Fréttablaðið - 07.09.2019, Qupperneq 34
Elín
Albertsdóttir
elin@frettabladid.is
Ferðamálaskóli Íslands • www.menntun.is • Sími 567 1466
Opið 8-22
LEIÐSÖGUNÁM
FERÐAMÁLASKÓLI ÍSLANDS,
Bíldshöfða 18, sími 567 1466,
Opið til kl. 22.00,
Martha Jensdóttir
kennari.
Martha Jensdóttir
kennari.
Ferða álaskóli Íslands • www. enntun.is • Sí i 567 1466
pið 8-22
I
FERÐAMÁLASKÓLI ÍSLANDS,
Bíldshöfða 18, sími 567 1466,
Opið til kl. 22.00,
Martha Jensdóttir
kennari.
Martha Jensdóttir
kennari.
- Nemendur geta að námi loknu gengið í Leiðsögufélagið -
LEIÐSÖGUNÁM
VIÐURKENNT STARFSNÁM AF ATVINNULÍFINU
Opið 8-22
Magnús Jónsson
fv. veðurstofustjóri
Guðrún Helga
Bjarnadóttir,
Vestmannaeyjum
Hnitmiðað og skemmtilegt nám fyrir þá sem vilja kynnast Íslandi í máli og myndum.
Námið er opið öllum þeim sem vilja læra leiðsögn erlendra og innlendra ferða-
manna um Ísland.
Flest stéttarfélög styrkja nemendur til náms.
Námið:
• Helstu viðkomustaðir ferðamanna á Íslandi í máli og myndum.
• Mannleg samskipti, leiðsögutækni, hestar, fuglar og flóra. Framsaga.
• Saga landsins, jarðfræði, bókmenntir og listir, menningartengd ferðaþjónusta.
• Skipulagðar ferðir og afþreyingaferðir. Ritgerðarverkefni og margt fleira.
Leiðbeinendur eru þaulvanir leiðsögumenn og sérfræðingar á sínu sviði.
Boðið er upp á dag eða kvöldnám auk þess sem farið verður í fjölda vettvangsferða.
Umsögn: „Fyrir nokkrum árum stundaði ég leiðsögunám í Ferðamálaskóla
Íslands. Námið stóð vel undir væntingum mínum. Fjölmargir kennarar komu
að kennslunni sem áttu auðvelt með að ná til mín, auka áhuga minn á náms-
efninu og ekki síst að vekja mig til umhugsunar um þá auðlind sem landið
okkar er. Auk þess hvöttu þeir okkur til að virða landið okkar. Kennararnir
voru mjög færir og fróðir hver á sínu sviði og áttu auðvelt með að koma
efninu til skila.
Námið gefur mikla atvinnumöguleika og það eru spennandi tímar framundan.
LEIÐSÖGUNÁM
VIÐURKENNT STARFSNÁM Í ATVINNULÍFINU
Ferðamálaskóli Íslands • ww .menntun.is • Sími 5
elga
Bjarnadóttir
OPIÐ
8-22
Yfirvöld telja að fjölgun þjófnaða í sumar sé um 30% frá því á sama tíma í fyrra.
Það eru venjulegir túristar og fólk
í viðskiptaerindum sem helst
verður fyrir barðinu á þjófunum.
Meðal fórnarlamba í sumar voru
sendiherra og bandarískur FBI-
maður. Allir geta orðið fyrir þessu
sé ekki gætilega farið. Lögreglan í
borginni reynir að stemma stigu
við þessari aukningu. Yfirvöld
ítreka að Spánn sé öruggt land að
heimsækja en fólk verði að gæta
sín á vasaþjófunum. Sérstaklega
ætti fólk að gæta sín á kvöldin og
nóttunni.
Þjófarnir sækja sérstaklega
í dýr úr, peninga, kreditkort,
myndavélar og farsíma. Helstu
túristastaðir eru hættulegastir auk
neðanjarðarlesta. Fjölgað hefur til-
kynningum þar sem brotist er inn
í bílaleigubíla við bensínstöðvar
og stórmarkaði. Alls ekki ætti að
skilja verðmæti eftir í bílum án
eftirlits.
Ferðamannastraumur eykst
Ferðamannastraumur til Barce-
lona er alltaf að aukast. Á fjórum
árum hefur hann aukist um 25%.
Árið 2012 voru 27 milljónir ferða-
manna sem heimsóttu borgina en
þeir voru 32 milljónir árið 2016.
Aðeins átta milljónir gesta dvelja
á hótelum og gistihúsum en hinir
eru gestir sem koma í dagsferð,
f lestir af skemmtiferðaskipum.
Í borginni búa 1,6 milljónir
manna, að því er vefmiðillinn The
Telegraph greinir frá. Barcelona er
ein vinsælasta borg í heimi og er
sú fimmta mest heimsótta á eftir
London, París, Róm og Istanbúl.
Aðvara fólk
Mikil aukning hefur orðið á
of beldisbrotum núna í ágúst.
Bandaríska ræðismannsskrif-
stofan í Barcelona hefur gefið út
öryggisviðvörun til bandarískra
ríkisborgara. Þar segir að mikil
aukning sé á of beldisbrotum í
borginni í sumar, sérstaklega á
vinsælum ferðamannastöðum.
Ráðist hefur verið á fólk og stolið
af því skartgripum, handtöskum
og úrum. Í sumum tilfellum hafa
árásirnar leitt til meiðsla.
Yfirvöld árétta að borgin sé frið-
söm en vissulega þarf fólk að vera
á varðbergi til að forðast þjófana.
Mest er um vasaþjófnað í borginni
en einnig eru lúxusúr vinsæl svo
og handtöskur. Bent er á að vara sig
sérstaklega á La Rambla, við Sag-
rada familia kirkjuna og við allar
lestarstöðvar.
Góð ráð fyrir ferðamenn
Gefin hafa verið út ítarleg ráð fyrir
ferðamenn til að forðast vasa-
þjófnað á síðunni barcenlonayel-
low.com en meðal þess sem bent er
á er eftirfarandi:
1) Ekki geyma peningaveskið þitt í
vasa á bakpoka.
2) Ekki leggja frá þér síma eða
myndavél á kaffi- eða veitinga-
húsi.
3) Hafðu bakpoka fyrir framan þig
á túristasvæðum.
4) Hafðu handtösku lokaða og í
fanginu á þér á kaffihúsum eða
börum.
5) Vertu mjög varkár ef grunsam-
legt fólk snertir þig.
6) Aldrei taka þátt í götuleikjum
sem boðið er upp á.
7) Vertu extra varkár á ströndinni
og í lestunum.
8) Vertu extra varkár þegar þú
horfir á götusýningu.
9) Vertu extra varkár á Römblunni,
Sagrada kirkjunni og Sants
lestarstöðinni og í neðanjarðar-
lestum.
10) Vertu extra varkár í lobbíi hót-
els, þar sem flugrútan stoppar
og á flugvelli.
11) Vertu extra varkár ef þú
gengur með dýrt lúxusúr.
12) Ekki vera í svokölluðum túr-
istafötum. Vertu í venjulegum
fötum líkt og íbúar klæðast. Ef
þú ert túristalegur ertu auð-
veldara skotmark þjófanna.
Gallabuxur og bolur er fínn
klæðnaður í Barcelona. Það
er ekkert sérstaklega hlýtt á
veturna í borginni en heitt á
sumrin og þá ganga flestir í
stuttbuxum.
13) Ekki skoða landakort eða
ferðabók úti á götu. Ef þú
tekur upp slíka bók skaltu
setja hana í töskuna strax eftir
notkun. Best er að hafa kort
af borginni sem hótelin gefa,
brjóta það saman og fela það.
14) Alls ekki leggja handtösku frá
þér á kaffihúsum og veitinga-
stöðum. Það eru góðir staðir
fyrir þjófana. Haltu fast um
veskið. Ekki setja það á lausan
stól eða undir borð. Ekki setja
veski, síma, iPad eða mynda-
vél á borð á kaffihúsi. Hafðu
varann á ef barn vill selja þér
dagblað eða eitthvað annað.
Krakkinn er notaður í þjófnað
og er fljótur að næla sér í hluti,
er nánast eins og sjónhverf-
ingamaður.
15) Gættu þín á fölskum lög-
reglumönnum sem eru ekki í
búningi. Þeir gætu þóst vera
í lögreglunni og biðja um
kreditkort eða passa. Svaraði
því til að þú viljir fara á lög-
reglustöðina. Aldrei rétta
neinum veski eða kort. Alvöru
lögreglumenn biðja fólk aldrei
um svona hluti úti á götu.
16) Þekkt ráð hjá þjófunum er að
reka sig í gangandi vegfarenda,
missa smápening eða jafnvel
klína einhverju í viðkomandi
sem hann síðan vill þurrka
burt og ná þannig athyglinni
frá vasaþjófnaðinum. Þetta er
algengt í þröngum lestum og
í lyftum.
Barcelona er yndisleg borg að
heimsækja með marga áhugaverða
staði. Mjög góðar upplýsingasíður
eru á netinu fyrir ferðamenn. Ef
fólk veit af þjófnaðarhættunni og
er upplýst um hana er það í betri
aðstöðu til að verja sig. Það er vel
hægt að eiga góða daga í Barce-
lona, einungis fara varlega og ekki
vekja áhuga þjófa með sjáanlegum
lúxusvörum og skartgripum.
Metfjöldi
þjófnaða í
Barcelona
Yfirvöld í Barcelona hafa miklar
áhyggjur af þjófnaði í borginni. Sum-
um þjófnuðum fylgja ofbeldi og
hótanir. Aldrei hefur verið eins mikið
um þjófnað og í sumar en ferða-
mönnum hefur einnig fjölgað mikið.
Það er alltaf mannþröng á Römblunni í Barcelona. Betra er að hafa varann á gagnvart vasaþjófum. NORDICPHOTOS/GETTY
Sérstaklega ætti
fólk að gæta sín á
kvöldin og á nóttunni.
Þjófarnir sækja sérstak
lega í dýr úr, peninga,
kreditkort, myndavélar
og farsíma, en helstu
túristastaðir og neðan
jarðarlestarnar eru
hættulegustu staðirnir.
4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 7 . S E P T E M B E R 2 0 1 9 L AU G A R DAG U R
0
7
-0
9
-2
0
1
9
0
4
:5
6
F
B
1
0
4
s
_
P
0
7
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
3
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
B
9
-D
4
E
0
2
3
B
9
-D
3
A
4
2
3
B
9
-D
2
6
8
2
3
B
9
-D
1
2
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
1
0
4
s
_
6
_
9
_
2
0
1
9
C
M
Y
K