Skessuhorn - 26.04.2006, Qupperneq 6
6
MIÐVIKUDAGUR 26. APRIL 2006
Sérhannað aksturs-
kennslusvæði mun
Vatnsveitumálum
frestað í
Borgaríj arðarsveit
Hreppsnefnd Borgarfjarðarsveit-
ar ákvað á fundi sínum á dögvmum
að ffesta til næsta fundar ákvörðun
um hugsanlega yfirfærslu vatns-
veitna hreppsins til Orkuveitu
Reykjavíkur. Verður tíminn milli
funda notaður til að fara betur yfir
málið og einnig verður leitað álits
óháðs aðila eða endurskoðenda
hreppsins á þeim samningsdrögum
sem nú liggja fyrir.
Eins og fram hefur komið í ffétt-
um Skessuhorns hefur um nokkurt
skeið farið ffam umræða um áður-
nefnda yfirfærslu og liggja nú, eins
og áður sagði, fyrir drög að samn-
ingum við Orkuveituna. A fundin-
um bókaði hreppsnefnd þann vilja
sinn að semja við Orkuveituna
„enda er hún veitufyrirtæki í eigu
hreppsins," segir í bókuninni.
Þá segir orðrétt í bókuninni: „Þá
hefur hluti af fyrrum eigendum
Bæjarveitu farið ffam á að kannað
verði til hlýtar hvort þessi yfirfærsla
brýtur munnlega samninga um
framtíð þeirrar veitu, sem þeir telja
að hafi verið forsendu þess að
hreppurinn eignaðist veituna á sín-
um tíma.“ HJ
Bíllinn utan vegar og tönnin í kuðlifyrir aftan hann.
Moksturstæki
skemmdist mildð
Betur fór en á horfðist í gærmorg-
un þegar vörubiffeið ffá Vegagerð-
inni í Borgarnesi lenti utan vegar í
Hálsasveit í Borgarfirði. Vörubif-
reiðin var við snjómokstur þegar
tönn hennar rakst í jörð. Við högg-
ið lenti tönnin að hluta til undir bif-
reiðinni og við það kastaðist hún út
fyrir veg. Ökumanninn sakaði ekki
en töluverðar skemmdir urðu á bif-
reiðinni og snómokstursbúnaði
hennar. Þrátt fyrir að nú sé komið
sumar, samkvæmt dagatalinu, var
töluverðttr jafiifallinn snjór á vegum
í uppsveitum Borgarfjarðar í
gærmorgun. HJ
rísa á Akranesi
Viljayfirlýsing um stofhun og
rekstur aksturskennslusvæðis á
Akranesi var undirrituð í Reykjavík í
gær. Það eru Ökukennarafélag Is-
lands og Akraneskaupstaður sem nú
hafa tekið upp formlegt samstarf um
slíkt svæði og hefur samgönguráðu-
neytið einnig komið að málinu. Það
voru Guðbrandur Bogason formað-
ur Ökukennarafélagsins og Guð-
mundur Páll Jónsson bæjarstjóri
sem undirrituðu viljayfirlýsinguna í
dag og einnig staðfesti Sturla Böðv-
arsson samgönguráðherra aðkomu
ráðuneytisins að máhnu með undir-
skrift sinni.
Um er að ræða fyrirtæki sem
byggir og rekur sérhannað aksturs-
kermslusvæði og mun hönnun þess
og starfsemi taka mið af væntanlegri
reglugerð samgönguráðuneytisins
um slík kennslusvæði. Fram kemur í
viljayfirlýsingunni að markmið sam-
starfs þessara aðila sé að auka um-
ferðaröryggi á Islandi með upp-
byggingu svæðisins og það verði sér-
hannað fyrir íslenska ökumenn. Því
sé einnig ætlað að standast alþjóð-
legar kröfur sem gilda um starfsemi
sem þessa. Þá segir að sömu aðilar
muni leggja sig ff am við að reisa sér-
stök ökugerði á nokkrum stöðum á
landinu og efla þannig frekar
grunnökunám á Islandi.
Guðmundur Páll Jónsson, bæjar-
stjóri á Akranesi segir að með vilja-
yfirlýsingunni í dag sé lokið löngu
undirbúningsferli og nú geti undir-
búningur að byggingu svæðisins
hafist af fullum kraftd. Áædað er að
Akraneskaupstaður legggi til um 5-6
hektara lands tmdir starfsemina og
mun það skýrast á næstu vikum að
lokinni skipulagsvinnu hvar á Akra-
nesi starfseminni verður komið fyr-
ir. Guðmundur Páll segir undirbún-
ing málsins hafa verið ánægjulegan
en mest um vert sé að með byggingu
slíks svæðis verði áratuga gömlum
draumi ökukennara hrint í ffam-
kvæmd og með því verði hægt að
bæta umferðaröryggi til muna.
Framkvæmdakostnaður hefur
ekki verið metinn til fulls en skotið
hefur verið á um 200 milljónir
króna. Vonast er til þess að hluthaf-
ar að hinu nýja félagi verði allir þeir
aðilar sem láta sig bætt umferðarör-
yggi varða, að sögn Guðmundar
Páls, og vonast hann til þess að á
næstu 12-14 mánuðum muni vænt-
anlegt fyrirtæki og rekstur þess fá á
sig endanlega mynd. Reiknað er
með því að í ffamtíðinni muni allir
þeir sem taka ökupróf á landinu
reyna sig á þessu aksturkennslusvæði
enda verður þar líkt eftir öllum þeim
aðstæðum sem mætt geta ökumönn-
um á leið þeirra á þjóðvegum lands-
ins. Aðstæður sem ekki eru að öllu
jöfnu fyrir hendi við ökukennslu í
dag.
Með undirskriftinni í dag má
segja að miðpunktur umferðarmála
sé kominn á Akranes því skemmst er
að minnast þess er Umferðarvefur-
inn var opnaður í Grundaskóla á
Akranesi en sá vefur er samstarfs-
verkefni Umferðarstofu, Gunda-
skóla og Námsgagnastofhunar.
HJ
Tölvuteikning af Akranesi. Vió þjófveginn má sjá (ýkta) tillögu að hugsanlegri staðsetn-
ingu aksturskennslusvœðisins, eða í áttina aðþví sem nú er iðnaðarsvœði.
Frá undirritun samktrmulags um aksturskennslusvœði á Akranesi. Frá vinstri Guð-
mundur Páll Jónsson, bœjarstjóri, Sturla Böðvarsson, samgónguráðherra og Guðbrandur
Bogason, formaður Ökukennarafélags Islands. Ljósm. KÓO.
PISTILL GISLA
Otýndir
Frá því er sagt í Biblíunni
að morguninn eftir föstu-
daginn langa hafi verið leitað
að Jesú heitnum Kristi. A
fyrrnefndum föstudegi var
hann sem kunngut er festur á
kross og látinn var hann síð-
an látinn í helli og hellu
slengt fyrir munnann. Þegar
átti að tékka á líkinu þá var
það hinsvegar horfið eins og
allir þekkja.
Ymsar heíðir hafa sprottið
út ffá lífi og dauða Jesú
Krists og kannski er þarna
komið upphafið að einni
þeirra þótt ég hafi ekki sett
það í samhengi fyrr. I öllu
falli þá er það hefð í íslensku
samfélagi að leita að hinum
og þessum á páskum. Yfir-
leitt eru þetta vélsleðamenn
sem bruna upp á fjöll, líkt og
Jesú þegar hann fór til fjalla
og flutti þar til gerða fjall-
ræðu. Eg trúi því að með
þessu sé verið að minnast
leitarinnar að Jesú fyrir tæp-
lega 2000 árum.
Eg reyndi að rifja upp á ný-
afstöðnum páskum hvort ég
hefði einhverntíma týnst. Eg
mundi meðal annars eftir að
ég hafði týnst á egypsku
múmíúsafni fyrir tæplega 20
árum. Síðar týndist ég í
skuggalegu hverfi í Prag og
svo mætti lengi telja. Eg hef
meira að segja náð því að
týnast á ekki stærri stað en
Hofsósi og geri aðrir betur.
Það rifjaðist líka upp fyrir
mér að þrátt fyrir að ég geti
tínt til ótal skipti þar sem ég
hef týnst þá hefur hinsvegar
aldrei verið leitað að mér,
svo ég muni til.
Kannski yrði leitað að mér
ef ég æddi upp á fjöll á
vélsleða í vonskuveðri. Eg er
samt ekki viss og því hef ég
fram til þessa ekki látið reyna
á það. Málið er líka það að
flestir björgunarsveitarmenn
hér um slóðir þekkja mig það
vel að ég er ekki viss um að
þeir sæju ástæðu til að gera
veður út af því þótt ég færi út
í veður og vind.
Samt hef ég ekki séð að
björgunarsveitarmenn geri
mannamun. Mér hefur
reyndar sýnst að þeir leiti að
nánast hvaða vitleysingi sem
er. Vissulega eru björgunar-
sveitarmenn sjálfviljugir í því
hlugverki að leita að sjálf-
skipuðum fjallkóngum í
sjálfboðavinnu. Engu að síð-
ur ætti að vera hægt að gera
þá kröfu til fólks að það hafi
heilbrigða skynsemi með í
för þegar það æðir út í óviss-
una. Hún tekur ekki svo
mikið pláss.
Það ætti reyndar líka að
vera hægt að gera þá kröfu til
þeirra sem villast um leið og
þeir eru komnir út fyrir
borgarmörkin (hér eftir
nefndir villingar) að þeir sýni
vott af þakklæti til þeirra sem
verja hátíðunum í að leita að
villingum. Oftar en ekki láta
þeir sér fátt um finnast og
viðurkenna jafnvel ekki að
þeir séu týndir. Þeir halda
því jafnvel ffam að þeir séu
ótýndir og þar liggur kannski
hundurinn grafinn, á fjöll-
um.
Gísli Einarsson,
grafinn ífónn.
T