Skessuhorn


Skessuhorn - 30.11.2005, Side 4

Skessuhorn - 30.11.2005, Side 4
4 MIÐVIKUDAGUR 30. NOVEMBER 2005 Dragnótaafli dregst saman FAXAFLOI: Á árinu 2004 var afli dragnótabáta rúmlega 1.901 tonn í Faxaflóa og er það nokkur minnkun frá árunum á undan. Þetta kemur fram í svari Einars K. Guðfinnssonar sjávarútvegs- ráðherra við fyrirspum Guðjóns Guðmundssonar á Alþingi. Á ár- inu 2003 var aflinn tæplega 2.857 tonn, á árinu 2002 var hann 3.093 tonn og á árinu 2001 var aflinn 2.551 torm. Af einstökum fisktegundum má nefha að mest hafa bátamir aflað af sandkola. Á síðasta ári var aflinn tæp 1.137 tonn. Af dragnótaraflanum komu tæp 147 tonn til löndunar á Akranesi í fyrra, árið 2003 var aflinn 190 tonn, árið 2002 var aflinn 195 tonn og árið 2001 var aflinn tæp 79 tonn. -hj Nýtt togskip á leiðinni GRUNDARFJÖRÐUR: Guð- mundur Runólfsson hf. í Grund- arfirði festi fyrir skömmu kaup á 29 metra löngu togskipi í Skotlandi. Undanfamar vikur hefur skipið verið í breytingum í Póllandi og leggur það af stað heimleiðis í dag. Að sögn Guð- mundar Smára Guðmundssonar ffamkvæmdastjóra fyrirtækisins kemur skipið í stað togarans Hrings SH-535 sem fyrirtækið hefur gert út frá árinu 1996. Áhöfn Hrings flyst á hið nýja skip sem fer til togveiða fljótlega eftir heimkomu þess til Grundar- fjarðar. Nánar verður sagt frá hinu nýja skipi síðar. -hj Öll tilboð undir kostnaðaráætlun SNÆFELLSBÆR: Síðastliðinn miðvikudag vom opnuð tilboð í dýpkun í höfhunum í Olafsvík og Rifthöfh. Verkinu skal lokið eigi síðar en 1. apríl í vor. Gert er ráð fyrir að dýpka u.þ.b. 26.000 m3 í Ólafsvíkurhöfh og u.þ.b. 20.000 m3 í Rifehöfh. Tilboðin vom opnuð samtímis á skrifstofu Hafharsjóðs Snæfellsbæjar og skrifstofu Siglingastofnunar í Kópavogi og bárast alls 3 tilboð. Gáma- og tækjaleiga Austurlands áttd lægsta boð eða 16,9 milljónir króna en það var 71,6% af kostn- aðáráætlun Siglingastofnunar. Björgun bauð 18,2 milljónir sem var 77,3% af kosmaðaráædun, en Hagtak ehf. bauð 19,8 milljónir, eða 83,9% af kosmaðaráædun sem alls hljóðaði upp á 23,56 milljónir króna. -mm Bæjarblað til sölu STYKKISHÓLMUR: Nýlega var rekstur Stykkishólmspóstsins auglýsmr til sölu, en það er Elín Bergmann Kristinsdóttir sem gefið hefur blaðið út undanfarin ár. Auk þess að reka Stykkis- hólmspóstinn felst reksturinn í ýmsum verkefhum sem tengjast tölvuuppsemingu, ljósrimn, prentun, plösmn og fleiru. -mm Veg- tenging Klifhrauns Nýi vegurinn um Klifhraun við Arnarstapa er nú við það að tengj- ast þjóveginum við rætur Stapa- fells. Myndin er tekin sl. sunnu- dag. MM Sýslumenn fluttir til Dómsmálaráðherra hefur ákveð- ið að Anna Birna Þráinsdóttir, sýslumaður í Búðardal, verði flutt í embætti sýslumannsins í Vík. Jafh- framt hefur ráðherra ákveðið að Áslaug Þórarinsdóttir, sýslumaður á Hólmavík, verði flutt í embætti sýslumannsins í Búðardal. Öðlast ákvarðanirnar gildi frá og með 1. janúar 2006. Embætti sýslumanns- ins í Vík losnaði á dögunum við skyndilegt brotthvarf sýslumanns þaðan. Að sögn Þorsteins Davíðs- sonar aðstoðarmanns dómsmála- ráðherra verður staða sýslumanns á Hólmavík auglýst laus til umsóknar á næstunni. HJ Nýtt veðurskilti vígt í Hólminum Páll Bergþórsson, Trausti Jónsson, Lárus HalljreSsson formaður Lionsklúhhsins og Gunn- laugur Amason, formaður nefndarinnar sem stóð að vinnunni við skiltið. Síðasdiðinn laugardag var vígt nýtt veðurathugunarskilti í Stykkis- hólmi. Er það staðsett á íþróttavell- inum og blasir við umferð í báðar áttir. Það er Lionsklúbbur Stykkis- hólms sem nú hefur afhent Stykkis- hólmsbæ skiltið að gjöf. Var þetta stórt verkefni fyrir lít- inn Lionsklúbb og eins og formað- urinn sagði við afhendinguna í Norska húsinu að lokinni formlegri vígslu skiltisins, hefðu þeir aldrei lagt út í þetta ef þeir hefðu gert sér fulla grein fyrir kostnaðinum. Svona skilti er stórmerkileg farm- kvæmd; sýnir vindátt og styrk, loft- þrýsting og rakastig og sækir og birtir nýjar veðumpplýsingar á 10 mínútna ffesti. Eiga Hólmarar effir að verða montnir af þessari fram- kvæmd og vel við hæfi að minnast 160 ára afmælis veðurathuguna í Stykkishólmi með þessum hætti. Frá Veðurstofu Islands kom Trausti Jónsson og kveikti hann á skiltinu. Einnig mætti Páll Berg- þórsson, fyrrverandi veðurstofu- stjóri. I Norska húsinu var síðan fjölbreytt dagskrá og fluttu þeir Trausti og Páll erindi um þýðingu veðurathuguna Árna Thorlaciusar og fleira. DSH Sanngimisástæður mæla með niðurfellingu virðisaukaskatts Halldór Jónsson, hæstaréttarlög- maður hefur komist að þeirri nið- urstöðu að skýrar forsendur samn- ings Spalar ehf. og ríkisins sem og sanngirnisástæður mæli með því að íslenska ríkið hlutist til um að skylda til að innheimta virðisauka- skatt af veggjaldi í Hvalfjarðar- göngum verði felld niður og kveðið verði á um að aðgangur að vega- mannvirkjum verði undanþeginn virðisaukaskatti. Þetta kom ffarn í álitsgerð sem Halldór vann fyrir stjórn Spalar og kynnt var á aðal- fundi fyrirtækisins fyrir skömmu. Eins og fram hefur komið í fréttum Skessuhorns hefur tölu- verð umræða farið fram um hugs- anlega niðurfellingu virðisauka- skatts af veggjöldum og einnig niðurfellingu veggjaldanna í heild. Hefur umræða meðal annars farið fram um málið á Alþingi. Á aðal- fundi Spalar greindi Gísli Gísla- son, stjórnarformaður fyrirtækis- ins frá því að stjórnin hefði í des- ember 2004 sent fjármálaráðherra erindi og spurst fyrir um hvort vænta mætti breytinga á inn- heimtu virðisaukaskatts af veggjaldinu í Hvalfjarðargöngum. I samningum Spalar ehf. og ríkis- ins væri ákvæði um að virðisauka- skatmr af veggjaldi skyldi vera 14% eða hið sama og af fólksflutn- ingum. I ljósi þess að ekki væri innheimtur virðisaukaskatmr af fólksflutningum hefði stjórn Spal- ar jafnframt óskað eftir áliti lög- fræðings á framkvæmd og efni þessa ákvæðis í samningnum við ríkið og varð niðurstaðan eins og að framan greinir. Þess má geta að senn líður að því að greiddur virðisaukaskatmr af veggjöldum í göngunum nemi sömu upphæð og endurgreiddur var þegar framkvæmdir stóðu yfir. Sú staðreynd hefur einnig verið vam á myllu þeirra sem leggja vilja af virðisaukaskattinn. HJ Vegagerðin setur upp ljósastaura ofan HeUissands Vegagerðin hefur ákveðið að setja upp 11 ljósastaura á þjóðveginn ofan Hellissands en það hefur verið bar- átmmál íbúa þar um langt skeið. Þegar komið er til Hellissands ffá Ólafsvík er nú lýsing á þjóðveginum að söluskála Esso en síðan hefur myrkrið tekið við. Á þessum vegi er töluverð umferð gangandi fólks og hefur oft legið við slysum. Að sögn Kristins Jónassonar bæjarstjóra hafa íbúar oft kvartað við bæjaryfirvöld vegna málsins og hefur þeim kvört- unum verið komið til veghaldarans sem er Vegagerðin. Þar hefur nú verið tekin sú ákvörðun að setja upp 11 ljósastaura og er kostnaður áætl- aður tæpar 2 milljónir króna. HJ Fjárveiting til menningar- samnings ALÞINGI: Meirihluti fjár- laganefndar Alþingis gerir það að tillögu sinni að framlag til samnings við sveitarfélög á Vesmrlandi um menningarmál verði hækkað á næsta ári um 15 milljónir króna. Samningur þessi var undirritaður nýlega og samkvæmt honum munu menntamálaráðuneyti og sam- gönguráðuneyti beita sér fyrir 25 milljóna króna framlagi árið 2006, 27 milljóna króna ffarn- lagi árið 2007 og 28 milljóna króna framlagi árið 2008. -hj Von á tíu millj- ónasta bflnum HVALFJ ÖRÐUR: Ef að lík- um lætur mun tíumilljónasti bíllinn aka um Hvalfjarðargöng eigi síðar en í mars á næsta ári. Sem kunnugt er vom göngin opnuð sumarið 1998 og hefur umferð um þau verið margfalt meiri en áæltað var í upphafi og hafa nú um 9,3 milljónir bíla farið þar um. Á síðasta rekstrar- ári Spalar var meðalumferð um göngin 4.460 bílar á sólarhring sem var 14% aukning ffá fyrra ári. I upphafi vonuðust Spalar- menn eftir að 1.700 bílar færa um göngin á sólarhring og þótti það töluverð bjartsýni. -hj Fjölskyldustefna í mótun GRUNDARFJÖRÐUR: Nefnd um mótun fjölskyldu- stefriu boðar til opins fundar í samkomuhúsinu í Grundarfirði í kvöld, miðvikudag. Ætlunin er að vinnu við mótun fjöl- skyldustefnu komi aðilar frá stofnunum bæjarins, aðrir hagsmunaaðilar og sem flestir íbúar. Fyrsta skrefið í vinnu með íbúum og hagsmunaaðil- um er þessi fundur þar sem kallað verður eftir því sem helst brennur á íbúum varðandi mál- efni fjölskyldunnar. Reynt verður að draga ffam áherslur og forgangsraða þeim. Fundin- um stýrir Sigurborg Kr. Hann- esdóttir frá Alta og starfemaður nefndar um mótun fjölskyldu- stefhu. -mm Tvær vatns- veitubilanir GRUNDARFJÖRÐUR: Það óhapp átti sér stað sl. fimmtu- dag þegar vinnuflokkur RARIK í Grundarfirði var að vinna við plægingu jarðstrengs að stofn- vamslögn bæjarins fór í sundur. Önnur bilun átti sér einnig stað sama dag þegar vatnslögn í Fagurhól gaf sig. Bráðabirgða- viðgerð lauk sama dag en á laugardag var lokið við fullnað- arviðgerð á lögninni við Fagur- hól. -mm WWW.SKESSUHORN.IS Bjarnarbraut 8 - Borgamesi Sími: 433 5500 Kirkjubraut 54-56 - Ákranesi Fax: 433 5501 Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14:00 á þribjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skilafrestur smáauglýsinga er til 12:00 á þriöjudögum. Blabið er gefið út í 3.000 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 1000 krónur með vsk. á mánubi en krónur 900 sé greitt meb greiöslukorti. Verö í lausasölu er 300 kr. SkRIFSTOFUR BLAÐSINS ERU OPNAR KL. 9-14 ALLA VIRKA DACA Útgefandi: Skessuhorn ehf. - 433 5500 skessuhorn@skessuhorn.is Ritstj. og ábm. Magnús Magnúss. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Blaöamenn: Halldór Jónsson 892 2132 hj@skessuhorn.is Magnús Magnúss. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Fréttaritarar: Gfsli Einarsson 899 4098 gisli@skessuhórn.is Ófeigur Gestsson 892 4383 sf@simnet.is Augl. og dreifing: Iris Arthúrsd. iris@skessuhorn.is Umbrot: Gubrún Björk Friöriksd. 437 1677 gudrun@skessuhorn.is

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.