Fréttablaðið - 07.09.2019, Side 80

Fréttablaðið - 07.09.2019, Side 80
ÉG VARÐ MJÖG REIÐUR VIÐ SJÁLFAN MIG, GRÉT MIG Í SVEFN. Brandur Þorgrímsson er doktor í eðlisfræði og hefur lagt áherslu á skammtafræði, grein sem fæstir hafa mikla ef nokkra þekkingu á. Blaðamaður hitti Brand til að ræða vísindin og baráttuna við ofvirkni, sem hann var greindur með sem barn. „Ég fór til náms í háskólanum í Wisconsin því að hann bauð upp á rannsóknir sem gætu umbreytt heiminum á mínum líftíma,“ segir Brandur. Vegna eigin reynslu hafði hann áhuga á að rannsaka virkni heilans en skammtafræðin togaði meira í hann. „Það er að verða bylt- ing í þekkingu á sviði skammta- fræði sem mun umbreyta heim- inum á næstu áratugum. Ég vil taka þátt í því,“ segir hann. Brandur er aðeins 29 ára gamall, fæddur þann 30. ágúst 1990. Faðir hans Þorgrímur Daníelsson er sóknarprestur og móðir hans Mjöll Matthíasdóttir er grunnskólakenn- ari. Vegna prestsstarfa föður hans f lutti fjölskyldan milli landshluta. Fyrst bjuggu þau í Hrútafirði, síðan sex ár í Neskaupstað og á Grenjaðar- stað í Aðaldal frá árinu 1999. Árið 2010 útskrifaðist Brandur frá Menntaskólanum á Akureyri og þremur árum síðar frá Háskóla Íslands. Í sumar lauk hann doktors- prófi frá háskólanum í Wisconsin- Madison í Bandaríkjunum. Á næstu dögum flytur hann til Sydney í Ástr- alíu. Þar hefur hann verið ráðinn til rannsóknarstarfa hjá fyrirtæki sem stefnir að því að hafa þróað frum- gerð af skammtatölvu árið 2022. Saga Brands er ekki síst áhuga- verð vegna þess að sem barn var hann greindur ofvirkur. Fáa hefði þá grunað að grunnskólastrákur með gríðarleg hegðunarvanda- mál myndi enda í hávísindalegum rannsóknum við alþjóðlega virtar stofnanir. Það getur tekið tíma að átta sig á ofvirkni. Brandur var greindur ofvirkur, með ADHD, sjö ára gam- all. „Ég man eftir því að hafa farið í greindarpróf hjá sálfræðingi sjö ára gamall,“ segir Brandur. „Það þótti mér áhugavert og skemmti- legt verkefni. Ég lenti í uppþotum, bræði- köstum og gat verið algjörlega stjórnlaus. Stundum lamdi ég fólk og öskraði,“ segir Brandur. „Ég réð alls ekki við mig og eitt sinn reif ég niður verk sem bekkurinn minn hafði unnið að í heila viku. Mér leið oft mjög illa eftir þessi uppþot mín.“ Þegar bræðin rann af honum átt- aði hann sig á því hvað hann hafði gert. „Ég hafði kannski ráðist á fólk og eyðilagt fyrir því. Krakkar hættu að vilja umgangast mig,“ segir Brandur og gerir hlé. Það er augljóst að þetta hvílir þungt á honum. „Ég varð mjög reiður við sjálfan mig, grét mig í svefn og það kom fyrir að ég íhugaði sjálfsmorð.“ Í Neskaupstað forðuðust margir krakkar að umgangast Brand en ástandið batnaði þegar hann flutti í Aðaldalinn. Hann fór að ná betri tökum á sjálfum sér. Ofvirkni hefur oft mikil áhrif á daglegt líf, nám og félagslega aðlög- un einstaklingsins. Það mæðir á fjölskyldu, foreldrum, systkinum og skólakerfinu. Með réttri grein- ingu og ekki síst þrotlausri vinnu og þolinmæði er hægt að vinna með ofvirkni. „Ég er í dag afar þakklátur öllum þeim er hafa aðstoðað mig. Þetta reyndi mjög á foreldra mína. Þolin- mæði þeirra og umhyggja var og er takmarkalaus,“ segir hann. „For- eldrar mínir unnu með mér. Þau lögðu áherslu á að þegar mér rann bræðin bæði ég fólk afsökunar á því sem ég hafi gert á þess hlut.“ Þegar Brandur fékk greininguna var hann settur á ofvirknilyfið ritalín. Hann tekur lyf enn í dag og segir það hafa mikil áhrif til góðs. „Ég finn fyrir því þegar ég er ekki að taka ritalín. Að sumu leyti get ég verið hættulegur sem gangandi veg- farandi í umferðinni,“ segir Brandur kíminn. „Ég minnist þess þegar ég hafði gleymt að taka lyfin mín og var að ganga yfir í Háskóla Íslands og var nærri búinn að ganga í veg fyrir bíla. Ég var ekkert að pæla í því að leiðin lá yfir hættulega umferðargötu. Bílar á ferð urðu mér aukaatriði.“ Brandur segir að ofvirknin taki ekki einbeitinguna í burtu. Hann geti verið mjög einbeittur við ákveðna hluti og hafi á yngri árum brugðist illa við ef hann var trufl- aður. Að sama skapi skynji hann þá ekki hvað sé í gangi í kringum hann. Mikilvægi sálfræðiþjónustu í skólakerfinu er Brandi mjög hug- leikin. Í skólum þurfi að vera bæði þjónusta og skilningur á ofvirkni. „Ef þú ert með tannverk þá ferðu til tannlæknis og ef þú fótbrotnar ferðu til læknis. Við ættum að hafa greiðan aðgang að læknisþjónustu sama að hvaða hluta líkamans hún beinist,“ segir hann og segir með þunga „geðheilbrigði á að skipta okkur öll máli“. Brandur varð heillaður af eðlis- fræði á menntaskólaárunum. „Ég er mjög forvitinn og stærðfræði lá vel fyrir mér. Ég vildi vita hvernig heimurinn virkaði,“ segir Brandur. Hann komst á Ólympíuleikana í eðlisfræði í Mexíkó árið 2009 og aftur ári síðar í Króatíu. Brandur segir að hvatning eðlisfræði- og stærðfræðikennara í mennta- skólanum hafi kveikt áhuga hans. Einnig sú hvatning sem hann fékk frá leiðbeinanda sínum í Háskóla Íslands. Brandur segir fræðasam- félagið í háskólanum sterkt en smæð raunvísindadeildarinnar takmarki það sem hægt sé að gera. „Ég fann mig í rannsóknum og vildi fara í framhaldsnám þar sem stundaðar eru rannsóknir sem gætu umbreytt heiminum á mínum líf- tíma. Ég leitaði að skólum þar sem rannsóknir á því hvernig heilinn virkar væru stundaðar og svo var skammtafræðin líka heillandi. Hið síðarnefnda varð fyrir valinu og ég hóf nám við Wisconsin-háskóla í Madison haustið 2013,“ segir Brandur. Í haust fer ofvirki drengurinn úr Aðaldalnum alla leið til Ástr- alíu til að vinna við rannsóknir sem gætu umbreytt heiminum á næstu áratugum. Prestssonurinn segir skammtatölvur vera framtíðina. Hann virðist hafa fundið sína syllu og ætti að vera okkur mikilvæg dæmisaga um rétta meðhöndlun á ofvirkni. Ofvirkni og skammtafræðin Fáa hefði grunað að grunnskólastrákur með gríðarleg hegðunarvandamál myndi enda í hávísindalegum rann- sóknum við alþjóðlega virtar stofnanir. En þannig er saga Brands Þorgrímssonar, doktors í eðlisfræði. Hvað er skammtafræði og skammtatölvur? Á meðan afstæðiskenning Ein­ steins tekur á hinu stærsta í alheiminum þá tekur skammta­ fræðin á því smæsta. Þetta hefur stundum verið útskýrt með því að sambærilegur munur sé á einum metra og fjar­ lægðinni til tunglsins og á þeim stærðarskala sem skammta­ fræðin tekur til og á einum metra. Að sama skapi er sambærilegur munur á einni sekúndu og heilli mannsævi og á tímaskalanum sem skammtatölvur vinna á og einni sekúndu. Venjulegar tölvur í dag byggja á svokölluðum bitum (e. bits) sem geta annaðhvort haft gildið 0 eða 1. Skammtatölva byggir hins vegar á skammtabitum (e. quantum bits) sem auk þess að hafa gildið 0 eða 1, getur líka haft bæði gildin 0 og 1 samtímis. Bitarnir í venjulegri tölvu geta einungis haft eitt gildi í einu, þannig hefur venjuleg tölva með tveimur bitum aðeins fjórar mögulegar raðir: 00, 01, 10 og 11. Skammtabiti gæti haft alla fjóra möguleikana (quantum sta­ tes/skammtaástand) samtímis. Þannig gæti skammtatölva með þremur skammtabitum samtímis verið í 8 mismunandi skammta­ ástöndum, skammtatölva með 10 skammtabita 1000 og ef hún hefði 20 skammtabita gæti hún verið í um milljón skammta­ ástöndum samtímis. Venjuleg tölva með 20 bita gæti aðeins verið í einu af þessum milljón skammtaástöndum hverju sinni. „Ég man eftir því að hafa farið í greindarpróf hjá sálfræðingi sjö ára gamall,“ segir Brandur. „Það þótti mér áhugavert og skemmtilegt verkefni.“ FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Davíð Stefánsson david@frettabladid.is 7 . S E P T E M B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R36 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 0 7 -0 9 -2 0 1 9 0 4 :5 6 F B 1 0 4 s _ P 0 8 1 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 8 0 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 3 B 9 -C B 0 0 2 3 B 9 -C 9 C 4 2 3 B 9 -C 8 8 8 2 3 B 9 -C 7 4 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 1 0 4 s _ 6 _ 9 _ 2 0 1 9 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.