Skessuhorn


Skessuhorn - 26.04.2006, Side 12

Skessuhorn - 26.04.2006, Side 12
12 MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 2006 Af konupungum og hörpuskel Það er eitthvab notalegt við báta eins ogþennan ogþeir eru ekki margir eftir, gömlu opnu vertíðarbátamir. liðaey á ný. „Er þetta ekki dregið á 3,6,“ spyr Beggi. ,Jú, svona 3,6 - 3,7 sjómílum,“ segir Guðmundur Skúli og útskýrir fyrir okkur mikilvægi þess að framkvæmd svona endurtek- inna rannsókna breytist sem allra minnst milla ára. „Þetta eru sömu togförin ár efrir ár og alltaf dregið með 100 faðma úti.“ Reglulegar rannsóknir á hörpu- diski í Breiðafirði hafa verið stund- aðar allt frá því að veiðar hófust snemma á 8. áratug síðustu aldar. En um þessar mundir eru rannsóknim- ar víðtækari en fyrr enda miklir hagsmunir í húfi fyrir Hólmara að veiðar geti hafist á ný. Að sögn Guð- mundar Skúla er veiðisvæðinu skipt niður í hólf og tekin era ákveðið mörg tog í hverju hólfi. „I heildina eru þetta yfir 100 tog sem rannsök- uð eru ár efrir ár og með þessu móti fæst góð mynd af ástandi stofnsins." Guðmundur segir að ekki séu farnir vorleiðangrar í venjulegu árferði og þessi tiltekna rannsókn sé minni í sniðum en hinn reglubundni haust- leiðangur. Ami vélstjóri gerir sig kláran því Beggi er byrjaður að hífa. Plógurinn gægist upp úr og vogin segir 670 kíló þegar búið er að draga þyngd plógs- ins frá. Þrátt fyrir fullan plóg virðist ekki vera mikil skel í þessu. Mest salli og skeljabrot. Vélstjórinn tekur sýni og setur í kassa, hann fyllir einn kassa eftír hvert tog. Þessi sýni eru síðan tekin, mæld og greind þegar komið er í land. Skoða þarf hverja einustu brotnu skel því í þeim leyn- ist ungviðið sem svo mikilvægt er að rannsaka. Við eigum annað tog á svipuðum slóðum og plógurirm fer strax í sjóinn aftur. A milli hífinga hamast Ami Már við að skófla aflan- um útbyrðis svo allt sé klárt fyrir næstu sýnatöku. Það er svipað upp á teningnum; fullur plógur en engin skel. Annars á sæbjúgnaveiðum ,Jæja það er kippur. Það er búið að djöflast mikið á þessu svæði, dag efrir dag, ár eftir ár og það hlaut eitt- hvað að láta undan. Hún vex ekki svo hratt skelin,“ segir Beggi efrir hífið. Hann horfir glottandi á fiski- fræðinginn. Þetta verður langur dagur í dag. Rannsóknartogin eru á víð og dreif og mikill tími fer í að kippa á milli toga. Svo spáir hann leiðinda veðri á morgun þannig að þeir reyna sjálfsagt að ná sem flest- um togum í dag. Beggi fer í símann og ræðir við Kára framkvæmdastjóra útgerðar- innar. „Vorum að klára við Elliða- eyna og áttum eitt tog við Fagur- eyna. Förum síðan norðureftír í Suðurflóann... Það er soldið af pungsanum með hérna. Mikið skeljabrot og sandur þama fyrst, plógurinn var fiillur af því. Þetta var Kári Pungaforstjóri,“ Beggi kemur úr símanum: „Hann óskaði ykkur gleðilegs sumars.“ Skipverjarnir á Hannesi Andrés- syni hafa um tíma stundað veiðar á sæbjúgum eða konupungum og hafa veiðamar gengið þokkalega. Skip- verjar beyta neðansjávarmyndavél- um til að átta sig á kjörlendi og hegðun sæbjúgans en veitt er með plógi ekki ósvipuðum og á hörpu- Á dögunum sá fféttaritari Skessu- homs bát á skelveiðum skammt frá höfninni í Stykkishólmi og þótti tíð- indum sæta. En sem kunnugt er hafa skelveiðar í Breiðafirði ekki verið leyfðar um nokkurt skeið. Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að hér var um að ræða Hannes Andrésson SH- 747 sem um þessar mundir stundar skelfiskrannsóknir á Breiðafirði. Fréttaritari kom að máh við Berg Garðarsson, skipstjóra á Hannesi og fékk að flækjast með honum í einn róður. Alltaf notalegir þeir gömlu Mætt skyldi til borðs klukkan 8 að morgni sumardagsins fyrsta sem rann upp með blíðskapar veðri. Niðri á bryggju var áhöfhin á Amari að gera klárt í næstu veiðiferð en trillumar fóm hvergi þennan morg- un enda hrygningarstoppið í al- gleymingi. Þegar ég kom um borð biðu þeir Bergur skipstjóri og Ámi Már Olafsson, vélstjóri mín í brúnni og skömmu seinna mætti um borð leiðangursstjóri rannsóknarinnar, Guðmundur Skúli Bragason. Nú var allt til reiðu, vélstjórinn slepptí og við tókum stefiiuna á Elliðaey en þar skyldi plógurinn settur út. Hannes Andrésson er 95 tonna hollensk smíði frá árinu 1955 en ber aldurinn vel. Það sést vel á mannaí- búðum að bámum er vel við haldið og allt lítur þokkalega út. Báturinn hefur komið víða við og undir ýms- um nöfnum. Hann var m.a. gerður út frá Siglufirði undir nafninu Hringur SI-34 og þar var hann á síldveiðum á sumrin en vertíðum í Grundarfirði á vetrum ffarn undir 1970. Um þessar mundir stundar hann veiðar á sæbjúgum eða konupungum ffá Grundarfirði. Það er eitthvað notalegt við báta sem þennan og þeir em ekki margir efrir gömlu opnu vem'ðarbátarnir. Fullur plógur en engin skel Þegar við nálgumst Bæjarskerin siglum við ffamúr Gunna Jensen á Fjólunni en Haffó og Agústsson ehf. eiga í samstarfi við hann um skelfisk- rannsóknir. Bergur skipstjóri kippir sér ekkert upp við umferðina heldur lætur gamminn geysa um fiskveiði- stjómunina. „Hvaða vit er í því að veiða alla þessa loðnu? Þau era sér- kennileg verndunarsjónarmiðin í þessum geira, það er erfitt að fita mann ef það tekinn er af manni mat- urinn.“ Beggi beinir þessu til fiski- ffæðingsins og glottir, en tekst ekki að hleypa Guðmundi Skúla upp í neinn hasar. ,Jæja við erum komnir,“ segir Beggi og slær af. Plógurinn er látinn fara og í ró- legheitunum fjarlægjumst við El- Skoða þarfhverja einustu brotnu skel þvt í þeim leynist ungviðið sem svo mikilveegt er að rannsaka. Kolbeinseyjarhvalurinn tekur á plógnum. Guðmundur Skúli Bragason íbygginn á svip.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.