Erindi okkar var að ræða við þá um samskipti Akraneskaupstaðar og ríkisins. Aðallega var rætt um gjaldtöku í Hvalfjarðargöngunum og fyrirhugaðar breytingar á emb- ætti lögreglunnar á Akranesi. Við bæjarfulltrúarnir lögðum á það mikla áherslu að ekki mætti undir neinum kringumstæðum veikja lög- regluna á Akranesi. Við sögðum að okkar skoðun væri að stækka ætti umdæmi lögreglunnar á Akranesi þannig að það næði yfir svæðið ffá Bomsá að Hafhará. Innan örfárra ára yrði á þessu svæði um 10 þús- tmd manna samfélag með stóram verksmiðjum og Hvalfjarðargöng- unum, þar sem um 4.500 biffeiðar færa um á sólarhring að meðaltali. Hvað varðar Hvalfjarðargöngin ræddum við fyrst og ffemst um það réttlætismál að virðisaukaskattur verði felldur niður af gangagjaldinu sem fyrst. Það er óþolandi að ríkið innheimti virðisaukaskatt af gjald- inu í göngin því það er einsdæmi í samgöngumálum. Einmitt þennan sama dag hafði Guðjón Guð- mundsson tekið þetta mál upp á Al- þingi. Þá var einnig rætt um nauðsyn þess að efla og hlú að Fjölbrauta- skóla Vesturlands, nauðsyn þess að fá aukið fjárffamlag til Safnasvæðis- ins að Görðum, sérstaklega til við- gerðar á kútter Sigurfara svo unnt verði að forða honum ffá eyðilegg- ingu. Einnig var rætt um fleiri at- riði sem snerta sameiginleg mál Akraneskaupstaðar og ríkisins. Sá sem þetta ritar bindur miklar vonir við að þessi heimsókn komi til með að hafa áhrif til góðs því við gámm upplýst forystumenn í Sjálf- stæðisflokknum um okkar skoðanir á fyrrnefndum málum. Eg á því frekar von á því að starf lögregl- unnar á Akranesi verði ffekar eflt en veikt. Við vomm ófeimin við að segja frá því að okkar mat væri það að við ættum gott lögreglulið og góðan sýslumann og það mætti ekki undir neinum kringumstæðum veikja þau störf. Gunnar Sigurðsson, btejarfulltrúi Sjálfstœðisflokksins á Akranesi T^ðéuúnn^ú:. Tölvuleikir eru ekki bamaefni FYRIR HVERN E R TOLVULEIKURiNN Tölvuleikir em hluti af tölvu- og tækniheimi nútímans. Mjög oft era fyrstu kynni barna af tölvum í gegnum tölvuleiki og þeir era vinsæl afþreying barna, unglinga og margra fullorðinna. Innihald tölvuleikja er mjög mismunandi og stór hluti þeirra er alls ekki ætlaður börn- um. Það er því mikil- vægt að forráðamenn barns kynni sér þá leiki sem barnið leikur og sjái til þess að leikirnir hæfi þroska barnsins. Leikur á að vera skemmtilegur en á ekki að vekja ótta né fylla ó- þroskaðan barnshuga af ofbeldi eða öðra efhi sem getur vakið vanlíðan eða komið inn ranghugmyndum. Heimili og skóli - landssamtök foreldra standa að verkefninu SAFT - Samfélag, fjölskylda og tækni. SAFT er vakningarverkefni um jákvæða og ömgga tölvu- og netnotkun barna og unglinga. Um þessar mundir stendur SAFT fyrir upplýsingaátaki um mismunandi eðli tölvuleikja og þær aldursflokka- og innihaldsmerkingar sem eru settar á alla tölvuleiki sem seldir em hér á landi. Atakið er unnið í sam- vinnu við SMAIS - Samtök myndrétthafa á Island. I september sl. var gerð á vegum SAFT verkefnisins könnun á notk- un tölvuleikja meðal 9 - 16 ára barna á Islandi. Tekið var slembi- úrtak af landinu öllu og spurninga- listi lagður fyrir u.þ.b. 1000 gmnn- skólanemendur sem lentu í úrtak- inu. Rannsóknir og greining fram- kvæmdi könnunina fyrir SAFT. Meðal þess sem kemur ffam í könnuninni er að margir foreldrar þekkja lítið eða ekkert til tölvuleikj- anna sem börn þeirra leika, fjöldi barna eyðir meira en sem samsvar- ar einum heilum vinnudegi í viku í tölvuleiki og stór hluti barna hefur keypt leiki sem ekki em ætlaðir fyr- ir þeirra aldurshóp. Fyrir hvern er tölvuleikurinn? Nú er verið að dreifa bæklingi ffá SAFT um tölvuleiki og merkingar á þeim til foreldra og forráðamanna allra grunnskólabarna á Islandi. Dreifingin fer ffam í samvinnu við gmnnskólana og er bæklingurinn sendur heim með börnunum í „töskupósti“. Foreldrar ættu því að fylgjast með því sem kernur upp úr skólatöskunum þessa dagana. I bæklingnum er m.a. góður leið- arvísir um aldursflokka-og inni- haldsmerkingar PEGI, sem ætlað er að aðstoða foreldra og aðra sem kaupa tölvuleiki við val á leikjum sem hæfa aldri og þroska barna. PEGI kerfið segir ekki til um erf- iðleikastig leikja og því era margir leikir sem vinsælir em meðal full- orðinna merktir t.d. fyrir aldurinn 3+. Foreldrar - Þekkjum veröld barnanna okkar. Könnum tölvu- leikina og merkingar á þeim áður en við kaupum þá. Anna Margrét Sigurðardóttir, verkefnisstjóri SAFT

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.