Fréttablaðið - 07.09.2019, Page 40

Fréttablaðið - 07.09.2019, Page 40
kopavogur.is Þjónustu- og ráðgjafardeild aldraðra leitar að drífandi og metnaðarfullum einstaklingum í störf iðjuþjálfa og félagsliða. Um er að ræða fjölbreytt störf til framtíðar. Iðjuþjálfi Helstu verkefni og ábyrgð · Ráðgjöf til aldraðra Kópavogsbúa og aðstandenda þeirra. · Mat á þjónustuþörf. · Þátttaka í skipulagningu og starfi sérhæfðrar dagdeildar í Roðasölum. · Stuðningur og þjálfun til starfsmanna í félagslegri heimaþjónustu. · Gerð og eftirfylgni dagskipulags. · Aðstoð vegna stoðtækja. Menntunar- og hæfniskröfur · BS gráða í iðjuþjálfun. · Reynsla af starfi með öldruðum kostur. · Þekking eða reynsla af notkun matstækja æskileg. Félagsliði Helstu verkefni og ábyrgð · Einstaklingsmiðaður persónulegur stuðningur við íbúa í daglegu lífi. · Þátttaka í þróun verkefna sem miða að því að draga úr félagslegri einangrun. · Samvinna við starfsfólk, aðstandendur og aðra þjónustuaðila. Menntunar- og hæfniskröfur · Félagsliði, nám á framhaldsskólastigi eða töluverð reynsla af vinnu með öldruðum og/eða fötluðum Við leitum að einstaklingum sem hafa hæfni í mannlegum samskiptum, eru lausnamiðaðir og hugsa út fyrir kassann. Íslenskukunnátta er nauðsynleg og bílpróf er æskilegt. Starfshlutfall er 100% eða samningsatriði. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Þeir sem ráðnir eru til starfa hjá velferðarsviði Kópavogsbæjar þurfa að skila sakavottorði. Við hvetjum karla jafnt sem konur til að sækja um starfið. Umsóknarfrestur er til og með 22. september. Frekari upplýsingar veitir Anna Klara Georgsdóttir (annaklara@kopavogur.is) deildarstjóri þjónustu- og ráðgjafardeildar aldraðra s. 441 0000. Velferðarsvið Kópavogsbæjar óskar eftir iðjuþjálfa og félagsliða Staða sálfræðings hjá Skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu er laus til umsóknar. Um er að ræða 100% stöðu. Starfsstöðin er á Hvolsvelli þar sem sálfræðingur vinnur í þverfaglegu samstarfi með öðrum sérfræðingum, leik- skólaráðgjafa, kennsluráðgjafa grunnskóla og náms- og starfsráðgjafa. Á svæðinu eru fimm leikskólar og fimm grunnskólar með tæplega 800 börnum. Gert er ráð fyrir að viðkomandi hefji störf þann 1. desember nk. eða eftir samkomulagi. Starfssvið sálfræðings • Ráðgjöf, stuðningur og fræðsla til foreldra barna og starfsfólks leik- og grunnskóla. • Þverfaglegt samstarf við aðra sérfræðinga innan og utan stofnunarinnar og seta í teymum um einstök börn innan skólanna. • Sálfræðilegar athuganir og greiningar á börnum, ráðgjöf í kjölfar greininga og eftirfylgd mála. • Þátttaka í fræðslufundum og námskeiðahaldi fyrir starfsfólk leik- og grunnskóla. Menntunar- og hæfniskröfur • Sálfræðimenntun og réttindi til að starfa sem sálfræðingur. • Frumkvæði, ábyrgð og sjálfstæði í vinnubrögðum. • Færni í mannlegum samskiptum og þverfaglegu samstarfi. Laun og starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi Sálfræðingafélags Íslands og Sambands ísl. Sveitarfélaga Umsóknarfrestur er til 7. október nk. Umsóknir sendist í pósti á Skólaþjónusta Rang. og V-Skaft., Austurvegi 4, 860 Hvolsvelli, eða í tölvupósti á netfangið thorunnjona@skolamal.is. Með umsókn þarf að fylgja ferilskrá um menntun og fyrri störf. Frekari upplýsingar veitir Þórunn Jóna Hauksdóttir forstöðumaður Skólaþjónustu í netfanginu (thorunnjona@skolamal.is) eða í síma 487-8107. SKÓLAÞJÓNUSTA RANGÁRVALLA- OG VESTUR-SKAFTAFELLSSÝSLU AUGLÝSIR LAUST STARF SÁLFRÆÐINGS Í LEIK- OG GRUNNSKÓLUM SKÓGARHLÍÐ 12 105 REYKJAVÍK SÍMI 520 4700 Bókari óskast til starfa Félagsbústaðir óska eftir að ráða vanan bókara til starfa á fjármálasviði sem fyrst. Fjármálasvið fer með fjármálastjórn félagsins, gerð og eftirfylgni með fjárhagsáætlunum, úrvinnslu upplýsinga, launamál, uppgjör og fl. Helstu verkefni og starfssvið: • Móttaka reikninga, bókun innkaupareikninga • Bókun innborgana og millifærslna • Bókun hússjóðsgjalda, afstemming og utanumhald húsfélaga • Innheimtumál og þjónusta við viðskiptavini • Þátttaka í uppgjörsvinnu • Önnur tilfallandi verkefni Menntunar- og hæfniskröfur: • Viðskiptafræðimenntun er æskileg • Próf sem viðurkenndur bókari eða sambærileg menntun í reikningshaldi er æskileg • Reynsla af bókarastörfum er skilyrði • Færni í Excel og góð almenn tölvufærni • Jákvætt viðmót og góð samskiptafærni • Sjálfstæð, nákvæm og öguð vinnubrögð • Kunnátta í Agresso/Unit4 er kostur en ekki skilyrði Upplýsingar veitir: Sverrir Briem sverrir@hagvangur.is Umsóknarfrestur er til og með 23. september 2019. Umsóknir óskast fylltar út á www.hagvangur.is Umsóknum þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf. Félagsbústaðir eru stærsta þjónustufyrirtæki landsins á leigumarkaði, á og leigir út yfir 2.600 íbúðir í borginni. Á skrifstofunni sem staðsett er miðsvæðis í Reykjavík starfa um 25 manns í anda gilda um samvinnu, virðingu og góða þjónustu. Félagsbústaðir er vottað í hóp framúrskarandi fyrirtækja á Íslandi 2019 af Credit Info. Félagsbústaðir eru í eigu Reykjavíkurborgar. 0 7 -0 9 -2 0 1 9 0 4 :5 6 F B 1 0 4 s _ P 0 6 8 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 6 5 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 B 9 -F 7 7 0 2 3 B 9 -F 6 3 4 2 3 B 9 -F 4 F 8 2 3 B 9 -F 3 B C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 1 0 4 s _ 6 _ 9 _ 2 0 1 9 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.