Skessuhorn


Skessuhorn - 03.05.2006, Page 24

Skessuhorn - 03.05.2006, Page 24
24 MIÐVIKUDAGUR 3. MAI 2006 sggœsniiíMBM f^ctitiititi-^^. Atvinnutækifæri á Akranesi að lokinni háskólamenntun Á því kjörtímabili sem nú er að ljúka hefur átt sér stað mikil upp- bygging á Akranesi m.a. að tilstuðl- an Framsóknarflokks og samstarfs- flokks í meirihluta bæjarstjórnar. Störfum hefur fjölgað og er atvinnu- leysi eitt hið lægsta á landinu. Þrátt fyrir þetta má gera enn betur, ekki síst þarf að fjölga störfum í opinberri þjónustu og störfum þar sem krafist er háskólamenntunar. Landmæling- ar Islands voru fluttar til Akraness árið 1999, þá fjölgað störfum fyrir háskólamenntað fólk verulega eða u.þ.b. um 25 störf. Vegna þess að sú aðgerð var umdeild, en tókst þó vel, þá er eins og einhvert hik hafi kom- ið á stjómvöld. Við sem búum á Akranesi höfum kjark og þor til að halda áffam að flytja opinber störf út fyrir höfuðborgina og draga í leið- inni með þjónustu- og tæknistörf, að ekki sé nú talað um störf tengd ný- sköpun og rannsóknum. Frá árinu 1995 til ársins 2004 hef- ur einstaklingum sem árlega ljúka háskólanámi fjölgað úr 1.704 ('95- '96) í 3.170 ('03-'04). Fleiri hafa tækifæri til að sækja sér aukna menntun og atvinnuumhverfið er að breytast. Samhliða aukinni upp- byggingu á Akranesi verðum við að halda áffam að efla atvinnulífið á staðnum, ekki síst fyrir háskóla- menntað fólk. Ef við viljum halda í þá þekkingu og nýta hæfileika þeirra sem hafa aflað sér þessarar mennt- unar þurfúm við að auka atvinnu- tældfærin. Aukin tækifæri og fjöl- breytileiki atvinnulífsins styrkja samfélagið í heild. Efdr nám í FVA lagði ég stund á háskólanám í Reykjavík og lauk námi í viðskiptafræði. Að loknu námi fór ég að starfa í Reykjavík til að nýta menntun mína. Á Akranesi finnst mér hinsvegar best að vera og hér myndi ég líka vilja starfa. Sóknarfærin liggja í því að mark- aðssetja Akranes sem góðan kost fyrir fyrirtæki og stofnanir, þar sem fjölbreytt þekking er til staðar og að- stæður til fyrirmyndar. Það er einnig mikilvægt að styðja við bakið á þeim aðilum sem vinna að nýsköptmar- verkefnum og atvinnuþróun. Vð þurfum að laða að ný fyrirtæki í bæ- inn sem auka á íjölbreytilcikann og styrkja stöðu okkar. Þetta er mikil- vægt til að halda áff am að gera góð- an bæ betri, til að halda áffam sókn- arleik eins og Skaginn er þekktur fyrir. Dagný Jónsdóttir viðskiptafræðingur, skipar 4. sæti fi'amboðslista Framsóknarflokksins til b<ejarstjómarkosninga á Akranesi f^ctvtútitt-*,. Fyrirspurn um kjördeild mitt í allri umræðunni um að hækka þjónustustig við aldraða?" Undirritaður vill spyrja forsvars- spurningar: „Sýnir ekki stjórn- menn núverandi meirihlutaflokka í málaafl sitt rétta andlit með því að Haraldur Helgason. Bæjarstjórn Akraness eftirfarandi leggja niður kjördeild þá sem verið T^ctiti/titt^ Stórkostlegir tónleikar Það liggur við að maður hugsi með sér um tónlistarbæinn Akra- nes, ekki bara fótbolta- og sem- entsbæinn. I gamla daga var talað um að Akranes væri frægastur fyr- ir fótbolta, fagrar stúlkur og góðar kartöflur. Hvers vegna segi ég tónlistarbær? Ástæðan er að á síð- ustu dögum gafst mér tækifæri til að fara á tvenna stórkostlega tón- leika. Þann 21. apríl hélt Kirkjukór Akranes stórtónleika í Vnaminni þar sem fram komu auk kórsins söngvararnir Sigrún Hjámtýsdótt- ir, Oskar Pétursson og Auður Guðjohnsen. Þetta vor stórkost- legir tónleikar sem lauk eftir að mörg aukalög höfðu veið sungin. Tónleikunum lauk með því að Diddú og Sigursteinn Hákonarson sungu Angelía við mikla hrifingu. Eg efast um að Kirkjukór Akranes hafi verið betri í annan tíma og það var hrein unun að hlusta á hann ásamt einsöngvurum og sjá og fylgjast með hvað stjórnandinn, Sveinn Arnar Sæmundsson, hefur góð tök á kórnum og gaman að því sem hann er að gera í sínu stafi. Við Skagamenn eru heppnir að hafa svona áhugasaman og góðan kórstjóra og organista. Til ham- ingju. Þjóðlagasveit Tónlistaskólans á Akranesi hélt svo magnaða tón- leika í Bíóhöllinni 26. apríl. Sveit- in er skipuð nemendum tónlista- skólans en með á þessum tónleik- um voru 3 aðstoðarmenn sem léku á píanó, slagverk og bassa. Annars var eingöngu leikið á fiðlur, sam- tals 17 fiðluleikarar auk stjórnand- ans, Ragnars Skúlasonar, sem einnig lék á fiðlu af og til. Fiðlu- leikararnir sungu líka nokkur lög og fóru með ljóð. Það var fullt hús og tónleikarnir voru stórkostlegir á margan hátt. Skemmtilegt laga- val, góð tækni hjá fiðluleikurun- um, hljómblöndun góð og lifandi stjórnun. Ragnar Skúlason og Tónlistaskólinn á Akranesi geta verið stoltir af þessu unga fólki og þessum skemmtilegu tónleikum. Kæra þökk fyrir skemmtilegt kvöld. Þessir krakkar eiga fram- tíðina fyrir sér sem tónleikamenn og það er í þeirra höndum að nýta það tækifæri. Takk, takk. Gunnar Sigurðsson -Pctitiitin^ Vaxandi samfélag Borgarlistinn - breiðfylking fé- lagshyggjufólks hefur í málefna- vinnu sinni lagt áherslu á að íbúar hins nýja sameinaða sveitarfélags njóti jafnrar þjónustu og tækifæra til vaxtar og þróunar. Þetta eru einmitt þættir sem hafa einkennt stóran hluta þess svæðis sem fellur undir stjórn hins nýja sveitarfélags. Til þess að koma í veg fyrir verulega vaxtarverki er miklvægt að staldra við og horfa til framtíð- ar. Borgarlistinn mun því einnig leggja áherslu á að sveitarfélagið móti sér skýra stefnu í þeim mála- flokkum sem stærstir eru. I þeirri stefnumörkun verði jafnframt tek- ið tilliti til ólíkra aðstæðna og ein- kenna einstakra byggðakjarna á svæðinu og sameiginlega hags- muna allra íbúa, ungra sem ald- inna. Þessir sameiginlegu hags- munir snúa einkum að því sem við- kemur fræðslu- tómstunda- og fé- lagsmálum, enda vega þessir þjón- ustuþættir þyngst þegar kemur að útgjöldum sveitarfélagsins og mun svo verða áfram. Frumkvæði og stefnumörkun á sviði menningarmála Eitt af markmiðum Borgarlist- ans er að söguhéraðið Borgarfjörð- ur verði þekkt fyrir framsýni og stórhug á sviði menningarmála og að þar verði litið á menningarstarf- semi sem mikilvægan þátt í bæði félagslegu og hagrænu tilliti. Þá er mikilvægt að sveitarfélagið hafi frumkvæði að því að efla og styrkja verkefni á sviði menningarmála og hafi skýra stefnu sem gera mun því kleift að styðja sérstaklega við til- raunaverkefni og efla með því ný- sköpun á þessu sviði. Til þess að auka þau áhrif þarf að setja fram stefnu til 4 ára þar sem afmörkuð svið menningar eru styrkt á hverju ári. Sköpunarkraftur og söguleg vitund Sá sköpunarkraftur sem fylgir öflugri menningarstarfsemi er afar mikilvægur og hefur margfeldisá- hrif á samfélagið í heild sinni þeg- ar til framtíðar er litið. Borgarlist- inn telur mikilvægt að hlúa vel að þeim menningararfi sem hér er til staðar en einnig að horfa á fortíð og framtíð sem eina órofa heild. I dreifbýlinu skal sérstaklega stefnt að því að merkja þekkta sögustaði og gönguleiðir og við- halda um leið örnefnum í héraðinu og gera þau sýnilegri. I þéttbýlinu þarf hins vegar að vinna að vernd- un og varðveislu gamalla húsa og annarra mannvirkja í umhverfinu sem segja sögu héraðsins. Aukin fjölbreytni og öflugt tómstundastarf Öflugt menningar- og tóm- stundastarf er lykill að lifandi sam- félagi og eitt af þeim atriðum sem vega þungt þegar kemur að ákvörðum um búsetu. Borgarlist- inn mun vinna að því að að setja fram markvissa stefnu í menning- ar- og tómstundamálum sem miði sérstaklega að þvi að veita sem jöfnust tækifæri til bæði iðkunar íþrótta og tómstunda. Með til- komu menntaskóla í héraðið mun þörfin fyrir afþreyingu ungmenna aukast enn frekar og er mikilvægt að vinna að eflingu unglingastarfs í samvinnu við skólastofnanir og ýmis félagasamtök. Hið nýja sveitarfélag verður víð- femt og fjölbreytt. I því felast mörg spennandi tækifæri og er góð samvinna stofnana og félagasam- taka við sveitarstjórn einn af lykil- þáttum í þeirri viðleitni að skapa gott samfélag. Á næstu vikum munu frambjóð- endur Borgarlistans kynna stefnu- mál framboðsins og vonast fram- bjóðendur til að heyra í sem flest- um íbúum hins nýja sveitarfélags því í þágu þeirra er framtíðin skipulögð. Sigríður Björk Jónsdóttir. Höfundur skipar 2. sœti á Borgarlistanum - breiðjylkingu félagshyggjufólks. www.skessuhorn.is Forsíða Fréttir Tenglar Myndir Fyrirtækið Smáauglýsingar Á döfinni Áskrift Gestabók Aðsendar greinar Auglýsingar Á Skessuhomsvefnum finnurðu daglegar fréttir af Vesturlandi, innsendar greinar, smáauglýsingar, viðburðardagskrá og margt fleira. Kíktu núna!

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.