Skessuhorn - 31.05.2006, Síða 9
MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 2006
9
Menningartnála-
samstarf
Suðvesturhomsins
Úttekt á menningarstarfsemi og
samstarfsmöguleikum á sviði
menningarmála á Akranesi, í
Reykjavík, Hafnarfirði, Reykjanes-
bæ og Arborg hefur verið gefin út í
skýrluformi.
Forsaga þessarar skýrslu er að
sumarið 2005 var Reykjavíkur Aka-
demíunni falið að taka saman
skýrslu í samvinnu við skrifstofu
menningarmála um samstarfs-
möguleika sveitarfélaga á Suðvest-
urlandi í menningar- og ferðaþjón-
ustumálum. Markmiðið var að gera
úttekt á menningarmarkaðinum á
þessu svæði og koma fram tillögum
um hvernig efla mætti samstarf í
menningarmálum og hvernig
hrinda mætti slíku í framkvæmd.
Leitað var til allra stærri sveitarfé-
laga á svæðinu og varð niðurstaðan
sú að Akraneskaupstaður, Arborg,
Hafiiaríjarðarbær og Reykjanesbær
yrðu, auk Reykjavíkurborgar, aðilar
að skýrslunni. Tilgangur hennar er
að benda á markmið og leiðir til að
auka samstarf sveitarfélaga á Suð-
vesturlandi á sviði menningarmála.
I skýrslunni segir að greina megi
aukinn áhuga á að byggja upp sam-
starf milli sveitarfélaga og stofnana
til að samnýta kraftana og þjóna
þannig almenningi og ferðamönn-
um betur.
I skýrslunni kemur fram að af
þessum fimm sveitarfélögum
greiðir Akraneskaupstaður hæstu
útgjöld til menningarmála árið
2004. Sveitarfélagið greiðir rétt
tæpar 17.000 krónur á hvern íbúa,
Reykjavíkurborg 15.000 krónur,
Hafnarfjarðarbær rúmar 10.500
krónur, Reykjanesbær tæpar 12.000
krónur og Sveitarfélagið Arborg
tæpar 13.000 krónur. Stærsti ein-
staki útgjaldaliður til menningar-
mála sveitarfélaganna er rekstur
bókasafna. SO
Þetta er að vísu aliönd úr Dölunum og hefur hún því verið hýst í kuldatíð undanfar-
inna vikna og hýr því við betri aðstœður en frœnkur hennar; œðarkollumar hafa þurft
að búa við.
Ahrifa þurrka og kulda-
tíðar gætir minni hér en
í öðrum landshlutum
Það hefur vart farið ffam hjá
neinum sá kuldi sem verið hefur á
landinu öllu megnið af þessum
mánuði. Síðustu daga er þó heldur
að hlýna í veðri og langtímaspá
gerir ráð fýrir hægt hlýnandi veðri
næstu viku.
I kuldatíð undanfarinna vikna
hefur veðrið verið einna skaplegast
hér á Vesturlandi miðað við aðra
landshluta. Kuldi og frostanætur
samhliða lítilli úrkomu í maí hefur
haft töluverð áhrif á grassprettu og
m.a. hefur seinna en oft áður verið
hægt að hleypa kúm og sauðfé út af
þeim sökum. Þá hefur æðarvarp
gengið illa sumsstaðar sem og varp
annarra fugla.
Lambfé hefur þurft að hýsa
óvenju lengi í vor enda er beit víða
í lágmarki. Þegar blaðamaður hafði
samband við Eirík Blöndal, ffam-
kvæmdastjóra Búnaðarsamtaka
Vesturlands í liðinni viku sagði
hann að veðurfarið væri hreint ekki
gott fyrir bændur en sem betur fer
væri ekki komið lengra fram á sum-
arið. Hann sagði kulda og þurrk
auðvitað ekki góðan fyrir gróður en
menn yrðu að halda í vonina um að
júnímánuður verði góður og þá
gæti orðið ágætis grasspretta þrátt
fyrir allt. Hvað kornrækt varðar
taldi Eiríkur ósennilegt að hún hafi
eyðilagst á Vesmrlandi en uppskeru
mun sennilega seinka eitthvað.
Helst megi búast við að tjón hafi
orðið hjá kornbændum í Melasveit
því þar gæti kornið hafa bæði
skrælnað í miklum þurrki og jafn-
vel fokið í skurði í hvassviðri sem
gekk yfir í síðustu viku.
Taldi Eiríkur að það yrðu æðar-
bændur í landinu sem færu einna
verst út úr þessu kuldahreti undan-
farinna vikna þar sem ómögulegt
væri að vernda æðarvarpið við veðri
sem þessu. Þó telja menn að ekki
verði veruleg afföll á varpinu hér á
Vesmrlandi en því seinki eitthvað
sérstaklega við Breiðafjörð. Svanur
Steinarsson stundar æðarvarp í
Straumfirði á Mýrum. Hann segir
að varpið líti mjög vel út hjá sér og
nú þegar séu ungar farnir að koma
úr eggjum: „Það gengur ágætlega
hjá okkur og sérstaklega í eyjimum
þar sem tófan nær ekki að gera
usla.“ Svanur segir aðstæður miklu
betri á Mýrunum en t.d. norðan
heiða þar sem snjóaði talsvert. Við
þær aðstæður nái kollurnar ekki að
halda hreiðrunum þurram og þá
endi þær á að yfirgefa þau. Við
Breiðafjörð segist Svanur hafa
heyrt að einhver seinkun verði á
varpinu sökum kulda en ekki sé bú-
ist við að áhrifin verði önnur og
verri.
MM/SO
Tónlist firá fyrri tíð og
rímur á IsNord hátíðinni
IsNord tónlistarhátíðin í
Borgarfirði verður haldin í
annað sinn um næstu helgi og
að þessu sinni verður tón-
leikahald í Borgarneskirkju,
Reykholtskirkju og Surtshelli
í Hallmundarhrauni. Mikil
vakning á sér nú stað á land-
inu öllu um söguarf Islend-
inga og á hátíðinni verður því
lögð áhersla á tónlist sem
tengist söguarfi þjóðarinnar.
Tónlist sem tengist fyrri tíð,
víkingum og þá sérstaklega
Egilssögu til að vekja athygli
á söguarfi Borgarfjarðar og
þeim menningarsjóði sem þar
býr, verður einkennandi fýrir
hátíðina í ár. Þá verða dregn-
ar fram perlur frá íslenskum
tónskáldum í bland við það
besta frá Norðurlöndunum með
því markmiði að gera íslenska og
norræna tónlist aðgengilegri al-
menningi.
F'jölbreytt tónlistardagskrá er
þar á ferð og má þá einna helst
nefna flutning á tónverki eftir
enska tónskáldið Gavin Bryars sem
samið er við ljóðlínur úr Höfuð-
lausn Egils Skallagrímssonar. Þá
verða rímur kveðnar í Surtshelli
og leikið á gömul hljóðfæri við
kertaljós og kyndlaflökt og mun ís-
Tónlistarfólk sem stóð að hátíðinni íjýrra á tröppum Borgameskirkju.
lenskt landslag koma til með að
spilar stórt hlutverk. Gestur er því
bent á koma klæddir eftir veðri og
vindum og í góðum skóm. Einnig
verður flutt tónlist eftir Jón As-
geirsson, Jón Nordal, Jón Þórar-
insson og Jón Leifs en söngur og
hljóðfæratónlist eftir fjórmenning-
ana og nafnana hafa fýrir löngu
skipað stóran sess í hjörtum lands-
manna.
Flytjendur era ekki af verri end-
anum en þeir eru meðal annars
Kammerkór Vesturlands og Sin-
fóníuhljómsveit Norðurlands auk
fjölmargra einsöngvara, fiðlu- og
píanóleikara. Listrænn stjórnandi
hátíðarinnar er Jónína Erna Arn-
ardóttir, píanóleikari í Borgarnesi.
IsNord er glæsileg tónlistarhátíð
sem enginn ætti að láta fram hjá
sér fara en allar nánari upplýsingar
er að finna á heimasíðunni
isnord.is (sjá einnig auglýsingu á
baksíðu þessa blaðs).
KÓÓ
Opnunartími í sumar:
15. maí -14. september
frá kl. 10-17 alla daga.
Skipnlögð dagskráratriði á Safnasvæðinu. Görðum,
Akranesi sumarið 2006
10. júní - Hátíð hafsins
í tilúfni sjómannadag? og háHd liafsins vorða vmsar uppákomtir ínni á Saínasvæði.
Fiskiveisla |.wsem kokkar Galitó laða fram hinar ymsu krásir úrafurðum hatsins
Víkingahópurinn Hringhomi vvnhir á svvcómu með lciki og spil ásamt þvt aó
sýna handvcrk og matreiða að hætti víkinga Mörg tónlistaratriði verða allan
daginn. Keppni i sjávarsúpugerð verður í tjaldi á s\ æðinu. \liir eru hvattir til að
skrá sig ‘H þátttöku. Sjávarveisian byrjar kl. 19:00 i tjakiínu og éru miðapantanir
i síma 431 - 5566 éöa á muR’um^museum.is.
17. júní - Þjóðhátíðardagurinn
i tiloíoi þjóðhatiðijrdags vorður ymíslegt um að vera allan dagínn á Safnasv.txhnu..
Kalfihlaðborð á þjóðlegu mitunúm frá kl 1300. Fólk eindregið hvatt til að mmta
i þjöðbúningum sínum og þeir sem það gera eiga von á glaðningi.
Helgina 6.-9. júlí - írskir dagar á Akranesi
A kskttm dögtim verður vnusiegt nm að vera á Safna.sA’íéðimi Rtn auglyst verður
siðar. Uugardagmn 8.júh munu Bifhjóbsamtök lýðveldisins, Sniglarnir, koma í
hcimsókn a fákum sinum og aka um bæinn og enda a Safnasv æðinu að tiorðum.
beir numu sfakira við á planinu við Garðakafft og þar fá ge-stir ráðrúm til að hitta
kappana og skoða hjólbeirra.
12. ágúst -Markaðsdagur á Skaga
Söiiibásar i matkaðsljaldí á Safnásva-ði.mi. Aílí sem þu vilt selia á lieima t tjaldinu
hjá okkur. Sóluáðílar skrái þáttföku \ slma 431 - 5%b. Fngin básaleiga er, en koma
þarímeð borð undir varmnginn.
Einstakt ag veglegt saftt safna
á einuni stað:
Steinaríki fslands
Íþróttasafn íslands
Byggöasafn Akraness
og nærsveifa
f rétta átt, sýning
Landmælinga íslands
Útívistarsvæði
Upplýsingamiðstöð
feröamanna
Garðakaffi
9, september - Sveítarómantík
Stórf \i) vveita kvnnt á Satnásvæðimk bar verður m.a. sýni gamalf iiandbragð víð
hatidlðn ýmisköóári keppt verður 'i kjothópugerð og fá gebHr að stnékká og áæma
tun br.igð og litiif bá verður KidnumebUramót ísiands haldið fiennan dag i
fjal-dinu. Skránitig í súpu* og kleinngetðer i síma 431 •* 5566 og á muR'umCemuisvum.is
I Garðtikáífi verður Hólmsfeinn Sna.'dal með ljósmyndasý'ningu og fjTirlcstur sem
haiin kallar ‘ l’ppgefnir nytjahiuíir '. Í.ifandi tónlist verður í tjaldinu yfir d.igtnn
sem sfðan endar með harmonikubaili uni ki ðldið á svæðinu. Nánari dágskra
Safnasvæðid á Akranesi
366 * Fax 431 $567 * Veffang: wwv
Netfang: museiinv^museitni ís