Skessuhorn


Skessuhorn - 31.05.2006, Qupperneq 18

Skessuhorn - 31.05.2006, Qupperneq 18
18 MIÐVIKUDAGUR 31. MAI2006 Kvöldgöngur UMSB að hefjast Fjölumdæmisþing Lionshreyfingarinnar á Akranesi um næstu helgi Tæplega 200 lionsfélagar; karlar og konur, eru skráðir til Fjölum- dæmisþings Lionshreyfingarinnar sem að þessu sinni verður haldið á Akranesi dagana 2. til 3. júní nk. Auk þingfulltrúa eru makar þeirra og aðrir gestir sem sækja Akranes heim þessa daga, þannig að gesta- íjöldi verður vel á fjórða hundrað talsins í bænum af þessum sökum. Þingið verður haldið í Fjöl- brautaskólanum á Akranesi. Dag- skrá þess er í stórum dráttum á þá leið að föstudaginn 2. júní verða skólar embættismanna lions- klúbbanna næsta starfsár, svo sem formanna, ritara, gjaldkera og svæðisstjóra. Fjölumdæmi Lions skiptist í tvö umdæmi, A og B og eru þing hvors umdæmis haldin síðdegis á föstudeginum. A föstu- dagskvöldið verður haldið veglegt kynningarkvöld í FVA. A laugar- daginn verður Fjölumdæmisþingið sjálft haldið og hefst það með skrúðgöngu á laugardagsmorgun. Þá tekur við þingsetning og sjálft þinghaldið hefst að því loknu og stendur fram eftir degi. Lionsþing- inu lýkur með hátíð sem haldin verður á laugardagskvöldið í há- tíðasal FVA. Lionsklúbbur Akraness og lions- klúbburinn Eðna standa sameigin- lega að skipulagningu og umsjón Merki Lionshreyfingarinnar. með þinghaldi í ár á 50 ára afmæl- isári Lionsklúbbs Akraness og 25. starfsári Lkl. Eðnu. Hefð er íyrir því að klúbbar víðsvegar um landið sjá um þinghald til skiptis. A Islandi eru starfandi 96 lionsklúbbar með um það bil 2500 félagsmönnum. Á Lionsþinginu verður kosinn nýr fjölumdæmisstjóri. I framboði eru báðir umdæmisstjórar A og B umdæmanna og er Valdimar Þor- valdsson á Akranesi umdæmisstjóri á B svæði annar þeirra sem í kjöri eru en hann etur kappi við Guð- mund Rafhar Valtýsson umdæmis- stjóra A umdæmis um embættið. Landsbanki Islands er styrktar- aðili þingsins á Akranesi og leggur hann til bæði fjármagn og möppur vegna þinghaldsins. MM Ungmennasamband Borgar- fjarðar stendur nú í sumar fýrir kvöldgöngum líkt og undanfarin ár. Eðli málsins samkvæmt er Borgarfjarðarhérað göngusvæðið og margir hnjúkar sem stefnan er tekin á. Gengið verður annað hvert fimmtudagskvöld á vegum sambandsins. Þeir staðir sem stefnt er á að ganga um eru m.a. Hraunsnefsöxl, Brekkufjall, Fljótstunga, Akrafjall, Eldborg, Einkunnir og Litla-Skarðsfjall. Fyrsta gangan verður um Hraunsnefsöxl í Norðurárdal fimmtudaginn 8. júní. Hraunsnefsöxl fiall ársins Hraunsnefsöxl í Norðurárdal hefur verið valið sem fjall UMSB fyrir árið 2006. UMSB er aðili í verkefninu „Fjölskyldan á fjallið“ sem er verkefni á vegum UMFI. Fjölskyldan á fjallið er einn liður í verkefninu Göngum um Island. Settir eru upp póstkassar með gestabókum á 20 fjöllum víðsvegar um landið, en öll þessi fjöll eiga það sameiginlegt að vera tiltölu- lega létt að ganga á. Fiinmtudags- kvöldið 8. júní kl. 19.30 verður gengið á fjallið og verður gestabók með í för. Gengið verður frá hlað- inu á bænum Hraunsnefi. Aætlað er að það taki um 3 tíma að ganga á fjallið og niður aftur. Borgfirð- ingar sem og aðrir geta í sumar gengið á fjallið og skrifað nafn sitt Rauðbrók íforgrunni, Hraunsnefsöxlfyrir miðju og Baula í haksýn. Ljósm: Mats Wihe Lund í gestabókina. í haust verður síðan dregið úr nöfnum þeirra sem gengið hafa á fjöllin sem tilnefnd hafa verið í verkefninu Fjölskyldan á fjallið og er þá von á glaðningi. Síðustu tvö ár var Varmalækjar- múli fjall UMSB. Það verður gestabók einnig á fjallinu í sumar. Annað hvert fimmtudagskvöld verður kvöldganga á vegum UMSB líkt og undanfarin ár og er þetta fyrsta gangan í sumar. Næsta ganga verður 22. júní kl. 20.00 en þá verður gengið á Brekkufjall í Andakíl. Nánari upplýsingar um kvöldgöngur UMSB er að fmna á vefhum www.umsb.is MM Sigur er vís hjá Sjálfstæðisflokki - Samjylkingin hjálpar til í síðasta þætti birti ég vísu og eignaði Gunnlaugi Pétri Sig- urbjörnssyni sem um tíma var póstur á Akranesi. Ekki var blaðið löngu komið út þegar Stefán Bjarnason fyrrver- andi yfirlögreglu- þjónn hafði samband við mig og kvaðst vera réttur höfundur vísunnar auk þess sem hún væri ekki alveg rétt með farin. Ef ég man rétt fór Stefán með hana svona: Upp við vegg á varðstofunni vaxið hefur fífill hljóður. En frómt frá sagt þá finnst þar inni fíflamergð - en lítill gróður. Bið ég alla hlutaðeigandi velvirðingar á þessum mistökum mínum. I kuldakastinu sem gekk yfir nýlega varð mér óneitanlega hugsað tdl þess hvemig þetta hefði komið við menn fýrir svona hundrað árum eða svo og þarf þó ekki svo langt aftur til að svona kuldakast hefði valdið bændum verulegu tjóni. A kuldavori, líklega fýrir næst- síðustu aldamót orti Einar Sigurðsson á Reykjarhóli í Skagafirði en unglambaskinn voru þá í nokkru verði hjá kaupmönnum: Féll um hnjóta hjörð úr hor, hún ei fóta gáði. Þetta Ijóta lambskinnsvor loksins þrjóta náði. Einhverjum þótti stuðlasetningin að- finnsluverð hjá Einari og mig minnir að það hafi verið Friðrik Sigfússon í Pottagerði sem orti: Ég er frá og ekkert veit óðarskrá að hnuðla. Þótt þeir fái fram í sveit fjögur há í stuðla. Það er nú svo með þetta blessað veðurfar að skaparanum gengur illa að stjórna því svo all- ir verði ánægðir og stendur þá ekki á óánægjukveini hjá mannskepnunni. Ein- hverntíman kvað Agnar Jónsson ffá Illuga- stöðum og virðist ekki hafa verið of sáttur við veðurlagið: Frost og hiti þankann þjá, þó er leitt að kvarta. Andvörp bitur berast frá bœnaþreyttu hjarta. Nú eru kosningarnar afstaðnar og efstu menn listanna geta hætt að hamast við að koma sér upp málefnalegum ágreiningi og farið að biðla hver til annars um meirihluta- samstarf því náttúrlega var þessi ágreiningur nánast enginn. Allir hafa líka unnið stórsigra, bara ef fundin eru rétt viðmið. Hver er líka að velta sér upp úr hugsjónum ef völd eru í boði? Mörgum þóttu það nokkur tíðindi þegar Gísli S. Einarsson gerðist bæjarstjóraefni Sjálfstæð- isflokksins á Akranesi og af því tilefhi kvað Georg á Kjörseyri: Mikið er Císla magnaður þokki og magaorgelspil. Sigur er vís hjá Sjálfstæðisflokki. - Samfylkingin hjálpar til. Þetta gengur líka allt út á samvinnu og ekk- ert nema gott um það að segja. Þannig á það að vera. Mörgum þykir pólitíkusar vera duglegir að lofa fýrir kosningar en stundum verða efnd- irnar minni. Ekki veit ég hvort sá ágæti mað- ur sem Indriði Þorkelsson orti um hefur ein- hvemtíman verið í sveitarstjóm en trúlega hefur hann þá ekki verið á lista heldur kosinn óhlutbundinni kosningu hafi svo verið: Ekkert gott um Odd ég hermi. - Eitt er samt. Sína lofar hann upp í ermi öllum jafnt. Ekkert gott sér Oddur temur. - Eitt er samt. Engan svíkur hann öðrum fremur. - Alla jafnt. Meðan jafhréttið var ekki eins langt komið og nú er þó ýmsum konum þyki hægt miða, var skörungskvenmaður nokkur á Austurlandi kosin í hreppsnefhd. Maður hennar var dugn- aðarbóndi en lét konu sinni effir félagsmála- vafstrið og hafði sig lítt í frammi af bæ en sinnti eigin búskap því betur. Þá kvað Hjálm- ar Guðmundsson í Fagrahvammi: Athygli honum enginn veitir þó ötull sé hann við búskapinn. Menn vita tœplega hvað hann heitir, - hreppsnefndarkonumaðurinn. Stundum er sagt að hver þjóð fái þá ríkis- stjórn sem hún verðskuldar og þá væntanlega á sama hátt hvert sveitarfélag þá sveitarstjórn sem það á skilið. Stundum verður manni samt á við að heyra í stjórnmálamönnum fýrir kosningar að hugsa eitthvað sem svo. „Nei eigum við virkilega ekkr skilið eitthvað skárra en þetta.“ Ekki man ég hvort ég hef nokkurn- tíman heyrt nafn á höfundi eftirfarandi klásúlu sem má lesa hvort heldur er sem vísu eða laust mál: Allir flokkar sýnast sam - sekir um alveg framúrskar - andi mikla fíflsku í fram- ferði sínu um kosningar. Þó einhverjum kunni að detta annað í hug þá efast ég ekki um það að allir frambjóðend- ur vilji af heilum hug vinna vel og vilji sínu samfélagi allt hið besta. Menn greinir bara á um aðferðirnar. Einhvemtíma var sagt að sveitarstjórnarstörf væru dæmigerð kvenna- störf; erfið, vanþakklát og illa launuð. Þar af leiðir að þeir geta varla lofað forsjónina nóg- samlega sem vom svo ljónheppnir að ná ekki kjöri. Um það leyti sem fýrstu kosningar stóðu fýrir dyram í Borgarfjarðarsveit fór að kvisast hverjir væra að koma saman lista. Þá orti Vigfús Pétursson: Þetta verður fríður flokkur, frœgðarsólin óðum rís. Valið lið sem varla nokkur viti borinn maður kýs. Varla þarf að geta þess að listinn hlaut yfir- burða kosningu. Þeir Eiríkur Einarsson ffá Hæli og Jörund- ur Brynjólfsson í Kaldaðarnesi voru andstæð- ingar í pólitík og eitthvert sinn eftir kosning- ar þegar Jörundur hafði farið með sigur af hólmi kvað Eiríkur: jafnan sigrar jörundur, játum vorar nauðir. Hann er fjár og fjörhundur en fólkið mestu sauðir. Oft hafa farið glettur á milli manna í póli- tíkinni og mismikil alvara að baki. Jón Pálma- son á Akri orti um Eystein Jónsson ráðherra: Eysteinn hann má eiga það, öðrum fremur hinum. Hann hefur svikist aftan að öllum sínum vinum. Menn era og hafa alla tíð verið misjafhlega máli farnir, svo stjórnmálamenn sem aðrir. Sumir hafa málkæki sem andstæðingar þeirra eða jafnvel bara einhverjir gamansamnir ná- ungar hafa gaman af að velta sér upp úr. A stjórnmálafúndi á Siglufirði ortu þeir í félagi, Stefán Stefánsson frá Móskógum og Gísli O- lafsson firá Eiríksstöðum, undir ræðu Péturs Jónssonar ffá Brúnastöðum í Fljótum: Að efninu ég kem, kem, kem, kannske ef menn skilja. En takmarkið er sem, sem, sem, Siglfirðingar vilja. Lýðræðið er réttur meirihlutans til að hafa rangt fýrir sér sagði einhver, hvað sem er nú til í því. Ekki veit ég hver orti eftirfarandi en mér finnst ekki ólíklegt að þarna sé átt við hinn þekkta „Löngumýrarskjónu Björn“. Allavega sé ég ekki í fljótheitum aðra sem era líklegri til að hafa hlotið slík skeyti, hvert sönnunargildi sem mínar skoðanir hafa nú í því máli: Lýðrœðið er sem Ijós í vindi, lítið er þar um skjól og vörn. Þó eru mikil mannréttindi, að maður þarf ekki að kjósa Björn. Með þökk fyrir lesturinn, Dagbjartur Dagbjartsson Refsstöðum 320 Reykholt S435 1367 og 849 2715 dd@simnet.is

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.