Skessuhorn


Skessuhorn - 31.05.2006, Side 16

Skessuhorn - 31.05.2006, Side 16
16 MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 2006 .KfllllH... Bú og böm á Bjarteyjarsandi í 10 ár Umsvifamikið sauðfjár- og ferðaþjónustubýli í Hvalfirði Það er í rnörgu að snúast þessa dagana hjá ábúendum á Bjarteyjar- sandi í Hvalfirði enda vorið sérstak- ur annatími á bænum. Auk þess að reka sauðfjárbú með um 500 kind- um, auk hesta, hunda, katta, feld- kanína og íslenskra hæsna, hafa þau Guðmundur, Arnheiður, Bjartey, Kolbrún og Sigurjón tekið á móti grunnskóla- og leikskólabörnum á hverju vori síðastliðin 10 ár og leyft þeim að sjá og upplifa dýrin og sveitina eins og hún kemur fyrir. Það er oft margt um manninn á hlaðinu á Bjarteyjarsandi þegar börn, foreldrar og kennarar undir- búa sig fyrir skoðunarferð upp í fjárhús eða niður í fjöru og fyrir leiki eða sameiginlegan hádegis- verð. Blaðamaður Skessuhorns leit við á þessum vinalega sveitabæ einn blíðviðrismorgun í vikunni og hitti þar fyrir húsmæðurnar Arnheiði og Kolbrúnu sem séð hafa um sam- vinnuverkefnið sem felst í að taka við leik- og grunnskólabörnunum. Svo vel vildi til að hópur leikskóla- barna úr Reykjavík renndi í hlaðið að spjalli loknu og gefa meðfylgj- andi myndir innsýn inní upplifun barnanna á þessu stóra augnabliki eða öllu heldur ævintýri sem börn- in upplifa þegar sveitin og dýrin eru nánast komin í fangið á þeim. En það hefur verið í ýmsu öðru að snú- ast fyrir yngri konuna á bænum. I Gísli Hafþór að gefa kindunum hey. Fyrsta árið gekk rosalega vel og burðurinn líka svo við héldum ótrauð áffam. Hvorki bakslag né teljandi erfiðleikar hafa komið upp á þessum 10 árum sem liðin eru. Það sem gerst hefur í gegnum árin er að ærnar hafa spekst og eru gæfari en þær voru áður. Nú eru Ahiendur á Bjarteyjarsandi taliðjrá vinstri. Kolbríín og Sigurjón, Guðbjörg Bjartey Guðmundsdóttir og þá Guðmundur og Amheiður. nýliðnum sveitarstjórnarkosning- um var Arnheiður kosin í sveitar- stjórn sameinaðs sveitarfélags sunn- an Skarðsheiðar en hún var þriðji á þeim ffamboðslista í sveitarfélaginu sem náði bestri kosningu og hrein- um meirihluta í nýrri sveitarstjóm. Verkefitiið gengið vonum framar Arnheiður segir Bjarteyjarsand vera fyrst og fremst sauðfjárræktar- bú og að öll önnur starfsemi sé byggð í kringum það. „Við eram og viljum vera fyrst og frernst bændur, þá sauðfjárbændur þó svo að við séum einnig ferðaþjónustubændur og stundum kölluð bamabændur svona í gríni,“ segir Arnheiður á léttum nótum. „Við höfum þá sér- stöðu að vera eina sauðfjárbúið af þessari stærðargráðu sem opnar fjárhúsin á þessum viðkvæma tíma þegar sauðburður stendur yfir, til að leyfa fólki að koma og sjá og upplifa. Við fórum varlega af stað með þetta verkefni því við gerðum okkur grein fyrir því að ef þetta hefði slæm áhrif á ærnar og burðinn þá myndum við hætta við um leið. líka að koma upp kindur sem alist hafa upp við umgang barna og þekkja ekki annað. Þetta hefur hreinlega gengið vonum ffamar. Þó erum við ávalt meðvituð um að við erum líka að taka vissa áhættu því að á þessum tíma getur alltaf eitt- hvað komið uppá hjá kindunum og getur allt eins gerst þó það séu 100 manns í hlaði, svo við erum við öllu búin.“ ..og allir eru með Það eru Arnheiður og Kolbrún sem halda utanum heimsóknir barnanna og feðgarnir Sigurjón og Guðmtmdur sem sjá um fjárhúsin. Einnig er Sigurður Víðir, yngri sonur Sigurjóns og Kolbrúnar, með annan fótinn hjá þeim og er þar al- farið á vorin þegar sem mest er að gera. „Hér er samvinna mikil með- al fjölskyldumeðlima. Einnig búum við svo vel að hafa leikskólakennara hér í þriðja húsinu, Þórdísi Þóris- dóttur, sem hefur mikinn áhuga á starfinu og aðstoðar okkur mikið, sem og eiginmaður hennar Guðjón og sonur þeirra Elvar Þór, eins og hálfs árs. Þessi vertíð er afar skemmtilegur tími en stendur stutt yfir. Mest er að gera um miðjan maí því þá er sauðburður í hámarki,“ út- skýrir Arnheiður og bætir við: „Við höfum verið í samstarfi við Bænda- samtökin sem sjá um að kynna okk- ur fyrir öllum leikskólum og skól- um á suðvesturlandi. Flestir hóp- amir koma af Reykja- víkursvæðinu, tals- verður fjöldi af Akra- nesi og einnig úr Borgarnesi og af Reykjanesi. Að jafnaði koma 2 hópar á dag, þeir stærstu um 240 Vilja skapa jákvæða ímynd dreifbýlis Þær stöllur segja undirbúning hafa ver- ið mikinn í gegnum árin og mikil vinna liggi að baki velgengni starfseminnar. „Aður en við hófum þennan rekstur settum við okkur markmið og vinnum eftir ákveð- hugmyndaffæði. Við viljum og fremst kynna þéttbýlis- fyrst börnum sveitalífið bara eins og það er og kemur fyrir og þannig skapa því jákvæða ímynd. Hér er ekkert sem minnir á húsdýragarð. Þetta er sveitabær í fullum rekstri og viljum við kynna hann þannig. Gaman samt að segja ffá því að það kemur fyrir að börn, þá sér- staklega eldri börnin, taka fyrir nefið þegar þau stíga útúr rútunni því þau halda að það sé vond lykt af sveit- inni. Það er þá eitthvað sem þau hafa lært af öðrum eða þau hafa ákveðið sjálf, en komast fljótt að því að þó að það sé lykt í útihúsunum þá er hún ekki úti á hlaði.“ Samvinna við skólana mikilvæg Þá er spurt að því hvernig heimafólki finnist börnin upplifa heimsóknina í sveit- ina? „Það hefur komið fyrir að maður spyr sig eftir að hópurinn rennur úr hlaði hvort maður sé að gera rétt, hvort við séum að ná til barnanna eins og við óskum okkur, en í lang flestum tilvikum fara börnin héðan með bros á vör og gleði í hjarta. Mörg halda góðu sambandi við okkur og fáum við reglulega send listaverk og bréf ffá börnunum en aðallega nota þau heimasíðuna okk- ar þar sem þau geta fylgst með fféttum ffá okkur, skrifað í gesta- bókina og sent okkur tölvupóst. Þá hafa kennarar einnig útbúið verk- efni að ferð lokinni þar sem börnin nota heimasíðuna okkar til að vinna uppúr svo hlutverk okkar hvað við- kemur námi barnanna er ansi víð- tækt,“ segir Arnheiður. Hún útskýr- ir einnig að samvinna við skólana sé mikil og afar mikilvæg. „Ef að nem- endur hafa verið að vinna með ákveðið þema í skólanum, eins og t.d. með fugla, þá tökum við þátt í því og sníðum heimsóknina hingað eftir því. Þá mæta börnin t.d. með sjónauka og vinna svo verkefni um fugla á staðnum. Það er bara gaman því við viljum alltaf læra eitthvað nýtt og þróa okkur.“ Arnheiður er landfræðingur að mennt með meistaragráðu í umhverfisffæði auk þess sem hún hefur kennararétt- indi. Aðspurð hvort að kennararétt- indin nýtist ekki vel í þeim tilvikum svarar Arnheiður því játandi. ,Jú, svo sannarlega, kennararéttindin hafa reynst mér mjög vel sem og umhverfisfræðin. Bara það að þekkja aðalnámskrá og kannast við skólaumhverfið og geta nýtt það hér samhliða því bóknámi sem fer fram í skólanum er mjög mikil- vægt,“ útskýrir hún. Gerðu upp gamla hlöðu I hlaðinu á Bjarteyjarsandi stend- ur gömul hlaða sem fyrir átta árum var tekin í gegn og innréttuð. I dag er þessi aðstaða notuð þegar hóp- arnir koma í heimsókn. „Þetta var gamalt og hrörlegt hús og notað sem geymsla og ákvörðunin stóð um að fjarlægja það eða nýta undir eitthvað annað. Við unnum alfarið að þessu sjálf með aðstoð okkar nánastu ættingja og vina og í dag er það þessi aðstaða það sem gerir þennan þjónusmrekstur möguleg- an. Þetta er ekki mikil eða stór yfir- bygging en skiptir sköpum því hér geta gestirnir borðað inni og verið í skjóli ef veðrið er ekki sem best. Við höfum hitaveitu hér og náum því að halda yl á húsinu allt árið og það er því líka nothæft á vetuma. Það sem er einmitt að gerast í ffamhaldi af því að hér koma mikið af foreldrum og samstarfsfólki með bömunum er að fólk sér möguleika á því að koma hér með starfsmannahópa eða fjöl- skylduhópa til að nýta þessa að- stöðu og eiga notalega kvöldstund eða dagspart. Einnig erum við í góðri samvinnu við aðra ferðaþjón- ustuaðila hér á svæðinu eins og t.d. Hótel Glym,“ nefnir Arnheiður. Þegar gengið er inn í aðstöðuna blasa við fallegar myndir af dýrum málaðar á vegginn beint á mótd. Arnheiður segir listakonuna vera Rebekku Gunnarsdóttur sem er svilkona Kolbrúnar. Inn af aðstöð- unni er svo einnig lítið herbergi sem áður var súrheysgrifja en er nú nýtt sem listagallerý. Aðspurð segir Arnheiður að hugmyndin að gall- erýinu sé kvennanna á bænum á- samt listakonunum. Sá rekstur seg- ir Arnheiður hafa gengið ágætlega og að ferðalangar hafi ávalt gaman að því að skoða og versla heimaunna fistmuni. Hvalfjörður sífellt vinsælli Seint verður upptalið það sem ábúendur á Bjarteyjarsandi taka sér fyrir hendur. Enn er ónefrit sumar- húsabyggð og leiga sem þau Kol- brún og Sigurjón reka og stendur í hlíðinni fyrir ofan bæinn. Þáttur ferðaþjónustunnar er sífellt að aukast hjá þeim á Bjarteyjarsandi og þá hefur mikil breyting átt sér stað síðan Hva 1 fj arða rgö n gi n komu til sögunnar. „Við verðum sífellt meira vör við það að nú keyrir fólk Hval- fjörðinn sér til gamans og fleiri og fleiri sem staldra við hér hjá okkur. Það er gaman að fá að aðstoða fólk við að upplifa Hvalfjörð með því að Amheiður að segjafólkinu til áður en lagt er afstað í jjárhús ogfj'óru.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.