Skessuhorn - 05.04.2006, Page 6
6
MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL 2006
Efast um heimildir til breytinga á Höfða og byggðasafininu
-formaður bæjarráðs vísar athugasemdum á bug
Bæjarfuiltrúar Sjálfstæðisflokks í
bæjarstjóm Akraness efast um að
rétt sé að málum staðið við gerð
skipulagsskrár fyrir Dvalarheimilið
Höfða annars vegar og Byggðasafn
Akraness og nærsveita hins vegar.
Telja þeir nauðsynlegt að stjómir
stofhananna fái tækifæri til að fjalla
um máhð áður en bæjarstjórn tekur
endanlega afstöðu.
Samhhða gerð nýrra samstarfs-
samninga milli Akraneskaupstaðar
og sveitarfélaganna sunnan Skarðs-
heiðar náðu fulltrúar sveitarfélag-
anna samkomulagi um slápulagsskrá
fyrir áðumefhdar stofnanir og komu
þær til fyrri tunræðu í bæjarstjóm
Akraness á þriðjudaginn. I bókun
sem bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks-
ins lögðu ffam á fundinum benm
þeir á að hvorki stjóm Dvalarheim-
ilisins Höfða né stjóm Byggðasafns-
ins á Görðum hafi fengið tækifæri til
að fjalla um þær breytingar sem fyr-
irhugaðar em á skipulagsskrá stofn-
ananna. „Það er sjálfsögð og eðlileg
krafa að kjörnar stjórnir þessara
stofnana fái tækifæri til að fara yfir
hugmyndir að breytingum á skipu-
lagsskrám þeirra,“ segir í bókuninni.
Þá telja bæjarfulltrúarnir að með
nýrri skipulagsskrá um Höfða sé í
raun verið að leggja niður sjálfseign-
arstofhtmina Höfða og því nauðsyn-
legt að stjórn fái tækifæri til að fara
yfir málið og koma sínum sjónar-
miðum á ffamfæri. „Einrúg er nauð-
synlegt að benda á að ekki hefur
komið ff am hver era markmið þess-
ara formbreytinga á rekstri Dvalar-
heimilisins Höfða,“ segir í bókun-
inni og einnig að ekki sé ljóst hverj-
ar heimildir núverandi sveitarstjóma
era til að leggja niður sjálfseignar-
stofrumina.
Svipað er uppi hvað Byggðasafh
Akraness varðar því í bókun sjálf-
stæðismannanna segir meðal annars:
„I 26. grein reglugerðar fyrir
Byggðasafn Akraness og nærsveita,
2. málsgrein, segir: „Breytingar á
reglugerð þessari verða eigi gerðar
nema til komi samþykki meirihluta
stjómar safnsins og staðfesting eign-
araðila þess“. Samkvæmt þessu er
nauðsynlegt að stjóm byggðasafiis-
ins fái tækifæri til að fjalla um þær
breytingar sem meirihluti bæjar-
stjómar Akraness leggur til í reglu-
gerðinni."
Ekki ástæða til að bíða
Sveinn Kristinsson formaður bæj-
arráðs Akraness segir ekkert athuga-
vert við tímasemingu samstarfs-
samninga á milli Akraneskaupstaðar
og fjögurra sveitarfélaga sunnan
Skarðsheiðar. Sveinn segir það lengi
hafa legið fyrir að endumýja þyrfd
samstarfssamningana í kjölfar sam-
einingar sveitarfélaganna sunnan
Skarðsheiðar. „Bæjarstjóm Akraness
samþykkti með níu samhljóða at-
kvæðum skipan okkar fulltrúa í við-
ræðuhóp sem vann samstarfssamn-
ingana. Viðræðuhópurinn náði síðan
þessum samningum og það var áht
hópsins að best væri að ganga ffá
þeim á þessum tímapunkti. Þeir
vora síðan kynntir á fundi þann 18.
mars og þar komu engar athuga-
semdir ffá Sjálfstæðismönnum um
að rétt væri að fresta gerð samning-
anna. Þeir upplýstu reyndar að þeir
hefðu ekki rætt samningana í sínum
hópi fyrr en daginn fyrir bæjar-
stjómarfundinn. Það segir meira en
mörg orð um vinnulag þess flokks.
Við getum ómögulega frestað mikil-
vægum málum vegna þess eins að
einn flokkur í bæjarstjóm hefur ekki
unnið heimavinnuna sína,“segir
Sveinn.
Sem kunnugt er hefur útsvarsá-
lagning í sveitarfélögunum sunnan
Skarðsheiðar verið með því lægsta
sem leyfilegt er lögum samkvæmt á
sama tíma og Akraneskaupstaður
hefur fullnýtt heimildir sínar við
innheimtu útsvars. Aðspurður hvort
sveitarfélögin séu hugsanlega að
greiða of lágt verð fyrir þá þjónustu
sem þau sækja til Akraness segir
Sveinn svo ekki vera. „Það var afar
dapurlegt að hlusta á bæjarfulltrúa
Sjálfstæðisflokksins ræða á bæjar-
stjórnarfundinum um nágranna
okkar sem einhverja ómaga. Litlar á-
lögur á íbúa þar era fyrst og fremst
vegna þess að þar er mun lægra
þjónustustig en í öðrum sveitarfé-
lögum. Eg hef hins vegar enga trú á
því að sú verði raunin áfram. Ibúar
þar munu gera kröfu um aukna
þjónustu og henni fylgja hærri álög-
ur.“
Eins og áður sagði hafa bæjarfull-
trúar Sjálfstæðisflokksins efasemdir
um að rétt sé að málum staðið við
gerð skipulagsskráa fyrir Dvalar-
heimilið Höfða annars vegar og
Byggðasafh Akraness og nærsveita
hins vegar. Sveinn vísar þessu á bug.
Hann segir engan vafa leika á því að
það séu stofinaðilar einir sem geta
breytt fyrirkomulagi stofnananna.
Aðspurður hvort ekki hafi verið eðli-
legt að stjórnir stofnananna fjölluðu
um skipulagsskrámar áður en þær
vora lagðar fyrir bæjarstjórn segir
Sveinn stjómimar hafa tækifæri til
þess að fjalla um málið á milli um-
ræðna í bæjarstjóm. Fyrri umræða
hafi farið fram en ekki sé ákveðið
hvenær sú seinni fari ffam. Því gefist
nægur tími til umræða um máhð og
stjómimar muni auðveldlega getað
komið sínum sjónarmiðum á fram-
færi.
Kosningalykt?
Sveinn segir augljóst að kosningar
nálgist og nú ætli minnihluti bæjar-
stjórnar Akraness að gera öll mál
tortryggileg. Það sé þrátt fyrir allt
afar ánægjulegt að minnihlutinn
skuli þó hafa upplýst að hann hafi
rætt þessi mál fyrir bæjarstjómar-
fund. „Það hefur verið erfitt lengi að
fylgjast með því hversu illa tmdir-
búnir bæjarfulltrúar flokksins hafa
komið til bæjarstjómarfunda. Þessi
hugarfarsbreyting hefði mátt koma
fyrr til dæmis þegar allir þessir
Landssamband sumarhúsaeig-
enda hyggst fara ffarn á það við rík-
isstjórnina að sett verði lög um
sumarhúsaeign. Sveinn Geir Sigur-
jónsson, varaformaður sambands-
ins segir mikla þörf vera á slíkum
lögum nú þar sem margir leigu-
samningar sumarhúsalóða séu að
renna út. Þetta kemur ffam í ffétt á
rav.is. Þar segir Sveinn að slík lög
sé að finna í löndunum í kringum
okkur en ekki hafi reynt á þetta
hérlendis fyrr en nú þegar fyrstu
samningar era að renna úr gildi.
Hann segir að sumarhúsaeigendur
séu margir hverjir á eldra æviskeiði
og muni þeir eiga erfitt með að
Fyrir nokkra hófst vinna við upp-
byggingu gámastöðvar í Grundar-
firði. Verkið var boðið út og samið
við Kjartan Elíasson. Verkið felst í
að byggja móttökustöð fyrir sorp,
með tilheyrandi aðstöðu til mót-
töku, „rörnpum", girðingu og ffá-
gangi öðrum. Verklok era áætluð
seinnipart júmmánaðar. A meðan
þessi uppbygging á sér stað verður
móttaka sorps staðsett á annarri lóð
við hliðina, Hjallatúni 1. Þar hefur
meðal annars verið komið upp söfú-
unargámum fyrir femur og dag-
blöð. Að auki eiga að koma sams
konar gámar við matvömverslun
samningar vora kynntir á sínum
tíma“ segir Sveinn að lokum.
Þrátt fyrir þessar athugasemdir
minnihluta bæjarstjórnar vora
skipulagsskrárnar teknar til fýrri
umræðu og að henni lokinni var
samþykkt með níu samhljóða at-
kvæðum að vísa þeim til seinni um-
ræðu.
greiða svo háar lóðaleigur.
Fasteignagjöld af sumarhúsum
hafa einnig hækkað mjög á undan-
förnum árum sem og álagning
sveitarfélaganna. Landssamband
sumarhúsaeigenda og Samband ís-
lenskra sveitarfélaga hafa þegar
haldið samráðsfund og hyggja á á-
ffamhaldandi samstarf sín á milli.
Sumarhúsaeigendur era ekki allir
sáttir við þá þjónustu sem sveitarfé-
lögin hafa veitt þeim hingað til og
segir Sveinn að menn hafi þá helst
fundið að slæmu aðgengi að hverf-
unum og viðhaldi vega. Þetta sé
meðal þess sem þurfi að semja við
sveitarfélögin um. MM
Samkaupa við Nesveg.
Þegar þessir gámar verði komnir
upp verður hægðarleikur fyrir
Grundfirðinga að losa sig við dag-
blöð og femur um leið og farið er í
búðina. Björg Agústsdóttir, bæjar-
stjóri segir íbúa Grandarijarðar eiga
hrós skilið fyrir góð viðbrögð við
þessum gámum því þeir hafi verið
duglegir að skila af sér blöðum og
femum. Skilagjald er nú á femum
og hafa sveitarfélögin á Snæfellsnesi
í hyggju að semja við íþróttafélög
eða sambærilega aðila um að ganga í
hús til að safúa femum, gegn gjaldi.
HJ
Frá Byggðasafhinu að Görðum.
HJ
Þörf á lögum imi
sumarhúsaeign
Uppbygging gáma-
stöðvar hafin
í Grundarfirði
PISTILL GISLA
Sinueldur
Það hefur varla farið fram
hjá neinum að í síðustu viku
fór sinueldur sem eldur í sinu
um Mýrarnar. Það fór að vísu
fram hjá mér þar sem ég var
staddur á votlendi í öðrum
löndum án þess að það komi
málinu beint við.
Eins og ávallt þegar stórir
atburðir gerast þá lifa þeir í
umræðunni lögnu eftir að
þeir eru um garð gengnir og
í raun á það reyndar við um
smærri viðburði einnig. Enn-
þá svífur líka sviðalyktin yfir
mýrarpollum þar vestra og
flestir eru sammála að þarna
áttu sér stað náttúruhamfarir.
Sennilega hefðu fæstir trúað
því hversu mikið ógnarafl býr
í saklausum sinueldi. Alla-
vega hefði mig ekki órað fyr-
ir því þegar ég sem barn og
unglingur fékk það hlutverk
að brenna sinu í mýrum og
móum sem þá þótti ágætis
búfræði svo vitnað sé til orða
ekki ómerkari manns en sjálfs
landbúnaðarráðherrans. Mér
þótti yfirleitt hið mesta basl
að fá eldinn til að standa sína
plikt.
Það sem einkennir umræð-
una eftir að eldarnir eru
slökktir er hugleiðingar um
hvað hefði hugsanlega mátt
fara betur í slökkvistarfmu.
Þetta er býsna fýrirferðar-
mikil umræða og fjölmiðlar
sem drífa hana áfram og sjálf-
ur er ég svosem ekki saklaus
af því. Vissulega er gott að
líta yfir farinn veg og nauð-
synlegt til að hægt sé að
draga lærdóm af ef slíkar að-
stæður koma upp aftur. Gall-
inn er hinsvegar sá að allt tal
um hvað hefði betur verið
gert, hinsvegin eða svona,
skyggir stundum á það sem
virkilega var gert vel. Það
finnst mér eiga við í þessu til-
felli.
Eg ítreka að ég fýlgdist
með úr fjarlægð en ég hef
líka í gegnum tíðina fylgst
með störfum slökkviliðs-
manna í Borgarfirði og á
Mýrum, úr mismikilli fjar-
lægð, bæði sem Borgfirðing-
ur og sem blaðamaður. Eg
leyfi mér að fullyrða að
heimurinn væri allavega ekki
verri ef allir tækju sín störf
jafn alvarlega og sinntu þeim
af jafn mikilli samviskusemi
og slökkviliðsstjórinn í Borg-
arnesi. Því svíður mér svolítil
þessi umræða yfir sviðinni
jörð á Mýrum.
Það er erfitt að byggja á
reynslunni þegar menn
standa frammi fyrir einhverju
verkefni í fyrsta skipti. Það
segir sig nokkuð sjálft. Af
fréttum að dæma og því sem
ég hef heyrt frá fólki á vett-
vangi þá gerðu menn allt sem
hægt var miðað við aðstæður
og í raun gott betur en það.
Það á jafnt við um slökkvi-
liðsmenn, bændur og alla
aðra sem að málum komu.
Það finnst mér vera það sem
upp úr stendur.
Það er eðli sjálfskipaðra
sérfræðinga að þeir koma
aldrei að málum fyrr en eftir
á. Þeir vita sumsé miklu frek-
ar hvernig hlutirnir hefðu átt
að vera frekar en hvernig þeir
eiga að vera. Þessvegna er ég
ákveðinn í því að ég ætla að
verða sérfræðingur þegar ég
verð stór.
Gísli Einarsson, fjaruerandi.