Skessuhorn


Skessuhorn - 30.11.2005, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 30.11.2005, Blaðsíða 14
V. 14 MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 2005 SMSSIiHÖBM * Heimsóttu slökkvistöðina á eldvamarátaksdögum Eldvarnaátak Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutninga- manna (LSS) hófst fyrir skömmu. Slökkviliðsmenn víða um land heimsækja börn í 3. bekk grunn- skólanna og ffæða þau um eld- varnir og bjóða þeim að taka þátt í eldvarnagetraun sem þau leysa í samvinnu við fjölskyldur sínar. Einnig er nokkuð um það að börn- in fái að heimsækja slökkvistöðv- arnar og kynnast tækjum og tólum slökkviliðsmanna og njóta fræðslu um eldvarnarmál. Meðfylgjandi myndir eru frá slíkri heimsókn þriðju bekkinga í Grundaskóla á Slökkvistöðina á Akranesi. Áhug- inn leynir sér ekki í svip krakk- anna, svo ekki sé nú talað um þeg- ar leyfi fæst til að setjast undir stýri á slökkviliðsbíl með bláum ljósum, sýrenu og öllu! MM/ Ljósm: Hilmar Sigy.s. Jólasamkeppni meðal grunnskólabama á Vesturlandi /f •• TOg jólamyndir óskast! Skessuhorn gengst fyrir samkeppni meðal grunn- skólabarna á Vesturlandi í gerb jólamyndar og jóla- sögu. Annarsvegar býbst öllum börnum á aldrinum 7-10 ára ab senda inn teiknabar og litabar mynd- ir (A4) þar sem þemab á ab vera jólin. Hins vegar býbst börnum á aldrinum 11-16 ára ab senda inn jólasögu. Lengd jólasög- unnar má vera hálf til ein sföa A4 meb 12 punkta letri. Valdar verba 3 bestu myndirnar og 3 bestu jóla- sögurnar ab mati dóm- nefndar og verba þær birt- ar í jólablabi Skessuhorns sem kemur út 20. desem- ber. Veitt verba þrenn verblaun í hvorum flokki og fær vinningshafinn í hvorum flokki iPod spilara í verblaun. Fyrir 2. sæti í hvorum flokki verbur veitt 10 þúsund króna gjafabréf og 5 þúsund króna gjafa- bréf fyrir 3. sætib. Skilafrestur í samkeppn- ina er 10. desember nk. Myndir skulu sendar í pósti á heimilisfangib: Skessuhorn, Kirkjubraut 54, 300 Akranesi og mun- ib ab merkja vel myndirn- ar (nafn, aldur, símanúm- er, heimili og skóli). Jóla- sögurnar skulu sendar á rafrænu formi í tölvupósti á netfangib: skessuhorn@skessuhorn.is og einnig þar þarf ab koma fram nafn höfundar, aldur, símanúmer, heimili og skóli. Skessuhorn hvetur alla krakka til ab taka þátt í þessum skemmtilega leik, senda okkur myndir og sögur og hver veit - þú gætir unnib. Gangi ykkur vel! Brunaæfing Síðastliðinn mánudag var haldin brunaæfing hjá yngstu bömimum í Grunnskóla Snæfellsbæjar. Allir í skólanum tóku þátt í rýmingaræf- ingu, alls 94 böm og 14 fullorðnir. Rýmingin gekk vel þar sem það tók aðeins 2 1/2 mínútu frá því að bjall- an fór af stað og þar til skólinn var í Snæfellsbæ mannlaus. Oll bömin yfirgáfu skól- ann og söfnuðust saman í íþrótta- húsinu þar sem hver kennari sá um að gera nafiiakall á sínum bekk. Eft- ir þessa æfingu var 3. bekkur tekinn í brunavamarátak og hver nemandi gerður að slökkviliðsmanni fyrir sitt heimih. Afsnb.is Fékk nýtt stell frá Bröste Það hljóp heldur betur á snærið hjá henni Jóhönnu Elvu Ragnars- dóttur ffá Akranesi, en hún fékk fyrstu verðlaun í happdrætti sem sem fyrirtækið Bröste - Copen- hagen stóð fyrir á sýningunni Hús og híbýli sem fram fór dagana 19. og 20. nóvember. Vinninginn fékk Jóhanna Elva afhentan { verslun- inni Módel, söluaðila Bröste á Akranesi. A myndinni er Guðni Tiyggvason, verslunarstjóri að af- henta henni vinninginn, sem er fyr- irtaks matarstell. MM

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.