Skessuhorn - 03.05.2006, Side 14
14
MIÐVIKUDAGUR 3. MAI 2006
Rún slápar fyrsta sæti Vinstri grænna
Framboðslisti Vinstrihreyfingar-
innar - græns framboðs á Akranesi
hefur verið samþykktur. Fyrsta sæti
listans skipar Rún Halldórsdóttir,
læknir og Sigurður Mikael Jónsson,
háskólanemi annað. Síðastliðinn
laugardag opnaði framboðið kosn-
ingaskrifstofu að Skólabraut 37.
Sérstakur gestur á vígsludeginum
var Steingrímur J. Sigfússon, for-
maður flokksins.
Listi Vinstri grænna á Akranesi
er þannig skipaður:
1. Rún Halldórsdóttir, læknir
2. Sigurður Mikael Jónsson, há-
skólanemi
3. Halla Ingibjörg Guðmundsdótt-
ir, kennari
4. Hjördís Garðarsdóttir, háskóla-
nemi
5. Heiðar Mar Bjömsson, verk-
stjóri
6. Hjördís Amadóttir, félagsráð-
gjafi
7. Bjöm Gunnarsson, læknir
8. Guðrún Margrét Jónsdóttir,
eðlisfræðingur
Frambjóðendurflokksins sem skipa 3 efstu sætin. F.v. Halla Ingiijörg, Rún og Sigurður
Mikael.
9. Helga María Heiðarsdóttir,
framhaldsskóianemi
10. Magnús Vagn Benediktsson,
kennari
11. Anna Björgvinsdóttir, búfræð-
ingur
12. Ami Bragason, verkamaður
13. Olöf Húnfiörð Samúelsdóttir,
félagsráðgjafi
14. Jón Jónsson, verkamaður
15. Guðmundur Þorgrtmsson,
kennari
16. Jón Hjartarson, hárskeri
17. Asdt's E. Ríkarðsdóttir, píanó-
kennari
18. Benedikt Sigurðsson, kennari
MM
Karitas Osk
Ólafsdóttir
badminton-
spilari ársins
Á lokahófi Badmintonfélags Akra-
ness sem að haldið var í íþróttahúsinu
við Vesurgötu þann 23. apríl sl. var
Karitas Osk Olafsdóttir valin badmint-
onspilari ársins. Viðurkenningu hlutu
einnig Halldór Axelsson og Ingibjörg
Jónsdóttir fyrir besta ástundun, Egill
Guðlaugsson og Valdís Jónsdóttir
fengu viðurkenningu fyrir mestar
framfarir yngri spilara og viðurkenn-
ingu fyrir mestar framfarir eldri spilara
komu í hlut Róberts Þórs Henn og
Unu Harðardóttur.
SO
Rekstur Grundar-
fjarðarbæjar í samræmi
við áætlanir
Rekstur Grundarfjarðarbæjar og
stofnana hans var jákvæður um
rúmar 15,6 milljónir króna á síð-
asta ári. Er það svipuð niðurstaða
og gert var ráð fyrir í fjárhagsáætl-
un. Arsreikningur sveitarfélagsins
var lagður fram til fyrri umræðu í
bæjarstjórn í síðustu viku.
Skatttekjur sveitarfélagsins voru
á síðasta ári rúmar 347 milljónir
króna en voru tæpar 327 milljónir
í áætlun. Ymsar tekur voru rúmar
172 milljónir króna en í áætlun var
reiknað með rúmum 137 milljón-
um króna. Samtals voru tekjur því
rúmar 519 milljónir króna en í
íjárhagsáætlun var gert ráð fyrir að
þær yrðu rúmar 464 milljónir
króna. Tekjur voru því tæplega
12 % hærri á áætlað var.
Laun og launatengd gjöld voru
tæpar 231 milljón króna í stað 215
milljóna króna í áætlun. Annar
rekstrarkostnaður var tæpar 194
milljónir króna í stað tæpra 165
milljóna króna í áætlun. Þá voru
afskriftir rúmar 31 milljón króna
en í áæltun var reiknað með að
þær yrðu rúmlega 26 milljónir
króna. Fjármagnskostnaður var
tæpar 48 milljónir króna en var
rúmar 43 milljónir króna í áæltun.
I árslok 2005 námu hreinar
skuldir Grundarfjarðarbæjar og
stofnana hans rúmum 756 milljón-
um króna og höfðu þær hækkað úr
rúmum 671 milljón króna.
HJ
Jón Trausti og Guðni með nokkrum nemmdum 1. bekkjar Brekkubœjarskóla.
Reiðhjólahjálmar til
7 ára bama
Kiwanismenn og Eimskip, með
aðstoð Flytjanda, gera víðreist
þessa dagana og eru að gefa öllum
7 ára börnum landsins reiðhjóla-
hjálma. Reiðhjólahjálmar eru
nauðsynlegt öryggistæki og fengu
nemendur l.LS., l.KS. og l.ER. í
Brekkubæjarskóla afhenta hjálma í
síðustu viku en þá afhentu þeir Jón
Trausti Hervarsson, forseti
Klwanisklúbbsins Þyrils og Guðni
Tryggvason. Jón Trausti minnti
börnin á mikilvægi hjálmanotkunar
og hvatti börnin til þess að fara
aldrei út að hjóla nema með hjálm
á höfðum sínum. Börnin þökkuðu
Kiwanisfélögunum vel fyrir gjöf-
ina. SO
Húrra Kristján!
Húrra Skagaleikflokkur!
Hlutskipti.
Höfundur: Kristján Kristjáns-
son.
Leikstjóri: Inga Bjamason.
Aðstoðarleikstjóri: Jóhanna
Guðjónsdóttir.
Leikarar: Guðbjörg Ámadóttir,
Sigríður Birgisdóttir, Vala
Bergland, Gísli Baldvin Gunn-
steinsson, Þórdís Ingibjarts-
dóttir, Erla Gunnarsdóttir, Fjal-
ar Rúnarsson, Aðalheiður Bj.
Sigurdórsdóttir.
Ljósahönnun: Hlynur Eggerts-
son.
Ljósamaður og yfirsmiður:
Pálmi Jónasson.
Búningar: Steinunn Bjömsdótt-
ir og Ieikhópurinn.
Það er ekki á hverjum degi sem
áhugaleikfélög ráðast í uppstetn-
ingu splunkunýrra verka sem eru
sérstaklega skrifuð fyrir leikarana í
hópnum. Það gerðist þó um liðna
helgi þegar Skagaleikflokkurinn
frumsýndi leikritið Hlutskipti eftir
Kristján Kristjánsson. Þetta er í
þriðja sinn sem Kristján semur
verk sérstaklega fyrir Skagaleik-
flokkinn, en fyrri verkin tvö, Alltaf
má fá annað skip og Lifðu - yfir
dauðans haf, hlutu einróma lof
gagnrýnenda og góðar viðtökur
Skagamanna. Ég efa ekki að Hlut-
skipti á eftir að hljóta lof gagn-
rýnenda og vona sannarlega að það
hljóti góðar viðtökur hjá Skaga-
mönnum. Ég leyfi mér að fullyrða
að þessi sýning sé stórviðburður og
mikil lyftistöng fyrir menningarlíf
á Akranesi. Það er greinilegt að
bæði Skagaleikflokkurinn og höf-
undur verksins hafa lagt á sig gríð-
arlega vinnu til þess að geta boðið
bæjarbúum upp á metnaðarfulla og
vandaða sýningu og eiga það skilið
að við látum hana ekki fram hjá
okkur fara.
Hlutskipti er fjölskyldusaga en
gerist á einum degi, afmælisdegi
fjölskylduföðurins sem fallinn er
frá fyrir fjórum árum. Fjögur
systkin eru saman komin til þess að
skipta búi móður sinnar sem þjáist
af heilabilun og dvelur á hjúkrun-
arheimili. Eftir því sem sögunni
vindur fram fær áhorfandinn inn-
sýn í líf fjölskyldunnar og smám
saman raðast brotin í harmleik sem
á endanum snýst upp í óumflýjan-
legt uppgjör systkinanna við for-
tíðina, foreldra sína, sjálf sig og
hvert annað. Að sýningu lokinni er
hún áleitin spurningin um það
hvernig við tökumst á við áföll og
höldum áfram að lifa þegar veröld
okkar hrynur.
Þessar tilvistarlegu spurningar
sem Kristján tekst á við í verkinu
er eitthvað sem allir hafa glímt við
í einhverjum mæli í eigin lífi og
þess vegna er það svolítið einsog
að horfa í spegil að fylgjast með
sýningunni. Eins og áhrifarík verk
gjarnan gera kemur hún við kaun-
inn á manni og knýr mann til þess
að horfa í eigin barm, ekki síst
vegna þess að leikurunum tekst
ákaflega vel upp í hlutverkum sín-
um. Ég hef sjaldan eða aldrei séð
áhugaleiksýningu þar sem frammi-
staða leikaranna er jafn jöfn og
glæsileg. Leikstjórinn hefur
greinilega unnið vel með sínu fólki
því bæði skiluðu leikararnir textan-
um sínum á mjög sannfærandi hátt
og hreyfingar þeirra og látbragð
allt gerði það að verkum að sýn-
ingin í heild var mjög lifandi og
trúverðug. Hlutverk systkinanna
og móðurinnar eru stór og erfið en
leikararnir valda þeim vel og ég get
ómögulega hampað einum um-
fram aðra. Eigum við ekki bara að
segja að þetta sé leiksigur heildar-
innar.
Þrátt fyrir að umfjöllunarefnið
sé alvarlegt er sýningin stór-
skemmtileg og mörg tilefni gefast
til þess að hlæja hjartanlega. Ég
hvet bæjarbúa enn og aftur til þess
að drífa sig í leihúsið á Suðurgöt-
unni og sjá þessa frábæru leiksýn-
ingu. Húrra Kristján! Húrra
Skagaleikflokkur!
Anna Lára Steindal.