Skessuhorn


Skessuhorn - 30.11.2005, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 30.11.2005, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 2005 aii£89UllUu. * Bókaveisla í Klifi Það var sannkölluð bókaveisla í Klifi í Ólafsvík sl. miðvikudag en þá var lesið uppúr fjórum nýútkomnun bókum. Þeir höfundar sem lásu voru þau Sús- anna Svavarsdóttir en hún las úr bók sinni Dætur hafsins, Þor- steinn frá Hamri las úr ljóðabók sinni Dyr að dauðum. Þá las Arni Þórarinsson úr bók sinni Tími nornarinnar og í forföll- um Þorsteins Vilhjálmssonar las Þorgrímur Þráinsson úr bók hans Guðni Bergs - fótboltasaga. A milli þess sem höfundar lásu þá kynnm nemendur úr 10. bekk Grunnskóla Snæfellsbæjar höfundana. Enn- ffemur sáu þau um sölu á vöfflum og heitu súkkulaði í hléi og rann á- góði í ferðasjóð þeirra. Fjöldi fólks úr bæjarfélaginu kom og naut góðrar stundar á Klifi þetta kvöld. Það voru Framfarafélag Ólafevíkur og lista- og menningarnefnd Snæ- fellsbæjar sem sáu um framkvæmd- ina og er þetta árlegur og skemmti- legur liður í starfsemi þeirra er líð- ur að jólum. PSJ Smekkleg gjöf Nú í nóvember komu starfsmenn Islandsbanka á Akranesi færandi hendi til yngstu barnanna á Vallar- seli en þá færði Svala Pálsdóttir starfsmaður bankans leikskólanum 50 Georgs-smekki ffá bankanum. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd voru börnin ánægð með nýju smekkina enda afar smekklegir. MM Dansað inn í aðventuna Danskrakkarnir úr Borgarfjarð- arsveit kepptu á Jóladansmóti á Broadway um helgina. Þetta var óvenjulegt dansmót að því leyti að dómarar voru þjóðþekktir Islend- ingar. Ber þar fyrsta að telja Dorrit forsetafrú, Þorgerði Katrínu menntamálaráðherra, Davíð Smára Idolstjörnu, Róbert Wessmann for- stjóra Actavis og Svövu Johansen framkvæmdakonu. Fimm pör úr K- hópnum kepptu á þessu móti og náðu þau sannarlega að heilla dóm- nefndina því þau komust öll í úrslit og tvö pör í verðlaunasæti. Hjálm- ur Arnason og Katrín Sigurðar- dóttir í 2. sæti og Gunnar Ingi Friðriksson og Bergþóra Bergs- dóttir í 3. sæti. Það er í ýmsu að snúast hjá þeim dönsurunum og er stefnt á að þau komi fram á næsta körfuboltaleik í Borgarnesi fyrir leik og í hléi. EA Ljósakrossar á leiði Síðastliðinn laugardag hófu fé- lagar í Lionsklúbbi Akraness af- greiðslu á ljósakrossum til uppsem- ingar á leiðum í kirkjugarðinum á Akranesi. Um er að ræða upplýsta krossa sem leigjast frá fyrsta í að- venm til og með síðasta dags jóla, á þrettándanum. Þetta er sjötta árið í röð sem félagsmenn bjóða slíka krossa til leigu og er hefð þessi orð- in aðal fjáröflunarleið klúbbsins síðan Ijósaperusalan lagðist af vegna dræmrar sölu. Agóði leig- unnar rennur svo óskipmr til líkn- armála en síðastliðin ár hefur klúbburinn til að mynda afhent Sjúkrahúsi Akraness nauðsynlegan tækjabúnað af einhverju tægi. BG Heiðar valinn fþróttamaður Grundaríjarðar Heiðar Geirmundsson meiI verðlaunabikar og blóm. Síðastliðinn laugardag var lýst kjöri íþróttamanns Grandarfjarðar á fjölskyldusamkomu í Samkomu- húsinu sem kvenfélagið Gleim mér ei stóð fyrir. Meðal annarra dag- skrárliða má nefna jólabasar og svo gám allir gætt sér á kaffi og rjúk- andi vöfflum. Það er íþrótta- og tómsmndanefnd Grundarfjarðar sem velur íþróttamann Grandar- fjarðar að undangengnum tilnefn- ingum frá íþróttafélögunum. Að þessu sinni var íþróttamaður bæjar- félagsins kjörinn Heiðar Geir- mundsson UMFG fyrir ffjálsar í- þróttir. Heiðar er einn fremsti íþrótta- maður sem Grandfirðingar eiga í dag. Hann er búinn að eiga frábært keppnisár og slá nokkur met. Hann tvíbætti héraðsmetið í sleggjukasti í sumar um rúma 7 metra og bætti síðan 30 ára gamalt kúluvarpsmet um 16 cm. Hann kom heim með tvö gull af Héraðsmóti HSH og á Steinþórsmóti UMFG var hann stigahæsti einstaklingurinn og setti þar stigamet. A þessu ári hefur Heiðar einnig keppt í kraftlyftmg- um og staðið stig frábærlega. Hann hefur í sumar tekið þátt á hálanda- leikunum og verið þar á meðal efstu manna á öllum mótum. Heiðar er einstaklega prúður íþróttamaður og mörgum yngri mikil fyrirmynd. AS þessu sinni var óvenju margtfólk mœtt á fjölskyldusamkomu kvenfélagsins í Sam- komuhúsinu. Hérfylgjast gestir meS kjirri íþróttamanns ársins. Aðrir sem tilnefnir voru: Jóhann Kristinn Ragnarsson af Hesteigendafélagi Grundarfjarðar • fyrir hestaíþróttir. Jóhanna Steinþóra Gústafsdóttir af UMFG fyrir sund. Pétur Vilbergur Georgsson afGolf- klúbbi Vestarr fyrir golf Sædís Karlsdóttir af UMFG fyrir blak Tryggvi Hafsteinsson af UMFG fyrir fótbolta. MM/ Ijósm: SK Fimm ára afmæli Hymutorgs Um liðna helgi var afmælishátíð í verslunarmiðstöðinni Hyrnutorgi í Borgarnesi en þá vora liðin 5 ár ffá því húsið var tekið í notkun. 10 verslunar- og þjónustuaðilar era þar nú til húsa. Nokkrar breytingar hafa á þessum áram orðið á safhi þjónustuaðila í húsinu. Þeir sem uppranalega vora og era enn era Blómabúð Dóra, Vís, Skóbúðin Borg og ÁTVR. í nokkram versl- unarrýmum hafa nýir aðilar tekið við af öðram og má þar nefna Sóló hársnyrtistofu, Borgarsport, Knapann, Lyfju, Ljóshraða og Samkaup Urval sem er í stærsta hluta hússins þar sem uppranalega var Kaupfélag Borgfirðinga. Mikið var um að vera á föstudag og laugardag í tilefni afmælisins. Skemmtidagskrá og ágæt af- mælistilboð í verslunum. Á laugar- dag var boðið upp á kökur og kaffi, Freyjukórinn söng, Bjartmar Hannesson kynnti nýútkominn disk sinn, Maggi í Ási áritaði bók sína og fleira var gert til hátíðar- brigða, enda var margt um mann- irm og hlýleg aðventustemning í Borgarnesi. MM {

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.