Skessuhorn - 31.05.2006, Qupperneq 10
10
MIÐVIKUDAGUR 31. MAI2006
*a£ssuiiuk~r:
Kosningaúrslit í sveitarstjómar-
kosningunum á Vesturlandi
og viðbrögð við þeim
Akraneskaupstaður
Á Akranesi greiddu 3.493 kjósendur atkvæði og var kjör-
sókn því 83,9%. B-listi Framsóknarflokks hlaut 435 atkvæði
og einn mann kjörinn, D-listi Sjálfstæðisflokks hlaut 1.254
atkvæði og fjóra menn kjörna, F-listi Frjálslyndra og óháðra
fékk 317 atkvæði og einn mann kjörinn, S-listi Samfylking-
arinnar hlaut 821 atkvæði og 2 menn kjörna og V-listi
Vinstri hreyfingarinnar-græns framboðs hlaut 473 atkvæði
og einn mann kjörinn. Helstu breytingar eru þær að Fram-
sóknarflokkurinn og Samfylking tapa
bæði einum manni og meirihluti flokk-
anna er því fallinn. Bæjarfulltrúar eru
Guðmundur Páll Jónsson, Gunnar Sig-
urðsson, Sæmundur Víglundsson, Ey-
dís Aðalbjörnsdóttir, Þórður Þ. Þórðar-
son, Karen Jónsdóttir, Sveinn Kristins-
son, Hrönn Ríkarðsdóttir og Rún Hall-
dórsdóttir.
Sótt að Samfylkingunni úr
tveimur áttum
Sveinn Kristinsson oddviti framboðs-
lista Samfylkingarinnar segir að sótt
hafi verið að Samfylkingunni úr tveim-
ur áttum í kosningabaráttunni og það
skýri slæma útkoma flokksins úr kosn-
ingunum á laugardaginn. Því sé heldur
ekki að neita að talsverð óánægja hafi
verið meðal flokksmanna um tiltekin
mál í verkum bæjarstjómarinnar.
Fylgistap Samfylkingarinnar í bæjar-
stjórnarkosningunum á Akranesi hefur
vakið talsverða athygli en flokkurinn
tapaði ríflega fimmtungi fylgis síns í
kosningunum og fékk aðeins tvo menn
kjörna en hafði þrjá áður. Sveinn segir
kosningabaráttuna hafa verið nokkuð
sérstaka að því leiti til að sótt hafi verið
að flokknum úr tveimur áttum. Annars
vegar hafi fyrrum þingmaður flokksins
ákveðið að ganga til liðs við Sjálfstæðis-
flokksins og þar með ákveðið að hefna
þess í héraði sem á hallaði á Alþingi.
Það hafi óneitanlega veikt flokkinn. Þá
hafi framboð Vinstri-grænna sótt að
flokknum ffá vinstri með góðum árangri.
Aðspurður hvort ekkert í störfum flokksins á liðnu kjör-
tímabili hafi vakið óánægju hjá kjósendum segir Sveinn ekki
geta neitað því að tvö mál hafi einkum vakið óánægju. Ann-
ars vegar hafi það verið staða skipulags- og umhverfismála.
„Hér hefur verið mjög mikil uppbygging á liðnum árum og
það hefur haft áhrif á útlit bæjarins. Hann líti ekki fallega út
sem stendur vegna þessara miklu framkvæmda. Einnig hef-
ur komið fram talsverð óánægja með byggingu fjölnota
íþróttahússins á Jaðarsbökkum. Þar er fyrst og fremst um að
ræða óánægju með staðsetningu hússins og að það sé of
áberandi“ segir Sveinn en bendir á að á öðrum stöðum hefði
húsið orðið í raun meira áberandi.
Við skoruðum ekki
Guðmundur Páll Jónsson bæjarstjóri og bæjarfulltrúi
Framsóknarflokksins í bæjarstjórn Akraness segir aldrei gott
þegar settu marki er ekki náð. Þetta segir hann um það mikla
fylgistap sem Framsóknarflokkurinn varð fyrir í bæjarstjórn-
arkosningunum á laugardaginn. Flokkurinn tapaði ríflega
helmingi síns fylgis frá síðustu kosningum og fékk einn
mann kjörinn en hafði tvo áður.
„Við töldum okkur spila góðan leik en við skoruðum ekki
og það eru mörkin sem telja“ segir Guðmundur Páll. Hann
segir án efa marga þætti skýra fylgistap flokksins. Flokkur-
inn á landsvísu hafi mætt ákveðnum mótbyr og einnig hafi
ákvörðun Sjálfstæðisflokksins um að bjóða fram bæjarstjóra-
efni úr röðum andstæðinga sinna skapað ákveðnu umróti.
Aðspurður hvort ekki megi rekja fylgistapið til verka frá-
farandi meirihluta segir svo eflaust vera þó erfitt sé að benda
á ákveðið mál í því sambandi. „Það eru mjög ólíkar aðstæð-
ur hér ríkjandi en voru til dæmis þegar ég fór fyrst í fram-
boð árið 1994. Þá var hér mikið atvinnuleysi og óvissa ríkj-
andi. Aðstæður nú eru með öðrum hætti“ segir Guðmundur
Páll. „Ég þurfti að eyða miklum tíma í kosningabaráttunni í
að útskýra þá miklu uppbyggingu sem átt hefur sér stað á
Jaðarsbökkum. Fólk gerði ekki ágreining um uppbygging-
una sem slíka heldur frekar hvar sú uppbygging átti að eiga
sér stað. Hvort sú uppbygging hefur unnið gegn okkur get
ég ekki sagt til um.
Guðmundur Páll var ráðinn bæjarstjóri til loka kjörtíma-
bilsins og verði henn ekki endurráðinn mun hann hverfa að
nýju til starfa hjá HB Granda en hann fékk leyfi frá störfum
þar þegar hann tók við starfi bæjarstjóra á síðasta ári af Gísla
Gíslasyni.
Oddviti Vinstri-Grænna mjög ánægður
Rún Halldórsdóttir, oddviti framboðslista Vinstri hreyf-
ingarinnar-græns ffamboðs á Akranesi, segist mjög ánægð
með þann árangur sem flokkurinn náði í bæjarstjórnarkosn-
ingunum á Akranesi. Flokkurinn náði inn manni í bæjar-
stjórn í fyrsta skipti. Rún segir árangurinn hafa í raun verið
betri en búist var við og bendir í því sambandi á það fylgi
sem flokkurinn mældist með í skoðanakönnunum í kosn-
ingabaráttunni. Því sé ljóst að sjónarmið flokksins hafi fallið
íbúum á Akranesi vel í geð.
Meðvituð um nýjar skyldur
Karen Jónsdóttir oddviti Frjálslyndra og óháðra á Akra-
nesi segir kjósendur á Akranesi hafa sýnt flokknum mikið
traust með góðum sigri flokksins í kosningunum. „Um leið
og við þökkum fyrir stuðninginn og traustið erum við með-
vituð um þær skyldur sem fylgja þeim ffábæra árangri sem
náðist. Við munum ekki skorast undan þvi að axla ábyrgð og
árangur til heilla fyrir íbúa Akraness".
Skýr skilaboð um kjölfestu okkar
Gunnar Sigurðsson oddviti Sjálfstæðisflokksins í bæjar-
stjórn Akraness segir úrslit kosninganna skýr skilaboð um að
íbúar bæjarins vilji að Sjálfstæðisflokkurinn komi að stjórn-
un bæjarins þrátt fyrir að hreinn meirihluti hafi ekki náðst.
„Við munum fara eftir þessum skýru skilaboðum og stefna
að því að verða kjölfestan í næsta meirihluta sem myndaður
verður í bæjarstjórn“ sagði Gunnar.
Sameinað sveitar-
félag sunnan
Skarðsheiðar
I sameinuðu sveitarfélagi sunnan Skarðsheiðar greiddu
354 kjósendur atkvæði og var því kjörsókn 87,8%. E-listi
SamEiningar hlaut 170 atkvæði og fjóra
menn kjörna, H-listi H4 hlaut 80 atkvæði
og einn mann kjörinn og L-listi Hval-
fjarðarlistans hlaut 104 atkvæði og tvo
menn kjörna. I sveitarstjórn hlutu því
kosningu Hallfreður Vilhjálmsson, Sig-
urður Sverrir Jónsson, Hlynur Máni Sig-
urbjörnsson, Ása Helgadóttir, Arnheiður
Hjörleifsdóttir, Magnús Ingi Hannesson
og Stefán Gunnar Ármannsson. Jafliframt
fór fram skoðanakönnun á nafni á hið nýja
sveitarfélag. Langflest atkvæði hlaut nafn-
ið Hvalfjarðarsveit eða 206 atkvæði.
Settum stefnuna á hreinan
meirihluta
Hallfreður Vilhjálmsson oddviti E-listi
samEiningar í sameinuðu sveitarfélagi
sunnan Skarðsheiðar segist mjög ánægður
með árangur listans í kosningunum enda
náði hann fjórum mönnum og hreinum
meirihluta. „Það gera sér allir ákveðnar
væntingar þegar lagt er upp í framboð og
strax í upphafi stefhdum við á hreinan
meirihluta. Það er hins vegar ekki sjálfgef-
ið að menn nái settu marki en í þetta sinn
tókst það“ segir Hallfreður.
Við kosningarnar fór einnig ffam skoð-
anakönnun á nafn á hið nýja sveitarfélag
og hlaut nafnið Hvalfjarðarsveit yfirgnæf-
andi stuðning. Hallfreður sagði yfirburði
þessa nafns hafa komið á óvart en er afar
sáttur við niðurstöðuna og svo sé um aðra
sveitarstjórnarmenn listans og því geti fátt
komið í veg fyrir að hið nýja sveitarfélag-
ið muni bera nafnið Hvalfjarðarsveit.
Sameinað
sveitarfélag
í Borgarfirði
I nýju sveitarfélagi í Borgarfirði greiddu kjósendur 1.925
atkvæði og var því kjörsókn um 77%. B-listi Framsóknar-
flokksins hlaut 599 atkvæði og þrjá menn kjörna, D-listi
Sjálfstæðisflokksins hlaut 675 atkvæði og þrjá menn kjörna
og L-listi Borgarbyggðarlistans hlaut 511 atkvæði og þrjá
menn kjörna. Ef miðað er við úrslit kosninganna í Borgar-
byggð fyrir fjórum árum þá tapaði Framsóknarflokkur ein-
um manni til Borgarbyggðarlistans. I sveitarstjórn voru því
kjörin Björn Bjarki Þorsteinsson, Sveinbjörn Eyjólfsson,
Finnbogi Rögnvaldsson, Torfi Jóhannesson, Jenný Lind Eg-
ilsdóttir, Sigríður Björk Jónsdóttir, Ingunn Alexandersdótt-
ir, Finnbogi Leifsson og Haukur Júlíusson.
Verðum að líta í eigin barm
Sveinbjörn Eyjólfsson oddviti Framsóknarmanna í nýju
sameinuðu sveitarfélagið í Borgarfirði segir úrslit kosning-
anna nokkur vonbrigði en flokkurinn fékk þrjá menn kjörna.
„Við lögðum upp með að fá fjóra menn kjörna og það tókst
ekki. Á einhvern hátt höfum við ekki hitt kjósendur og þurf-
um að fara yfir hvers vegna það hefur ekki tekist. Auðvelda
skýringin er sú að við vorum á þeim hluta landsins þar sem
Framsóknarflokkurinn tapaði miklu fylgi. Ég vil hins vegar
ekki kenna öðrum um og því verðum við að líta í eigin barm.
Við vorum með góða stefnu og gott framboð en það dugði