Fréttablaðið - 07.09.2019, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 07.09.2019, Blaðsíða 52
Persónulegur aðstoðarmaður óskast Óska eftir aðstoðarfólki 23 ára eða eldri. Hreint sakavottorð og bílpróf eru skilyrði. Ég er hreyfihamlaður og bý á Völlunum í Hafnarfirði. Ég þarfnast aðstoðar við athafnir daglegs lífs. Mikilvægt er að umsækjandi sé heiðaleg/ur, stundvís og líkamlega hraust/ur. Vinnutíminn er milli kl 6:30 – 8:30 fjóra morgna virka daga vikunnar. Áhugasamir hafið samband í s: 895 8488 eða 483 1088 eftir kl. 17:00, eða á netfanginu sjam@simnet.is Kynningarfundur og undirbúningsnámskeið vegna löggildingarprófa fyrir dómtúlka og skjalaþýðendur 11. september 2019 Löggildingapróf fyrir dómtúlka og skjalaþýðendur verður haldið, 10. og 11 febrúar 2020, að undangengnu kynn­ ingar­ og undirbúningsnámskeiði á vegum Þýðingaseturs Háskóla Íslands. Kynningarfundur fyrir þá sem hyggjast þreyta löggilding­ arpróf verður haldinn miðvikudaginn 11. september n.k. kl. 16. í húsnæði Háskóla Íslands að Neshaga 16. Umdirbúningsnámskeiðið fer fram frá kl. 10­16 föstu­ dagana 13. september, 27. september, 11. október og 1. nóvember. Kennsla fer einnig fram á Neshaga 16, nema fjöldi kanditata verði meiri, stofa verður þá kynnt síðar. Próftökum er skylt að sækja undirbúningsnámskeiðið, nema þeir hafi þreytt prófin. Umsóknir á eyðublöðum sem fást hjá Sýslumanninum í Vestmannaeyjum og á vefnum www.syslumenn.is skulu berast Sýslumanninum í Vestmannaeyjum, Heiðarvegi 15, 900 Vestmannaeyjum eða rafrænt á netfangið skjala­ thydendur@syslumenn.is í síðasta lagi 12. september. Prófgjaldið 2018 fyrir þá sem voru að taka prófið í fyrsta sinn í báðar áttir var 296.000 kr. en 222.000 kr. fyrir þá sem tóku prófið aðeins í aðra áttina eða eru að endur­ taka prófið. Prófgjald fyrir prófið 2020 verður tilkynnt á kynningarfundinum Prófgjaldið skal greiðast inná reiking embættisins nr. 0582­26­2 kt. 490169­7339 í síðasta lagi þann 12. septem­ ber og skal staðfesting á greiðslu fylgja umsóknum eða senda sérstaklega á ofangreint netfang. Námskeiðgjald er innifalið í prófgjaldi. Nánari upplýsingar veitir Sýslumaðurinn í Vestmanna eyjum í síma 458 2900 og á netfanginu skjalathydendur@syslumenn.is Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum 6. september 2019 Útgáfa rekstrarleyfa til fiskeldis Arctic Sea Farm og Fjarðalax í Patreks- og Tálknafirði Í samræmi við lög nr. 71/2008 um fiskeldi hefur Matvælastofnun gefið út rekstrarleyfi til fiskeldis fyrir Arctic Sea Farm og Fjarðalax í Patreks- og Tálknafirði. Heimil framleiðsla fyrirtækjanna tveggja eru 17.500 tonn af laxi, Fjarðalax með 10.700 tonn og Arctic Sea Farm með 6.800 tonn. Framkvæmd fyrirtækjanna fór í gegnum sameiginlegt mat á umhverfisáhrifum í samræmi við lög nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum. Ítarlegri upplýsingar um leyfisveitingarnar eru aðgengilegar á heimasíðu Matvælastofnunar: www.mast.is. Auglýsing þessi er sett fram með vísan í 2. mgr. 13. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum. Heimilt er að kæra ákvörðun Matvælastofnunar vegna útgáfu leyfanna til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála og er kærufrestur einn mánuður frá birtingu auglýsingar þessarar. Hagþenkir, félag höfunda fræðirita og kennslugagna, auglýsir eftir umsóknum um þóknanir og ferða- og menntunarstyrki, síðari úthlutun. Umsóknarfrestur rennur út föstudaginn 20. september kl. 16. Þóknanir vegna ljósritunar, stafrænnar fjölföldunar o. fl. Óskað er eftir umsóknum um þóknanir vegna ljósritunar og stafrænnar fjölföldunar úr fræðiritum og kennslugögnum í skólum og öðrum stofnunum hins opinbera 2017-2018. Til úthlutunar eru allt að 5.000.000.- kr. Þóknanir til rétthafa á fræðslu- og heimildarmyndum Óskað er eftir umsóknum handritshöfunda, sem eru rétt- hafar á fræðslu- og heimildarmyndum og þáttum sem sýndir voru í sjónvarpi árin 2016–2018, um þóknanir sem Hagþenkir greiðir í framhaldi af gerðardómi um skiptingu tekna IHM, Innheimtumiðstöðvar gjalda, af geisladiskum, myndböndum og myndbandstækjum. Til úthlutunar eru allt að 1.500.000.- kr. Ferða- og menntunarstyrkir – fyrir félagsmenn Hagþenkis, síðari úthlutun Óskað er eftir umsóknum um ferða- og menntunarstyrki Hagþenkis vegna síðari úthlutunar. Rétt til að sækja hafa þeir sem hafa verið félagar í Hagþenki í eitt ár og eru skuldlausir við félagið. Einungis er heimilt að sækja um vegna ferða sem hafa verið farnar. Umsækjendum senda umsókn og fylgiskjöl í gegnum heimasíðu Hagþenkis. Til úthlutunar eru allt að 2.000.000.- kr. Allar nánari upplýsingar, úthlutunarreglur, rafræn umsóknar- eyðublöð og eyðublað fyrir skilagreinar eru á heimasíðu félagsins: www.hagthenkir.is Umsækjendur fá rafræna staðfestingu, kennimark, um að umsókn hafi borist og það gildir sem kvittun. Hagþenkir, félag höfunda fræðirita og kennslugagna / Þórunnartún 2, 2 hæð. Skrifstofa nr. 7. 105 Reykjavík / Sími 551-9599 / www.hagthenkir.is / hagthenkir@hagthenkir.is Löggildingarnámskeið fyrir mannvirkjahönnuði Námskeið fyrir mannvirkjahönnuði, sem óska löggildingar Mannvirkjastofnunar til að gera aðal- og séruppdrætti sbr. ákvæði 25. og 26. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010, verður haldið í október - nóvember 2019 og verður námskeiðið í fjarkennslu. Opnað verður fyrir fyrirlestra mánudaginn 14. október og verða þeir opnir til 23. nóvem- ber. Námskeiðinu lýkur með staðbundnu rafrænu prófi laugardaginn 23. nóvember 2019 (allar dagsetningar eru settar fram með fyrirvara um breytingar). Námskeiðsgjald er 95.000.- kr. og 60.000.- kr. fyrir þá sem sækja námskeiðið til endurmenntunar án prófs. Umsókn fer fram á vef IÐUNNAR- fræðsluseturs https://www.idan.is/ ásamt fylgigögnum eigi síðar en mánudaginn 7 október 2019. Fylgigön eru: 1) afrit af prófskírteini umsækjanda 2) vottorð frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti um réttindi til starfsheitis 3) vottorð/um 3 ára starfsreynslu, sbr. 1. mgr. 26. gr. laga um mannvirki Nánari upplýsingar í síma 590 6434. Mannvirkjastofnun | Skúlagötu 21, 101 Reykjavík. EMBASSY – HOUSING The American Embassy, is seeking to lease a house/apartment in 101 Reykjavik as soon as possible. Required size is 160 – 300 square meters, large living room, 3 bedrooms, 2 full bathrooms, garage/inside parking and permission to keep pets. Lease period is for minimum 3 years. Please send an e-mail to: sveinssonk@state.gov before September 13, 2019, with information about the house and location (photos, street and house/apartment number) and phone number of the contact person showing the SENDIRÁÐ – HÚSNÆÐI Bandaríska Sendiráðið Óskar eftir að taka á leigu hús/íbúð í 101 Reykjavík eins fljótt og auðið er. Æskileg stærð 160 – 300 fermetrar, stór stofa, 2 baðherbergi með sturtu/baðkari, bílskúr/stæði í bílageymslu og leyfi til að hafa gæludýr. Leigutími lágmark 3 ár. Vinsamlegast sendið tölvupóst á: sveinssonk@state.gov fyrir 13. september með upplýsing- um um eignina og staðsetningu (ljósmyndir, götuheiti og húsnúmer/íbúðarnúmer) og símanúmer þess sem sýnir eignina. Sími: 455 54 00 Fax: 455 54 99 postur@byggdastofnun.is byggdastofnun.is Aflamark Byggðastofnunar – boð um samstarf á Bakkafirði Byggðastofnun auglýsir eftir samstarfsaðilum um nýtingu á Aflamarki Byggðastofnunar á Bakkafirði í Langanes- byggð. Um er að ræða 150 þorskígildistonn vegna næstu fimm fiskveiðiára, frá og með fiskveiðiárinu 2019/2020 að telja. Um úthlutun og ráðstöfun aflamarksins gilda ákvæði reglugerðar nr. 643/2016. Nánari lýsingu á verkefninu er að finna á vef Byggða- stofnunar www.byggdastofnun.is. Umsóknir skal senda til Byggðastofnunar, á netfangið postur@byggdastofnun.is fyrir kl. 12:00 fimmtudaginn 26. september 2019. 16 ATVINNUAUGLÝSINGAR 7 . S E P T E M B E R 2 0 1 9 L AU G A R DAG U R 0 7 -0 9 -2 0 1 9 0 4 :5 6 F B 1 0 4 s _ P 0 6 0 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 B 9 -E D 9 0 2 3 B 9 -E C 5 4 2 3 B 9 -E B 1 8 2 3 B 9 -E 9 D C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 1 0 4 s _ 6 _ 9 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.