Skessuhorn - 31.05.2006, Side 17
SKESSIIHOBKI
MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 2006
17
Jafnt ungir sem aldnir hafa gaman af lömhunum, en mismikið gaman aö lyktinni þó!
segja þeim aðeins frá sögunni, nátt-
úrunni og jarðsögunni. Tilfinning
fólks fyrir þessu svæði er að breyt-
ast mjög mikið, það er að verða sí-
vinsælla.“
Heilshugar í nýtt hlut-
verk í sveitarstjóm
Um síðastliðna helgi var kosið
um fulltrúa í sveitarstjórn samein-
aðs sveitarfélags sttnnan Skarðs-
heiðar. Arnheiður skipar 3. sætd á E
lista samEiningar sem vann góðan
sigur í kosningunum og náði inn
fjórum mönnum af sjö í sveitar-
stjórn. Aðspurn hvað sér finnist um
niðurstöður kosninganna og nýtt
hlutverk í sveitarstjórn segist Arn-
heiður vera afar
spennt. „Það er
hreint frábært og
mikil hvatning að fá
þennan mikla stuðn-
ing fólksins. Eg er
mjög sátt við úrslitin
og fer tvíefld inní
þetta starf en ég við-
urkenni að það er ör-
lítill kvíði líka. Maður
veit ekki alveg hvað
maður er að fara út í
og þó ég hafi starfað
mikið í nefndum á
vegum Hvalfjarðar-
strandarhrepps þá er
þetta öðruvísi.“
Hvað helstu verk-
efni nýrrar stjórnar
varðar og hvar hún
sjái krafta sína best
nýtast segir Arnheið-
ur fjölda erfiðra og
krefjandi verkefna GuðmunduraS
liggja fyrir og lykilatriðið sé að taka
á þeim af heilum hug. Þar ber einna
hæst sameining sveitarfélaganna
fjögurra. „Sameiningin er stærsta
verkefnið með öllu sem því fylgir
og mikilvægt að það starf fari fram
með sem bestum hætti svo útkom-
an verði góð öllum til hagsbóta.
Það er ákveðin hagræðing sem á sér
stað, t.d. ein sveitarstjórn í stað
fjögurra, en þá í leiðinni aukin
verkefni. Fleiri stórverkefhi liggja
fyrir, t.d. Heiðarskóli. Hið nýja
sveitarfélag ætti að hafa alla burði
til þess að vera með góðan og öfl-
ugan skóla. Við viljum hlúa að fjöl-
skyldunni og fjölskyldufólki og þá
er skóli og leikskóli eitt af lykilat-
riðum samfélagsins. Hvað varðar
mig persónulega þá
er það mín stefna og
ég hef lagt upp með
það að kraftar mínir
nýtist hvað best í
sveitarstjórn þegar
kemur að umhverfis-
málum. Þar hef ég
bæði brennandi á-
huga og líka ákveðna
þekkingu og reynslu,
hef t.d. starfað í 3 ár
hjá UMIS í Borgar-
nesi sem unhverfis-
ráðgjafi. Þetta er vax-
andi sveitarfélag, hér
eru t.d. stóriðjur á
Grundartanga þar
sem umsvifin eru
alltaf að aukast. En þó
þetta séu þau málefhi
sem ég hef beitt mér
fyrir og sett mér
markmið varðandi þá
standa atvinnu- og
skólamál mér einnig
nærri. Við höfum verið að byggja
upp þetta fyrirtæki hér á Bjarteyjar-
sandi og hef ég gríðarlegan áhúga á
ferðaþjónustu. Því mun ég örugg-
lega leggja nokkuð púður í þá mála-
flokka líka og hjálpa til við að gera
nýtt sameinað sveitafélag að spemi-
andi valkosti fyrir ferðamenn. Þá er
mikilvægt að leggja áherslu á sér-
stöðu svæðisins. Þó það sé ekki
beint hlutverk sveitarstjórnar að
standa í uppbyggingu ferðamála, þá
er það samt hlutverk hennar að
hlúa vel að sínu svæði, efla það og
kynna það útávið og það tengist að
sjálfsögðu ferðaþjónustu," segir
Arnheiður að lokum.
BG
rétta ungri stúlku lamb sem sat svo alveg kjurrt ífangi hennar.
Akraneskaupstaður
Auglýsing um
deiliskipulag a Akranesi
Tillaga að deiliskipulagi Dalbraut 1
- Miðbæjarreit á Akranesi
Með vísan til 1. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 er hér með auglýst eftir
athugasemdum við tillögu að aeilisKÍpulagi Dalbrautar 1 - Miðbæjarreit á Akranesi sem er
breyting á eldra skipulagi.
Skipulagssvæðið er lóðin Dalbraut 1 í Miðbæjarreit á Akranesi.
| Breytingin felst m.a. í að hámarkshæð byggingar verður 6 metrar í stað 5 metra og smávægilegar
t breytingar eru gerðar á byggingarreit og SKÍlgreindum lóðamörkum.
| Tillagan, ásamt frekari upplýsingum, liggur frammi á skrifstofu tækni- og umhverfissviðs að
5 Dalbraut 8, Akranesi, fra 30. maí 2006 til og með 27. júní 2006.
Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera skriflegar
athugasemdir. Frestur til að skila inn athugasemdum er til og með 11. júlí 2006 og skulu þær
berastá bæjarskrifstofur Akraneskaupstaðar, Stillholti 16-18, 3. hæð.
Þeir sem ekki gera athugasemdir við tillöguna innan tilskilins frests teljast samþykkir henni.
Akranesi 23. maí 2006 - sviðsstjóri tækni- og umhverfissviðs Akraneskaupstaðar
Þorvaldur Vestmann
GRUNNSKÓLINN
i BORGARNESI
Frá Grunnskólanum í Borgarnesi:
BORGARBYGQÐ
Lausar kennarastöður
Grunnskólinn í Borgarnesi- skóli á grænni grein - auglýsir
lausartil umsóknar kennarastöður við skólann frá upphafi
næsta skólaárs. Leitað er að vel menntuðum kennurum
sem vilja taka þátt í þróun skólastarfs með öðrum
starfsmönnum skólans. Lögð er áhersla á fjölbreytta og
sveigjanlega kennsluhætti, teymisvinnu kennara og
vellíðan. Unnið er í anda uppbyggingarstefnu.
Meðal kennslugreina er stuðnings- og sérkennsla,
umsjónarkennsla á miðstigi, stærðfræði, íslenska,
samfélagsgreinar og raungreinar á unglingastigi. í
skólanum eru um 330 nemendur og mun þeim fjölga á
næstu misserum enda er Borgarbyggð vaxandi byggðarlag
þar sem gott er að búa.
Á heimasíðu (www.grunnborg.is) er að finna ýmsar
upplýsingar um skólann en auk þess veita Kristján
| Gíslason (kristgis@grunnborg.is) skólastjóri og Hilmar
\ Már Arason (hilmara@grunnborg.is) aðstoðarskólastjóri
| fúslega allar upplýsingar í síma 437-1229.
Skólastjóri
S 897 6433 & 431 1340
ATVIMA
Starfsmenn óskast
Óskum eftir mönnum með meiraprófog eða
vinnuve'lare'ttindi.
Mikil vinna framundan.
Góð laun í boði fyrir góða menn.
Nánari upplýsingar í síma 897 6453
eða netfang: throtturehf@simnet.is
IttÉÍÉSMMiÉÍfiiliÍÉHfiHMHHMHÍMíÉiÉttlMÉÉIÍÍIIÉ^
PGV ehf. i Bæjarhrauni 6 i 220 Hafnafjörður i Sími: 564 6080 i Fax: 564 60811 www.pgv.is
GLUGGITIL FRAMTIÐAR
ENGIN MÁLNINGAVINNA
HV0RKI FUI NE RYÐ
FRÁBÆR HITA 0G HUOÐEINANGRUN
FALLEGT UTLIT
MARGIR OPNUNARMÖGULEIKAR
ÖRUGG VIND- 0G VATNSÞETTING
PGV ehf. sérhæfir sig í smíði glugga
hurða, sólstofa og svalalokanna úr
PVC-u
Öllum framleiðsluvörum PGV fylgir
10 ára ábyrgð
Gluggarnir eru viðhaldsf ríir og á
sambærilegum verðum og gluggar
sem stöðugt þarfnast viðhalds