Skessuhorn


Skessuhorn - 30.11.2005, Blaðsíða 9

Skessuhorn - 30.11.2005, Blaðsíða 9
 MIÐVIKUDAGUR 30. NOVEMBER 2005 9 Laun rafiðnaðar- kvenna hækka Laun rafiðnaðarkvenna hafa á undanförnum árum nálgast mjög laun karla í sömu iðngrein að sögn Guðmundar Gunnarssonar, for- manns Rafiðnaðarsambands Is- lands. Þar á bæ hefur markvisst verið unnið að bættum hag kvenna innan greinarinnar. Guðmundur segir atvinnuástand innan rafiðn- aðargeirans hafi ætíð verið mjög gott og atvinnuleysi ekki farið upp fyrir 2,5% síðan 1996. „Undanfar- ið ár hefur það verið vel innan við 1% og er 0,2% í dag. Er það vafa- laust tvennt sem ræður þar mestu, ör tækniþróun og mikil og stöðug símenntun rafiðnaðarmanna sem hefur stækkað atvinnusvið þeirra verulega," segir Guðmundur. Konur hafa ætíð verið fámennar í röðum rafiðnaðarmanna og hefur það verið mörgum umhugsunar- efni hvers vegna. Flest störf í raf- iðnaði henta konum alls ekki síður en körlum. I dag eru 45 konur í RSI sem hafa lokið sveinsprófum í rafiðnaðargreinum og á rafiðnað- arbrautum verknámskólanna eru 20 konur. Guðmundur segir launaþróun í rafiðnaðargeiranum hafa verið jafna og stígandi og hef- ur kaupmáttur vaxið að jafnaði um 3,5 - 5% á ári. „Rafiðnaðarmenn hafa lagt sérstaka áherslu á hækk- un daglauna og styttingu vinnu- tíma og hefur orðið verulega á- gengt. Frá árinu 1990 hefur með- alvinnuvika rafiðnaðarmanna fall- ið úr 57 tímum niður í 45 tíma á viku, eða um 26%. Árið 1990 voru meðalmánaðarlaun rafiðnaðar- kvenna tæp 100 þúsund, sem nam 65% af meðalheildarlaunum raf- iðnaðarmanna. I dag eru meðal- laun rafiðnaðarkvenna 305 þúsund kr. á mánuði og eru 87% af meðal- launum rafiðnaðarmanna. Meðal- laun rafiðnaðarkvenna hafa því hækkað ffá árinu 1990 þriðjungi meira en hjá körlum í stéttinni. Þarna gæti spilað inn í að konur hafi á sínum tíma ekki unnið jafn- mikla yfirvinnu og rafiðnaðarkarl- arnir, en eins og komið hefur fram þá hefúr sókn í yfirvinnu minnkað mikið,“ segir Guðmundur. HJ VESTURGATA -AKRANES FALLEG 80 fm 3ja herb. NEÐRI SÉRHÆÐ í tvíbýli með SÉRINNGANGI. Hús að utan er búið að steina, þak nýlegt svo og gluggar og gler. LAUS VIÐ KAUPSAMNING. Verð 10,9 millj. Fjarðargötu 17 - Hafnarfirði Sími 520 2600 - Fax 520 2601 Netfang as@as.is Heimasíða www.as.is Opið virka daga kl. 9-18 Kári Halldórsson Löggiltur fasteignasaii Herradeild Frábært úrval af fatnaði og skóm á góðu verði. Skyrtur: 2.990 kr. Sparibuxur: 4.990 kr. Blazer jakkar: 9.990 kr. Opið ALLA daga til jóla Dömudeild Stórar stærðir Pils Mussur Opnar peysur og fleira Itítta KIRKJUBRAUT 4 - 6 AKRANESI - SÍMI431 2244 /V7vÁ L INGAFtDA GA R afsláttur af hágæða íslenskri innimálningu Slippfélagið L I T A L A N D www.skessuhorn.is jCeCflamar 26.-27. nóvem6er ofl 3.-4. desember verður fiinn árfegi jóQimaríiaÖur í CjalTeríjAdfíióC, íBjarteyjarsandiJívaCfirÖi TiCsýnis og söCu veröa Candunmr munir eftirfagurCera sveitarinnar. íBoðiÖ verðurupp á Caffi, Cieitt súffuCaði, nýCaCgö flóögœli og tónCist. Cjerum oífur gfaöan dag í sveitinni og flejum öÖruvísi jóCagjafir í ár. OpiÖ: 13-18 aCla dagana. ‘Engin CgrtaviösCipti. JfandverCisjóCf í JfvaCfirÖi %vww. Cjartcyjarsandur. is Ahutðut uændut tyailu unnstemo ***S?ónrt «« 5820 BORGARNESI

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.