Skessuhorn - 01.03.2006, Qupperneq 19
3SESSirH©Bl
MIÐVIKUDAGUR 1. MARS 2006
19
Svar til Guðmundar
Þorbjömssonar
I 8. tbl. Skessuhoms viðrar ungur
Borgfirðingur, Guðmundur Bjöm
Þorbjörnsson, skoðanir sínar á
skammdegisþunglyndi. Hann veltdr
fyrir sér orðinu, sem hann finnur
ekki í orðabókinni sinni. Hann furð-
ar sig á þessum sjúkdómi og má
skilja af skrifum hans að honum
finnist þetta ekki vera sjúkdómur í
raun og sann heldur landlægur atun-
ingjaskapur Islendinga. Því telur
hann fyrirbærið vera séríslenskt,
sem það er ekki. Orðið og fyrirbær-
ið seasonal depression er til og þekkt
í ensku. Hann segir síðan orðrétt
„mér þykir það alveg merkilegt að
fólk geti fundið upp jafii hlægilega
afsökun eins og skammdegisþung-
lyndi fyrir að minnka sjálfa sig jafii
mildð og raun ber vitni.“ Skamm-
degisþunglyndi er sjúkdómur, meira
að segja mjög alvarlegur sjúkdómur.
Margir heyja hetjulega baráttu vetur
effir vetur við þennan vágest. Marg-
ir gefast upp og deyja í baráttu sinni.
Það era staðreyndir.
Hann bendir einnig á að fólk í
Malí og Uganda hafi trúlega ekki
heyrt um þennan sjúkdóm í svengd
sinni og lífsbaráttu sinni. Allt í lagi,
og gott og vel, við Islendingar höf-
um það bara fjandi gott, við sveltum
ekki og við (flest að minnsta kosti)
getum leyft okkur það sem við vilj-
um. En af því að við höfum það svo
gott og af því að við eigum svo mik-
ið af dým drash höfum við þá ekki
rétt á tilfinningum eins og depurð,
vonleysi og reiði yfir því að lífið er
eklá eins og við ætluðum okkur?
Snýst lífið sem sagt um það að eiga
fullt af dýra drasli og þá er hamingj-
an í höfn?
Það er samt rétt og satt að við eig-
um að muna efitir okkar minnsta
bróður og vissulega mega Islending-
ar vera duglegri að láta af hendi
rakna til hjálparstarfa í löndum þar
sem fólk lætur lífið vegna hungurs
og vosbúðar, sjúkdóma og skort á
heilsugæslu.
Vissulega megum við þakka
Drottni fyrir að fá að vera íslending-
ar, eins og Guðmundur bendir réttd-
lega á og þurfa ekki að heyja baráttu
upp á hvem dag til að halda í okkur
lífinu. En fyrir margan þunglyndis-
sjúklinginn er hver dagur barátta til
að halda sér á floti í ólgu h'fsins. Við
skulum ekki gera lítið úr þeirra þján-
ingu og sálarstríði. Aðstandendtu-
þunglyndissjúklinga (skammdegis-
þunglyndissjúklinga líka) þurfa oftar
en ekki líka að upplifa mikla erfið-
leika í tengslum við sjúkdóm ástvin-
ar síns.
Verum þakklát fyrir það sem við
höfúm en gerum ekki lítrið úr þján-
ingum annarra hverjar sem þær svo
eru.
OlöfMaría Brynjarsdóttir.
Hófundur er
heimavinnandi húsmóðir
T^enninn—*:
Það er klárlega ekki á mínu hæfi-
leikasviði að tala undir rós. Þau við-
brögð sem hinn bitri „Skammdegis-
þunglyndispistill“ hefur fengið segja
glöggt til um það. Eg hefði mátt vita
uppá mig sökina, því efdr að ég las
pistilinn nokkrum sinnum yfir, sá ég
að ég hafði ekki tekið boðskap
pistilsins nógu skýrt firam. Það sem
fáir virðast þó hafa skilið, er að þessi
pistill snérist aldrei um sjúkdóminn
þunglyndi. Barnslegur orðaforði
minn og vankunnátta mín á sviði
háðslegra útskýringa virðist hafa far-
ið fyrir brjóstið á ansi mörgum,
móður minni meðtalinni. Eg var
aldrei að tala um þennan bölvanlega
sjúkdóm, enda geri ég mér fyllilega
grein fyrir þeim afleiðingum sem
hann getur haft á fómarlömb sín. Eg
réðst hins vegar af fullum mætti á
lífsþreytta Islendinga, sem negla
sjálfa sig á krossinn sökum áunnina
höfuðverkja. Höfuðverkur þung-
lyndissjúklings er raunverulegur,
höfuðverkur aumingjans er það
ekld.
Við höfum búið okkur til áhyggj-
ur, við höfúm skapað okkur átyllur
fyrir kvarti og kveini, og bölvum há-
stöfúm þrátt fyrir allsnægtimar. Það
er staðreynd og ég ætla ekkert að af-
Elsku Harpa
saka þessa fullyrðingu mína. Af
og afitur sjátun við lifandi dæmi tun
þessa hegðun. Hver kannast ekki
föstudagstraffíkina skelfilegu og
Visa-reikninginn ógurlega. Eg las
t.a.m. dagbók tmgrar stúlku á netinu
sem vildi vera „allt annars staðar en
á Islandi." Já, er það virkilega? Eg er
viss um að enginn vill hafa fæðst al-
næmissmitaður eða vera sveltandi í
„allri sólinni" í Suður-Affíku.
Eg hefði ekki átt að nota orðið
skammdegisþunglyndi yfir þessa
sorglegu þegna okkar allsnægtar-
lands. En það sem ég sagði meinti
ég engu að síður. Eini maðurinn
sem virtist hafa skiHð það sem ég áttd
við var ritstjóri Skessuhoms. Þegar
flett er uppá orðinu þunglyndi í
orðabókinni eru manni gefúir 2
kostir. Annars vegar er talað um
sjúkdóminn, þ.e.a.s. „að vera hald-
inn þunglyndi", en hinn kosturinn
talar tun lundarfar hins þunglynda,
sem einkennist af ókæti, depurð og
svartsýni. Það er þetta lundarfar sem
ég tel þjaka svo marga, sem þó eru
það heppnir að vera lausir við sjúk-
dóminn að öllu leyti. Þeir kjósa hins
vegar að tileinka sér einhverskonar
vonleysi, en gera sér ekki grein fyrir
lukku sinni að vera Islendingar, heil-
ir á geði og við gott líkamlegt
ástand. Eg vorkenni engum sem
þarf að vinna í páskafninu eða fékk
ekki Play Station í jólagjöf, ég vor-
kenni hins vegar fórnarlömbum
þunglyndis, sem eru ekki öfunds-
verð á neinn hátt. Eg endaði pistil-
inn umdeilda á því að þakka Guði
fyrir að vera Islendingur því vanda-
mál okkar eru smávægileg þegar
horft er til stríðshrjáðs og sveltandi
fólks víða um heim.
Alla þá þunglyndissjúklinga og
velunnara mannréttinda sem ég hef
sært bið ég afsökunar, en ég afsaka
ekki tilurð og raunverulegan boð-
skap skrifa minna. Þið verðið bara
að gjöra svo vel að afsaka aldur minn
og fyrri störf.
Guðmundur Bjóm Þorhjómsson
Stórtónleikar í Grundarjtrði
Sönghópurinn Vormenn Islands hélt tónleika í Grundarjjarðarkirkju sl. sunnudagfyrir fullu húsi. Hópinn skipa engir aðrir en tenór-
arnir Jóhann Friðgeir Valdimarsson og Oskar Pétursson, Ólafur Kjartan Sigurðarson baritón ásamtjónasi Þóri píanókikara. Var söng-
tnönnunum tekið með kostum og kynjum og á meðfylgjandi mynd er Björg Agústsdóttir, sveitarstjóri aðfiera þeim bókargjófað tónleikum
loknum. MM/Ljósm: Sverrir Karlsson.
—
w
Akraneskaupstaður
Deiliskipulag fyrir
Nýlendureit
kynningarfundur
Skipulags- og umhverfisnefnd heldur opinn
. kynmngarfund um tillögu að nvju deiliskipulagi
I fyrir Nýlendureit á Alcranesi.
I Nýlenaureitur er reitur sem afmarkast af
I Suðurgötu, Merkurteig, Sóleyiargötu ogVitateig.
* Fundurinn verður í bæjarpingsalnum að
Stillholti 16 - 18, mánuaaginn 6. mars n.k.
og hefst kl. 20:00.
Sviðsstjóri tækni- og umhverfissviðs
íþróttamannvirki
Akraneskaupstaðar
| Akraneskaupstaður
Atvinna
Starfsmann (karl) vantar í 100 % starf við íþróttamannvirki
Akraneskaupstaðar. Starfið felst m.a. í afgreiðslu, gæslu og
þrifum í íþróttamannvirkjum Akraneskaupstaðar. Unnið er á
tvískiptum vöktum.
Umsóknareyðublöð fást afhent á bæjarskrifstofunni og þangað
skal umsóknum skilað og er umsóknarfrestur til 10. mars.
Laun samkvæmt kjarasamningi St.Ak.
Upplýsingar gefur Hörður Kári Jóhannesson,
rekstrarstjóri íþróttamannvirkja Akraneskaupstaðar.
Jón Þorsteinsson ehf.
Kalmansvellir 6 • 300 Akranes • sími 4314501
Starfsfólk óskast
Óskum eftir að ráða starfsfólk
til starfa sem fyrst.
Unnið er á tvískiptum vöktum
kl. 07:00- 15:00 og kl. 13:00-21:00
; Einnig vantar starfsfólk á kvöldvakt frá
| kl. 17:00 -22:00 í pökkun og starfsmann
| í gæðaeftirlit frá kl. 13:00 - 21:00.
Allar nánari upplýsingar veittar
^ í síma 431 4501 og 893 4211 ^
Allar almennar bifreiðaviðgerðir.
Þjónustaðili fyrir Heklu, Bifreiðar & Landbúnaðarvélar,
Suzuki, Ingvar Helgason, Bílabúð Benna,
Honda og Peugeot.
Vönduð vinna!
Alltaf beitt á könnunni
Verið velkomin!
Dekk og Smur ehf
Nesvegi 5, 340 Stykkishólmur
Sími 438-1385 og 895-2324
Fax 438 1685