Skessuhorn - 30.11.2005, Blaðsíða 23
MIÐYIKUDAGUR 30. NOVEMBER 2005
23
Sætur sigur Snæfellinga
Snæfellingar sigruðu íslands-
meistara Keflavíkur í sannkölluð-
um hörkuleik á heimavelli sfðast-
liðið sunnudagskvöld; 102:87.
Var þetta fyrsti tapleikur Keflvík-
inga í lceland Express deildinni á
þessari leiktíð. Snæfellingar
komu andstæðingum sínum ger-
samlega í opna skjöldu með leik-
gleði sinni, einbeitingu og krafti.
Keflvíkingar vissu vart hvað á
þeim stóð veðrir og klárlega van-
mátu getu heimamanna þar sem
einbeitingarskortur og sigurvissa
veikti leik þeirra stórlega.
Snæfellingar standa nú í níunda
sæti deildarinnar en Keflvíkingar í
öðru sæti. Góð byrjun Snæfell-
inga, stóðu um stund í 10:0, jók
þeim sjálfstraust og leiddu þeir
restina af leiknum. Staðan í hálf-
leik var 53:45 Snæfelli í vil. Nate
Brown lék afburða vel í liði Snæ-
fellinga, Ingvaldur Magni Haf-
steinsson sýndi einnig góða takta
ásamt Igor Beljanski. Lýður Vign-
isson kom sterkur inn strax í byrj-
un leiks en þegar líða tók á leikinn
færðist aukinn kraftur í leik Helga
Reynis Guðmundssonar. Útlend-
ingurinn í liði Keflvíkinga, A.J.
Moye bar að vanda af í sínu liði.
BG
Verðskuldaður sigur Skallagríms á
Sigurlið KAK sl. sunnudag.
Skallagrímur vann ÍR-inga með
glæsibrag í Borgarnesi síðastliðið
sunnudagskvöld. Lið Skallagríms
lék góðan varnarleik allan leikinn
sem lagði grunninn að sigrinum
sem og röð þriggja stiga karfa í
seinni hluta hans frá þeim Pétri
Sigurðssyni og Finni Jónssyni.
George Byrd, sem á ný hefur
gengið til liðs við Skallagrím,
skoraði 16 stig og tók 23 fráköst.
Finnur Jónsson var maður leiks-
ins og skoraði 17
stig sem og aðrir
menn liðsins sem
allir áttu stórgóð-
an leik. Mikil sam-
vinna og baráttu-
gleði einkenndi
leik liðsins og var
sigur þeirra veru-
lega verðskuldað-
ur.
BG
Góður árangur Skagakrakka
á karatemóti
Sunnudaginn 27. nóvember var
Shotokanmeistaramót barna og
unglinga 2005 haldið í Smáranum
í Kópavogi, en svo nefnist fjöl-
mennasta greinin sem hér á landi
er iðkuð í karate. Mótið var fyrir
börn og unglinga að 18 ára aldri
(fædd 1987 og síðar). Lið frá
Breiðabliki, Þórshamri, KAK og
Haukum tóku þátt í mótinu.
Keppt var í kata, hópkata og
kmite.
Karatefélag Akraness var sann-
arlega að hala inn verðlaun á
þessu móti, sem er eitt það fjöl-
mennasta á árinu. Fóru flestir
keppendur KAK heim með verð-
launapeninga og sumir fleiri en
einn. KAK var svo í 2. sæti yfir
stigahæstu liðin á mótinu á eftir
Breiðabliki.
Olafur
þjálfar
Skalla-
grím
Knattspyrnudeild Skallagríms í
Borgarnesi hefur ráðið Ólaf Ad-
olfsson sem þjálfara meistara-
flokks fyrir keppnistímabilið 2006.
Drengurinn sá er ekki ókunnur
Borgnesingum en hann þjálfaði lið-
ið árin 2003 og 2004. Seinna árið
var hann hársbreidd frá að koma
liðinu upp í 2. deild, þangað sem
stefnan er klárlega sett næsta
sumar. ....
MM
Þeir sem unnu til verðlauna á mót-
inu voru:
Dagný vann gull í kata, hópkata og
kumite.
Daníel vann gull í kata og gull í hóp-
kata.
Guðrún Birna vann silfur í kata, gull í
hópkata og gull í kumite.
Ása vann silfur f kata, gull í hópkata
og brons í kumite.
Aðalheiður vann silfur í kata, gull í
hópkata og brons í kumite.
Hafdís Erla vann brons í kata.
Valgerður og Hafdís Ingimarsdóttir
unnu brons í hópkata.
Tómas vann brons í kata, gull í hóp-
kata og gull í kumite.
Ingólfur vanrf brons í kumite og er
þetta í fyrsta skipti sem hann keppir.
N^r völlur
Annað bikarmót KAK í karate
var haldið í íþróttahúsinu við
Vesturgötu sl. laugardag. Það
tókst í alla staði vel. Nýr Kumite-
völlur var vígður við sama tæki-
færi og reyndist hann vel. Við-
staddir voru bæjarráð og bæjar-
stjóri Akraneskaupstaðar, for-
maður ÍA og fleiri gestir. Völlurinn
er mikil lyftistöng fyrir Karatefé-
lagið og opnar nýja möguleika í
æfingum og mótahaldi. Það var
Akraneskaupstaður sem styrkti
félagið við kaup á nýja vellinum.
Helstu úrslit voru þessi:
Eydís vann gull í kata og kumite (+57
kg)
Ása Katrín vann silfur í kata og silfur í
kumite (-57 kg)
Guðrún vann gull í kumite (-57 kg)
Danni var í3.-4. sæti íkumite (-75 kg)
Tommi var í 3.-4. sæti í kumite (-75
kg)
Einar vann gull í kata fyrir Breiðablik
Björg vann silfur í kumite (+57 kg) fyr-
ir Breiðablik.
Skacjamenn eignast
tvo Islandsmeistara
Tveir tvítugir Skagamenn
gerðu góða hluti þegar þeir urðu
íslandsmeistarar í sitthvorum
þyngdarflokkinum á íslands-
meistaramótinu í réttstöðulyftu
sem haldið var á Selfossi laugar-
daginn 26. nóvember. Þetta voru
þeir Sævar Þór Sigmarsson og
Árni Freyr Stefánsson. Sævar
lyfti 290 kg, í 110 kg flokki. Árni
lyfti 245 kg. í 100 kg flokki. Þeir
eru báðir búnir að æfa lyftingar
frá 14 ára aldri og eiga greinilega
framtíðina fyrir sér í þessari
íþrótt.
Hvað á að gefa þeim
sem eiga allt?
Allt í einum pakka
Gjafakort MRA eru til sölu í útibúum Landsbanka íslands og
íslandsbanka á Akranesi.
Fáanleg í þremur upphæðum
kr. 2.500, 5.000, og 10.000.
Handhafar gjafakortanna geta
notað kortin hjá um
30 verslunar- og
þjónustuaðilum
á Akranesi
MARKAÐ:
ISLANDSBANKí
Landsbankinn
Banki allra landsmanna
www.847.is
OPNUM
FÖSTUDAGINN
2. DESEMBER
KL. 14:00
Full búð af nýjum
og spennandi vörum
Glæsileg
opnunartilboð
naflErJ ozone
I Akranesi