Skessuhorn


Skessuhorn - 31.05.2006, Side 22

Skessuhorn - 31.05.2006, Side 22
22 MIÐVIKUDAGUR 31. MAI 2006 ^suiiuk. ! Akraneshlaup í bKðskaparveðri á kosningadagsmorgun Um 300 manns tóku þátt í Akra- neshlaupinu sem að þessu sinni fór fram í 14. skipti í blíðskaparveðri sl. laugardag. Þátttakendur fóru ýmist hlaupandi, gangandi eða á hjólum. Að þessu sinni var keppt í 21 km hlaupi, 10 km hlaupi og 3,5 km hlaupi, 10 km hjólreiðakeppni var liður í keppninni og 2 og 3,5 km göngu. Langflestir voru skráðir til leiks í göngu og skokki og var svo að sjá að þetta væri hin besta fjöl- skylduskemmtun. Allir þátttakend- ur fengu stuttermaboli og verð- launapening en einnig voru auka- lega veitt verðlaun fyrir þrjú efsm sætin í hverjum flokki. I þessu 14. Akraneshlaupi var það Kvenna- neínd Knattspyrnufélags IA sem sá um framkvæmd hlaupsins með stuðningi fjölda íyrirtækja. Helstu úrslit 121 km hlaupi karla kom Valur Þórsson fyrstur í mark á tímanum 1:17:12, annar varð Birgir Sævars- son á tímanum 1:19:35 og þriðji Jakob Þorsteinsson á tímanum 1:21:13. í kvennaflokki í sömu vegalengd var það Huld Konráðs- dóttir sem kom fyrst í mark á tím- anum 1:34:10, önnur varð Sigur- björg Eðvarðsdóttir á tímanum 1:37:00 og sú þriðja var Guðrún Kristín Sæmundsdóttir á tímanum 1:39:24. 110 km hlaupi karla sigraði Stef- án Guðmundsson á tímanum 35:19, Stefán Viðar Guðmundsson kom annar í mark á tímanum 35:23 og Jón Jóhannson varð sá þriðji á tím- anum 38:50. í kvennaflokki komu þær þrjár fyrstar í mark Brynja Blu- meinstein á tímanum 51:42, Kristín Lív Jónsdóttir á tímanum 52:47 og Unnur Yr Haraldsdóttir á tímanum 53:32. Þess má geta að Kristín Lív og Unnur Yr kepptu í flokki 14 ára ogyngri. I 10 km hjólreiðum varð Helgi Ibsen Heiðarsson fyrsmr í flokki karla á tímanum 18:40, Sveinn Magnússon varð annar á tímanum 20:18 og Trausti Valdimarsson varð þriðji á tímanum 20:19. Ingibjörg Björnsdóttir varð fyrst í flokki kvenna í hjólreiða- keppni og Rósa Hall- dórsdóttdr önnur. I 3,5 km hlaupi varð Uchechukwu Michael Eze fyrstur í mark á tímanum 15:01, á tímanum 17:22 kom Watchsun Sook- hawatako annar í mark og Jón Axel varð sá þriðji á tímanum 17:38. SO Hér kemur Heimir Fannar Gunnlaugsson í mark ásamt börnum sínum. Tvíburasystumar Sigurlaug og Auður Amadœtur blésu ekki úr nös eftir skokkið. Ekki var að sjá annað en kynslóðabilið hafi rœkilega verið brúað í hlaupinu. Inga í Akrasport lét sig ekki vanta, hér með tveimur knáum piltum. Verðlaunahafar ásamt forseta lslansd, hr. Ólafi Ragnari Grímssyni og eiginkonu hans Dorrit Moussaieff. Afhending verðlauna á Bessastöðum Nýlega tóku þrjú tmgmenni af Vesturlandi á móti verðlaunum fyr- ir framlag sitt til Smásagna- og ljóðasamkeppninnar sem Æskan og RUV stóðu fyrir. Alls voru það fimmtán ungmenni af landinu öllu sem verðlaunuð voru. Vestlending- amir em þau Dagbjört Birgisdóttdr frá Tröð í Norðurárdal, en hún er nemandi í Varmalandsskóla, Sævar Berg Sigurðsson frá Akranesi nem- andi í Gmndaskóla og Kristrún Vala Kristdnsdóttdr frá Okrum 1 á Snæfellsnesi og er hún nemandi í Lýsuhólsskóla. SO Skólaslit Laugargerðisskóla Laugargerðisskóla í Eyja- og Miklaholtshreppi var slitið í 41. sinn á sunnudaginn var. Það kom fram í ræðu Jóhönnu H Sigurðar- dóttur skólastjóra við það tdlefni að skólastarfið hafi verið mjög kröft- ugt í vetur og nemendur staði sig vel og alltaf verið skólanun til sóma hvar sem þeir hafi komið. Nem- endur tóku þátt í ýmsum keppnum í vetur og stóðu sig mjög vel og 9. bekkur komst meðal annars í úr- slitakeppni f KappAbel verkefninu. Þá fékk Foreldrafélag Laugargerð- isskóla hvatningarverðlaun Heimil- is og skóla, eins og greint hefur verið frá í Skessuhomi. A skólaslitunum vom veitt verð- laun fyrir íþóttir og vom það þau Þórður Gíslason ffá Mýrdal og Olöf Eyjólfsdóttdr ffá Vegamótum sem fengu veðlaunin fyrir íþrótta- mann og -konu Laugargerðisskóla. Þá fékk Kristín Perla Sigurbjörns- dóttir frá Minni-Borg verðlavm fyr- ir mestu ffamfarir í sundi. Að lokn- um skólaslitum bauð svo skólinn í glæsilegt kaffihlaðboð. ÞSK Firmakeppni hestamanna í Grundarfirði Sigurvegarar í unglingaflokknum. Örn var knapi á Hettu. aldrei hefur verið teknar jafn margar myndir af keppend- um og á þessu mótd. Knapi mótsins var valinn Ingólfur Örn Kristjánsson og hestur Hetta frá Ut- nyrðinsstöðum í eigu Kolbrúnar Grétarsdóttur og Kristjáns M Odds- sonar, en Ingólfur KH Félagar í Hesteigendafélagi Grundarfjarðar gáfu sér tíma frá kosningaamstri og héldu firma- keppni síðastliðinn laugardag. Alls tóku um 45 fyrirtæki og einstak- lingar þátt í mótinu en einungis var dregið um þrjú efstu sætin. Þátt- taka knapa og hesta var mjög góð í flestum greinum og oft hörð og skemmtileg keppni. Mótið fékk á sig alþjóðlegan blæ þar sem farþeg- ar af skemmtiferðaskipi sem lá á firðinum komu og horfðu á. Dóm- ari mótsins útskýrði fyrir erlendu áhorfendunum á ensku í hverju væri að keppa hverju sinni og ýmsu sem laut að íslenska hestinum og Önnur úrslit á mótinu urðu þessi: Bflokkur Kolbrún Grétarsdóttir og Feykir - Hrann- arbúðin Krístján M Oddsson og Mímir - Vélaleiga Kjartans og Svanhvítar Gunnar Kristjánss. og Fengur - Mareind Unglingar Ingólfur Öm Kristjánsson og Hetta - Kristín Haraldsd. nuddari Þorsteinn Már Ragnarsson og Hólm- sljama - Blómabúð Maríu Dagfríður Gunnarsdóttir og Einir - Sme- þvottur Aflokkur Helga Hjálmrós Bjamadóttir og Gáski - Hótel Framnes. Kolbrún Grétarsdóttir og Spóla - Gráborg Ólafur Tryggvason og Lilja - Vélsmiðjan Berg Bamaflokkur Rúnar Ragnarsson og Kristall - Vikublaðið Þeyr Guðrún Ösp Ólafsdóttir og Valur - Ferða- þjónustan Suður Bár Opið Tölt Kolbrún Grétarsdóttir og Feykir - Snyrti- stofan Ósk Kristján M Oddsson og Mímir - Almenna umhverfisþjónustan Gunnar Kristjánss. og Rökkvi - Dodds ehf Tölt bama og unglinga Ingólfur Öm Kristjánsson og Hetta - Djúpiklettur Þorsteinn Már Ragnarsson og Hólm- stjama - Guðmundur Runólfsson H/F Saga Björk Jónsdóttir og Léttir - Láki Skeið Helga Hjámrós Bjamadóttir og Gáski - kaffi 59 Bjami Jónasson og Fluga - Landsbanki blands Ólafur Tryggvason og Lilja - Sægarpur. Arlegur reiðtúr Dreyra og Gusts Síðasliðinn laugardag fóru félagar í Hesta- mannafélögunum Dreyra á Akranesi og Gusti í Kópavogi í árlegan sameiginlegan reiðtúr. Félögin hafa síðustu 5 ár skipts á að sækja hvort annað heim. Að þessu sinni skipulögðu Dreyrafélagar reiðtúrinn. Alls voru það um 120 manns og nokk- uð fleiri hross sem lögðu af stað frá Súlunesi í Melasveit í logni og glampandi sól. Riðinn var dá- góður sprettur á melabökkunum en svo var haldið sem leið lá að Leirárgörðum þar sem borinn var fram kvöldverður og skemmtun haldin fram eftir kvöldi. Glatt var yfir mannskapnum og reiðtúrinn talinn hafa heppnast mjög vel bæði af aðstandend- um hans og þátttakendum. BG Anna, Jón, Ólafur og Hallgrímur að ræða málin. Riðið t hlað á Leirárgörðum. Að snæðingi í gömlu hlöðunni á Leirárgörðum.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.