Skessuhorn - 26.04.2006, Síða 1
Virka daga 10-19
Laugard. 10-18
Sunnud. 12-18
nettö
alltaf gott - alltaf ódýrt
VIKUBLAÐ A VESTURLANDI
17. tbl. 9. árg. 26. apríl 2006 - Kr. 300 í lausasölu
Þúsund blak-
menn á Nesinu
Um næstu helgi fer ffarn á Snæfellsnesi 31.
öldungamót Blaksambands Islands og hafa 95
lið tilkynnt þátttöku í mótinu og verðm það
því annað þölmennasta mótið ífá upphafi.
Má því æda að um 1.000 manns sæki Snæ-
fellsnes heim um helgina. Dagskrá mótsins
hefst á fimmtudagskvöldið með skráningu í
íþróttahúsi Snæfellsbæjar í Olafsvík. Keppni
hefst síðan snemma á föstudagsmorgni og
verður keppt í Olafsvík, á Hellissandi og í
Grundarfirði. Keppni lýkur á sunndag. Sem
von er má reikna með að gestir muni setja
mikinn svip á maruilífið á Nesinu tun helgina
og verður margt í boði fyrir gesti. Mótinu
lýkur með lokahófi í félagsheimilinu Klifi á
sunnudagskvöldið. HJ
Borghildur og hinar flóttahœnt4mar ígóðum félags-
skap heimiliskattanna í austurbœ Stykkishólms með-
an allt lék í lyndi.
Flóttahænur
sigldu yfir fjörð
I Stykkishólmi hafa um nokkurt skeið ver-
ið aldar landnámshænur í lidum púmakofa í
austurbænum. Eldið hefur ffam til þessa
gengið vel og það fór vel um hænsnin lengst
af. En í ljósi aukinnar útbreiðslu fuglaflensu
af skæðara tagi og auldns viðbúnaðarstigs
dýralæknisembætta töldu ræktendur sér ekki
lengur stætt á að ala hinn ffjálsa stofn ein-
göngu í samræmi við þarfir hverrar hænu.
Ræktendumir, þær Sigurlína Sigurbjöms-
dóttir og Anna S. Gunnarsdóttir, gripu þá til
þeirra ráða að svifta pútumar frelsinu þar til
flensan er gengin yfir. Aðbúnaður hænsnanna
á þessu litla búi var hinsvegar hannaður með
frelsi landnámshænunnar að leiðarljósi og
stóð aldrei til að nýta hann sem sóttkví til
lengri eða skemmri tíma. Það varð því úr að
senda hænumar sjö með flóabátnum Baldri
yfir fjörð því samningar tókust við ábúandann
á Brjánslæk, Ragnar Guðmundsson bónda og
hafharjarl, um að taka hænumar í vistun þar
til hættan verður gengin yfir. Forystuhænan
Borghildur og hinar sex tóku sér því far með
nýja Baldri þriðjudaginn eftir páska og dvelja
nú, eftir því sem næst verður komist, í góðu
yfirlæti, innandyra á Brjánslæk. JTA
ATLANTSOLIA
Dísel *Faxabraut 9.
Þjóðbúninganámskeið sem haldið var á Akranesi á vegum Heimilisiðnaðarskólans lauk nú á dögunum. Má sjá hluta afþeim konum sem sóttu námskeiðið í sínum þjóð-
búningum á myndinni. Kennari þeirra var Guðrún Hildur Rosenkjcer, meistari í kkeðskurði og kjólsaum. Konumar sjö sem sóttu námskeiðið drógu upp nálina þann 11.
febrúar sl. og hafa verið undir leiðsögn fjóra laugardaga síðan og befur þetta auk þess verið mikil heimavinna. En sannarlega gLesilegur árangur. Ljósm. SO
Bókasafii fyrir tæpan kvartmillj-
arð króna utan fj árhagsáædunar
Bæjarráð Akraness hefur falið
bæjarstjóra að ganga ffá kaupum
á húsnæði vmdir Bókasafn Akra-
ness fyrir um 240 milljónir króna
þrátt fyrir að ekki hafi verið gert
ráð fyrir kaupunum í fjárhagsá-
ætiun. Bæjarráðsmaður minni-
hlutans sakar meirihlutann um
baktjaldamakk og telur óeðhlegt
að málefni Bókasafns fari í for-
gang á meðan önnur brýnni verk-
efhi bíða.
Að undanfömu hafa nokkrar
umræður farið ffam um húsnæð-
ismál Bókasafns Akraness. Nú-
verandi safnahús var byggt árið
1965 og er 1.057 fermetrar að
stærð. Húsið er að brunabótamati
tæpar 105 milljónir króna og
tæpar 51 milljón króna að fast-
eignamati. Bókasafnið tók til
starfa í þessu húsnæði þann 26.
febrúar 1972. Þrátt fyrir að 34 ára
sé ekki langur tími er núverandi
húsnæði tahð talsvert illa farið og
samkvæmt bókun meirihluta bæj-
arráðs er tahð að kostnaður við
viðgerð á því nemi „tugum millj-
óna króna,“ svo vitnað sé í bókun
meirihlutans.
Eins og ffam hefur komið í
fféttum Skessuhoms hefur með
nýju deiliskipulagi verið gert ráð
fyrir því að núverandi húsnæði
bókasafhsins verði endurinnrétt-
að með íbúðum fyrir eldri borg-
ara og segir í bókun meirihlutans
að það verði gert í tengslum við
nýja byggingu með þjónustu-
íbúðum fýrir aldraða á svæðinu.
Eins og áður sagði samþykkti
bæjarráð á fundi í síðustu viku, að
tillögu Kristjáns Sveinssonar og
Magnúsar Guðmundssonar, að
staðfesta kaupsamning við
Smáragarð ehf. í Kópavogi rnn
kaup á um 1.300 fermetra hús-
næði í fasteign þeirri er nú rís við
Dalbraut 1. Fyrir það húsnæði
greiðir bærinn rúmar 240 millj-
ónir króna. Helmingur þeirrar
upphæðar greiðist er húsnæðið
verður fokhelt og hinn helmingur
upphæðarinnar verður greiddur
við afhendingu þann 1. október. I
bókun meirihluta bæjarráðs segir
að nýja húsnæðið verði hluti af
uppbyggingu miðbæjarsvæðisins
á Akranesi.
Að sögn Jóns Pálma Pálssonar,
bæjarritara verður nýja húnæðið
afhent fullbúið, það er allir milli-
veggir og gólfefni verða frágeng-
in og sömu sögu er að segja af
loftræstingu og rafmagns-, vams
og tölvulagnir. Harm segir starfs-
fólkið því einungis þurfa að flytja
með sér skápa, bækur og búnað
sem notaður er á bókasafninu í
dag.
Þrátt fyrir að þama sé um mjög
mikla fjárfestingu að ræða, og að-
eins séu liðnir tæpir fjórir mánuð-
ir af gildistíma núverandi fjár-
hagsáætitmar, var ekki gert ráð
fyrir þessum kaupum í áætlun-
inni. Samþykkti meirihluti bæjar-
ráðs því að vísa fjármögnun til
endurskoðunar fjárhagsáætlunar-
innar.
Guðrún Elsa Gunnarsdóttir
bæjarráðsmaður minnihlutans
lagði til að málinu yrði ffestað til
næsta fúndar bæjarráðs en því var
hafiiað. I bókun sem hún lagði
ffam mótmælir hún harðlega
vinnubrögðum meirihlutans og
segir minnihlutann ítrekað hafa
óskað eftir því að gerð yrði grein
fyrir hvað ætti að gera við bóka-
safnshúsið ef breytingar yrðu
gerðar á skipulagi svæðisins.
„Fulltrúar meirihlutans hafa ekki
haft manndóm í sér að horfa í
augun á okkur og segja okkur
sannleikann. Þeir hafa kosið að
láta sem ekkert væri að gerast í
þeim efnum og fullyrt í beinni út-
sendingu að það væri ekki verið
að vinna bak við tjöldin. Annað er
nú að koma í ljós og ljóst er að
búið er að gera samning bak við
tjöldin.“ Og bæjarráðsmaður
minnihlutans gagnrýnir ekki að-
eins vinnubrögðin sjálf heldur
gerir athugasemdir við að málefni
bókasafns skuli með þessum hætti
sett í forgang á meðan önnur
brýnni verkefni bíða að hennar
mati. ,JVlá þar nefna bæði leik-
skólabyggingu og tónlistarskóla
svo nokkuð sé nefnt," segir í bók-
un minnihlutans. „Eg get ekki
með nokkru móti sætt mig við
slík vinnubrögð og hefði óskað að
meirihlutinn hefði kynnt málið
fyrir bæjarfulltrúum Sjálfstæðis-
flokksins. Það hefði verið algjör
lágmarkskurteisi" segir Guðrún
Elsa að lokum í bókun sinni.
HJ
Flligger
Hörpuskin, Hörpusilki
og Utitex
fást nú hjá KB Búrekstrardeild
Egilsholt 1-310 Borgarnes
Afgreiðsla sími: 430-5505 Fax: 430-5501
Opið frá kl. 8-12 og 13-18 alla virka daga