Skessuhorn


Skessuhorn - 05.04.2006, Qupperneq 16

Skessuhorn - 05.04.2006, Qupperneq 16
16 MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL 2006 IM. .. Veitt í gaddfrosti í upphafi sjóbirtingsveiðaima Vorveiðin er hafin í kulda og trekki víða um land. Veiðin þessa fyrstu daga var ágæt miðað við að- stæður. Hér á Vesturlandi byrjaði veiði í Grímsá, Hítará og Anda- kflsá. „Það hefur verið kalt héma við Grímsá síðan við hóftrni veiðina í gær,“ sagði Sigurður Om Arnars- son, er við hittum hann við Laxfoss á öðru degi sem mátti veiða í Grímsá núna í vorveiðinni. En slík- ur veiðiskapur hefur ekki verið stundaður í Grímsá á þessum tíma árs um nokkurt skeið. Það var eng- um ofsögum sagt að það var hrika- lega kalt við ána en nokkrir hyljir vora auðir á ánni sem hægt var að kasta flugunni í. „Við fundum okkur nokkra hylji og fengum einn frekar mjóan fisk í gærdag rétt héma fyrir ofan, en úti- veran er góð,“ sagði Sigurður, en félagar hans héldu sig uppí bílun- um, innan dyra. „Hérna við Hítará á Mýrum hef- ur verið skítakuldi en við erum komnir með 9 fiska og það er allt í lagi,“ sagði Gunnar Sigurgeirsson Sigurður Öm Amarsson viðfrosinn Laxfossinn í Grimsá sl. sunnudag. við ána um helgina. „Það er fiskur héma en það er kalt svo menn verða bara að láta sig hafa það. Við föram ekki út fyrr en um hádegi, það þýðir ekkert," bætti Gunnar við. Við Andakflsá fann fréttaritari ekki veiðimenn, þrátt fyrir leit um helgina. Vestur á Snæfellsnesi mátti byrja að veiða í Hraunsfirði og Vatna- svæði Lýsu. GB Meðal dagskráratriða var keppni um hver giskaði á rétta þyngd kindanna á Hesti. Guðbjartur Gunnarsson hóndi á Hjarðatfrlli sýndi ótvírœða hœfileika sina í þeim leik og hafði að launum páskaegg. Fjöbnenni á opnum degi á Hesti Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri stóð fyrir opnum degi í kennslu- og rannsóknafjárhúsunum að Hesti í Andakíl sl. laugardag. Fjölmenni sótti bændur og búalið heim og kynnti sér rækt- un og nýjungar í starf- seminni á Hesti. Þá kynntu söluaðilar ýmissa vara og þjónustu sem tengjast landbúnaði vörur sínar í króaendum og á göngum hinna glæsilegu fiárhúsa á Hestd. MM Kindumar á Hesti eru vanar miklum umgangi í húsunum og létu því gesti ekki trufla sig á nokkum hátt í matartímanum. Góðan daginn! Andri Sneer les úr bókinni. Eldmessa Andra Snæs Andri Snær Magnason kynnti nýja bók sína „Draumalandið, sjálfshjálparbók fyrir hrædda þjóð,“ á Kaffi Bifröst í hádeginu sl. fimmtudag. Kynningin var eins konar Eldmessa þar sem hann sagði ffá rannsóknum sínum á virkjunar- steftiu hjá Landsvirkjun og álfram- leiðslu Alcoa sem síðan er notuð til framleiðslu stríðsgagna. Almenn ánægja var með þennan fyrirlestur og efrir hann myndaðist löng röð eftir að fá höfundinn til að árita bók sína. Runólfur Agústsson, rektor skól- ans var einn af jteim sem keypti bókina og las. A bloggsíðu sinni segir Runólfur um Draumalandið: „Eg er ósammála mjög mörgu sem ffam kemur í bók Andra Snæs og mér þykir afstaða hans á ýmsum sviðum afar grunnhyggin. Samt sem áður er ég sannfærður um að hér er á ferðinni besti og beittasti ádeilutexti sem ffam hefur komið á íslenskt samfélag síðan Halldór Laxness skrifaði „Hemaðinn gegn landinu" árið 1971, svo einfalt er það. Bókin er einn samfelldur löðr- ungur á lesandann og í þeim skiln- ingi ffábær hugvekja í bestu merk- ingu þess orðs. Draumalandið er einhver hollasta lesning sem ég hef lesið til margra ára og ég get ekki annað en mælt með henni við alla sem yfir höfuð hafa skoðanir á sínu samfélagi og þróun þess. Höfund- urinn hefur hér unnið góða vinnu og mikla, hann hefur sterkar skoð- anir sem era og verða umdeildar, en hann vekur huga manns á þann hátt sem sjaldgæfur er... Frábær bók!“ Að endingu gefur svo Run- ólfur Draumalandinu heilar 5 stjörnur. ES Afinælisfagnaður AA samtakanna á föstudaginn langa AA-samtökin á Islandi vora stofn- uð föstudaginn langa 1954, eða fyr- ir 52 árum síðan. Síðan hefur þessi dagur verið hátíðar- og afmæhsdag- ur samtakanna, alveg sama hvaða mánaðardag hann ber upp á. AA- samtökin segja þetta um sig sjálf: „AA-samtökin, eru félagsskapur karla og kvenna, sem samhæfa reynslu sína styrk og vonir, svo að þau megi leysa sameiginlegt vanda- mál sitt og séu fær um að hjálpa öðr- um til að losna frá áfengisbölinu. Til þess að gerast AA-félagi þarf aðeins eitt: Löngun til að hætta að drekka." Inntöku- eða félagsgjöld í sam- tökin eru engin, en með innbyrðis samskotum sér félagið sér efnalegan farborða. AA-samtökin eru sjálfstæð heild og óháð hvers kyns félagsskap öðram. Þau halda sig utan við þras og þrætur og taka ekki afstöðu til opinberra mála. Höfuðtilgangur okkar er að vera ódrukkin og að styðja aðra alkóhólista til hins sama. I dag eru starfandi um 343 deildir um allt land og erlendis eru 20 ís- lenskumælandi deildir. Hver þessara deilda heldur að minnsta kosti einn fund í viku og er fundarsókn frá 10- 20 manns og upp í 180 manns á fundi. Upplýsingar tun fundi og fundar- staði er hægt að fá á skrifstofu AA- samtakanna Tjamargötu 20. 101 Reykjavík. Skrifstofan er opin alla virka daga milli kl. 11:00 - 12:00 og 13:00- 16:00,eðaí síma 551 2010, og á aa@aa.is . Einnig hafa AA- samtökin neyðarsímaþjónustu allan sólahringinn. Síminn er 895 1050. Afmælisfundur AA-samtakanna verður haldinn að venju, föstudag- inn langa 14. apríl 2006 í Laugar- dalshöllinni í Reykjavík og hefst klukkan 20:30. Húsið opnað kl 19:30 og eru allir velkomnir. Þar tala nokkrir AA-félagar og gestur frá Al-Anon samtökunum, sem eru samtök aðstandanda alkóhólista. Kaffiveitingar verða að fundi lokn- MM Fjöldi safiigesta þrefaldast A árinu 2003 komu rúmlega 57 þúsund gestir í minja- og munasöfn á Vesturlandi. Hefur gestafjöldi rúmlega þrefaldast frá árinu 1995. Þetta kemur fram í svari menntamálaráð- herra á Alþingi við fyrirspum Björgvins G. Sigurðssonar um söfn. I svari ráðherra kemur fram að nú eru 25 söfn, safhvís- ar, setur, sýningar og aðrar stofhanir í safhastarfi á Vestur- landi. Eins og áður sagði hefur safngestum farið mjög fjölgandi á Vesturlandi. Árið 1995 voru þeir 18.922. Þeim fer síðan nokkuð hratt fjölgandi og há- marki náði gestafjöldinn árið 2002 en þá voru þeir 70.490 talsins. Árið 2003 fækkaði þeim síðan í 57.029. Ráðherra hafði ekki aðgang að nýrri tölum yfir aðsókn. HJ

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.