Skessuhorn - 26.04.2006, Síða 8
8
MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 2006
SS1SSUH©BK1
Eitt óvæntasta útspilið til þessa í aðdraganda kosninga í vor átti sér stað á Akranesi í liðinni viku:
Gísli S Einarsson kynntur sem
bæjarstjóraefini Sjálfstæðismanna
Gísli S Einarsson, fv. þingmaður og bæjarstjóraefhi.
Síðastliðinn miðvikudag var það
tilkynnt að Gísli S Einarsson, fv.
alþingismaður yrði bæjarstjóraefni
Sjálfstæðismanna á Akranesi fyrir
bæjarstjórnarkosningarnar 27. maí
nk. Oddviti Sjálfstæðismanna á
Akranesi tók hugmyndinni um að
Gísli S. Einarsson yrði bæjar-
stjóraefni flokksins fálega í fyrstu.
Gísla kom hugmyndin mjög á
óvart enda hafði hann í vetur feng-
ið hvatningu til framboðs utan
flokka. Báðir eru þeir nú sannfærð-
ir um að saman geti þeir náð
hreinum meirihluta. Aðrir eru ef-
ins og telja þessa ákvörðun ranga
og hún muni skaða framboð
flokksins. En hvað varð þess vald-
andi að Sjálfstæðismenn buðu fyrr-
um bæjarfulltrúa og þingmanni Al-
þýðuflokksins og síðar Samfylk-
ingarinnar að verða bæjarstjóraefni
sitt og hvað varð til þess að hann
tók þessu boði? Hér á eftir verður
reynt að varpa ljósi á þetta óvænta
útspil.
Stuttur aðdragandi
Þegar frambjóðendur Sjálfstæð-
isflokksins og fulltrúaráð flokksins
höfðu á þriðjudagskvöldið sam-
þykkt að Gísli S Einarsson yrði
bæjarstjóraefni flokksins hafði ekki
mikið vatn runnið til sjávar frá því
að hugmyndin kom fyrst upp. Það
mun hafa verið í spjalli tveggja
áhrifamanna í Samfylkingunni og
Sjálfstæðisflokki í fermingarveislu
á Akranesi sem hugmyndin fædd-
ist. Henni var komið til Gunnars
Sigurðssonar oddvita Sjálfstæðis-
manna sem tók henni með ákveðn-
um fyrirvara samkvæmt heimildum
Skessuhorns. Nokkrum dögum
síðar varð hugmyndin hins vegar
að veruleika.
Fyrir síðustu kosningar kom upp
sú hugmynd meðal frambjóðenda
Sjálfstæðisflokksins að bjóða fram
sérstakt bæjarstjóraefni. Þá lagðist
Gunnar gegn þeirri hugmynd af
þeirri einföldu ástæðu að þá hafi að
hans mati setið mjög hæfur maður
í stóli bæjarstjóra, Gísli Gíslason.
Sjálfstæðismenn hafi meðal annars
starfað með honum í meirihluta-
samstarfi og það hafi gengið vel.
„Nú er önnur staða uppi. Við völd
er meirihluti sem leynt og Ijóst
stefnir á áframhaldandi meiri-
hlutasamstarf nái hann til þess
fylgi. Til þess að koma í veg fyrir
það hafa kjósendur að mínu mati
aðeins eitt svar. Að Sjálfstæðis-
flokkurinn nái hreinum meiri-
hluta,“ segir Gunnar.
Af hverju ekki
flokksmaður?
Ef marka má skoðanakönnun
sem birtist á NFS fyrir skömmu
var Sjálfstæðisflokkurinn í tölu-
verðri sókn á Akranesi. Aðspurður
hvort ekki hefði verið hægt að ná
hreinum meirihluta með ffekara
starfi og bæjarstjóraefni úr eigin
röðum, segir Gunnar erfitt að
svara því. Það hafi hins vegar verið
sitt mat og annarra frambjóðenda
að gera þyrfti enn betur. Þegar fyr-
ir lá að enginn af efstu mönnum
listans sóttust efdr að verða bæjar-
stjóraefni hafi menn verið tilbúnir
að ræða aðrar hugmyndir, þar á
meðal þá hugmynd að Gísli S. yrði
bæjarstjóraefni. I sínum huga væri
Gísli afar hæfur til starfans vegna
síns bakgrunns sem bæjarfulltrúi
og þingmaður. „Eg veit ekki um
nokkurn mann sem efast um vilja
Gísla til góðra verka í bæjarfélag-
inu og þegar ljóst varð að áherslur
okkar lágu sarnan var ekkert í veg-
inum að mínu mati.“ Hugmyndin
fékk strax einróma stuðning í
frambjóðendahópi Sjálfstæðis-
manna og einnig í fulltrúaráðinu.
Hugmyndasmiðirnir áttu allt eins
von á því að mótstaða yrði í full-
trúaráðinu sérstaklega í hópi eldri
flokksmanna en svo reyndist ekki
vera.
Gísli neitar því ekki að boð
Sjálfstæðismanna hafi komið hon-
um mjög á óvart. Hann segir að
undanfarið hafi hann fjarlægst
Samfylkinguna þó það hafi ekki
komið fram opinberlega af þeirri
einföldu ástæðu að hann hafi ekki
verið virkur í opinberri pólitískri
umræðu undanfarið. Hann segir
boð sjálfstæðismanna sýna mikla
víðsýni og þá staðfestu flokks-
manna að láta einskis ófreistað til
þess að ná sem bestum árangri í
vinnu sinni fyrir sveitarfélagið.
Slíku samstarfi hafi hann sem
Skagamaður einfaldlega ekki getað
hafnað.
Enginn kali
Fyrir síðustu alþingiskosningar
urðu átök innan Samfylkingarinn-
ar með hvaða hætti yrði staðið að
upptillingu á framboðslista flokks-
ins í Norðvesturkjördæmi. Gísli og
fylgismenn hans vildu að efht yrði
til prófkjörs en urðu undir í at-
kvæðagreiðslu. I kjölfarið var stillt
upp lista og var Gísla boðið þriðja
sætið á þeim lista á eftir Jóhanni
Arsælssyni og Onnu Kristínu
Gunnarsdóttur og þáði hann það.
Hann segir það hafa verið erfiða
ákvörun hvort hann skyldi taka því
sæti. Hann hafi stefnt hærra. Hann
neitar því hins vegar að hann beri
kala til Samfylkingarfólks vegna
þessarar niðurstöðu. „Fyrir um
einu ári síðan lagði ég ákveðnar
hugmyndir fyrir Samfylkingarfólk
vegna framboðsmála og stefnu-
mála í aðdraganda bæjarstjórnar-
kosninganna í vor. Síðan hef ég
ekkert heyrt frá því ágæta fólki og
við því er ekkert að segja,“ segir
Gísli.
Framboð utan flokka
I vetur voru uppi hugmyndir um
að efna til framboðs utan flokka á
Akranesi í vor. Gísli segir fjölda
manns hafa haft samband við sig
vegna þeirrar hugmyndar og hvatt
sig til þátttöku í því framboði ef af
yrði. Ekkert hafi hins vegar orðið
úr því framboði og því hafi ekki
komið til þess að hann hafi þurft
að svara spurningum um mögulega
þátttöku sína þar.
I Fréttablaðinu á dögunum kom
fram að fyrir skömmu hafi Gísli
verið að kanna jarðveg innan Sam-
fylkingarinnar fyrir hugsanlegt
framboð sitt við næstu alþingis-
kosningar. Hann segir þessa frá-
sögn fjarri sanni. Ekkert slíkt hafi
hvarflað að sér. Hins vegar hafi
hann haft samband við nokkra af
sínum dyggustu stuðningsmönn-
um áður en hann ákvað að þekkjast
boð sjálfstæðismanna. „Eg greindi
þeim frá þeirri stöðu sem upp var
komin en var ekki að leita eftir
stuðningi." Einn af hans stuðn-
ingsmönnum á Vestfjörðum, sem
Skessuhorn hafði samband við,
staðfestir að þannig hafi verið í
pottinn búið og því sé sagan um
hugsanlegt þingframboð fráleit.
S j álfstæðisflokkurinn
sækir á miðjuna
Einnig hefur komið fram að
ákvörðun Gísla lýsi ákveðnu á-
standi innan Samfylkingarinnar,
það er að gamlir Alþýðuflokks-
menn finni sig ekki í flokknum eft-
ir að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
tók við formennsku. Þetta vill
Gísli ekki taka undir. Aðspurður
hvort ekki sé eðlilegt að álykta sem
svo úr því að hann sé nú genginn
til liðs við sjálfstæðismenn segir
hann svo ekki vera. „Eg náði ein-
faldlega saman með þeim um þær
áherslur sem ég hef í bæjarmálum,
meðal annars ákveðnar félagslegar
áherslur. Að undanförnu hefur
Sjálfstæðisflokkurinn sótt inn á
miðju stjórnmálanna og þar fara
leiðir okkar saman.“ Gísli vildi þó
ekki svara þeirri spurningu hvort
Samfylkingin hefði færst of langt
til vinstri á sama tíma. Hann lagði
líka áherslu á að ekki væri rétt að
blanda um of saman landsmálum
og sveitarstjórnarmálum.
Aðspurður segist Gísli muni taka
þátt í kosningabaráttunni eftir
mætti og hvetja kjósendur til þess
að kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Sú
spurning hefur vaknað hvað verði
ef Sjálfstæðisflokkurinn nær ekki
hreinum meirihluta. Mun Gísli
verða bæjarstjóraefni flokksins í
meirihlutaviðræðum? Hann segir
þau mál ekki hafa verið rædd en
hann líti svo á að hann sé aðeins
bæjarstjóraefni ef meirihluti
vinnst. „Fari hlutir á annan veg lít
ég svo á að menn hafi óbundnar
hendur.“
T ækifærismennska
Gísla
Fyrrum samflokksmenn Gísla í
Samfylkingunni þurftu margir að
láta segja sér fréttirnar af vista-
skiptum hans tvisvar, enda hefur
Gísli sem stjórnmálamaður ekki
vandað hinum nýju samherjum
sínum kveðjurnar á stundum.
Sumir af hans stuðningsmönnum
sem Skessuhorn hafði samband við
sögðust þó hafa skilning á ákvörð-
un hans. Aðrir fyrrum samflokks-
menn höfðu lítinn skilning á
ákvörðun hans og töldu hana ein-
falda tækifærismennsku manns
sem ekki hefði fengið þann fram-
gang í sínum flokki sem hann taldi
sig eiga skilinn og við því væri ekk-
ert að gera. Fráleitt væri þó að tala
um klofning í flokknum vegna
þessarar ákvörðunar Gísla. Eng-
inn þessara manna vildi þó koma
fram undir nafni.
Skiptar skoðanir eru hins vegar á
því hvaða áhrif þetta útspil Gísla
og Sjálfstæðisflokksins muni hafa í
kosningunum í vor. Margir benda
á að Gísli sé mikill baráttujaxl sem
auðvelt hafi átt með að laða til sín
fylgi í prófkjörsbaráttu. Eðli máls-
ins samkvæmt hafi hins vegar ekki
verið ljóst hvort stuðningsmenn í
prófkjöri hafi skilað sér á kjördag.
Þá er bent á að Gísli hafi haldið
góðum tengslum við sinn gamla
vinnustað og gömlu vinnufélaga í
Sementsverksmiðjunni og það geti
skilað góðum árangri. Einnig sé
hann nokkuð vinsæll meðal eldri
kynslóðarinnar. Aðrir benda á að
ekki sé líklegt til árangurs að fyrsti
maður listans og bæjarstjóraefnið
séu á svipuðum aldri eða um sex-
tugt. Það höfði einfaldlega ekki til
ungu kynslóðarinnar. Þá er einnig
á það bent að um leið og flokkur
tilnefni bæjarstjóraefni muni kosn-
ingabaráttan snúast um persónu
þess manns en ekki um málefni.
Því verði það tæplega til fram-
dráttar þegar bæjarstjóraefnið
komi úr öðrum flokki eins og ger-
ist í dæmi Gísla.
Alþýðuflokksmenn á
fleygiferð
Nokkrir viðmælenda Skessu-
horns töldu ákvörðun Gísla eiga
eftir að hafa töluvert fylgi af Sam-
fylkingunni. „Alþýðuflokksmenn í
þeim flokki eru á fleygiferð þessa
dagana og allt eins víst að þeir endi
hjá Sjálfstæðisflokknum,“ sagði
áhrifamaður í Samfylkingunni og
benti á að ekki væru gróin þau sár
sem urðu til við uppstillingu lista
flokksins þegar Kristjáni Sveins-
syni forseta bæjarstjórnar var hafn-
að við uppstillingu framboðslista
flokksins.
Hver niðurstaðan verður kemur
ekki í ljós fyrr en að kosningum
loknum 27. maí. Hinu verður ekki
á móti mælt að ákvörðun Sjálf-
stæðisflokksins um að bjóða Gísla
fram sem bæjarstjóraefni hefur
hleypt miklu lífi í kosningabarátt-
una. Baráttu sem fram að þessu
þótti frekar litlaus.
HJ
Fullsldpaður F - listi
á Akranesi
Framboðslistd Bæjarmálafélags ffjálslyndra og óháðra á Akranesi til
sveitarstjórnarkosninga 27. maí næstkomandi, er nú fullskipaður. Fyrstu
9 sæti listans voru kynnt fyrir skömmu, en nú hafa öll 18 sæti hans ver-
ið kynnt.
Listinn er sem hér segir:
1. Karen Jónsdóttir, viðskiptafrœðingur
2. Magnús Þór Hafsteinsson, ftskifrœðingur og alþingismaður
3. Rannveig Bjamadóttir, leiðbeinandi
4. Sœmundur Tryggvi Halldórsson, verkamaður
5. Kristinn Jens Kristinsson, öryrki
6. Guðbjörg R Asgeirsdóttir, skrifstofukona
7. Sigurjón Runólfsson, verktaki
8. Elías Olafsson, sjómaður
9. Asgeir Valdimar Hlinason, múrari
10. Barbara Davies, leikskólamatráður
11. Ingimundur Óskarsson, viðskiptalögfraðingur
12. Helga Jónsdóttir, vélsmiður
13. Stefán Þór Þórisson, vélvirki
14. Gunnar Freyr Hafsteinsson, atvinnurekandi
19. Pétur Gissurarson, skipstjóri
16. Einar Jónsson, vinnuvélastjóri
17. Steinar Hagalínsson, vélvirki
18. Ragnheiður Olafsdóttir, fyrrverandi bcejarfulltrúi