Skessuhorn


Skessuhorn - 03.05.2006, Qupperneq 8

Skessuhorn - 03.05.2006, Qupperneq 8
8 MIÐVIKUDAGUR 3. MAI 2006 ✓ Formaður VLFA gagnrýnir stjómvöld og forystu ASI í pistli sem Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness skrifar á heimasíðu félagsins, átelur hann harðlega íslensk stjórnvöld fyrir ffumvarp til laga um frjálsan atvinnu- og búseturétt launafólks innan evrópska efhahagssvæðisins. Þá setur hann ffam gagnrýni á for- ystumenn Alþýðusambands Islands og Samtaka atvinnulífsins, sem hann segist fullviss um að hafi verið hafðir með í ráðum í aðdraganda þessarar lagasetningar. Telur Vil- hjálmur gríðarmikla gjá hafa skap- ast milli ASI og grasrótarinnar í landinu vegna þessa máls. Afgreiða mál án sam- ráðs við félögin Um lagasetninguna í síðustu viku segir Vilhjálmur m.a: „Það var svartur dagur fyrir íslenska laun- þega að Alþingi hafi sett þessi lög. Eg fór og fýlgdist með annarri og þriðju umræðu um umrædd lög og þeirri atkvæðagreiðslu sem fram fór í kjölfarið. Fram kom í máli þing- manna sem tóku til máls að um- rædd lög hefðu verið gerð í fullu samráði við Alþýðusamband Islands og Samtök atvinnulífsins. Það er mat mitt sem formanns Verkalýðs- félags Akraness að myndast hafi gríðarleg gjá á milli Alþýðusam- bands Islands og aðildarfélaga þess, sé tekið mið af þeim umsögnum sem fjöldi stéttarfélaga skilaði inn til félagsmálanefhdar Alþingis. Það er orðið með öllu óþolandi hvernig ASI afgreiðir stór mál nánast ein- hliða og án þess að kanna hver sé afstaða stéttarfélaganna vítt og breitt tun landið. Nægir þar áð nefna mál eins og endurskoðun á kjarasamningum sem fram fór í desember 2005, starfsmarmaleigu- frumvarpið og nú síðast málefni um ffjálst flæði latmafólks frá aðildar- ríkum ESS. Eitt er víst að ekki var haft samband við Verkalýðsfélag Akraness hvað varðar þessi veiga- miklu mál, hvorki af ASI eða Starfs- greinasambandi Islands." * Gagnrýnir ASI harðlega Síðar í pistli sínum segir VI- hjálmur: „Það er mat formanns Verkalýðsfélags Akraness að sá gríðarlegi áhugi einstakra forystu- manna ASI á inngöngu í Evrópu- sambandið hafi valdið því að ASI var fylgjandi þessu frumvarpi, því ffjálst flæði launafólks er í samræmi við inngöngu í Evrópusambandið. Það er ótrúlegt að ASI hafi ekki beitt sér að fullu afli gegn þessu ffumvarpi í ljósi þess að stéttarfélög telja ffumvarpið ganga á hagsmuni íslenskra launþega. Það er einnig mat formanns félagsins að ef ASI hefði beitt sér að fullu afli fýrir því að fá stjórnvöld til að framlengja takmörkunum á frjálsri för launa- fólks frá hinum nýju aðildarríkum ESS þá er allt eins líklegt að íslensk stjórnvöld hefðu gert það.“ Vlhjálmur segir að fjöldi þing- manna hafi við afgreiðslu frum- varpsins vitnað í umsagnir stéttarfé- laga vítt og breitt um landið og voru þær umsagnir í algjöru ósam- Vilhjálmur Birgisson, formadur VLFA. ræmi við forystu Alþýðusambands Islands. Segir hann að í umsögnum sem félagsmálanefhd Alþingis barst ffá stéttarfélögum hafi komið ffam að þau legðust gegn því að tak- mörkunum yrði aflétt og hér sé um töluverðan fjölda stéttarfélaga að ræða eins og t.d. Verkalýðsfélag Akraness, Verkalýðsfélag Vestfirð- inga, Verkalýðsfélag Húsavíkur, Afl - Starfsgreinafélag Ausmrlands og Samiðn. „Einnig vitnuðu þing- menn í andstöðu við fyrirliggjandi ffumvarp ffá Eflingu og einnig hin- ar ýmsu ályktanir frá stéttarfélög- um. Þess vegna er það formanni Verkalýðsfélags Akraness með öllu óskiljanlegt þegar talað er um að sátt ríki á meðal aðila vinnumarkað- arins,“ segir Vlhjálmur. Þrýstir á lækkun launa Síðar í pistli sínum segir Vil- hjálmur m.a: „Það sem aðallega kom ffam í þessum umsögnum var að stéttarfélögin telja íslenskan vinnumarkað og íslensk stjórnvöld ekki tilbúin til að taka við því aukna flæði erlends vinnuafls frá hinum nýju aðildarríkjum EES. Það kom líka fram í umsögnunum að því markaðslaunakerfi sem væri búið að vera við lýði á undanförnum árum og áratugum væri ógnað með opn- un íslensks vinnumarkaðar á þenn- an hátt. Til dæmis kom fram í um- sögn Verkalýðsfélags Húsavíkur að félagið hefði heimildir fyrir því að pólskir verkamenn væru tilbúnir að koma og vinna í ferðaþjónustu fyrir einungis 300 kr. á tímann. Skemmst er að minnast þess þegar Verkalýðs- félag Akraness leiðrétti launakjör pólskra verkamanna sem störfuðu hjá Spútnik bátum. Voru þeir ein- ungis með 350 kr. á tímann og unnu allt upp í 270 tíma á mánuði. Þetta er meðal þeirra atriða sem stéttarfélögin hafa verið að benda á. Með frumvarpi sem samþykkt var frá Alþingi í síðustu viku er einnig verið að skerða eftirlitshlutverk stéttarfélaga stórlega. Fram hefur komið í máli varaformanns Efling- ar, Guðmundar Þ. Jónsson að tíma- kaup byggingarverkamanna hefur lækkað á síðasta ári um allt að 20% vegna aðkomu erlends vinnuafls inn á íslenskan vinnumarkað. Með öðrum orðum þá er það nákvæm- lega þetta sem Verkalýðsfélag Akra- ness hræðist stórlega, þ.e. að ís- lenskir latmþegar muni verða fyrir skerðingu á sínum launum vegna undirboða sem munu fýlgja stór- auknu framboði erlends vinnuafls ffá láglaunasvæðum eins og Pól- landi, Litháen, Slóvakíu og hinum aðildarríkjum EES. Stéttarfélögin sem veittu umsögn til félagsmála- nefhdar vildu að íslensk stjórnvöld nýttu sér þær heimildir sem þau höfðu til að framlengja takmarkan- ir á frjálsu flæði, sum til eins árs og önnur allt til ársins 2011 eins og heimilt var að gera. Vildu félögin að stjómvöld og aðilar vinnumarkað- arins myndu nýta þann tíma til að búa til það regluverk sem til þarf vegna aðkomu erlends vinnuafls að íslenskum vinnumarkaði." MM Fyrsta maí hátíðarhöldin Hátíðarhöld vora um allt land á mánudag í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi verkalýðsins 1. maí. Al- þýðusamband Islands fagnaði 90 ára afmæli sínu. Samtökin leggja áherslu á hnattvæðingu og ffjálsa för launafólks og var yfirskriff dags- ins, „Island allra.“ Á Vesturlandi voru hátíðarhöld víða. I Borgarnesi hófst dagskrá á Hót- el Borgamesi kl. 14. Þar vora sungu m.a. Barnakór Borgarness undir stjórn Steinunnar Árnadóttur og Freyjukórinn tók lagið undir stjórn Zsuzsanna Budai. Hátíðarræðuna flutti Ólafur Darri Andrason, hag- fræðingur ASI. Þá sýndu nemendur Grunnskólans í Borgarnesi atriði úr „Ávaxtakörfunni." Gísli Einarsson var kynnir á samkomunni. Það voru Verkalýðsfélag Borgarness og Kjöl- ur stéttarfélag sem stóðu að hátíð- inni og buðu þau samkomugestum upp á kaffiveitingar meðan á dag- skránni stóð. Einnig buðu félögin öllum frítt í sund í Borgarnesi þennan dag. Á Akranesi var safnast saman við Kirkjubraut 40 klukkan 14 og genginn hringur á Neðri-Skaga. Að göngu lokinni var hátíðardag- skrá í sal á 3. hæð Kirkjubrautar 40. Ræðumaður dagsins var Gunnar Páll Pálsson formaður VR. Einnig var boðið uppá hljóðfæraleik, upp- lestur og söng auk kaffiveitinga. MM Kröfugangan á 1. maí áAkranesi með forystumenn VLFA í hroddi fylkingar. Bamakór Borgamess söng nokkur lög undir sljóm Steinunnar Amadóttur og Freyjukórinn síkáti s'óng við góðar undirtektir. Ljósm: HSS 1 \ •* i 1 W Í •rí|» r.' 1 m I ;4 “ W Lín, i aEPE-. 1 Hátíðarræðuna í Borgamesi flutti Ólafur Datri Andrason, hagfræðingur ASI. Ljósm. HSS I. maí var haldinn hátíðlegur t Borgamesi eins og víðar. Aðþessu sinni var haldinn bar- áttufundur með skemmtiatriðum á Hótel Borgamesi að viðstöddu jjölmenni. Ljósm: HSS

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.