Skessuhorn - 26.04.2006, Síða 23
MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 2006
23
Myndir frá Mats um
borð í Baldri
Átthagamyndirnar sem skreyta
nýja Baldur vekja sannarlega eftir-
tekt. Hér er um að ræða gjafir frá
sveitarfélögum beggja megin
Breiðafjarðar svo og á Vestfjörðum
öllum. Einnig hafa nokkrir einstak-
lingar, fyrirtæki og banki tekið þátt
í þessum gjöfum.
Myndirnar eru allar eftir Mats
Wibe Lund ljósmyndara sem rekur
vefin www.myndasafh.is, en þar er
verið að setja inn myndir ffá öllum
bújörðum landsins og eyðijörðum.
Mats segist afar þakklátur fyrir að
hafa fengið tækifæri til að vinna
þetta verk, enda einsýnt að margir
sem ferðast með Baldri hafa gaman
af að skoða heimahagana á góðum
ljósmyndum.
Myndin sem fylgir þessari frétt
er einnig um borð í Breiðafjarðar-
ferjunni nýju, en ólíkt hinum
myndunum stendur ekki hvaðan
hún er. Nú geta menn spreytt sér á
því að þekkja fjörðinn sem myndin
sýnir. A þessa mynd eru hinsvegar
felld inn nöfh allra gefanda mynd-
anna, með hamingjuóskum til Sæ-
ferða sem eru eigendur Baldurs.
SO
y'reMfiu/ t'iAan/iar
Myntu - smjörsósa
með fisld
Sósan:
2 skalotlaukar smátt saxaðir
1 tsk smjör
2 dl þurrt hvítvín
1 dl. hvítvínsedik
1 dl. rjómi
3 greinar fersk mynta
1/2 tsk estragon
1/2 - 1 tsk gran piparkom
graslaukur
250 gr. kalt smjör í smáhitum
Bræðið smjörið í skaftpotti yfir
meðalhita. Setjið hvítvín, edikið
og skalotlaukinn í pottinn og
sjóðið niður um helming. Bætið
þá rjómanum og myntunni útí og
látið suðuna koma upp. Hrærið
köldu smjörinu saman við í bitum.
Bætið estragoni, graslauk og
grænum pipar saman við. Látið
sósuna standa í 20 mín. Sigtdð í
gegnum klæði.
Vínið:
Eins og fingrafar mannsins þá
eru engin vín eins. Ekki einu sinni
vín frá sama framleiðanda úr
sömu uppskerunni með sömu
þrúgu samsetningu eru eins. Þó
að þau séu lík að innihaldi.
Það eru því oft einkenni vín-
berjanna sem hafa ber í huga þeg-
ar valið er vín með mat. Ágætis
regla er að velja vín eftir þvi hvað
fer í matargerðina. Ef við erum að
útbúa ítalskan rétt, þá myndi eði-
legt val vera að velja ítalsk vín þar
sem oft má finna sömu kryddin
sem notuð voru í matargerðinni í
víninu.
Oft er talað um að nota skuli
vín með sýru með mat eða sósu
sem inniheldur sítrus ávexti.
Nefna má sem dæmi Sauvingnon
Blanc vín sem oftast hafa góða
sýru.
Með uppskriftinni hér fyrir
ofan legg ég aðal áherslu á sósuna
þar sem að hún er í þessu tilviki
það sem myndi ákvarða hvaða vín
ætti að velja með. Þurrt hvítvín er
nefnt og gæti það verið vín eins
og Gewurstraminer eða Chablis.
Ef þau vín eru notuð í sósuna er
eðlilegast að það sé einnig drukk-
ið með matnum. Það mætti líka
benda á að þetta er rjómalöguð
sósa og þá þurfum við vín sem
inniheldur sýru til þess að brjóta
fituna í rjómanum niður. Mynta,
graslaukur, pipar og estragon eru
líka atriðin sem ætti að hafa í
huga.
Eftir að hafa litið á þetta í heild
að þá myndi mitt persónulega val
vera að drekka Riesling og þá
kanski sérstaklega vín ffá Ástralíu
þar sem þurkur og sýra eru ekki
eins áberandi eins og í Riesling frá
Frakklandi eða Þýskalandi. Það
mætti t.d nefha „Peter Lehmann
Barossa Riesling," sem lýst er
svona á heimasíðu ÁTVR „Frekar
létt, þurrt og ferskt með sítrus- og
eplakeimi, olíu- og kókosnótum.“
Ltfiðheil!
Jón Om,
veitingarstjóri
Icelandair Hótel Hamar.
Verum stolt af Skaganum!
Ljósm: Mats Wibe Lund
Laus störf í
Borgarnesi
HÚSASMIÐJAN
...ekkert mál
^Húsasmiðjuskólinn:
Við rekum skóla þar sem starfsmenn
sækja námskeið. Haldin eru um 100
námskeið á ári og námsvísir er gefinn
út vor og haust.
^Starfsmannafélag:
Hjá okkur er öflugt starfsmannafélag
sem sér m.a. um skemmtanir fyrir
starfsmenn og fjölskyldur þeirra,
íþróttaviðburði og útleigu sumarhúsa.
^Heilsuefling:
Húsasmiðjan og starfsmannafélagið
styðja við heilsurækt starfsmanna.
* Viðskiptakjör:
Við bjóðum starfsmönnum góð kjör.
Viljum ráða áhugasama
starfsmenn í eftirtalin störf
- Deildarstjóra í málningardeild
- Afgreiðslu- og sölumann í verslun
Sveigjanlegur vinnutími
- Starfsmann í vörumóttöku
og áhaldaleigu.
- Helgarstarfsmenn.
Umsóknum skal skilaðtil Jóns Bek, rekstrarstjóra
verslunarinnar í Borgarnesi
Einnig er hægt að sækja um á netinu
Húsasmiðjan hf. er stærsti söluaðili byggingarvara á íslandi og eitt af 25 stærstu
fyrirtækjum landsins. Húsasmiðjuverslanirnar eru 78 talsins um land allt.
í verslunum okkar höfum við á boðsstólnum yfir 80 þúsund vörutegundir - allt frá
grunni að góðu heimili.
Hjá Húsasmiðjunni hf. starfa að jafnaði um 700 manns á öllum aldri og við leggjum
mikla áherslu á að starfsmenn eigi þess kost að eflast og þróast í starfi.
www.heimaskagi.is
V