Skessuhorn


Skessuhorn - 30.11.2005, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 30.11.2005, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 30. NOVEMBER 2005 ■ HV.IIH... Menntaskóla Borgarfjarðar fagnað Hús Verkalýðsfélags Borgamess. Hugmyndinni um stofnun Menntaskóla Borgarfjarðar var fagnað þegar hún var kynnt fyrir stjóm Verkalýðsfélags Borgamess sl. fimmtudag og tekið var undir óskir tun að hann rísi sem allra fyrst. „Stjórnarmenn vora því sam- mála að það væri fyllilega tímabært að slíkur skóli tæki hér til starfa og ætti hann að njóta góðs af nágrenn- inu við tvo vaxandi og glæsilega há- skóla í Borgarfirði. Menntaskóli myndi fylla vel upp í þá mynd sem Borgarfjörður er að skapa sér sem forystusvæði í mennta- og menn- ingarmálum á landsvísu," segir Sveinn G Hálfdánarson, formaður verkalýðsfélags- ins. Af þessu tilefni samþykkti stjórn Verkalýðsfélags Borgarness ein- róma svohljóð- andi ályktun: „Fundur stjómar Verkalýðsfélags Borgarness, hald- inn í Alþýðuhús- inu 24. nóv. 2005, fagnar fram- komnum hugmyndum um stofnun Menntaskóla Borgarfjarðar. Stjórn félagsins leggur jafnffamt á það áherslu að skólagjöld íþyngi ekki nemendum meira en gjöld í sam- bærilegum ríkisreknum skólum. Jafnrétti til náms verður að vera tryggt óháð efhalegri getu.“ MM Kynningarfundur um haf- og fiskirannsóknir Þriðjudagskvöldið 22. nóvember víðsvegar um landið í tilefni 40 ára rannsóknir á sandsílum við Island. var haldinn í samkomuhúsi Grund- arfjarðar opinn kynningarfundur um haf- og fiskirannsóknir á vegum Hafrannsóknastofnunarinnar. Fundurinn er einn af fjölmörgum fundum sem stofnunin gengst fyrir afmælis síns á árinu. A fundinum flutm erindi þeir Jó- hann Sigurjónsson forstjóri Haffó, Bjöm Ævarr Steinarsson sem fjall- aði um ástand hrygningarstofns þorsks og Valur Bogason sem kynnti Fundinn sóttu um 50 manns af öllu Snæfellsnesi og reyndar víðar og vom töluverðar umræður og fyr- irspurnir um haffannsóknir og mál- efni tengd starfsemi Haffó. MM/ Ijósm: Sverrir Karlsson. Mikill samdráttur í aflaverðmæti í ágúst í ágúst var landað 2.840 tonnum af sjávarfangi til vinnslu á Vestur- landi að verðmæti rúmar 127,6 milljónir króna. I sama mánuði í fyrra var landað 6.272 tonnum að verðmæti tæpar 265,7 milljónir króna. Samdrátmr í afla er því um 54,7% á milli ára og tæp 52% í verðmætum talið. Mikill samdrátt- ur er í öllum helstu fisktegundum Afinæli Föstudaginn 2. desember nk. verð ég fimmmgur. Af því tilefni verðum við Sigrún J. Þórisdóttir kona mín og börn, með opið hús í Félagsheimilinu í Bolungarvík, þann dag og er húsið opnað kl. 20.00. Okkur þætti mjög vænt um að hitta þar sem flesta; frændfólk, vini og félaga og samstarfsfólk fyrr og síðar. Að lokinni afmælisdagskrá verður slegið upp balli í Félags- heimilinu. Einar K. Gnðfinnsson, sjávarútvegsrdðherra. en aukning er í löndun rækju og norsk-íslenskri síld. A fyrsm átta mánuðum ársins hefur einnig mikill samdráttur orðið. I lok ágúst hafði verið land- að 54.863 tonnum af sjávarfangi á Vesturlandi að verðmæti tæpar 1.815 milljónir króna. Asama tíma í fyrra hafði verið landað 111.328 tonnum að verðmæti 3.473 millj- ónir króna. Þessi mikli samdráttur í aflaverðmæti hefur bein áhrif á tekjur hafna á svæðinu auk fleiri aðila. Á fyrstu átta mánuðum árs- ins má ætla að tekjutap hafiia á Vesturlandi vegna minnkandi afla- verðmætis geti verið á þriðja tug milljóna króna. Eins og áður hefur komið fram í fréttum Skessuhorns hefur orðið mikill samdráttur í löndum uppsjávarfisks. Af tölum í bolfisktegundum má einnig ráða að löndunum frystitogara hafi fækkað. HJ Mótmæla harðlega skerðingu á starfsemi lögreglu Stjórn Verkalýðsfélags Akraness hefur sent ffá sér ályktun þar sem mótmælt er harðlega fyrirhugaðri skerðingu á starfsemi lögreglunnar á Akranesi. Telur stjórnin varhuga- vert með hliðsjón af stærð bæjarfé- lagsins að flytja rannsókn mála í annað umdæmi. Alyktun sína styð- ur félagið með því að vísa í fyrri samskipti félagsins við lögregluyf- irvöld í Borgarnesi, en orðrétt seg- ir: „Samskipti félagsins við lög- regluyfirvöld í Borgarnesi vegna atvika á starfssvæði félagsins á Grandartanga styrkja þessa skoð- un.“ Telur stjóm félagsins mun eðli- legra að starfsemi lögreglunnar á Akranesi verði efld og umdæmi hennar stækkað og látið m.a. ná til Grundartanga, en mikill meirihluti þeirra sem þar starfa býr á Akra- nesi. „Það er mat stjórnar félagsins að tillögur um skerðingu á löggæslu á Akranesi sé mjög svo óeðlilegar. Sé tekið mið af því að í næsta nágrenni við umdæmi lögreglunnar á Akra- nesi er mesta umferðarsvæði lands- ins bæði á sjó og landi. Einnig hef- ur á síðustu áram orðið gríðarleg aukning á allri starfsemi á stóriðju- svæðinu á Grundartanga.“ í lok ályktunar verkalýðsfélagsins segir: „Stjórn Verkalýðsfélag Akra- ness skorar á dómsmálaráðherra sem og þingmenn Norðurvestur- kjördæmis að tryggja að fyrirhuguð skerðing á löggæslu máltnn Akur- nesinga verði ekki að veruleika. Einnig skorar stjórn Verkalýðsfé- lags Akraness á dómsmálaráðherra og þingmenn Norðvesturkjördæm- is að beita sér fyrir því að lögreglan á Akranesi verði efld til muna og umdæmi hennar stækkað.“ MM Styðja breytingar á lögregluembættum Bæjarstjórn Borgarbyggðar hef- ur lýst yfir smðningi við tillögur að breytingum á skipan lögreglumála sem kynntar vom fyrir nokkm. Eins og fram hefur komið í frétmm er gert ráð fyrir að embætti lög- reglustjórans í Borgamesi verði eitt svokallaðra lykilembætta. I því felst meðal armar að rannsóknardeild lögreglunnar á Akranesi verður lögð niður og ný stofnuð í Borgar- nesi. Það hefur ekki fallið lögreglu- stjóranum á Akranesi vel í geð né bæjarstjórn Akraness. A fundir bæjarstjórnar Borgar- byggðar þann 17. nóvember var samþykkt samhljóða svohljóðandi bókun: „Bæjarstjórn Borgarbyggð- ar tekur undir tillögur fram- kvæmdanefndar um nýskipan lög- reglumála. I kynningu á þeim til- lögum era færð málefnaleg rök fyr- ir því að lykilembætti fyrir Vestur- land og hluta Vestfjarða sé staðsett í Borgarnesi. I umdæmi sýslu- mannsins í Borgarnesi er starfandi mjög öflugt lögreglulið með mikla reynslu og þekkingu og hefur jafh- framt átt í góðu samstarfi við önn- ur lögregluembætti á Vesturlandi. Það er því álit Bæjarstjórnar Borg- arbyggðar að tillögurnar muni ná þeim markmiðum sínum að þjón- usta við íbúa landshlutans í heild sinni verði enn betri en áður og að tekið sé tillit með þessu til ffamtíð- aruppbyggingar á Vesturlandi öllu. Jafnframt tekur Bæjarstjórn Borgarbyggðar undir ábendingar nefndarinnar um að hugað verði að því að flytja verkefni til þeirra sýslumannsembætta sem ekki munu sinna lögreglustjórn í kjölfar breytinganna. A Vesturlandi eru samfélögin víða vel til þess fallin að taka við fleiri opinberum verkefn- um. Mikilvægt er að slíkar tillögur verði unnar sem fyrst og í tengslum við fyrirhugaðar breytingar á lög- gæslumálum og komi til fram- kvæmda samhliða breyttri skipan löggæslunnar." HJ Skuldir bænda aukast Skuldir bænda hafa aukist meira en tekjur. Astæðan er fyrst og ffemst kaup á kvóta og tækjum. Samkvæmt skýrslu Hagþjónustu landbúnaðarins vora búgreinatekj- ur meðalbús í fyrra 10,8 milljónir króna, en árið á undan rétt um 10 milljónir. Hér er átt við hefð- bundnar búgreinar, það er sauðfjár- rækt og mjólkurframleiðslu. Af- koman í fyrra, fyrir launagreiðslur var svipuð eða 1,6 miljónir króna. Eignir búanna jukust á síðasta ári um liðlega 7%, vom um áramótin 18,6 milljónir en vom ári áður 17,3 millónir. Skuldirnar jukust líka og bókhaldslega séð var eiginfjárstað- an orðin neikvæð um síðustu ára- mót. Meðalbúið skuldaði þá um 19 miljónir en árið á undan skuldaði meðalbúið 17,2 milljónir. MM

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.