Fréttablaðið - 07.09.2019, Síða 44
Nýtt fólk
Tilkynningar um nýtt fólk Atvinnublað Fréttablaðsins
kemur út á laugardögum í viku hverri. Umsjónarmaður
blaðsins er Hrannar Helgason. Blaðið birtir valdar
greinar um ráðningu nýrra starfsmanna. Sendið til-
kynningar ásamt mynd af viðkomandi á netfangið:
nyttfolk@frettabladid.is
Friðrik til Pipar\TBWA
Hrannar aðstoðar mennta-
og menningarmálaráðherra
Ingvar aftur til Cohn & Wolfe
Guðmundur yfir sölu- og
markaðsmálum hjá VÍS
Friðrik Gunnar Kristjánsson hefur verið ráðinn til aug-lýsingastofunnar Pipar\
TBWA. Þar mun hann sinna starfi
vef birtinga og samfélagsmiðla-
ráðgjafa. Friðrik hefur víðtæka
reynslu af markaðsmálum. Hann
hefur stýrt auglýsingaherferðum
bæði hér á landi og erlendis, þar sem
hann hefur meðal annars lagt sérstaka
áherslu á nýjustu lausnir stafrænna miðla til að hámarka
árangur auglýsinga á netinu. Friðrik starfaði áður sem
sérfræðingur í markaðsmálum hjá atvinnuleitarmiðl-
inum Alfreð, og þar áður sem markaðsstjóri hjá Heim-
kaup netverslun.
Hrannar Pétursson hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og
menningarmálaráðherra. Hann
var aðstoðarmaður ráðherra
þegar Lilja Alfreðsdóttir gegndi
embætti utanríkisráðherra 2016-
2017 og hefur hann einnig starfað
í forsætisráðuneytinu. Hrannar
var framkvæmdastjóri mannauðs- og
markaðsmála hjá Vodafone, upplýsingafulltrúi álvers-
ins í Straumsvík og fréttamaður á Ríkissjónvarpinu.
Undanfarin ár hefur Hrannar starfað sjálfstætt, m.a. við
rekstrar- og almannatengslaráðgjöf.
Ingvar Örn Ingvarsson hefur snúið aftur til starfa hjá almanna-tengsla- og stjórnendaráð-
gjafarfyrirtækinu Cohn & Wolfe á
Íslandi en það er hluti af alþjóð-
legri almannatengslastofu.
Ingvar Örn starfaði hann hjá hjá
Cohn & Wolfe sem faglegur fram-
kvæmdastjóri fram til ársins 2014. Síðan
þá hefur Ingvar starfað sem stjórnandi
almannatengsla hjá Íslandsstofu á sviði ferðaþjónustu
og skapandi greina þar sem hann sinnti m.a. Inspired by
Iceland herferðinni. Árið 2016 var Ingvar í sérverkefnum
hjá Samskipum.
Guðmundur Óskarsson hefur verið ráðinn sem forstöðu-maður sölu- og markaðs-
mála hjá VÍS. Helsta verkefni hans
er að leiða sölu- og markaðsmál
fyrirtækisins í gegnum stafrænar
leiðir. Guðmundur starfaði hjá
Icelandair um 14 ára skeið, lengst af
sem framkvæmdastjóri og forstöðu-
maður sölu- og markaðssviðs. Hann var
einnig forstöðumaður sölu- og markaðsmála hjá Air
Iceland Connect. Guðmundur er með BS- og BA-gráðu í
viðskiptafræði og alþjóðasamskiptum frá Pennsylvania
State University og diplóma frá University of Leipzig í
Þýskalandi.
Frekari upplýsingar um starfið er hægt að nálgast hjá Einari
Rögnvaldssyni: einarr@vhe.is, móttaka umsókna fer fram á vefsíðu
okkar: vhe.is/atvinna
Allar umsóknir eru meðhöndlaðar með trúnaði og eru konur sem karlar
hvött til þess að sækja um auglýst störf hjá fyrirtækinu.
Helstu verkefni:
- Skipulag verka
- Stýring á starfsfólki
- Umsjón með starfsmannaráðningum
- Almenn yfirsýn með verkefnum
UMSÓKNARFRESTUR ER til og með14.september: vhe.is/atvinna
Menntunar- og hæfniskröfur:
Melabraut 27 • 220 Hafnarfjörður
Sími 575 9700 • www.vhe.is
VHE ehf
verkstjóri í vélsmiðju
VHE leitar að skipulögðum og metnaðarfullum einstaklingi
sem verkstjóra í vélsmiðju okkar í hafnarfirði
V E R K V I T • H U G V I T • E I N I N G
VHE er ölskyldufyrirtæki, stofnað 1971 og hefur starfsstöðvar í Hafnarrði, á Egilsstöðum og á Reyðarrði. Hjá fyrirtækinu starfa um 300 manns
við hin ýmsu störf og erum við mjög stolt af þekkingu starfsmanna okkar og reynslu. VHE er framsækið fyrirtæki á Véla- og Mannvirkjasviði, við
bjóðum upp á ítarlegar lausnir í hönnun, framleiðslu og þjónustu fyrir viðskiptavini okkar, má þar nefna sérhæfðar lausnir fyrir stóriðju, iðnað,
orkufyrirtæki og mannvirkjagerð.
- Sveinspróf í Málmiðn nauðsynleg, meistarapróf kostur
- Reynsla af verkstjórn í iðnaði
- Mjög góð íslenskukunnátta
og færni í mannlegum samskiptum
Samherji er eitt öflugasta sjávarútvegsfyrirtæki Evrópu, með fjölbreytta starfsemi víðsvegar um heim.
Samherji hefur á að skipa hæfu og framtakssömu starfsfólki og stjórnendum, öflugum skipaflota,
miklum aflaheimildum og fullkomnum fiskvinnslum í landi.
Hólmadrangur ehf. er rækjuvinnsla staðsett á Hólmavík á Ströndum.
Hólmadrangur ehf. hefur starfað síðan 1978 og er leiðandi fyrirtæki á sínu sviði.
Það er markmið okkar að bjóða viðskiptavininum okkar ávallt hágæða vöru
og veita sveigjanlega og góða þjónustu.
Starf við vélstjórn,
viðhald og viðgerðir
í rækjuvinnslu Hólmadrangs ehf
Hólmadrangur ehf auglýsir eftir rafvirkja, vélstjóra eða einstaklingi með sambærilega menntun og/eða reynslu
til framtíðarstarfa við vélstjórnun, viðhald og viðgerðir á búnaði í rækjuvinnslu okkar á Hólmavík.
Okkur vantar jákvæðan, lausnamiðaðan og skipulagðan einstakling í liðið til að framleiða vörur af bestu gæðum
í fullkomnustu tækjum sem völ er á.
Viðkomandi þarf að hafa:
• Metnað fyrir framleiðslu hágæða matvæla
• Getu til að starfa sjálfstætt og frumkvæði til að vinna að
fyrirbyggandi viðhaldi og tæknilausnum
• Þekking á iðnstýringum
• Góða samskiptahæfni, vera jákvæður og tilbúinn að takast
á við nýjungar í tækni
• Starfið felst í eftirliti, þróun, umhirðu og viðhaldi véla og tækja
í fullkominni rækjuvinnslu félagsins
• Menntun á sviði vélstjórnar, rafvirkjunar, rafeindavirkjunar
eða vélvirkjunar
• Góð tölvukunnátta er skilyrði
• Enskukunnátta er skilyrði
Nánari upplýsingar veitir Sigurbjörn Rafn Úlfarsson, Rekstrarstjóri í síma 455-3201, sigurbjorn@holm.is
Vinsamlega skilið skriflegum umsóknum til Önnu Maríu Kristinsdóttur, Starfsmannastjóra Samherja hf Glerárgötu 30, 600 Akureyri
eða með tölvupósti á netfangið anna@samherji.is. Umsóknarfrestur er til 20. september 2019.
Starf pillara
í rækjuverksmiðju Hólmadrangs ehf
Hólmadrangur ehf auglýsir eftir einstaklingi í framtíðarstarf við pillun, stýringu á innmötun hráefnis og eftirlit
í framleiðslu og búnaði í rækjuvinnslu okkar á Hólmavík. Okkur vantar jákvæðan, lausnamiðaðan og skipulagðan
einstakling með góða tölvukunnáttu í liðið til að framleiða vörur af bestu gæðum í fullkomnustu tækjum sem
völ er á.
Viðkomandi þarf að hafa:
• Metnað fyrir framleiðslu hágæða matvæla
• Getu til að starfa sjálfstætt og hafa frumkvæði að lausnum
• Þekking á iðnstýringum
• Góða samskiptahæfni, vera jákvæður og tilbúinn
að takast á við nýjungar í tækni
• Starfið felst í pillun, eftirliti og stýringu hráefnis í suðu,
pillun og hreinsun í fullkominni rækjuvinnslu félagsins
• Reynsla á sviði vélstjórnar, matvælavinnslu eða verkstjórn
góður kostur
• Góð tölvukunnátta er skilyrði
• Enskukunnátta er skilyrði
Nánari upplýsingar veitir Sigurbjörn Rafn Úlfarsson, Rekstrarstjóri í síma 455-3201, sigurbjorn@holm.is
Vinsamlega skilið skriflegum umsóknum til Önnu Maríu Kristinsdóttur, Starfsmannastjóra Samherja hf Glerárgötu 30, 600 Akureyri
eða með tölvupósti á netfangið anna@samherji.is. Umsóknarfrestur er til 20. september 2019.
Samherji er eitt öflugasta sjávarútvegsfyrirtæki Evrópu, með fjölbreytta starfsemi víðsvegar um heim.
Samherji hefur á að skipa hæfu og framtakssömu starfsfólki og stjórnendum, öflugum skipaflota,
miklum aflaheimildum og fullkomnum fiskvinnslum í landi.
Hólmadrangur ehf. er rækjuvinnsla staðsett á Hólmavík á Ströndum.
Hólmadrangur ehf. hefur starfað síðan 1978 og er leiðandi fyrirtæki á sínu sviði.
Það er markmið okkar að bjóða viðskiptavininum okkar ávallt hágæða vöru
og veita sveigjanlega og góða þjónustu.
8 ATVINNUAUGLÝSINGAR 7 . S E P T E M B E R 2 0 1 9 L AU G A R DAG U R
0
7
-0
9
-2
0
1
9
0
4
:5
6
F
B
1
0
4
s
_
P
0
6
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
4
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
B
9
-D
E
C
0
2
3
B
9
-D
D
8
4
2
3
B
9
-D
C
4
8
2
3
B
9
-D
B
0
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
B
F
B
1
0
4
s
_
6
_
9
_
2
0
1
9
C
M
Y
K