Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.09.2019, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 07.09.2019, Qupperneq 8
UMHVERFISMATSDAGURINN 2019 Skipulagsstofnun—Borgartúni 7b—105 Reykjavík Dagskrá: Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, forstjóri Skipulagsstofnunar Umhverfismat í viðjum vana og væntinga. Kolbeinn Óttarsson Proppé, formaður starfshóps um endurskoðun laga Aftur að teikniborðinu - Endurskoðun laga um mat á umhverfisáhrifum Aagot Óskarsdóttir, lögfræðingur Samanburður á löggjöf nokkurra nágrannaþjóða um mat á umhverfisáhrifum Ottó Björgvin Óskarsson, lögfræðingur hjá Skipulagsstofnun Hvað má læra af dómum og úrskurðum á sviði umhverfismats Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði Umhverfismat frá sjónarhóli sveitarstjórans Óli Halldórsson, sveitarstjórnarfulltrúi í Norðurþingi MAT 13. september kl 13-16 í Norræna húsinu Skráning á skipulag.is Allir velkomnir! Óskað er eftir sjálfboðaliðum 18 ára og eldri til þátttöku í klínískri lyfjarannsókn á meðferð við ofnæmishúðbólgu/exem (atopic dermatitis) Rannsóknin hefur fengið leyfi Vísindasiðanefndar, Persónuverndar og Lyfjastofnunar og verður framkvæmd á Húðlæknastöðinni, Smáratorgi 1, Kópavogi. Aðalrannsakandi er Bárður Sigurgeirsson, sérfræðingur í húðsjúkdómum. Megintilgangur rannsóknarinnar er að kanna öryggi og gagnsemi lyfsins ZPL389 hjá sjúklingum með miðlungs mikla til alvarlega ofnæmishúðbólgu (atopic dermatitis (AD)). Ofnæmishúðbólga sem einnig nefnist staðbundið exem, er tegund bólgu í húðinni. Þessar húðbólgur geta valdið kláða, roða, bólgu og sprunginni húð. Glær vökvi getur komið frá þessum bólgusvæðum sem oft þykkna með tímanum. Þetta ástand byrjar oftast í barnæsku og alvarleiki breytist með árunum. Þeir sem taka þátt fá annað hvort rannsóknarlyfið eða lyfleysu (lyfleysa er gervilyf (oft nefnt sykurpilla) með engu virku innihaldsefni). Um það bil 360 sjúklingar munu taka þátt í þessari rannsókn í um það bil 9 löndum í 3 heimsálfum. Þar af u.þ.b. 30 þátttakendur á Íslandi. Þátttaka varir í 24 vikur og gert er ráð fyrir 9 heimsóknum á rannsóknarsetur á tímabilinu. Áhætta af þátttöku felst í mögulegum aukaverkunum af notkun rannsóknarlyfsins, bæði þekktum og ófyrirséðum. Þungaðar konur og konur með barn á brjósti mega ekki taka þátt í þessari lyfjarannsókn. Til að geta tekið þátt er skylt að nota viðeigandi getnaðarvarnir. Ekki er hægt að tryggja að þátttakendur fái langvarandi bata af meðferð með rannsóknarlyfinu. Fram að þessu hafa um það bil 289 einstaklingar fengið meðferð með ZPL389 í klínískum rannsóknum. Allur kostnaður vegna rannsóknarlyfsins og læknisheimsókna er þér að kostnaðarlausu. Ekki er greitt fyrir þátttöku. Ef þú hefur áhuga á að fá upplýsingar um rannsóknina, vinsamlegast hafðu samband með því að senda tölvupóst á rannsoknir@hudlaeknastodin.is eða með því að hringja í hjúkrunarfræðing rannsóknarinnar í síma: 520 4414 Tekið skal fram að þeir sem svara auglýsingunni hafa ekki skuldbundið sig til að taka þátt í rannsókninni. Taki þeir þátt, geta þeir dregið sig út úr rannsókninni, án þess að gefa sérstaka ástæðu fyrir ákvörðun sinni. Óskað er eftir sjálfboðaliðum 18 ára og eldri til þátttöku í klínískri lyfjarannsókn á meðferð við ofnæmishúðbólgu/exem (atopic dermatitis) Rannsóknin hefur fengið leyfi Vísindasiðanefndar, Persónuverndar og Lyfjastofnunar og verður framkvæmd á Húðlæknastöðinni, Smáratorgi 1, Kópavogi. Aðalrannsakandi er Bárður Sigurgeirsson, sérfræðingur í húðsjúkdómum. Megintilgangur rannsó arin ar er að kanna öryg i og gagnsemi lyfsins ZPL389 hjá sjúklingum með miðlungs mikla til alvarlega ofnæmishúðbólgu (atopic dermatitis (AD)). Ofnæmishúðbólga sem einnig nefnist staðbundið exem, er tegund bólgu í húðinni. Þessar húðbólgur geta valdið kláða, roða, bólgu og sprunginni húð. Glær vökvi getur komið frá þessum bólgusvæðum sem oft þykkna með tímanum. Þetta ástand byrjar oftast í barnæsku og alvarleiki breytist með árunum. Þeir sem taka þátt fá annað hvort rannsóknarlyfið eða lyfleysu (lyfleysa er gervilyf (oft nefnt sykurpill ) með engu virku innihaldsefni). Um það bil 360 sjúklingar munu taka þátt í þessari rannsókn í um það bil 9 löndum í 3 heimsálfum. Þar af u.þ.b. 30 þátttakendur á Íslandi. Þátttaka varir í 24 vikur og gert er ráð fyrir 9 heimsóknum á rannsóknarsetur á tímabilinu. Áhætta af þátttöku felst í mögulegum aukaverkunum af notkun rannsóknarlyfsins, bæði þekktum og ófyrirséðum. Þungaðar konur og konur með barn á brjósti mega ekki taka þátt í þessari lyfjarannsókn. Til að geta tekið þátt er skylt að nota viðeigandi getnaðarvarnir. Ekki er hægt að tryggja að þátttakendur fái langvarandi bata af meðferð með rannsóknarlyfinu. Fram að þessu hafa um það bil 289 einstaklingar fengið meðferð með ZPL389 í klínískum rannsóknum. Allur kostnaður vegna rannsóknarlyf ins og læknisheim ókna er þér að kost aðarlausu. Ekki er greitt fyrir þátttöku. Ef þú hefur áhuga á að fá upplýsingar um ra nsóknin , vinsamlegast hafð samband með því að senda tölvupóst á rannsoknir@hudlaeknastodin.is eða með því að hringja í hjúkrunar- fræðing rannsóknarinnar í síma: 520 4414 Tekið skal fram að þeir sem svara auglýsingunni hafa ekki skuldbundið sig til að taka þátt í rannsókninni. Taki þeir þátt, geta þeir dregið sig út úr rannsókninni, án þess að gefa sérstaka ástæðu fyrir ákvörðun sinni. VIÐSKIPTI WOW air verður endur­ reist af bandarísku athafnakonunni Michele Ballarin sem hefur náð samkomulagi við þrotabú hins fallna flugfélags. Búið er að tryggja f lugfélaginu 85 milljóna dala fjár­ mögnun og er áformað að fyrsta flugferðin verði í október. Michele Ballarin, einnig þekkt sem Michele Roosevelt Edwards, stóð fyrir blaðamannafundi á Hótel Sögu í gær. Þar greindi hún frá því að endanlegt samkomulag hefði náðst milli félags hennar USAero­ space Associates og skiptastjóra þrotabús WOW air um kaup félags­ ins á þeim eignum þrotabúsins sem tilheyra WOW­vörumerkinu. Kaup­ verðið er trúnaðarmál. USAeropsace er bandarískt eignarhaldsfélag sem sérhæfir sig í f luggeiranum. Ballarin er stærsti hluthafi félagsins og stjórnarfor­ maður. Hún verður einnig stjórnar­ formaður WOW air LLC. Félagið verður staðsett í Washington Dulles með aðstöðu á Keflavíkurflugvelli og skrifstofu í Reykjavík. WOW air mun hefja lággjalda­ f lugrekstur til Bandaríkjanna og Evrópu og er fyrsta f lugið áformað milli Washington Dulles og Kefla­ víkur í október. Til að byrja með verða tvær f lugvélar í f lotanum en áætlanir félagsins gera ráð fyrir vaxandi umsvifum þegar líður á veturinn og að næsta sumar verði þær orðnar fjórar talsins. „Við viljum byggja leiðakerfið upp hægt og rólega, fara á endanum upp í tíu eða tólf vélar og láta það duga,“ sagði Ballarin og bætti við að það væri arðbærasta stærð flug­ vélaflota. Þá gerir hún ráð fyrir að bæði Boeing­vélar og Airbus­vélar verði í f lotanum. Stjórnendateymi félagsins mun leggja mikla áherslu á vöruf lutn­ inga í starfseminni að sögn Ballarin. USAerospace búi yfir mikilli þekk­ ingu á vöruf lutningaf lugi, bæði innanlands í Bandaríkjunum og á milli landa. „Frá fyrsta degi í vöru­ f lutningunum, sem einnig munu hefjast á næstu vikum, munum við leggja mikinn metnað í vandaða þjónustu á sviði vöruf lutninga með ferskt sjávarfang á Bandaríkja­ markað.“ Ballarin sagði að búið væri að tryggja 85 milljóna dala fjár­ mögnun, jafnvirði 10,7 milljarða króna, fyrir f lugreksturinn, ásamt flugvélum. „Það þarf ekki svo mikið fjármagn til að endurvekja f lug­ félag. Hafið í huga að við erum ekki að byrja frá grunni,“ sagði Ballarin. „Við erum fjárhagslega stöndug, þetta verður allt eigið fé og engar skuldir. Það eru engar skuldir í fyr­ irtækinu og við stefnum á að halda því þannig,“ sagði hún, spurð um fjármögnun félagsins. Þó að hið endurreista f lugfélag muni bera sama nafn og merki og WOW air gerði ásamt fjólubláa litnum þá hefur Ballarin sínar eigin hugmyndir um f lugrekstur sem hún vill framkvæma. Á blaða­ mannafundinum kom fram í máli hennar að hún vildi bæta nær­ ingarinnihald matvæla sem væru seld um borð í vélum WOW air en Michelin­kokkur vinnur nú að því að útbúa matseðil f lugfélagsins. Þá vill hún koma á fót setustofu fyrir farþega WOW air í Flugstöð Leifs Eiríkssonar og hefur hún rætt þær hugmyndir við Isavia. Ballarin hefur áður greint frá því að hún hyggist fjárfesta í í húðvör­ unum Sóley Organics og Omnom. Spurð um fjárfestingar hennar hér á landi svaraði hún að fleiri verkefni væru í skoðun. thorsteinn@frettabladid.is WOW air fer aftur á flug í næsta mánuði Michele Ballarin hefur náð samkomulagi við þrotabú WOW air. Áformað er að fyrsta flug hins endurreista flugfélags verði til Washington í októ- ber. Félagið fjármagnað með eigin fé að fullu. Ballarin kynnti samkomulagið á Hótel Sögu í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Við erum fjárhags- lega stöndug, þetta verður allt eigið fé og engar skuldir. Það eru engar skuldir í fyrirtækinu og við stefnum á að halda því þannig. Michele Ballarin, stjórnarformaður WOW air 7 . S E P T E M B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 0 7 -0 9 -2 0 1 9 0 4 :5 6 F B 1 0 4 s _ P 0 9 7 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 9 6 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 B 9 -C 1 2 0 2 3 B 9 -B F E 4 2 3 B 9 -B E A 8 2 3 B 9 -B D 6 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 1 0 4 s _ 6 _ 9 _ 2 0 1 9 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.