Fréttablaðið - 07.09.2019, Side 32

Fréttablaðið - 07.09.2019, Side 32
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit- stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Hjördís Erna Þorgeirsdóttir | hjordiserna@frettabladid.is s. 550 5767 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@ frettabladid.is s. 550 57686 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768 Útgefandi: Torg ehf Ábyrgðarmaður: Kristín Þorsteinsdóttir Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Atli Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 550 5657, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@ frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 550 5653, Markmiðið með hraðlinum er að veita einstaklingum sem hafa brennandi áhuga á bættu samfélagi, vettvang til þess að þróa hugmyndir sínar áfram og finna þeim sjálf bæran farveg svo þær geti blómstrað og dafnað. Lausnir við áskorunum samtímans „Við stöndum frammi fyrir gríðar- legum áskorunum í dag, hvort sem við lítum til umhverfismála, aukinnar tæknivæðingar eða breytinga á aldurssamsetningu þjóða, en í þessum breytingum felast jafnframt tækifæri,“ segir Auður Örlygsdóttir, verkefnastjóri Höfða friðarseturs. „Það skiptir því máli að hafa vettvang sem gengur gagngert út á það að virkja hugvitið og styðja við öfluga ein- staklinga sem eru með hugmyndir að nýjum lausnum.“ Í fyrra komu inn afar öflug og fjölbreytt verkefni. Meðal annars Bergið Headspace sem er móttöku- setur fyrir ungt fólk, á forsendum ungs fólks. Það hóf starfsemi sína með formlegum hætti í liðinni viku. Farsæl öldrun þekkingar- miðstöð kom líka inn í fyrra og tekur þátt í Lýsu, rokkhátíð sam- talsins, um helgina. Farsæl öldrun hlaut nýverið styrk félags- og barnamálaráðherra til atvinnu- mála kvenna. Auk þeirra voru áhugaverð verkefni sem sneru að öðrum samfélagshópum, svo sem inn- flytjendum og flóttafólki, hvernig virkja megi kraft borgarbúa í þágu samfélagsins og nýjum umhverfis- lausnum. Þar var nálgunin mjög fjölbreytt og sneri meðal annars að því hvernig nýta megi sveppi til þess að hreinsa menguð land- svæði, hvernig megi byggja upp bíllaus hverfi í borginni eða hvetja fólk til þess að nýta græna sam- göngumáta í meira mæli. Teymin í Snjallræði 2018 „Verkefnin sem taka þátt í Snjallræði geta verið afar ólík og umsóknarferlið er opið öllum. Hugmyndirnar mega vera ferskar og hráar en líka flóknar og full- mótaðar. Þeir sem sækja um sem einstaklingar geta fengið aðstoð frá okkur við að mynda teymi í kringum sína hugmynd en að þessu sinni getum við tekið inn átta teymi,“ segir Auður. Teymin munu fá vinnuaðstöðu í Setri skapandi greina við Hlemm, stuðning við að þróa hugmyndina áfram og koma henni í fram- kvæmd ásamt þjálfun frá fremstu sérfræðingum á sviði samfélags- legrar nýsköpunar og aðgang að neti mentora sem leiðbeina frum- kvöðlunum, miðla af reynslu sinni og styðja einstök verkefni áfram. Sprettur undir handleiðslu Svöfu Grönfeldt og MIT designX Hraðallinn fer fram frá 7. október til 28. nóvember og byggist upp á vinnusmiðjum. Í annarri viku hraðalsins, frá 14. til 18. október býðst þátttakendum einstakt tækifæri til þess að vinna undir handleiðslu Svöfu Grönfelt og samstarfsfélga hennar frá MIT designX. Svafa Grönfeldt er full- trúi í ráðgjafaráði Snjallræðis, stjórnarformaður og ein stofnenda nýjasta viðskiptahraðalsins við MIT, designX. Á viku tímabili munu teymin í Snjallræði fá að kynnast nýjustu nálgunum á sviði samfélagslegrar nýsköpunar og frumkvöðlastarf- semi og öðlast tækifæri til þess að sannreyna eigin hugmyndir og kryfja þær til mergjar í krefjandi vinnustofum sem byggðar verða á fjórum grunnstoðum MIT DesignX, Understand – Solve – Envision – Scale. Spretturinn er styrktur af MIT Industrial Liaison Program (ILP), í gegnum samstarf Háskólans í Reykjavík við Snjall- ræði. Öflugir bakhjarlar og samstarf við atvinnulífið Snjallræði er ekki einungis vettvangur fyrir samfélagslega nýsköpun og aukna umræðu um mikilvægi samfélagsábyrgðar. Snjallræði skapar einnig vettvang fyrir aukið samstarf við atvinnu- lífið um nýjar lausnir með aukinni áherslu á umhverfi og samfélag. Að baki hraðlinum standa afar framsækin fyrirtæki sem eiga það öll sammerkt að vilja leggja sitt af mörkum til samfélagsins. Össur er eitt þeirra en fyrirtækið stefnir í síauknum mæli í átt að hringrásar- hagkerfi og hefur um árabil unnið markvisst að því að draga úr sóun og neikvæðum umhverfisáhrifum sínum. Í samstarfi við viðskiptavini og samstarfsaðila, umbreytir Marel matvælaframleiðslu á heimsvísu með sjálf bærni, hagkvæmni og rekjanleika að leiðarljósi. Árlega fjárfestir Marel um 6% tekna í öflugri vöruþróunarstarfsemi við að hanna lausnir sem hámarka nýtingu verðmætra auðlinda og draga úr hvers konar sóun, meðal annars vatns-, orku- og matarsóun. Deloitte er afar framarlega á sviði samfélagsábyrgðar en hefur einnig verið að feta sig áfram á sviði samfélagslegrar nýsköpunar með þróunarverkefni um íslenska málheild og máltæknilausnir með það að markmiði að tölvur og tæki framtíðarinnar muni skilja og tala íslensku svo vel sé. Icelandair leggur síaukna áherslu á samfélagsábyrgð í starf- semi sinni. Félagið vinnur meðal annars markvisst að umhverfis- og jafnréttismálum og vill leggja sitt af mörkum á þeim sviðum. Að lokum má nefna að Lands- virkjun skrifaði nýverið undir fyrsta sjálf bærnitengda lánið hér á landi sem hvetur fyrirtækið enn frekar til þess að ná eigin markmiðum í jafnréttismálum, heilsu- og öryggismálum og lofts- lagsmálum. Öllum þessum öflugu bak- hjörlum gefst kostur á að senda eitt teymi til þátttöku í MIT designX sprettinum með það að markmiði að vinna að tiltekinni umbótahug- mynd innan fyrirtækisins á sviði samfélagslegrar nýsköpunar. Heimsmarkmiðin Snjallræði leggur ríka áherslu á heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og hvernig nýta megi þau til grundvallar við mótun nýrra hugmynda og þróun stefnu fyrirtækja á sviði samfélagslegrar nýsköpunar. Teymin sem sækja um þátttöku munu þurfa að sýna fram á það með hvaða hætti hug- myndir þeirra styðja við heims- markmiðin og lita stefnumótun þeirra til frambúðar. Framtíðarsýn Snjallræði verður hluti af Vísinda- görðum Háskóla Íslands en görð- unum er ætlað að tengja saman Frá undirritun samstarfssamn- ings í Höfða á síðasta ári. MYNDIR/KRISTINN INGVARSSON Þátttakendur í Snjallræði 2018. Það skiptir máli að hafa vettvang sem gengur gagngert út á það að virkja hugvitið og styðja við öfluga ein- staklinga. Framhald af forsíðu ➛ frumkvöðla, fyrirtæki og háskóla og stórefla þar með hagnýtingu rannsókna, nýsköpun og við- skiptaþróun. Snjallræði verður því hluti af öflugu samfélagi Vísinda- garða og kemur til með að hafa aðsetur í Grósku, hugmyndahúsi og suðupotti nýsköpunar í Vatns- mýrinni. Höfði friðarsetur Reykja- víkurborgar og Háskóla Íslands, Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Háskóli Íslands, Reykjavíkur- borg, Listaháskóli Íslands, Festa – miðstöð um samfélagsábyrgð fyrirtækja, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, Háskólinn í Reykjavík og Icelandic Startups standa að Snjallræði en fram- kvæmd hraðalsins er í höndum Höfða friðarseturs og Nýsköpun- armiðstöðvar Íslands, í samstarfi við aðila frá MIT designX. Frekari upplýsingar er að finna á síðu Snjallræðis, www.snjallraedi. is. Hægt er að hafa samband við verkefnastjóra Snjallræðis, Auði Örlygsdóttur, audurorl@hi.is / 866-5269 eða sérfræðing frá Ný- sköpunarmiðstöð Íslands, Huldu Birnu Baldursdóttir, hulda@nmi.is / 660-1973. 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 7 . S E P T E M B E R 2 0 1 9 L AU G A R DAG U R 0 7 -0 9 -2 0 1 9 0 4 :5 6 F B 1 0 4 s _ P 0 8 8 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 7 3 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 B 9 -8 A D 0 2 3 B 9 -8 9 9 4 2 3 B 9 -8 8 5 8 2 3 B 9 -8 7 1 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 1 0 4 s _ 6 _ 9 _ 2 0 1 9 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.