Skessuhorn - 30.11.2005, Blaðsíða 10
10
MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 2005
SBæsainwMMBM
Sveitarfélög stórauka tekjur sínar við hækkun fasteignamats
Með hækkun fasteignamats íbúð-
arhúsnæðis hafa fasteignaskattar
hækkað mjög í þeim sveitarfélögum
þar sem álagningarprósenta hefur
ekki verið lækkuð á móti. A Akra-
nesi hefur fasteignamat íbúðarhúsa
hækkað um 49% ffá árinu 2002 án
þess að sveitarfélagið hafi lækkað á-
lagningarstofn sinn á móti.
Greiðslubyrði íbúðareigenda hefur
því hækkað um tugi þúsunda á ári.
Nú er hins vegar gert ráð fyrir
Gubnundur Páll Jónsson.
lækkun álagningarstofns en þar sem
fasteignamat mun að öllum líkind-
um hækka ennþá meira um áramót-
in heldur greiðslubyrði húseigenda
áfram að aukast.
A undanförnum árum hefur fast-
eignamat tekið hröðum breyting-
um. Það er yfirfasteignamatsnefnd
sem ákveður fasteignamat hverju
sinni og er í því reynt að endur-
spegla breytingar á verðlagi fast-
eigna hverju sinni. Frá árinu 2002
hefur fasteignamat íbúðarhúsnæðis
á Akranesi til dæmis tekið miklum
hækkunum. Mest hefur hækkunin
verið 20% á einu ári og í heild um
49.04%. Einn af stærstu útgjalda-
liðum íbúðareigenda eru fasteigna-
gjöld til sveitarfélaga en þau eru
ákveðin sem ákveðið hlutfall af
fasteignamati. Með hækkandi fast-
eignamati hækka því fasteignagjöld
nema að sveitarfélög lækki álagn-
ingarprósentu sína á móti. Slíkt
hafa fæst sveitarfélög gert.
Mishátt álag
Alagningarprósenta sveitarfé-
laga er hins vegar misjöfn. A Akra-
nesi hefur álagningin undanfarin
ár verið 0,431% af fasteignamati
og holræsagjald 0,2% af sama mati
eða samtals 0,631% í heild. Til
samanburðar má nefna að í Borg-
arnesi er talan 0,57%, í Reykjavík
er talan 0,435%, í Kópavogi
0,475% og í Mosfellsbæ er álagn-
ingin 0,551%. Á það ber að líta í
þessu samhengi að fasteignamat
svipaðra húsa er misjafnt milli ein-
stakra sveitarfélaga þannig að eig-
andi 150 fermetra einbýlishúss
getur þrátt fyrir allt verið að greiða
Enn erfátt sem minnir á aá þama sé hús að rísa. Tveir gríðarstórir veggir til hegg/a
hliða, en hœgt er að ímynda sér hvílíkt stórhýsi erþama á leiðinni því milli veggjanna
mun bogadregin skemman verða reist í vetur og tekin í notkun í vor.
„Höllinu vígð í vor
þrátt fyrir tafir
Bygging fjölnota íþróttahúss á
Jaðarsbökkum á Akranesi er nú um
tveimur mánuðum á eftir upphaf-
legum áætlunum en þrátt fyrir það
er stefht að því að ljúka byggingu
þess á réttum tíma. Að sögn Guðna
Tryggvasonar sem sæti á í fram-
kvæmdanefnd um uppbyggingu
íþróttamannvirkja tafðist bygging-
in nokkuð í upphafi vegna breyt-
inga sem gera þurfti á húsinu og
umhverfi þess. Hann segir verktak-
ann, SS verktaka, hafa fjölgað
starfsmönnum við bygginguna og
því sé hann bjartsýnn á að bygg-
ingu hússins ljúki á upphaflegum
tíma eða í byrjun apríl á næsta ári.
HJ
• 77.Á
Neglur fyrir jólin
Erað læra að setja neglur ískólaThe £DG£.
Ásetning: 2.500 kr.
Upplýsingar í s: 895-6597 Guðleif
V____________________________)
Frá Akranesi
svipuð fasteignagjöld í krónum
talið í Mosfellsbæ og Akranesi.
Eins og áður sagði hafa fæst
sveitarfélög breytt gjaldstofnum
sínum með hækkandi fasteigna-
mati. Ef Akranes er tekið sem
dæmi má nefha að einbýlishús sem
var 15 milljónir króna í fasteigna-
mati árið 2002 er nú metið á rúm-
ar 22,3 milljónir króna. Fasteigna-
skattur og holræsagjald sem eig-
andi hússins þarf að greiða til
sveitarfélagsins hefur hækkað úr
94.650 krónum í 141.066 krónur á
þessu ári eða um 49%. Á sama
tíma hefur launavísitala til dæmis
hækkað um 18,75%. Ráðstöfunar-
tekjur íbúðareigenda á Akranesi
hafa því lækkað nokkuð vegna
hækkunnar fasteignamats.
Draga úr væntanlegri
hækkun
I fjárhagsáætlun fyrir árið 2006
er gert ráð fyrir að álagningar-
stofhinn á Akranesi lækki í 0,594%
eða um tæp 6%. Þrátt fyrir þessa
lækkun má samt búast við að álög-
ur á íbúðareigendur aukist því
reiknað er með töluverðri hækkun
fasteignamats þegar yfirfasteigna-
matsnefhd birtir úrskurð sinn á
næstu dögum.
Guðmundur Páll Jónsson, bæj-
arstjóri segir tillögu um lækkun
gjaldstofnsins bera vott um að nú
þyki bæjarstjórn tímabært að
staldra við eftir mikla hækkun fast-
eignamats á undanförnum árum.
Harm segir að þrátt fyrir að fast-
eignamat hafi hækkað mjög á und-
anförnum árum verði að skoða
málið í stærra samhengi. Stað-
reyndin sé sú að í tæpa tvo áratugi
þar á undan hafi fasteignamat ver-
ið mjög lágt á Akranesi og það hafi
komið mjög niður á tekjum sveit-
arfélagins. Því hafi stjórnendur
sveitarfélagsins ekki talið fært að
lækka álagningarstofn fyrr en nú.
Hann segir sátt hafa ríkt um þessa
leið í bæjarstjórninni því minni-
hlutinn hafi ekki gert athugasemd-
ir við þessa skattlagningu ffam til
þessa. Hann segir þá ákvörðun
hafa verið tekna á sínum tíma að
hafa álagningarstofn á atvinnuhús-
næði í lægri kantinum en íbúðar-
húsnæði hærra þrátt fyrir að heim-
ildir til álagningar séu ekki full-
nýttar. Aðspurður segir Guð-
mundur Páll það óþægilegt að
þurfa að ákveða álagningarstofn án
þess að vita hver breytingin verður
á fasteignamatinu því ákveða þarf
álagningarstofha áður en yfirfast-
eignamatsnefnd lýkur störfum.
Nokkuð ljóst sé miðað við þróun í-
búðaverðs að fasteignamat muni
hækka. Breytingin á gjaldstofnin-
um nú dragi því úr væntanlegri
hækkun.
Gerði fyrirvara við
fj árhagsáædunargerð
Gunnar Sigurðsson bæjarfulltrúi
Sjálfstæðisflokksins og minnihlut-
ans í bæjarstjórn segir augljóst að
alltof langt hafi verið gengið í
skattheimtu og því hafi verið kom-
inn tími til að lækka álögur því
tekjur bæjarfélagsins af fasteigna-
gjöldum hafi verið mun hærri en
gert var ráð fyrir í upphafi. Hann
segir hinsvegar spurningu hvort
ekki hafi þurft að ganga mun
lengra, en nú er lagt til, því endan-
legt fasteignamat liggur ekki fýrir.
Því hafi hann gert fyrirvara við
fjárhagsáætlunina eins og hún
liggur fyrir. Einnig sé mjög óþægi-
legt að þurfa að ákveða álagningar-
stofn áður en fyrir liggur hverjar
breytingar verði á fasteignamati og
tímasetningu nýs fasteignamats
verði því að breyta. Hann segir
hins vegar höfuðmálið vera þá
staðreynd að á undanförnum árum
hafi verið gengið of langt í skatt-
heimtu af íbúðareigendum og því
þurfi að breyta.
HJ
Hugmyndir um breytingu á
aðalirmgangi Brekkubæjarskóla
Starfshópur sem bæjarráð Akra-
ness skipaði til þess að vinna að
hugmyndum um breytdngar á að-
alinngangi Brekkubæjarskóla hef-
ur skilað tillögum sínum og er
áædað að breytingar kosti um 15
milljónir króna eða um 100 þús-
und krónur á hvern fermeter.
I áliti starfshópsins kemur ffam
að húsnæði Brekkubæjarskóla hafi
tekið miklum breytingum gegnum
árin með stækkandi bæ. Því hafi
verið byggt nokkrum sinnum við
skólann og í hvert skipti hafi verið
bætt við nýjum inngangi. Upphaf-
lega hafi aðalinngangurinn snúið í
suðaustur og í dag er gert ráð fyrir
að flest börn komi gangandi úr
þeirri átt að skólanum. I dag komi
börnin hins vegar á hjólum og
öðrum farartækjum ffá Vesturgötu
og eru bílastæði skólans þeim
megin. Ekki er þó í raun gert ráð
fýrir að aðalinngangurinn sé þeim
megin. Nýtt lóðarskipulag skólans
geri þó ráð fyrir því.
Forskrift starfshópsins var því sú
að gera ráð fyrir að aðalinngangur
verði því Vesturgötumegin. Til-
laga hópsins gerir ráð fyrir að
byggt verði aðalandyri sem tengi
saman innganga skólans Vestur-
götumegin og gefi gott heildaryf-
irbragð sem aðal aðkoma skólans.
Byggingin verður að grunnfleti
um 150 fermetrar en þakflötur um
135 fermetrar þar sem hluti neðstu
hæðar á eldri byggingu er inndreg-
inn. Veggur með stórum gluggum
og inngangi myndar aðalinngang
og aðkomu. Engin gólfþlata verð-
ur í byggingunni en hellulögn sem
er hluti af lóðahönnun látin ganga
inn að núverandi útveggjum. Hita-
lögn verður undir hellum en ekki
er gert ráð fyrir að stofuhiti verði í
byggingunni.
I starfshópnum voru Hallgrímur
Guðmundsson, Margrét Þóra
Jónsdóttir og Hildur Karen Aðal-
steinsdóttir. Einnig unnu Auður
Hrólfsdóttir og Helga Gunnars-
dóttir með hópnum auk Olafar G
Valdimarsdóttur arkitekts. HJ