Fréttablaðið - 07.09.2019, Page 22

Fréttablaðið - 07.09.2019, Page 22
Herdís Hallmarsdóttir formaður Hundaræktarfélags Íslands Herdís segir helgina munu verða viðburðaríka. „Við ætlum að ganga niður Laugaveginn kl. 13 á laugardag og þar eru allir hundar velkomnir í fylgd eigenda sinna. Um kvöldið verður svo galaball á vegum félags- ins og þar gleðjumst við. Hunda- ræktarfélag Íslands varð 50 ára á miðvikudaginn. Þótt það sé í stóra samhenginu stuttur tími hefur félagið vaxið og dafnað síðustu ára- tugi og það er svo sannarlega tilefni til að fagna. Félagið var á sínum tíma stofnað í kringum aðgerðir sem farið var í til að bjarga og varðveita íslenska fjárhundinn sem er menningararf- leifð okkar Íslendinga. Vel tókst til enda er stofn hundakynsins sterkur og ræktun í góðum höndum. Við höfum líka vaxið og látum okkur allt varða sem tengist ræktun og rækt við hund og hundahald, hvort sem um er að ræða hvers konar þjálfun hunds og samvinnu hans og manns eða baráttu fyrir betri hundamenningu á Íslandi. Ýmis- legt hefur áunnist en við eigum enn langt í land til að hunda- hald verði jafn sjálfsagt og njóti sömu virðingar og í nágrannalöndum okkar,“ segir hún. Herdís á ástralska fjárhunda og ræktar Sheltie hunda í samstarfi við vinkonu sína, Lilju Dóru, undir ræktunarnafninu Undralands. „Þetta eru fjörugir og kátir fjárhundar. Þeir elska hreyf- ingu og nærveru eiganda síns.“ Hefur þú alltaf átt hunda? „Ég hef alltaf umgengist hunda. Afi og amma áttu Rough Collie í sveitinni. Það tók mig nokkur ár að væla í foreldrum mínum sem loksins þegar ég var níu ára féllust á að gefa mér fyrsta hundinn minn, hann Bangsa af tegundinni Poodle. Ég held ég hafi náð að smita pabba, en eftir það var alltaf hundur á æskuheimilinu. Eðlilega, eftir að ég stofnaði mitt eigið heimili, fékk ég mér hund um leið og ég hafði aðstæður til,“ segir Herdís sem segir tryggari félaga ekki til. „Þeir taka manni alltaf fagnandi, njóta núlíðandi stundar og gera tilveruna litríkari og betri.“ Tryggari félagi er ekki til Stefanía Stella Baldursdóttir og hundarnir hennar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI „Ég á erfitt með að gera upp á milli þess að fara í góða göngu í fallegri náttúru eða kúra þreytt og útitekin eftir slíka göngu,“ segir Herdís spurð um hvernig henni finnst best að eiga gæðastund með hundinum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Stefanía Stella Baldursdóttir hundaþjálfari Stefanía þjálfar hunda fyrir sýningar og hefur náð góðum árangri. Hún er í landsliði ungra hundasýnenda. Hún á sjálf einn Afghan hund og tvo Pug hunda. „Ég hef mjög gaman af hundasýningum og að þjálfa hunda fyrir sýningar. Hundunum mínum þykir það einnig mjög skemmtilegt þar sem það er nammi í boði. Ég hef einnig prófað hundafimi og stefni á að stunda það meira í framtíðinni. Tinni, Afghan hundurinn minn, er mjög sjálfstæður og öðruvísi en f lestir hundar sem ég hef þjálfað eða kynnst. Hann er meira eins og köttur en hundur. Hann gerir allt á sínum forsendum en hann er yndis- legur, orkumikill og mjög ljúfur. Púki, eldri Pug hundurinn minn, er mjög skemmtilegur og fyndinn. Hann er ótrúlega f ljótur að læra trikk og er í hundafimi. Hann er mjög rólegur en er alltaf til í að gera hluti eins og að fara í fjall- göngu eða þjálfa fyrir sýningu. Glowie er nýjasta viðbótin Hundar og eigendur þeirra ganga niður Laugaveginn í dag. Hundaræktar- félag Íslands fagnar hálfrar aldar afmæli. Herdís Hallmars- dóttir, formaður fé- lagsins, og Stefanía Stella Baldursdóttir segja frá sínum fé- lögum og af hverju þeir gera tilveruna betri og litríkari. ÞEIR ERU ALLTAF GLAÐIR AÐ SJÁ ÞIG, DÆMA ÞIG EKKI OG ÞÚ ERT LJÓSIÐ Í LÍFINU ÞEIRRA. ÞAÐ TÓK MIG NOKKUR ÁR AÐ VÆLA Í FORELDRUM MÍNUM SEM LOKSINS ÞEGAR ÉG VAR NÍU ÁRA FÉLLUST Á AÐ GEFA MÉR FYRSTA HUNDINN MINN. og er fimm mánaða Pug. Hún er alveg snarrugluð og er með orku á við maraþonhlaupara. Það getur verið mjög gaman að henni en hún er mikill óviti enn þá þar sem hún er mjög ung.“ Stefanía Stella segir hunda gefa mikið af sér og gæti ekki hugsað sér lífið án þeirra. „Þeir eru alltaf glaðir að sjá þig, dæma þig ekki og þú ert ljósið í lífinu þeirra,“ segir hún og segist helst njóta þess að fara með þá í góða göngu á fallegum stað eða kúra með þeim yfir góðri mynd. Hverjir eiga ekki að eiga hunda? „Fólk sem hefur ekki tíma eða efni á því. Finnst einnig að fólk ætti að plana fram í tímann þar sem hundar lifa að meðaltali 9-13 ár og þeir eru partur af fjölskyldunni. Persónulega myndi ég ekki fá mér hund ef ég hefði ekki stöðugt húsnæði í þennan tíma eða nægan tíma til að sinna honum.“ –kbg 7 . S E P T E M B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R22 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð HELGIN 0 7 -0 9 -2 0 1 9 0 4 :5 6 F B 1 0 4 s _ P 0 8 3 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 7 8 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 B 9 -B 7 4 0 2 3 B 9 -B 6 0 4 2 3 B 9 -B 4 C 8 2 3 B 9 -B 3 8 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 1 0 4 s _ 6 _ 9 _ 2 0 1 9 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.