Skessuhorn


Skessuhorn - 03.05.2006, Page 12

Skessuhorn - 03.05.2006, Page 12
12 MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 2006 Langur vegur Sigvaldi Arason lítur yfir farinn veg og lagðan síðustu fimmtíu árin H Sigvaldi er þekktur fyrir að hafa nánast rekiðfyrirUeki sitt í gegnum síma alla tíð, og hér er hann aðprófafyrstu NMT farsímana árið 1986. Það eru margvísleg tímamót í Borgarfirði um þessar mundir. Stærstur hluti Borgarfjarðar norðan Skarðsheiðar verður að einu sveit- arfélagi seinna í mánuðinum að við- bættum hluta af Snæfellsnesi. Þá hefur sjaldan verið eins mikill upp- gangur í héraðinu og jafh miklar ffamkvæmdir og um þessar mundir. Það eru líka mikil tímamót hjá þekktasta verktaka héraðsins, Sig- valda Arasyni, en hann hefur nýver- ið hætt störfum eftir að hafa verið í verktakastarfsemi í hálfa öld. Saga Sigvalda er stór hluti af fram- kvæmdasögu Borgarness enda ekki mörg verk á staðnum undanfarna fimm áratugi sem hann hefur ekki komið að með einum eða öðrum hætti. Hann hefur farið yfir langan veg en lfka lagt langa vegi því þeir eru heldur ekki margir vegaspott- amir á landinu þar sem hann, eða menn á hans vegum, hafa ekki lagt hónd á plóg. Það eru heldur ekki margir sem hafa enst þetta lengi við stjórnvölinn á stóm verktakafyrir- tæki. Það er því við hæfi að fá Sig- valda til að rifja upp ferilinn í fáum orðum. Þess má líka geta að um helgina verður opnuð ljósmynda- sýning í nýju ráðhúsi Borgarbyggð- ar þar sem Sigvaldi sýnir myndir af ýmsum ffamkvæmdum í Borgamesi síðustu áratugi. Ungur í vegagerð Sigvaldi er Borgnesingur í húð og hár en ættaður úr Lundarreykja- dalnum í föðurætt og Stykkishólmi í móðurætt. Hann var ekki gamall þegar hann fór að munda skóflu en tólf ára hóf hann störf hjá Vegagerð ríkisins en faðir hans var þá vega- vinnuverkstjóri hjá Vegagerðinni í Borgamesi. Hann vann þar sem verkamaður á sumrin í fimm ár en árið 1955 keypti hann sinn fýrsta vömbíl og hóf eigin rekstur, aðeins sautján ára að aldri. „Það var ekki eins mikið um það þá og er í dag að menn væra í eigin rekstri þannig að þetta hefur efalaust þótt nokkuð sérstakt að ég væri svona brattur, stráktitturinn,“ segir Sigvaldi. „Eg hafði hinsvegar aðgang að vinnu fyrir bílinn yfir sumarið þannig að áhættan var ekki svo mik- il. Þetta var hinsvegar stórt stökk fyrir mig enda var það toppurinn á tilverunni að vera í vegavinnu á eig- in bfl. Þetta var ágætis tmkkur, Far- gó árgerð 1947 og reksturinn gekk ágætlega. Það var mikið umleikis í vegagerð hér í héraðinu á þessum árum. Hér voru gerðir út þrír vinnuflokkar allt sumarið, ffá vori til hausts. Tveir ofaníburðarflokkar með bílum og einn ræsaflokkur. Það var verið að leggja nýja vegi og viðhalda þessum gömlu en þegar ég var að byrja vom ekki komnir ak- vegir í allar sveitir. Svo dæmi sé tek- ið kom ég að því að leggja fyrsta veginn í Lundarreykjadal að norð- anverðu og að sunnanverðu í Reyk- holtsdal, sunnanverðu í Norðurár- dal og Skorradal. Líka einhverja vegi á Mýram og víðar.“ Lítið sofið Sigvaldi segir að það hafi verið mikil læti í vegagerðinni á þessum tíma en vinnubrögðin þættu kannski ekki til fýrirmyndar í dag. „Það hefúr margt breyst í vegagerð á þessum fimmtíu ámm. Flóanum eða móanum var ýtt upp með jarð- ýtu í hrygg og síðan keyrðum við möl ofan á það. Þetta hélt þegar var komið hálfs metra malarlag. Þetta vom bara vinnubrögð þess tíma en vegagerð hefur sem betur fer þróast eins og allt annað.“ Það era ekki bara vinnubrögðin sem hafa breyst, vinnutíminn er líka öðravísi. „A þessum tíma vora ekki komin vökulög og tamirnar urðu stundum langar. Þegar maður var að koma heim á morgnana, búinn að keyra alla nóttina, þá var fólkið að fara í vinnuna og maður var hissa á því hvað það þyrfti að sofa mikið. Já þetta vora stífar tamir smndum en sumarið er stutt og á þeim tíma var ekki verið í framkvæmdum ut- anhúss allt árið eins og er í dag. Fyrstu árin lagði ég bílnum yfir veturinn og fór eitthvað í burtu í vinnu. Ég var meðal annars tvo vet- ur í Olafsvík sem verkamaður í frystihúsi og einn vetur sjómaður hjá Eimskip. Síðan var ég leigubíls- stjóri hjá Steindóri og mjólkurbíl- stjóri á Selfossi.“ Sigvaldi segir að bílamir hafi líka verið ólíkir því sem gerist í dag. Núna sé mönnum ekki vorkunn að aka vörabíl, það sé eins og að sitja heima í stofu. „Þetta voru allt aðrir bílar og öryggismál- in ekki í hávegum höfð“. Þrátt fýrir að bílarnir hafi ekki alltaf verið upp á það besta segist Sigvaldi hafa sloppið vel við óhöpp. „Það voru varla vélar í þessum druslum. Þær voru svo máttlausar að varla var hægt að ná bílunum á nóga ferð til að velta. Það hefur sennilega bjargað manni. Það var hinsvegar ýmis konar bras í þessu og oft mörg vandamál sem þurfti að leysa. Maður var yfirleitt einn á ferð og ýmislegt sem kom upp á í hinum ýmsu verkum. Maður varð hinsveg- ar að bjarga sér og gerði það.“ Mikil bylting Arið 1960 varð mikl breyting á íslenskum tollalögum en þá var inn- flutningur á vörabíltun geftnn fjáls. Sigvaldi var fljótur að nýta sér það og keypti nýjan Mercedes Bens vörubíl með 7 tonna burðarþol og var það fýrsti vörubíllinn með stál- palli og díselvél í Borgamesi. „Þetta var rnikil bylting og ekki síður tveimur árum seinna þegar ég setti talstöð í bílinn og gat ávallt verið í símasambandi um hana. Það breytti miklu.“ Arið eftir að hann eignaðist fýrr- nefndan bíl keypti hann traktor til að moka á bíla og var þá orðinn „stórgrósser." Það var mikið um steypumalarflutninga á þessum tíma, m.a. var verið að byggja upp Borgameshöfn. Mölin var tekin við Flóðatanga en það var oft erfitt að fá ámokstur á bílana. Bændur sem áttu traktora sáu oft um það en tími vörubílstjóra og bænda féll ekki alltaf saman. Tækin vora líka svo afkastalítil að það tók um hálftíma að moka á bílinn. Þetta varð til að ég keypti mér Fordson traktor en hann kom við sögu í mörgum fram- kvæmdum, m.a. var vélin notuð við jarðvegsskipti þegar Egilsgata var steypt, fýrst gatan í Borgarnesi." Rekinn úr vörubílstj órafélaginu Reksturinn hélt áffam að vaxa hægt og bítandi og árið 1962 stofti- aði Sigvaldi ásamt bræðrum sínum íýrirtækið Arasynir s.s. og keyptu þeir þá Ferguson traktorsgröfu, mikið „raritet," þá fýrstu sinnar tegundar í Borgarnesi. Grafan var meðal annars notuð í gatnagerð í Borgamesi. Tveimur ámm síðar keypti Sigvaldi nýjan vörabíl með krana en það vora einnig mikil um- skipti þar sem hægt var að moka á bílinn með krananum. A þessum tíma var nóg að gera og uppgangs- tímar. „Um tíma, árið 1964, átti ég tvo vörubíla en útaf því lenti ég upp á kant við Vörubílstjórafélag Mýra- sýslu og þær deilur enduðu með því að löngu síðar var ég rekinn úr fé- laginu. Þetta ár stofnaði ég, ásamt Bjarna Sigurðssyni og Bjarna Jóhannssyni, fýrirtækið Þungavinnuvélar Borg- arfjarðar og sáum við meðal annars um rekstur á jarðýtum. Á árunum 1967 - 1971 varð hinsvegar mikill samdráttur í verklegum fram- kvæmdum og þá dró úr umsvifúm. Ég hélt samt áffam vélarekstri und- ir eigin nafni og árið 1973 átti ég gröfú, loftpressu og vörabíla. Þá var aftur að rofa til og framundan var ágætt tímabil. Ari seinna stofúaði ég síðan fýrirtækið Borgarverk hf. sem enn er rekið. Astæðan fýrir því var einfaldlega sú að ég var kominn með það mikinn rekstur að það þótti ekki skynsemi að vera með það allt á eigin nafni.“ Eftír að Borgarverk varð til segist Sigvaldi hafa orðið að snúa sér meira að stjórnun en hann hafi alltaf keyrt eitthvað af og til og stokkið á hin og þessi tæki effir þörfúm. Enda hafi það verið miklu skemmtilegra en standa í einhverju snatti. Rosalegt ár Sem fýrr segir eru þau orðin ófá verkin sem Sigvaldi hefúr komið að með einhverjum hætti, ekki bara í Borgarfirði, heldur um allt land. Aðspurður um hvað hafi verið eftir- minnilegast segir hann að það hafi verið lagning Hitaveitu Akraness og Borgarfjarðar og Borgarfjarðar- brúin en hann var undirverktaki í báðum þessum verkum. „Þetta var árið 1980 og árum saman var þetta besta árið í sögu fýrirtækisins. Við sprengdum um 90% af öllu grjóti sem notað var í fýllingar við Borg- arfjarðarbrúna og fluttum mikið af því úr Hrafnakletti og ffam í garð- inn. Sama ár og árið eftir lögðum við hitaveitu í öll hús í Borgarnesi nema hluta af gamla bænum. Þá lögðum við rörin í brúarfýllinguna og kaflann frá Höfú og að Læk. Þá vorum við í virkurflutingum fýrir hitaveituna og auk þess í sprenging- um út og suður. Þetta var rosalegt ár og feikna gaman,“ segir Sigvaldi. Sprengt í tætiur A tímabili fékkst Borgarverk mikið við sprengingar en þá þurffi að nota sprengiefni hvar sem grjót var í veginum. „Það er langt síðan maður hætti í því enda breyttist við- horfið mikið þegar fleygarnir komu. Þegar við lögðum hitaveit- una hér í Borgarnesi vora vökva- fleygar ekki til og allar klappir í skurðum þurftí að sprengja. Arið 1999 fómm við í Stykkishólm og lögðtun hitaveituna þar sem var svipað verk og landslagið líkt en þar sprengdum við ekki eina einustu túpu heldur var allt fleygað með gröfum. En áður fýrr sprengdum við meðal annars mikið fýrir Vita- og hafnamálastofnun. Allt grjótið í hafnargarðinn í Stykkishólmi sprengdum við og mikið í höftiina á Akranesi og að sjálfsögðu hér í Borgarnesi. Einnig fórum við norður á Isafjörð og tun allt Norð- urland vestra." Sigvaldi segir að þetta hafi verið vandasamt verk og ekki áfallalaust. Ekki síst þegar þurfti að sprengja inni í íbúðabyggð. „Það þurftí að fergja allt tíl að koma í veg fýrir að grjótið spýttist í allar áttír og síðan þurftu menn að vera nokkuð ná- kvæmir í skömmtunum. Það kom hinsvegar fýrir að menn fengu grjóthrúgur yfir sig en það slasaðist aldrei neinn.“

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.