Skessuhorn - 05.04.2006, Side 19
SSESS'ÍiHÖBH
MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL 2006
19
Akranes. Ljósm. Mats Wibe Lund
Tekist á um samstarfssamninga
Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks-
ins í bæjarstjóm Akraness lögðu til
að gerð samstarfssamninga milli
Akraneskaupstaðar og sveitarfélaga
sunnan Skarðsheiðar yrði frestað
ffam yfir kosningar í vor þannig að
nýjar sveitarstjórnir kæmu að gerð
þeirra.
Eins og fram kom í frétt Skessu-
homs fyrir skömmu hafa Akranes-
kaupstaður og sveitarfélögin sunn-
an Skarðsheiðar náð samkomulagi
um samstarfssamninga um ýmsa
þætti í rekstri sveitarfélaganna. Sem
kunnugt er munu fjögur sveitarfé-
lög sunnan Skarðsheiðar sameinast
í eitt í vor. Samstarfssamningar
þessir komu til umræðu og af-
greiðslu á fundi bæjarstjórnar Akra-
ness á þriðjudaginn.
Gunnar Sigurðsson oddviti Sjálf-
stæðisflokks lagði ffam á fundinum
svohljóðandi tillögu: „Bæjarstjóm
Akraness samþykkir að ffamlengja
óbreytta samninga þá sem Akranes-
kaupstaður er með við nágranna-
sveitarfélögin sunnan Skarðsheiðar
til 1. ágúst n.k. og felur bæjarstjóra
ffamkvæmd þess verks“.
I greinargerð með tillögunni seg-
ir að bæjarfulltrúar Sjálfstæðis-
flokksins telji eðlilegt að ný bæjar-
stjórn á Akranesi og ný sveitar-
stjórn sameinaðra sveitarfélaga
sunnan Skarðsheiðar fjalli um þessa
samninga og samþykki eða hafhi
þeim. Meðal þeirra samninga sem
um ræðir er samstarfssamningur
um brunavarnir. Til þess að þau
mál verði ekki í uppnámi lögðu
bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins
til að núverandi samningur yrði
framlengdur til 1. ágúst.
Tillagan var felld með fjómm at-
kvæðum gegn fimm og að því loknu
vom samstarfssamningarnir sam-
þykktir með fimm atkvæðum gegn
fjómm. HJ
7^enninn—í:
Um eldana á Mýrum
vestur og lærdám sem af
þeim má draga
Endurskoða þarf allan viðbúnað
stjórnvalda gagnvart mögulegum
sinubmna, kjarr og skógareldum.
Hinir miklu sinueldar vestur á
Mýmm í Hraunhreppi í síðustu
viku era taldir einir þeir mestu sem
skráðar heimildir era til um. Við
fylgdumst með í fréttum lýsingu af
útbreiðslu og ferli eldisins sem svo
sannarlega breiddist út eins og
„eldur í sinu.“ A ferð minni um
svæðið sl. föstudag sá ég á vettvangi
dugnað og hetjulega baráttu bænda
og annarra heimamanna, slökkvi-
liðs úr Borgarfjarðarhéraði, Akra-
nesi og víðar af Vesturlandi auk
liðssveitar úr Reykjavík. Haugsugur
bænda skiptu miklu máli í slagnum
við eldinn. Slökkvistjórixm í Borg-
arnesi stýrði aðgerðum og allir
lögðu sig ffam sem þeir máttu. Þá
var komið upp eins konar stjórn-
stöð í félagsheimilinu Lyngbrekku.
Ljóst var að mikinn mannskap og
búnað þurftí tíl að hefta útbreiðslu
eldanna og slökkva þá og einnig til
að vakta svæðið meðan hættuástand
varði sem skipti sólarhringum.
Almannavamir
og náttúruhamfarir
Þessir sinueldar áttu mun meira
sammerkt með náttúrahamföram
en afmörkuðum sinueldum. Það er
einnig ljóst að viðlíka brunar geta
komið upp víða um land. Sina er í
landinu mun meiri nú en áður og
kjarr og skógar hafa vaxið upp í
kjölfar breyttra búskaparhátta.
Þá hefur á stórum svæðum risið
þétt og víðfem sumarhúsabyggð
univafin miklum gróðri, kjarr og
skógi. I vetrar- og vorþurrkum er
þarna mikill eldsmatur. Brýnt er að
gerð sé úttekt á viðbúnaði á þessum
svæðum, möguleiki á vatni og öðr-
um aðstæðum til slökkvistarfs. En
ekki er hvað síst miklivægt að
skipuleggja forvarnir og samræmda
aðgerðaáætlun að grípa til ef eldur
brýst út.
I lögum um almannvarnir nr. 92,
er kveðið á um ábyrgð og skyldur
stjórnvalda þegar meiriháttar vá
eða hamfarir steðja að. A landsvísu
starfar almannvarnaráð en í ein-
stökum sveitarfélögum eða héruð-
um starfa alamanvarnarnefndir.
Hlutverk almannvarnanefnda er að
„skipuleggja og annast björgunar
og hjálparstörf vegna hættu á tjóni
sem skapast hefur vegna hernaðar-
átaka, náttúrhamfara eða af annarri
vá.“ Þær skulu gera áætlanir um
skipulag almannavarna í samráði
við ríkislögreglustjóra og almann-
varnaráð. Þeim er þannig falin
framkvæmd ráðstafanna innan
sinna umdæma. „Lögreglustjórar
fara með stjórn almannavarna hver
í sínu umdæmi og skulu þeir starfa
með almannavarnanefndum sem
sveitarstjórnir skipa.“ Umfang
sinueldanna voru „náttúruhamfar-
ir“ og ógnuðu lífríki og eigum
manna á stóru svæði. Viðbrögð áttu
að lúta lögum um almannavarnir.
Drögum lærdóm
af eldunum
Nú skiptír máli að draga af þess-
um eldum lærdóm ekki aðeins í
Borgarbyggð heldur um allt land. I
utandagskrár umræðu á Alþingi sl.
mánudag lagði ég til að skipaður
yrði nú þegar starfshópur á vegum
forsætisráðherra sem færi yfir og
samhæfði áætlanir um varnir og að-
gerðir við stóreldum á opnum
svæðum. Að því starfi kæmi dóms-
málaráðuneyti sem fer með málefni
almannavarna og lögreglu, um-
hverfisráðuneyti sem fer með
skipulagsmál og brunavarnir, land-
búnaðarráðuneyti sem fer með
gróður og landnýtingu og Samband
sveitarfélaga sem eðlilega er stórað-
ili málsins. Þá er mikilvægt að end-
urskoða „lögin um sinubruna og
meðferð elds á víðavangi nr.61,“
með það fyrir augum að takmarka
mjög heimildir tíl sinubruna. Eld-
arnir á Mýrum eru þó líklegast af
völdum slyss vegfaranda.
Rannsóknir og eftirlit
lífríkisins
Þá þarf nú þegar að vinna áætlim
um rannsóknir og eftirlit með
áhrifum eldanna á gróður og dýra-
líf á brunasvæðinu svo og á beit og
heilsufar búfjár. Til þessa þarf nú
þegar að verja nægjanlegu fjár-
magni og eðlilegt er að fela Land-
búnaðarháskólanum á Hvanneyri
yfiramsjón með því starfi í samráði
við Náttúrfræðistofnun og aðra
sem lagt getí þar lið.
Jón Bjamason,
þingmaður Vinstri
grænna í Norðvesturkjördæmi.
1
Akraneskaupstaður
Laust starf hjá
Akraneskaupstað
Akraneskaupstaður auglýsir eftir garðyrkjustjóra til starfa
á tækni- og umhverfissviði. Um er að ræða fullt starf.
í starfinu felst m.a. umsjón með viðhaldi og hirðingu
opinna svæða innan sveitarfélagsins, umsjón með
uppbyggingu og hirðingu skógræktarsvæða
og ráðgjöf við stjórnendur vinnuskóla.
Laun samkvæmt kjarasamningi milli STAK og
Akraneskaupstaðar.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Umsóknarfrestur er til og með 19. arpíl n.k.
Nánari upplýsingar um starfið veitir sviðsstjóri tækni-
og umhverfissviðs.
Sviðsstjórí tækni- og umhverfissviðs
Húsnæði - Gisting
Einstaklingsherbergi, eitt eða fleiri, jafnvel íbúð
óskast til leigu í Borgarnesi eða næsta nágrenni
fyrir starfsmenn fyrirtækisins sem vinnan að
smíðaverkefnum í Borgarnesi.
Hús og Hönnun ehf,
Þorsteinn sími 822 4200
Mjólkurbilstjóri
MS Reykjavík, óskar eftir að
ráða mjólkurbílstjóra tiL
söfnunar og flutnings mjóLkur
frá mjólkurframLeiðendum á
VesturLandi til Reykjavíkur.
Um er að ræða framtíðarstarf hjá traustu fyrirtæki.
Æskileg búseta er í Borgarnesi eða nágrenni.
Nánari uppLýsingar veitir PáLL Svavarsson að
BitruháLsi 1 Reykjavík eða í síma 569-2200.
Hægt er að senda umsóknir á netfangið
starfsmannasvid@ms.is eða fá sent
umsóknareyðublað.