Skessuhorn - 26.04.2006, Side 4
4
MIÐVIKUDAGUR 26. APRIL 2006
Leiðrétting á
launafrétt
AKRANES: í frétt í síðasta tölu-
blaði Skessuhorns um laun sveit-
arstjórnarmanna urðu þau leiðu
mistök að rangt var farið með
laun forseta bæjarstjórnar Akra-
ness. Vegna missldlnings milli
blaðamanns og starfsmanns bæj-
arins dró blaðamaður þá ályktun
að forseti bæjarstjórnar þægi
bæði laun sem bæjarfulltnii og
forseti bæjarstjómar bkt og er
með formann bæjarráðs. Svo er
ekki. Laun forseta bæjarstjómar
em því 89.571 króna á mánuði
og við þau laun bætast 18.600
krónur fyrir akstur. Heildarlaun
forseta era því 108.171 króna á
mánuði en ekki 171.814 eins og
sagði í fféttinni. Að öðra leyti
stendur fféttin. Beðist er velvirð-
ingar á þessum mistökum. -hj
Ólögleg vopn
haldlögð
á Akranesi
AKRANES: Ólöglegur hnífur,
sem iðulega er kallaður Butterfly
fannst í fórum manns fyrir
nokkru og lagði lögreglan hald á
hnífinn. Annar maður hafði skot-
ið að fólki með svonefndri
gormabyssu sem er efrirlíking af
skammbyssu og hægt að skjóta úr
þeim plastkúlum með þónokkru
afli. Lögreglan hefur lagt hald á
talsvert af byssum af þessu tagi ár
hvert og virðist skýringin vera sú
að fólk kaupir þær í ferðalögum
erlendis, sérstaklega Spáni eða í
löndum þar sem hverjum sem er
er heimilt að kaupa þær og
smyglar heim svo í farangri.
Þessar byssur falla undir skil-
greiningu vopnalaga því þær eru
skotvopn og því ekki heimilt að
flytja þær inn, nota eða eiga
nema með sérstöku leyfi. Byssan
var haldlögð og verður eytt. -hg
Akranesbær
styrkir kóramót
AKRANES: Bæjarráð Akraness
hefur samþykkt að veita 130 þús-
und króna styrk til Hljóms, kórs
eldri borgara á Akranesi, til að
standa straum afýmsum kosmaði
vegna kóramóts eldri borgara
sem haldið verður á Akranesi í
vor. Slíkt kóramót er haldið ár-
lega og skdptast kórar ffá Kefla-
vík, Hafnarfirði, Selfossi, Mos-
fellsbæ og Akranesi að halda þau.
Er þetta í þriðja skipti sem mótið
er haldið á Akranesi. -hj
Nagladekkin
undan
LANDIÐ: Tíma nagladekkja
lauk um páskana samkvæmt op-
inberum tilkynningum. Eftír 15.
apríl er óheimilt að aka um á
negldum hjólbörðum. Því er rétt
að minna ökumenn á að skipta
um dekk undir bifreiðum sínum
fljótlega enda má fastlega búast
við að lítil hætta sé á hálku úr
þessu. Að sögn lögreglu geta
ökumenn búist við sektum fyrir
akstur á nagladekkjum. -bg
Breiðaf) arðameínd hélt fyrsta fimdinn
I fyrsta skipti á
starfstíma Breiða-
fjarðarnefndar var
boðað til og hald-
inn fundur í
nefridinni á Hell-
issandi. Fundur-
inn fór fram á
Hótel Hellissandi
sl. mánudag.
Mættir voru allir
nefndarfulltrúar
auk ritara. Rætt
var á fundinum
um skráningu ör-
nefna og um
væntanlegan
samning við
Raunvísindasofriun Háskólans um
það verkefrii.
Einnig var rætt um væntanlegan
kynningarbækling um fuglalíf á
Breiðafirði og kom ffam að sá bæk-
lingur væri nú kominn í prentun og
ekki myndi líða á löngu þar tíl að
honum yrði dreift tíl ferðaþjón-
ustuaðila.
Þá fjallaði nefridin um uppfærslu
A myndinni er Breiðajjarðamefnd áfundi á Hellissandi. F.v: Róheit Stefánsson, Þórólfur Halldórsson, Eiríkur
Snæbjömsson, GuÓríbur Þorvarðardóttir, Friíjón Þórdarson formaður, Sigrtður Elísdóttir starfsmaóur og rit-
ari, Magnús Sigurðsson, Asgeir Jónsson og Sigurður Þórólfsson.
á Verndaráætlun sem gilda á til árs-
ins 2015. Vinna við áætlunina væri
vel á veg komin og stefnt að því að
ljúka þeirri vinnu á næstu mánuð-
um.
Svo var boðið í miðdagskaffi
þeim bæjarfulltrúum Snæfellsbæjar
sem höfðu aðstöðu til að mæta:
Pétri Jóhannssyni, Ólafi Rögn-
valdssyni, Ólínu Kristinsdóttur,
Gunnari Erni Gunnarssyni og bæj-
arstjóra Snæfellsbæjar, Kristni
Jónassyni og svo þeim þjóðgarðs-
vörðum Guðbjörgu Gunnarsdóttur
og Skúla Alexanderssyni. Þessir
gestir voru kallaðir til skrafs og
ráðagerða um áhugamál nefridar-
innar og almennt um náttúrufars-
málefrii á svæðinu. Effir ávarp for-
manns, Friðjóns Þórðarsonar fóru
fram upplýsandi og fjörlegar um-
ræður. MM/ Ljósm. SA
Tilboð opnuð í „blokldna“
Sex kauptílboð bárust í húseign-
ina Sæból 33-35 í Grundarfirði sem
Grundarfjarðarbær auglýstí til sölu
fyrir nokkru. Hæsta tilboðið, að
fjárhæð 53 milljónir króna, barst ffá
Óla Jóni Gunnarssyni fyrir hönd
óstofriaðs hlutafélags. Landsmenn
byggingaverktakar ehf. buðu rúmar
49 milljónir króna, Guðmundur
Runólfsson hf. bauð 48 milljónir
króna, Magnús Óskarsson og fleiri
buðu rúmar 44 milljónir króna,
Lárus Skúli Guðmundsson bauð
rúmar 43 milljónir króna og Þórð-
ur Magnússon bauð 42 milljónir
króna.
Húseignin var reist á árinu 1978
og í henni eru alls átta íbúðir og
heildarflatarmál þeirra er um 689
fermetrar. Heildarbrunabótamat
fasteignarinnar er um 104 milljónir
króna en fasteignamatið er rúmar
43 milljónir króna.
HJ
Lionsfólk á Hellissandi færír
Björgunarskólanum gjöf
Formenn Lionklúbbanna, þau Kiistinn og Guðríin afhenda Þór hjartastuðt<ekið.
I liðinni viku komu Lionsklúbb-
arnir á Hellissandi; Þernan og Nes-
þinga, saman tíl sameiginlegs fund-
ar í Jarlinum á Gufriskálum. Tilefn-
ið var að klúbbarnir höfðu ákveðið
að færa Björgunarskóla Slysavarn-
arfélgsins Landsbjargar á Gufuskál-
um að gjöf hjartastuðtæki til notk-
unar við hjartastopp.
Formenn klúbbanna þau Guðrún
Pálsdóttir og Kristinn Jónasson
kölluðu Þór Magnússon, forstöðu-
mann skólans að háborði fundarins
og afhentu honum tækið. Þökkuðu
fyrir góða starfsemi Björgunarskól-
ans og óskuðu þeirri starfsemi góðs
gengis. Gjöf klúbbanna væri færð
til að efla þá starfsemi og sýna
þakklætisvott.
Þór Magnússon þakkaði gjöfina
og þann hlýhug sem henni fylgdi
frá félögum klúbbanna. Hann færði
formönnunum skrautleg og inn-
römmuð þakkarskjöl frá Slysa-
varnafélaginu Landsbjörgu.
Að þessu loknu var notið veit-
inga. Undir borðum útskýrði Þór
notkun tækisins. Það er mjög ein-
falt í notkun og búið þeim kostum
að það er greiningartæki og skýrir
sjálft frá því hvernig það skuli not-
að bæði með tali á spólu og rituðum
skýringum. Sagði Þór að nú myndi
kennsla á þetta tæki og meðferð
þess verða meðal þess sem verður á
námsskrá Björgunarskólans jafn-
ffarnt því að það verður jafrian tíl
reiðu til noktunar og aðstoðar ef á
þarf að halda á staðnum og í ná-
grenninu.
MM/ Ljósm. SA
Tólf vilja styrk úr Húsvemdunar-
sjóði Akraneskaupstaðar
Tólf umsóknir bárust byggingar-
nefrid Akraness um styrkveitingar
úr Húsverndunarsjóði Akranes-
kaupstaðar en auglýst var eftir um-
sóknum úr sjóðnum fyrir skömmu.
í reglum sjóðsins segir að hlutverk
hans sé að veita styrk til endurgerða
eða viðgerða á húsnæði eða öðrum
mannvirkjum á Akranesi sem sér-
stakt varðveislugildi hafa af listræn-
um eða menningasögulegum
ástæðum, enda séu framkvæmdir í
samræmi við upprunalegan bygg-
ingarstíl húss og í samræmi við
sjónarmið minjavörslu.
Sex umsóknanna nú eru vegna
húsa við Vesturgötu en hinar eru
vegna húseigna við Bakkatún,
Mánabraut, Melteig, Presthúsa-
braut og Skagabraut.
HJ
Byggingu
sparkvallar
seinkar
DALIR: Byggðaráð Dala-
byggðar hefur skorað á verktaka
við byggingu sparkvallar að
hann ljúki verkinu eigi síðar en
30. apríl að því gefriu að frost
verði farið úr jörðu á fram-
kvæmdastað. Sparkvöllur þessi
er hluti af sparkvallaátaki KSÍ
sem staðið hefur yfir á undan-
förnum árum. Verklok áttu í
upphafi að vera 30. nóvember
2005. Áður hafði sveitarstjóri
Dalabyggðar skriflega skorað á
verktakann að ljúka verkinu eigi
síðar en 31. mars. Fram kemur í
fundargerð byggðaráðs að KSI
hafi ítrekað þurft að ffesta form-
legri vígsluathöfn vegna seink-
unarinnar. -hj
Skallagríms-
menn til kvöld-
verðar
BORGARBYGGÐ: Bæjarráð
Borgarbyggðar hefur samþykkt
að bjóða meistaraflokki Skalla-
gríms í körfuknattleik og að-
standendun körfuknattleiks-
deildarinnar tíl kvöldverðar í til-
efrii af góðum árangri liðsins.
Eins og kunnugt er varð liðið í
öðru sæti á íslandsmótinu eftir
mikla úrslitakeppni þar sem liðið
lagði að velli lið Grindavíkur og
Keflavíkur. Urslitarimman um
hinn eftirsótta titil var síðan
gegn liði Njarðvíkur. -hj
Gistiheimilið
Bjarg 10 ára
BÚÐARDALUR: Þann 3. apríl
sl. átti Gistiheimilið Bjarg í Búð-
ardal 10 ára starfsaftnæli. í tilefni
að því bauð eigandi staðarins,
Vilhjálmur Astráðsson, til veislu
og mættu um 100 manns til að
fagna þessum áfanga með hon-
um og þáðu veitingar. í aftnæl-
inu stigu á svið hljómsveitin
Skógarpúkarnir og söngvarinn
Halli Reynis, sem kynnti gestum
nýjan geisladisk sinn. A gistti-
heimilinu Bjargi er boðið uppá
uppábúin rúm og svefripoka-
pláss. Auk þess er bar og veit-
ingastaður á staðnum, þar sem
bæði er í boði matur af grilli og
Villapizzur. -so
Vill endurskoð-
un á lokun
kjördeildar
AKRANES: Stjórn Dvalar-
heimilisins Höfða á Akranesi
hefur mælst til þess við yfirkjör-
stjórn Akraneskaupstaðar að
endurskoðuð verði sú ákvörðun
stjórnarinnar að leggja niður
kjördeild þá sem verið hefur á
kjördag á dvalarheimilinu.
Bendir stjórnin á að nægilegt
væri að kjördeildin væri opin í 3
klukkustundir til dæmis ffá kl.
11-14. Bæjarstjóm Akraness hef-
ur þegar staðfest tillögu yfirkjör-
stjórnar. -hj
WWW.SKESSUHORN.IS
Bjarnarbraut 8 - Borqarnesi Sími: 433 5500
Kirkjubraut 54-56 - Ákranesi Fax: 433 5501
Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga
er kl. 14:00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta
auglýsingapláss tímanlega. Skilafrestur smáauglýsinga er til
12:00 á þriðjudögum.
Blaðið er gefið út í 3.000 eintökum og selt til áskrifenda og í
lausasölu.
Áskriftarverð er 1300 krónur með vsk á mánuði en krónur 1200
sé greitt með greiðslukorti. Elli- og örorkulíf.þ. greiða kr. 950.
Verð í lausasölu er 400 kr.
SKRIFSTOFUR BLAÐSINS ERU OPNAR KL. 9-16 ALLA VIRKA DAGA
Útgefandi: Skessuhorn ehf. - 433 5500 skessuhorn@skessuhorn.is
Ritstj. og ábm. Magnús Magnúss. 894 8998 magnus@skessuhorn.is
Blaðamenn: Halldór jónsson 892 2132 hj@skessuhorn.is
Magnús Magnúss. 894 8998 magnus@skessuhorn.is
Fréttaritari: Bryndís Gylfadóttir 866 5809 bryndis@skessuhorn.is
Augl. og dreifing: fris Arthúrsd. iris@skessuhorn.is
Umbrot: Guðrún Björk Friðriksd. 437 1677 gudrun@skessuhorn.is