Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.09.2019, Qupperneq 30

Fréttablaðið - 07.09.2019, Qupperneq 30
mér sé betra. Ég hef opið inn á skrif- stofuna mína og birti reglulega for- stjórapistla eins og ég gerði sem for- stjóri Landspítalans.“ Oft einmanalegt Björn býr einn í Stokkhólmi virka daga vikunnar og f lýgur heim til Íslands til fjölskyldunnar eins oft og hann getur. Hann er giftur Hörpu Árnadóttur myndlistarkonu og saman eiga þau fimm börn. Er ekkert erfitt að vera svona lengi fjarri fjölskyldunni? „Ég leigi íbúð hér í borginni og vissulega er það oft svolítið ein- manalegt. En nýt þess þá vel að vera með fjölskyldunni og tveggja ára gömlu barnabarni mínu þegar ég er á Íslandi um helgar. Og stundum kemur fjölskyldan auðvitað til mín. Elsti sonur minn er í skóla í Gautaborg og yngri börnin eru á Íslandi í skóla. Þau voru hér í borg- inni síðasta vetur og gengu í sænsk- an skóla en þó að heimurinn sé lítill þá getur verið f lókið fyrir börn að skipta um umhverfi. Og það varð úr að næstyngsta barnið okkar vildi fara í menntaskóla heima á Íslandi og fylgja félögum sínum. Ég skil það ósköp vel,“ segir Björn frá. Þegar Björn er fjarri fjölskyldunni teygist stundum úr vinnudeginum. „Þegar ég er hér einn úti og eng- inn af fjölskyldunni með mér þá eru vinnudagarnir oft lengri. Þá er ég burtu frá heimilinu í allt að þrettán tíma á dag og stundum hætti ég ekki þegar heim er komið og held áfram að vinna,“ segir Björn og tengir það bæði við fjölda verkefna og ein- manaleikann sem fylgir því að vera fjarri fjölskyldunni. Ertu undir of miklu álagi? „Álag er eitthvað sem maður leggur á sjálfan sig. Ég á skilti sem minnir mig á hugarfarið: Keep calm and just do it. Svo fékk ég skilti að gjöf frá syni mínum sem inniheldur öllu einfaldari en ágæt skilaboð; Deal with it! Verkefnin eru mörg og fyrstu vikurnar í starf i voru líklega þær erfiðustu. Þegar maður er að breyta miklu og leiða stóran hóp fólks í gegnum erfitt tímabil þá er mikilvægt að vera sýnilegur, vera til staðar. Þannig sýnir maður að maður stendur raunverulega fyrir og trúir á breytingarnar. Eftir að við komum til baka eftir sumarleyfi þá hef ég til dæmis haldið þrjá starfs- mannafundi sem samtals sóttu yfir þúsund manns.“ Hvernig stjórnandi ertu? „Ég vil dreifa sem mestri ábyrgð en á sama tíma vil ég hafa góða yfir- sýn. Ég vil að fólk leiti til mín og þess vegna hef ég alltaf opnar dyrnar inn á skrifstofuna. Það er aðallega ef ég þarf að taka áríðandi símtöl sem ég loka dyrunum á meðan.“ Lærði af kreppunni Ég lærði margt af kreppunni á Íslandi, það er hægt að taka erf- iðar ákvarðanir ef allir eru sam- mála um að það sé ekkert val um að gera annað. Það skiptir miklu máli að upplýsa fólk þannig að það viti nákvæmlega hver staðan er. Að það sé enginn feluleikur.“ Plastbarkaígræðslumálið svo- kallaða vofir enn yfir sjúkrahúsinu. Afleiðingar þess að skurðlæknirinn Paolo Macchiarini blekkti sérfræð- inga til þátttöku við ígræðslu plast- barka í sjúklinga hafa verið miklar fyrir orðspor spítalans. Málið teygði anga sína til Íslands með aðkomu íslenskra lækna. Voru handjárnaðar við rúmin „Það er enn til skoðunar hjá sak- sóknaranum í Svíþjóð hvort það eigi að höfða mál og þá gagnvart hverjum. Þetta hefur legið eins og mara yfir spítalanum, en mest þó yfir háskólanum og hafði mikil áhrif á stjórn skólans, rektor og helstu yfirmenn. Hér innanhúss er málið víti til varnaðar,“ segir Björn. Sjálfur hefur Björn þurft að svara fyrir siðferðileg álitaefni. Hann sat í stjórn sænska heilbrigðisfyrir- tækisins Global Health Partner sem rekur ríkissjúkrahús í Ajman í Sam- einuðu arabísku furstadæmunum. Samkvæmt lögum landsins þurftu heilbrigðisstarfsmenn að afhenda yfirvöldum konur sem eignuðust börn utan hjónabands og áður en GHP kom að rekstri sjúkrahúsanna voru þær handjárnaðar við rúmin í fæðingunni. „Mér f innst eðlilegt að taka hreinskilnislega umræðu um þessi siðferðilegu álitaefni sem koma upp. Spurningin er, áttum við að reyna að bæta og bjarga manns- lífum með því að stíga inn í rekst- urinn og koma að breytingum á sjúkrahúsinu eða halda okkur fjarri og vita þá að ástandið og með- ferðin á konunum yrði óbreytt? Við hefðum getað sagt: Nei, þetta er siðfræði sem við þekkjum ekki og viljum ekki samþykkja, og sleppt þátttöku, en ákváðum að reyna að breyta ástandinu til hins betra. Á meðan fyrirtækið kom að rekstri sjúkrahúsanna náðum við að gera mikið fyrir heilbrigðiskerfið þar ytra og þessar konur sem áttu mjög undir högg að sækja. Við gerðum allt sem við gátum innan laga landsins,“ segir hann. Björn er ekki fyrsti Íslendingur- inn til að sitja á forstjórastóli. Birg- ir Jakobsson, sem nú starfar sem aðstoðarmaður Svandísar Svavars- dóttur heilbrigðisráðherra var for- stjóri sjúkrahússins um árabil. Björn segist ekki hugsa mikið um það hversu lengi hann muni sitja á forstjórastól. „Ég horfi á verkefnin fram undan. Þetta er glæsilegt sjúkrahús í glænýrri byggingu, við búum yfir mikilli sérfræði- þekkingu og erum til dæmis með bestu geislameðferðar vélar á Norðurlöndum. En við verðum að fá vinnufrið og til þess verður fjár- hagurinn að komast í jafnvægi. Ég einblíni á þessi markmið.“ ÉG ÞURFTI AÐ TAKA HAND- BREMSUBEYGJU, ÞVÍ ÞAÐ VAR ORÐIÐ MJÖG BRÝNT AÐ STÖÐVA TAPREKSTUR- INN. Björn Zoëga, forstjóri Karolínska háskóla-sjúkrahússins í Stokk-hólmi, er staddur á skrifstofu sinni í Solna. Hann hefur átt anna- saman dag og á meðan hann ræðir við blaðamann bíða aðrir eftir því að ná tali af honum. Vinnudagarnir geta orðið langir. Björn tók við starfi forstjóra sjúkrahússins í apríl og vissi strax að hans beið erfitt og krefjandi verkefni. Í upphafi árs var álitið að taprekstur yrði um 10,6 milljarðar króna. Fjárhagur sjúkrahússins var kominn algjörlega úr böndunum, líklega má rekja ástæðuna til þess að verið er að f lytja starfsemi þess yfir í glænýtt og tæknilega fullkom- ið sjúkrahús. Kostnaður við bygg- ingu þessa nýja sjúkrahúss hefur ratað reglulega í fréttir sænskra dagblaða. Eftir rúman mánuð í nýju starfi sá Björn sig tilneyddan til að segja upp 550 starfsmönnum. Hann tók þá ákvörðun að segja ekki upp starfs- mönnum sem starfa með sjúkl- ingum heldur voru uppsagnirnar í hópi stjórnenda sjúkrahússins. Á sjúkrahúsinu starfa um 16.000 starfsmenn. Og hann telur líklegt að hann þurfi að segja f leiri starfs- mönnum upp störfum áður en árið er á enda. Tók handbremsubeygju „Ég þurfti að taka handbremsu- beygju, því það var orðið mjög brýnt að stöðva tapreksturinn. En þetta er þungt og mikið skip og það tekur tíma að snúa því,“ segir Björn. „Fyrstu þrír mánuðir ársins voru hræðilegir, ég kom til starfa í apríl og við erum smám saman að vinda ofan af hallanum og ég hef þurft að taka mjög erfiðar ákvarð- anir. Hallinn var í upphafi árs 10% af veltu, nú er hann á bilinu 7-8% og við stefnum að því að hann fari niður fyrir 0%. Björn stýrði Landspítalanum eftir efnahagshrunið og sagði upp í mótmælaskyni árið 2013 eftir að hafa þurft að standa lengi í niður- skurðaraðgerðum. Hann hafði áður en hann sagði upp lengi og ítrekað bent stjórnvöldum á að lengra yrði ekki gengið. Það hlýtur að vera erfitt að standa enn og aftur í þessum sporum? Hvernig er andinn á meðal starfs- manna? „Hópuppsögn er flókin, það tekur við sex mánaða þögn á meðan starfsfólk vinnur uppsagnarfrest- inn. Bráðum er sá tími á enda og það er óróleiki á meðal viss hluta starfs- fólks. Ég hafði aldrei stigið fæti inn á Karólínska sjúkrahúsið áður en ég varð forstjóri. Svo að ég er enn að reyna að fá raunsanna mynd af því hvernig starfsfólki líður og hvernig vinnuandinn er. Ég rýni í starfs- mannakannanir og í þeim kemur fram að starfsmenn upplifa að lítið hafi verið hlustað á þeirra sjónar- mið, það hafa verið gerðar margar breytingar, innleitt nýtt skipurit, verkefnum breytt og það standa yfir f lutningar í nýtt húsnæði. Það er komin þreyta í mannskapinn og það er skiljanlegt. Það er þreytandi að standa í löngu breytingaferli sem er umdeilt í þokkabót. Ég hef reynt alveg frá því ég kom hingað að opna allt ferlið og segja fólki hiklaust hver staðan er. Fólk á ekki að þurfa að spyrja, það er í hlutverki mínu að vera fyrstur til að segja því hver staðan er. Ég hef líka reynt að breyta skipulaginu þannig að aðgengi að Langir dagar í Stokkhólmi „Ég hafði aldrei stigið fæti inn á Karólínska sjúkrahúsið áður en ég varð forstjóri,“ segir Björn Zoëga. Gríðarlegur rekstrarhalli og möguleg málaferli vofa yfir einu fullkomnasta og glæstasta sjúkrahúsi á Norðurlöndunum. „Álag er eitthvað sem maður leggur á sjálfan sig. Ég á skilti sem minnir mig á hugarfarið: Keep calm and just do it.“ MYND/KAROLINSKA Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjana@frettabladid.is 7 . S E P T E M B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R30 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 0 7 -0 9 -2 0 1 9 0 4 :5 6 F B 1 0 4 s _ P 0 8 6 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 7 5 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 B 9 -9 E 9 0 2 3 B 9 -9 D 5 4 2 3 B 9 -9 C 1 8 2 3 B 9 -9 A D C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 1 0 4 s _ 6 _ 9 _ 2 0 1 9 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.