Skessuhorn - 31.05.2006, Side 19
SSESSIiHöiBí
MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 2006
19
Fengu grænfána Landvemdar í þriðja sinn
Nemendur skólans við nýja fánann.
Grunnskóli Borgarfjarðarsveitar
á Hvanneyri fékk afhentan græn-
fána Landverndar í þriðja sinn í gær
fyrir vel unnin störf og góða eftir-
fylgni fyrri verkefna. Fulltrúar
nemenda, þau Þorsteinn og Erla
kynntu verkefnið og framgang þess
í starfi skólans fyrir viðstöddum.
Fulltrúar Landverndar, þær
Rannveig Thoroddsen og Þórunn
Pétursdóttir afhentu skólanum fán-
ann og viðurkenningu til eigna.
Að afhendingu lokinni buðu
nemendur til sýningar í skólastof-
um á verkefhum sínum, afrakstri
vetrarins og þar af voru mörg verk-
efni unnin í tengslum við grænfána
verkefnið. Að því loknu héldu við-
Myndin er tekin í heimsókn hópsins í Rome Center sem Washington háskólinn rekur.
Námsferð til Rómar
Nemendur á öðru ári við um-
hverfisskipulagsbraut Landbúnað-
arháskóla Islands fara reglulega í
námstengdar ferðir. Nokkrir þeirra
eru nýkomnir úr námsferð til Róm-
ar á Ítalíu, en þangað var farið
ásamt tveimur kennurum, Sigríði
Kristjánsdóttur skipulagsfræðingi
og Helenu Guttormsdóttur mynd-
listarmanni. Tilgangur ferðarinnar
var að kynnast sögulegri þróun
Rómar með því að skoða borgar-
skipulag, garðahönnun og arki-
tektúr.
GJ
Allir tala
um að það
þurfi að efla
og styrkja at-
vinnulífið á
Akranesi; fá
fleiri og fjöl-
breyttari fyrirtæki í bæinn. Eru
Skagamenn ekkert einir á báti í þess
konar umræðu því að þetta er
einmitt það sem rætt er um í flest-
um bæjarfélögum á landsbyggð-
inni, en einhverra hlut vegna verð-
ur þetta oftast ekkert meira en tun-
ræðan og erfitt reynist að finna upp
hjólið í þessum efiium.
Mín skoðun er sú að bæjarfélagið
eigi að leggja aukna áherslu á þessi
mál þar sem störfum í gömlu rót-
grónu fyrirtækjunum eins og HB,
Sementsverksmiðjunni og Þ&E er
alltaf að fækka og eigum við
kannski efrir að sjá einhverjum af
þessum fyrirtækjum lokað á næstu
árum. Mín skoðun er sú að það
þyrfti að breyta áherslum, til dæm-
is hjá atvinnumálanefnd og leggja
Atvinnutœkifæri
ofuráherslu á að vinna að hug-
myndavinnu til að skapa ný og
spennandi störf í bæjarfélaginu og
koma hugmyndunum svo fullmót-
uðum til áhugasamra bæjarbúa
og/eða fjárfesta.
Nokkrar góðar hugmyndir hafa
heyrst í gegnum árin og er þá
minnisstæðust hugmyndin um að
setja upp fiskasafh af flottustu gerð
hér á Akranesi og finnst mér það al-
gjört dugleysi af bæjaryfirvöldum
að fylgja ekki betur eftír því máli
svo að af þessu hefði orðið. En þess
má geta að mikil og góð undirbún-
ingsvinna hafði verið unnin bæði af
hálfu bæjar- og einkaaðila. Þetta
hefði skapað nokkur störf og einnig
hefði þetta skapað mikla umferð
ferðamanna og skólabarna inn í bæ-
inn sem aftur leiðir til fleiri versl-
unar- og þjónustustarfa.
Þetta er enn hægt að gera og lík-
lega er enn hægt að styðjast við þá
undibúnings- og hugmyndavinnu
sem gerð var fyrir nokkrum árum
og vil ég hvetja ráðamenn bæjarins
til að dusta rykið af þessu máli og
koma því í gang aftur.
Onnur góð hugmynd er bygging
alvöru ráðstefnuhótels á Akranesi.
Hljóta allir að vera sammála um að
núverandi ástand í þessum máltun
er algjörlega ófært og ekki tíl sóma
fyrir bæinn að ekki sé hægt að fá
gistingu í næstum sex þúsund
manna bæjarfélagi. Þetta þarf að
gera almennilega og leggja vinnu í
undirbúning og leit að fjárhagslega
sterkum aðilum til að fara út í fjár-
festinguna.
Akurnesingar! Tökum höndum
saman í að efla atvinnulíf og versl-
un á Akranesi með því að koma
hugmyndum okkar á framfæri, því
hver veit nema að þú sért með hug-
mynd sem gæti orðið að veruleika?
Ég kalla eftir opnun hugmynda-
banka hjá atvinnumálanefnd þar
sem allir sem það vilja geta sent inn
hugmyndir sínar stórar sem smáar.
Með kveðju,
Ketill Már Bjömsson
Nemendur 1. bekkjar fluttu nokkur lögfyrir viðstadda.
staddir í skjólbeltið þar sem
nemendur í fyrsta bekk
sungu, nemendur í 4. og 5.
bekkur lásu frumsamin Ijóð
og nemendur í 2. og 3. bekk
túlkaði söngatriði. Þá tóku
allir viðstaddir undir í
hópsöng á sumarlögum,
fóru í leiki og að lokum
fengu allir viðstaddir svala-
drykk og bakkelsi. Eldri
borgarar voru sérstakir Fau Þorsteinn og Eria Osp kynntu greenfánaverkefn-
heiðursgestir dagsins. BG ið ogfrmgangþess innan skólans. Elísabet skóla-
stjóri stendur við hlið Þorsteins.
Háhyrningar
áferð við Akranes
Síðastliðið fimmtudagskvöld var hópur a.m.k. 7 háyminga áferðinni út afBreiðinni
á Akranesi. Tilþessarar vöðu sást fyrst þegar háhymingamir kormu innan úr Hval-
firði, síðan fylgdu þeir strandlengjunni framhjá Skaganum ogsíðast sást tilþeirra við
Innsta Vog seint um kvöldið. Eldri menn segja að vöður sem. þessar séu gjaman áferð-
inni þegar síld er aðfinna. Hvort sem það er ástteðan eða eitthvað annaðþá voru þeir
hinir sprækustu í snemmsumarssólinni að kvöldi uppstigningardags. SO
Akraneskaupstaður
Leikskólinn Vallarsel
auglýsir eftir
aðstoðarleikskólastjóra
frá 1. september 2006
Vallarsel er 6 deilda leikskóli með um 160 börn og 40
starfsmenn. Þar er unnið með tónlist og frjálsa leikinn
sem aðaláhersluatriði.
Leitað er eftir leikskólakennara með:
• Hæfni í mannlegum samskiptum
• Skipulags- og samstarfshæfileika
• Faglega sýn og metnað
Umsóknarfrestur er til 9. júní 2006.
Nánari upplýsingar veitir Brynhildur Björg Jónsdóttir
aðstoðarleikskólastjóri, í síma 433-1220.
FræÖslu-, tómstunda- og íþróttasvið
AkraneskaupstaÖar