Skessuhorn - 26.04.2006, Side 26
26
MIÐVIKUDAGUR 26. APRIL 2006
■■.r.-ttliM.-
Ráðið í stöður
þrettán flokksstjóra
Bæjarráð Akraness hefur sam-
þykkt ráðningu í störf þrettán
flokksstjóra við Vinnuskóla Akra-
ness sumarið 2006. Að tillögu Ein-
ars Skúlasonar, æskulýðsfulltrúa
voru Geir Guðjónsson, Oskar Stef-
ánsson, Olöf Helga Jónsdóttir, El-
ísabet Osk Jónsdóttir, Edda Osk
Einarsdóttir, Unnur Jónsdóttir,
Samúel Þorsteinsson, Berglind
Bergsdóttir, Bjarnfríður Leósdótt-
ir, Tinna Björg Kristinsdóttir, Haf-
dís Bergsdóttir og Laufey Jóhanns-
dóttir ráðin í fullt starf. Þá voru
Matthildur Kr. Sophusdóttir og
Vigdís Elfa Jónsdóttir ráðnar í hálfa
stöðu hvor. Þá var Helgi Olafur
Jakobsson ráðinn í starf traktors-
manns.
HJ
Jón Karl Olafsson formaður SAF og Sturla Böðvarsson samgöngurdðherra.
Atriði úr leikþættinum um landnám Islands.
Dans, tónlist og leikur
í Laugargerðisskóla
Ný heimasíða
SAF opnuð
Á aðalfundi SAF, Samtaka aðila í
ferðaþjónustu, sem haldinn var 6.
apríl sl. opnaði Sturla Böðvarsson
samgönguráðherra formlega nýja
heimasíðu SAF. Stærstu breytingar
á nýju síðunni eru nýtt félagatal þar
sem félagsmenn setja sjálfir inn lýs-
ingu á vöru sinni og þjónustu, bæði
á íslensku og ensku og verður m.a.
erlendum ferðaskrifstofum kynnt
þessi nýja þjónusta. Þetta er því
ókeypis markaðstækifæri íyrir fé-
lagsmenn SAF. Eru félagsmenn
sem enn hafa ekki sett inn upplýs-
ingar um fyrirtæki sitt, hvattir til
þess að gera það nú þegar. Enn-
fremur er opið spjallsvæði félags-
manna. Mun meiri upplýsingar er
að hafa á nýju heimasíðunni t.d. er
öflug fræðslusíða þar sem félags-
menn geta nálgast upplýsingar um
alls kyns menntun, námskeið o.fl.
sem þeim stendur til boða.
MM
Langasandsreið
Dreyra
Á sumardaginn fyrsta hélt hesta-
mannafélagið Dreyri í sína árlegu
Langasandsreið. Saman riðu um 40
knapar á gæðingum sínum frá Æð-
arodda að Dvalarheimilinu Höfða.
Þar var heilsað var upp á heimilis-
fólk og starfsmenn og heimilinu
færður blómvöndur í tilefni sumar-
komimnar. Þaðan var haldið á sand-
irm og segja má að menn og hross
hafi „slett úr klaufunum" og upp-
hófust mikil hlaup og hamagangur.
Þegar aftur var komið f Æðarodda
tók við vöfflukaffi sem einnig er
fastur liður á þessum degi hjá hesta-
mannafélaginu. SO
Á sumardaginn fyrsta var kennsla
fram að hádegi í Laugargerðisskóla
á Snæfellsnesi en eftir hádegi var
danssýning nemenda. Ásrún Krist-
jánsdóttir, danskennari hefur verið
með danskennslu í skólanum einu
sinni í viku sfðan á áramótum.
Nemendur hennar sýndu ýmis
konar dansa t.d. hringdans, dans
ársins og Ladabæjardans og í lokin
var marserað með foreldrum. Að
lokinni danssýningu hófs tónlista-
dagur Steinunnar en þar komu
fram nemendur sem hafa verið í
tónlistarnámi hjá Steinku Páls í vet-
ur og var flutt margs konar tónlist,
eða allt frá þjóðlögum upp í þimg-
arokk. Loks fluttu krakkarnir í 4. og
6. bekk gamanleikrit um landnám
Islands sem þau hafa samið með
Kristjáni Frímanni Krisjánssyni,
kennara og komu þar fram margar
skemmtilegar persónur. Þar var t.d.
Skarphéðinn járnsmiður sem að
vísu kom aldrei fram í sýningunni
vegna þess að hann var skilinn eftir
í Færeyjum. Hin fræga Gróa á Leiti
kom þó við sögu í eigin persónu svo
dæmi sé tekið.
Dagurirm var góður í skólanum
og skemmtileg byrjun á góðu
sumri.
ÞSK
Sveitahótel með hulduverum
Hraunsnef er nýlegt sveitahótel í
Norðurárdal í Borgarfirði um-
kringt mosavöxnu grjóti sem fallið
hefur úr Hraunsnefsöxlinni í ald-
anna rás. Grjótið er nú hýbýli álfa,
dverga og ýmissa hulduvera. Her-
bergi hótelsins eru tíu, öll með sér
inngangi, snyrtingu, sturtu, og
sjónvarpi og bera þau nöfn Ása úr
norænni goðafræði. Á staðnum er
einnig veitingastaður og tjaldstæði.
Þá er boðið upp á klukkutíma
jeppaferðir, fjársjóðsleit og ýmis
konar afþreyingu við allra hæfi.
Ferðaþjónustan er byggð á forni ís-
lenskri þjóðtrú og í samráði við
náttúruverurnar á svæðinu sem ber
að virða.
Sveitahótelið að Hraunsnefi er
prýðileg viðbót við flóru ferðaþjón-
ustu í héraðinu og ánægjulegt að
nýir aðilar komi með nýjungar eins
og ábúendur á bænum hafa verið að
gera undanfarin ár.
MM
T^enninn^s
Hvem ætlarþú að kjósa í vor?
Að velja sér fólk til að stjórna
bæjarfélögum er í dag ennþá mikil-
vægara en oft áður. Það helgast af
því að verkefni ríkisins munu ör-
ugglega flytjast til sveitarfélagana í
auknum mæh. Þá vil ég vita afstöðu
ffamboðanna í mínum bæ til þeirra
mála sem varða aldraða, fatlaðra og
langveika. Eg mun ekki velja fagur-
gala og innantóm orð, heldur mtm
ég kjósa þau sem eru með aðgerðar-
plan. Hvemig ætlaðra að gera hlut-
ina og hvenær? Mun ég spyrja fólk-
ið í framboðunum að. Reyndar
vona ég að val milli ffamboða verði
vegna annarra málefha en ofantal-
ins. Málefhi hópana sem ég taldi
upp áðan eiga að vera sameiginlegt
verkefni okkar allra, alveg óháð
flokkum. Eg held að við Islending-
ar séum þannig gerð að við viljum
allt það besta fyrir hópa sem minna
mega sín. Nú hefur OBI ásamt
fleirum kynnt hugmyndir um nýja
nálgun hinna ýmsu málaflokka. Eg
skora á öll framboð á landinu að ná
sér í eintak af skýrslunni, affita hana
og líma inní stefnuskrá síns ffam-
boðs. Bæta svo við dagsetningum
sem segja hvenær á að efna loforð-
in. Einfalt og gott. Við skulum
vinda okkur í að leysa þetta strax.
Ekki á morgun, heldur í dag.
Annað mikilvægt atriði er að full-
trúar í sveitarstjórnum hafi vilja og
þor til að sameinast og stækka sveit-
arfélögin. Með auknum verkefnum
verða einingarnar að vera það stór-
ar að þær þoh að veita mannsæm-
andi þjónustu. Smákónga hugsun
bara gengur ekki lengur. Það er
verið að gera þá hugsun brottræka
úr fyrirtækjarekstri og sama á að
gera í sveitastjórnarmálum. Nýtum
fjármagnið í annað en kostnað við
allt of mikla yfirbyggingu.
Skipulag nýrra íbúðahverfa verð-
ur að taka mið af „aðgengi fyrir
alla.“ Ekki ætti að byggja eina ein-
ustu íbúð nema tryggt sé að hægt sé
að nota íbúðina fyrir alla, alltaf.
(Með minniháttar breytingum)
Hugsið ykkur að einn fjölskyldu-
meðlimur fótbrotni og þurfi að aka
um í hjólastól tímabundið. Höfum
það í huga þegar við kaupum íbúð.
Reyndar vil ég að byggingareglu-
gerð kveði á um að þetta verði
tryggt.
Aðgengi að þjónustu sem boðin
er almenningi á að vera fyrir alla.
Gefum okkur þriggja ára aðlögun-
artíma og effir það verði þeim stöð-
um sem ekki uppfylla þessi skilyrði
lokað. Starfsleyfi verði ekki endur-
nýjað. Eg veit t.d. að minn ágæti
tannlæknir sem býður sína þjónustu
á annarri hæð í lyftulausu húsi, er
að drepast í móral vitandi af mér
hálf skríðandi upp og niðiu- í tíma
hjá honum. Hann vantar bara
hreinar línur varðandi aðgengi og
þá skellir hann lyftu í húsið.
(Reyndar el ég á samviskubitinu hjá
honum í hvert sinn sem ég heim-
sæki hann). Við ættum reyndar öll
að velja þjónustu sem hefur aðgengi
fyrir alla. Sleppa hinum, þá þyrfti
engar reglugerðir til að laga að-
gengi, þjónustuveitendur mundu
laga til hjá sér strax.
Semsagt, aðgengi að þjónustu,
skipulag nýrra hverfa, stækkun
sveitarfélaga og gjörbreytt hugsun
við þjónustu þeirra sem minna
mega sín eru þau mál sem ég ætla
að kjósa um. En þú?
Guðjón Sigurðsson,
formaður MND félagsins,
S. 6/ 7 6828