Fréttablaðið - 07.09.2019, Page 2

Fréttablaðið - 07.09.2019, Page 2
595 1000 Sardinía Nýtt 10. október í 7 nætur Verð frá kr. 159.995 Hótel Club Hotel Baja SAMFÉLAG „Við erum að koma á laggirnar áfangaheimili þar sem gömlu bæjarskrifstofurnar voru í Kópavogi. Við erum með 24 her- bergi fullbúin húsgögnum, sam- eiginlega sturtuaðstöðu og eldhús,“ segir Arnar Gunnar Hjálmtýsson, forstöðumaður Áfangaheimilisins Betra lífs. Hann vinnur nú að uppbyggingu áfangaheimilis sem mun standa til boða fyrir fólk sem hefur í engin hús að venda og vill eignast betra líf. „Þessi hugmynd kviknaði þegar sonur minn fór á svipað áfanga- heimili hér í borginni. Honum var svo vísað þaðan vegna þess að hann vildi ekki fara á trúarlegar samkomur hjá þeim en það var for- senda fyrir því að fá að búa þar,“ segir Arnar. Þegar sonur hans hafði verið rek- inn af áfangaheimilinu fór Arnar að leita á önnur mið til þess að finna honum heimili. „Ég fór að hringja út um allt, á öll áfangaheimili og það var bara allt upptekið. Jafnvel sex mánaða bið eftir því að komast að. Þetta sýndi mér bara hversu mikil þörfin er og á sama tíma datt ég niður á þetta húsnæði og ákvað að láta þetta verða að veruleika,“ segir Arnar. Á áfangaheimilinu Betra líf verð- ur ekki lögð áhersla á trúarstarf. „Helsta skilyrðið fyrir því að fá að búa hér er að fólk sé edrú. Svo þarf fólk að borga leiguna og fara eftir ákveðnum húsreglum, til dæmis því að koma vel fram við náungann,“ segir Arnar. „Við verðum svo með AA-fundi fyrir þá sem vilja,“ bætir hann við. Hugmyndina að nafni heimilisins fékk Arnar frá bróður sínum Páli Óskari. „Hann gaf einu sinni út frá- Áfangaheimilið nefnt eftir lagi Páls Óskars Arnar Gunnar Hjálmtýsson opnar áfangaheimili í Kópavogi á næstu dögum. Hann upplifði þörfina fyrir slík úrræði þegar sonur hans hafði í engin hús að venda. Arnar er bróðir Páls Óskars og nefndi heimilið eftir laginu Betra líf. Á áfangaheimilinu Betra lífi eru 24 herbergi vel útbúin húsgögnum frá IKEA, en versl- unin sýndi mikla velvild við uppbyggingu heimilisins. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK bært lag sem heitir Betra líf og þegar ég spurði hann hvort ekki væri til- valið að nefna heimilið eftir laginu sagði hann að honum fyndist það frábær hugmynd en benti mér á að búð í Kringlunni bæri sama nafn,“ segir hann. Arnar gerði sér þá ferð í Kringl- una og fékk leyfi til þess að nota nafnið á áfangaheimilið. Nú þegar er einn skjólstæðingur fluttur inn á heimilið en Arnar býst við því að f leiri geti f lutt inn eftir næstu viku. „Við erum að klára efri hæðina núna og þegar það er búið getum við farið að taka á móti fólki,“ segir hann. Enginn starfsmaður, fyrir utan Arnar sjálfan, mun starfa á heimil- inu en öll hans vinna verður unnin í sjálf boðastarfi. „Svona rekstur býður ekki upp á neina launaða starfsemi og takmarkið er að reka þetta á núlli til að byrja með. Svo sér maður bara hvernig málin þróast en draumurinn er að geta boðið upp á mat hérna fyrir heimilisfólkið,“ segir hann. „Vonandi tekst okkur það að lokum, því að ég held að það sé stór þáttur í bata þessara einstaklinga að borða hollan og góðan mat,“ segir Arnar. birnadrofn@frettabladid.is Fékk lykla og pottaplöntu Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir tók við lyklunum að dómsmálaráðuneytinu af Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur í gær. Áslaug Arna er næst- yngsti ráðherra Íslandssögunnar, en hún hefur setið á Alþingi frá árinu 2016. Þórdís Kolbrún tók við dómsmálaráðuneytinu í mars síðastliðnum, en verður nú áfram ráðherra ferðamála og iðnaðar. Lyklaskiptin voru afar vinaleg og af henti Þórdís Kolbrún henni pottaplöntu. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Þegar ég spurði hann hvort ekki væri tilvalið að nefna heimilið eftir laginu sagði hann að honum fyndist þar frábær hugmynd. Arnar Gunnar Hjálmtýsson, for- stöðumaður áfangaheimilisins Betra lífs Veður SV eða breytileg átt 3-8 m/s og væta um mest allt land, einkum síðdegis. Hiti 7 til 13 stig yfir dag- inn. Dregur úr vindi og úrkomu vestast annað kvöld. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast NA-lands. SJÁ SÍÐU 44 Bubbi rýnir í plötuna Dögun frá 1987. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK HLAÐVARPIÐ Í nýjasta þætti hlað- varpsins Sögur af plötum rýnir Bubbi í plötuna Dögun sem tekin var upp árið 1987. Platan var að hluta til tekin upp á Englandi og segir Bubbi upptökuferlið hafa verið brösugt, meðal annars vegna aukinnar neyslu Tómasar Tómas- sonar, bassaleikara og upptöku- stjóra. „Tommi heitinn var ekkert á góðum stað.“ segir Bubbi og lýsir því að ástand Tomma hafi bitnað rosalega á upptökunum. „Við áttum að byrja að vinna á morgn- ana en það var ekki byrjað fyrr en klukkan tvö.“ Síðar í þættinum segir Bubbi frá óhappi sem átti sér stað við tökur á tónlistarmyndbandi við lagið Aldrei fór ég suður. „Ég hafði farið í rjúpu daginn áður ásamt ónefnd- um vini mínum og ég festist í harð- fenni. Hann náði ekki til mín svo ég var pikkfastur með bratta hlíð niður,“ segir Bubbi sem endaði á því að þurfa að láta sig detta. „Ég fer á f leygiferð niður hlíðina og lendi á einhverjum steini en næ að stoppa mig í grjótinu. Þá sprungu rjúpurnar í bakpokanum.“ Hægt er að hlusta á þáttinn í heild á Hlaðvarpi Fréttablaðsins, Spotify og iTunes. – atv Rjúpurnar sprungu VEÐUR Leifar fellibylsins Dorian koma til Íslands á þriðjudag. Þegar fellibyljir úr Karíbahafi berast norður Atlantshafið dregur veru- lega úr styrk þeirra. Á þriðjudag verður úrkoma á nær öllu landinu en lægðarmiðjan sjálf fer rétt sunn- an við landið. Björn Sævar Einarsson, veður- fræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir minni úrkomu í Dorian en í lægðinni sem gengur yfir um helg- ina en þegar er búið að gefa út gula viðvörun fyrir laugardag. „Á þriðjudag verður ekki mikil úrkoma, þessar leifar eru eins og venjuleg lægð,“ segir Björn. „Felli- byljir þurfa að hitta á lægð í mynd- un ef þeir ætla að ganga í endur- nýjun lífdaga og magnast upp með hlýju innskoti. Yfirleitt gera þeir það ekki og koðna smám saman niður.“ – khg Leifar Dorian til Íslands á þriðjudaginn 7 . S E P T E M B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 0 7 -0 9 -2 0 1 9 0 4 :5 6 F B 1 0 4 s _ P 1 0 3 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 9 0 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 B 9 -8 5 E 0 2 3 B 9 -8 4 A 4 2 3 B 9 -8 3 6 8 2 3 B 9 -8 2 2 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 1 0 4 s _ 6 _ 9 _ 2 0 1 9 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.