Skessuhorn


Skessuhorn - 30.11.2005, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 30.11.2005, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 30. NOVEMBER 2005 ■ I' Þrjátíu ungmenni af Akranesi „á flóttau Þrjátíu ungmenni af Akranesi tóku um helgina þátt í hlutverka- leiknum „A flótta," sem fram fór á Kjalamesi. A flótta hlutverkaleikur er efdr danskri fyrirmynd, þar sem sjálfboðaliðar em í hlutverkum lög- reglu, landamæravarða, skrifstofu- fólks og þar ffam efrir götunum. Þátttakendur sem em í hlutverki flóttamanna þann tæpa sólarhring sem leikurinn stendur yfir, upplifa í hnotskurn hvemig tilfiiming það er að vera flóttamaður. Það er Rauði krossinn á Islandi sem staðið hefur fyrir þessum leik víðsvegar um land á undanförnum árum einkum meðal efsm bekkinga í grunnskóla. Það var félagsmiðstöðin Arnardalur sem sem stóð að leiknum í samvinnu við Rauða krossinn og sótm um 50 tmgmenni um þátttöku Hluti ungmennanna sem settu sig í hlutverk flóttafólks. Hann var ekki árennilegur landamæravörSurinn sem heið þeirra í malamámunni vií Kollafjörð. en aðeins 30 komust að í þetta sinn. Þurfti því að draga um hverjir kæmust með. Leikurinn hófst á hádegi á laugar- dag í Klébergsskóla á Kjalarnesi. Hann barst síðan víða um Kjalames og reyndi mjög á þátttakendur. Þeir sem taka þátt í leiknum mæta með svefnpoka og bakpoka en annað má ekki hafa undir höndum. Það em því til dæmis engir farsímar leyfðir né annað sem telst til daglegrar þarfar nútímamannsins. Þegar blaðamaður Skessuhorns hitti hluta „flóttamannanna“ síðdeg- is á laugardag vom þeir á göngu en ekki vissu þeir hvert ferðinni væri heitíð. I malamámtun ofan Kolla- fjarðar hafði verið komið upp landa- mæmm þar sem hermenn biðu og yfir þau landamæri þurfri að komast. „Landamæraverðimir“ vom skugga- legir á að líta og hefur ekki verið á- rennilegt að mæta þeim í myrkrinu. I leiknum verða þátttakendur fyr- ir miklu áreiti og álag er mikið. Sem dæmi má nefna að svefn er ekki mjög samfelldur og ekki við aðstæð- ur sem í nútímaþjóðfélagi þykja sjálfsagðar. Námskeiðið tókst mjög vel og það vom örþreytt ungmenni sem komu til síns heima um hádeg- ið á sunnudag. Margs vísari um þær hörmungar sem því miðnr em dag- legt brauð hjá alltof stórum hluta jarðarbúa. HJ Starfsmönnum Rarík á Vesturlandi fækkar Starfsmenn Raffnagnsveima ríkis- ins á Vesturlandi era nú 31 að tölu og hefur fækkað á liðnum ámm þrátt fyrir að fyrirtækið hafi yfirtek- ið nokkrar raf- og hitaveitur á und- anfömum ámm. Þetta kemur ffarn í svari Valgerðar Sverrisdótmr iðnað- arráðherra við fyrirspum Sigurjóns Þórðarsonar alþingismanns. Fyrir- spum Sigurjóns var svohljóðandi: „- Hversu mörg störf vom hjá Rarik ffá 1995 til dagsins í dag á höfuð- borgarsvæðinu annars vegar og utan höfuðborgarsvæðisins hins vegar, stmdurliðað eftír landshlutum?“ I svari ráðherra kemur ffam að 1995 vom 80 heildarstörf á höfuð- borgarsvæðinu en 56 árið 2005 og nemur fækkunin því 30%. Uti á landi var fjöldi starfa 194 árið 1995 en 158 árið 2005 og er fækkunin því 19%. A árinu 1995 vora starfsmenn fyrirtækisins á Vesmrlandi 35 talsins en era nú 31 eins og áður kom ffam. Er fækkun starfa því um 11% eða mun minni en á öðram stöðum á landinu. Það að fækkun starfa hafi ekki verið meiri skýrist af því að á árinu 1995 yfirtók fyrirtækið Raf- veitu Borgarness, árið 2003 var rekstur Hitaveim Dalabyggðar yfir- tekinn og árið 2004 var rekstur raf- dreifikerfis í Húsafelh yfirtekinn. HJ S Oskað eftir mati á stækkun Stjórn Spalar ehf. hefur óskað effir aðstoð Vegagerðarinnar við að meta þörf á stækkun Hval- fjarðarganga. Þetta kom fram í ræðu Gísla Gíslasonar stjórnar- formanns á aðalfundi félagsins fyrir skömmu. A síðasta rekstrar- ári félagsins var meðalumferð um göngin 4.460 bílar á sólarhring en þau era hönnuð fyrir meðal- umferð allt að 5.000 bíla á sólar- hring. Umferð um göngin hefur aukist hratt frá því að þau vora opnuð og því skammt að bíða að hámarkinu verði náð ekki síst vegna fyrirhugaðra framkvæmda við Sundabraut og sameiningu hafna við Faxaflóa sem talin er auka umferð til og ffá Grandar- tanga. Því telur stjórn Spalar ehf. þörf á að vinna umferðarspá, skoða skipulags- og umhverfismál og að því loknu að taka upp viðræður við ríkisvaldið um með hvaða hætti verður ráðist í þetta verk- efni. HJ I liðinni viku mátti lesa á fréttavef Skessuhorns, að Kristinn H. Gunn- arsson þingmaður Framsóknar- flokksins vilji að ríkið yfirtaki Hval- fjarðargöngin strax. Að sjálfsögðu ber að fagna að Kristinn, fyrstur stjórnarþingmanna, kveður upp úr um þetta. Enn meira fagnaðarefni er að hér er ffamsóknarmaður á ferð, en þeir hafa ekki viðrað þessa skoðun fyrr. Síðan ber að gleðast þess meir, vegna þess að Kristinn hefur hingað til ekki sýnt neina tíl- burði til að hjálpa okkur sem höfum barist fyrir lækkun og afnámi gjaldsins í Göngin. Skammvinn gleði Þegar allri þessari gleði sleppir vakna spurningarnar. Kristinn verður að tala skýrar. Ekki dugar að segja að ríkið eigi að yfirtaka Göng- in. Menn verða líka að koma með tillögur um hvar eigi að finna pen- ingana í það. Við eram sennilega að tala um fimm milljarða eða þar um bil. Eg hef lagt til að hluta af pen- ingunum sem fengust fyrir sölu Hvað á Kristinn við? Símans verði varið í þetta. Þá verði klipið af því fé sem stendur tíl að nota í að greiða niður erlendar skuldir ríkisins. Ef ekki til að greiða upp alfarið þær skuldir sem era á Göngunum, þá stóran hluta þeirra þannig að það fari nú að sjá fyrir endann á gjaldtökunni. Hvað vill Kristínn gera? Eg vil líka fá að vita hvort Krist- inn hafi stuðning annarra stjórnar- liða í málinu. Ekki síst eigin þing- flokksfélaga? Framsóknarflokkur- inn á bæði forsætisráðherra og for- mann fjárlaganefndar sem jafn- ffarnt er þingmaður Norðvestur- kjördæmis. Hvað segja þeir? Hvað segja svo Sjálfstæðismenn með samgönguráðherra og fjármálaráð- herra? Kristinn verður að hafa lausn á reiðum höndum um það hvar eigi að finna peninga til að yfirtaka Göngin. Hann verður líka að sýna að hann hafi stuðning í eigin þing- flokki og þingflokki Sjálfstæðis- flokksins. Kristinn verður að koma með tillögu að raunhæfri lausn á því hvar eigi að finna peningana til að borga upp Göngin. Hann verður líka að sýna fram á stuðning í ríkis- stjórnarflokkunum sem hafa jú lausnina í hendi sér. Geti hann það ekki, þá skiptir afstaða hans í mál- inu afar litlu. Vilji er nefnilega allt sem til þarf í þessu máli, en þann vilja hefur því miður ekki verið að finna í herbúð- um stjórnarliða, þar sem Kristinn unir löngum hag sínum við að styðja eindregið ríkisstjórn sem hann þykist svo fara gegn í hverju málinu á fætur öðra. Líka þessu máli? Við hljótum öll að bíða spennt eftír svörum. Stofnum samtök Ég legg svo loks til að stofnuð verði hagsmunasamtök notenda Hvalfjarðarganga. Forgangsverk- efhi slíkra samtaka ættí að vera að ríkið yfirtaki Göngin hið fyrsta. Nú er lag með því að grípa til Símapen- inganna og greiða upp Göngin. Annað hvort alveg eða að hluta, þannig að hægt verði að aflétta gjaldtöku sem fyrst. Það þarf að þrýsta af alefli á meirihluta Alþing- is að samþykkja nauðsynlegar breytingar á því framvarpi sem nú liggur í þinginu um hvernig verja skuli Símapeningunum. Magnús Þór Hafsteinsson, varaformaður og þingflokks- formaður Frjálslynda flokksins. vnvw.althingi.ishnagnush Yogaiðkun mismundandi Þessar skemmtílegu myndir bárast okkur og sýna þær mis- mundandi aðferðir við Yoga. Annarsvegar er það indverskur yoga og hinsvegar rússneskur. Gasgrill Hjón era útí að vinna í garð- inum sínum og þar sem konan krýpur og reitir arfa segir karl- inn við hana: „Djöfull ertu orð- in feit, rassinn á þér er eins og risastórt gasgrill!" Konan svarar honum engu. Seinna um kvöld- ið fer karlinn eitthvað að daðra við hana þegar þau era komin upp í rúm. Þá lítur konan á hann heldur kuldalega og segir: „Heldur þú virkilega að ég fari að kveikja upp í gasgrilli fyrir eina smápulsu?“ Eins og englar Bisnesskona kom inn á bar og pantar tvöfaldan martini með ísmolum. Þegar hún var búin úr glasinu opnaði hún veskið sitt og horfði um stund ofan í það. Síðan pantaði hún sér annan martini. Þegar drykkurinn var búinn kíktí hún aftur í seðla- veskið sitt, andvarpaði og pant- aði sér þriðja martiniglasið. Barþjónninn var að springa úr forvitni og sagði við konuna: „Elskan mín, leyfðu mér að bjóða þér upp á næsta drykk en aðeins gegn því að þú segir mér hvað þú ert að skoða í veskinu þínu.“ Konan segir þá. „Ég er alltaf að kíkja á mynd af fjöld- skyldu minni,“ svaraði konan ljúfmannlega. „Um leið og mér er farið að finnast maðurinn minn sætur og börnin eins og englar, þá veit ég að tímabært er að fara heim.“ S A geðveikrahæli I heimsókn sinni á geðveikrahælið spurði einn gesturinn deildarstjórann hvaða aðferð læknarnir beittu til að ákvarða hvort leggja ætti sjúkling inn á hælið eður ei. "Sko," sagði deildarstjórinn, "við fyllum baðkar af vatni. Svo bjóðum við sjúklingnum teskeið, tebolla eða fötu til að tæma baðkarið." "Aaa, ég skil," sagði gesturinn, "heilbrigð manneskja mundi þá velja fötuna, þar sem hún er stærri en teskeiðin og tebollinn og auðveldast að tæma baðkarið þannig! "Nei." Sagði deildarstjórinn, "Heilbrigð manneskja mundi taka tappann úr. Má bjóða þér herbergi með eða án glugga?"

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.