Fréttablaðið - 07.09.2019, Side 82

Fréttablaðið - 07.09.2019, Side 82
Hátíðin er afar vinsæl meðal prjónaáhuga-fólks í Danmörku og fólk kemur langt að til að upplifa þá einstöku ull og hönnun sem Íslendingar eru þekktir fyrir,“ segir Ásta Stefánsdóttir um Pakhusstrik, árlegan viðburð á Norðurbryggju. Stutt er í að hátíðin verði opnuð þegar samtal okkar fer fram og Ásta er móð þegar hún svarar símanum. Viðurkennir að hafa verið á hlaupum allan daginn. „Það eru þessi litlu atriði sem taka meiri tíma en maður reiknar með,“ segir hún – og hver kann- ast ekki við það? Íslenskir prjónahönnuðir og garn- framleiðendur kynna sínar vörur á Pak- husstrik. Færeyingar og Grænlendingar eru þar líka enda hátíðin haldin í menn- ingarhúsi landanna þriggja, þar sem Ásta er verkefnastjóri. „Það hefur verið dálítið af færeyskri fjárull og hönnun síðustu árin og svo sauðnautaull frá Grænlandi sem heitir moskusuld á dönsku. Ég held hún sé margfalt mýkri en angóraull og margir eru spenntir fyrir henni. Það er erfitt að komast yfir hana en hún verður til sölu á hátíðinni.“ Ásta hefur búið í Kaupmannahöfn í 25 ár en það heyrist ekki á mæli hennar. Hún skýrir það með því að hún sé gift Íslendingi og tali oft íslensku í menn- ingarhúsinu. Hún segir prjónahátíðina hafa fyrst verið haldna fyrir sjö árum, þá í sendiráði Íslands. „Það var Halla Bene- diktsdóttir, umsjónarmaður Jónshúss í Kaupmannahöfn, sem kom hátíðinni á koppinn. Hún hefur brennandi áhuga á prjóni og ull. Það var stútfullt út úr dyrum í sendiráðinu og því var ákveðið að færa sig í menningarhúsið næsta ár. Þar eru stórir salir, enda er það gamalt pakkhús.“ Íslenski kvennakórinn í Kaupmanna- höfn, Dóttir, sér um veitingasölu á Pak- husstrik en Ásta segir Íslendingana sem kynna vörur sínar koma að heiman, nema Kristínu Brynju Gunnarsdóttur sem búi í Danmörku og blandi thai-silki saman við íslensku ullina, þá verði hún mjúk og þægileg. „Það hittist þannig á að Kristín skellti sér til London að fagna 75 ára afmæli mömmu sinnar en maðurinn hennar, Steffan Iwersen, ætlar að mæta og segja frá því hvernig er að vera eigin- maður prjónakonu. Þau hjón reka fyrir- tækið Einrúm. Íslensku fyrirtækin sem taka þátt eru Móakot, Kvíkví, Þingborg, Ístex, Prjónafjör og Roð. Ásta segir Dani ábyggilega 90% gesta og þar af séu 99,9% konur! Ég held samt að þær prjóni ekki mikið miðað við þær íslensku og færeysku. Þó held ég að áhuginn sé að vakna á hannyrðum hjá yngri konum, það er líka verið að poppa þær svolítið upp með prjónagraffi og ýmsu, þannig að þær sjá ekki bara fyrir sér einhverja gamla konu úti í horni með kisuna sína.“ gun@frettabladid.is Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Kristín S. Gunnlaugsdóttir síðast til heimilis að Boðaþingi, Kópavogi, lést 21. ágúst. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Anna Mjöll Sigurðardóttir Birgir Hlynur Sigurðsson Sigríður Helgadóttir barnabörn og langömmubörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Guðmundur Jónsson fv. hæstaréttardómari, lést á Landspítalanum 29. ágúst. Útförin fer fram frá Háteigskirkju miðvikudaginn 11. september kl. 13. Þeim sem vilja minnast hans er bent á líknarfélög. Fríða Halldórsdóttir Jón Guðmundsson Kristín Björk Gunnarsdóttir Halldór Guðmundsson Valrós Sigurbjörnsdóttir Árni Guðmundsson Guðrún Hannesardóttir Einar Rúnar Guðmundsson Hildur Elín Vignir barnabörn og barnabarnabörn. Brennandi áhugi á prjóni Prjónahátíðin Pakhusstrik stendur yfir á Norðurbryggju í Kaupmannahöfn, með sérlegan fókus á íslenskt garn og uppskriftir. Ásta Stefánsdóttir er þar verkefnastjóri. Ásta Stefánsdóttir verkefnastjóri. Stemningsmynd frá fyrri prjónahátíð í menningarhúsi Íslendinga, Færeyinga og Grænlendinga á Norðurbryggju. Ástkær eiginkona mín, systir og frænka, Kristín Jóhanna Aðalsteinsdóttir Miðvangi 6, Egilsstöðum, lést á krabbameinsdeild Landspítalans mánudaginn 26. ágúst síðastliðinn. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Björn Ágústsson Jón, Björg, Eygló og fjölskyldur. Við önnumst alla þætti undirbúnings og fram- kvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin. Við þjónum með virðingu og umhyggju að leiðarljósi og af faglegum metnaði. Jón G. Bjarnason, umsjón útfara Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda Útfararþjónusta & lögfræðiþjónusta Vesturhlíð 2, Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is Með kærleik og virðingu Útfararstofa Kirkjugarðanna Elskulegur sambýlismaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Jón Bjarni Jónsson (Dengsi í Ársól) lést þann 18. ágúst. Útför fer fram í Akraneskirkju þann 10. september kl. 13. Þóra S. Jónsdóttir Sigurbjörg Kristín Jónsdóttir Daníel Friðrik Haraldsson Lovísa V. Jónsdóttir Sigurður Halldórsson Jón Bjarni Jónsson Þórunnbjörg Sigurðardóttir Erlingur Jónsson Hrafnhildur Erlingsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Okkar elskulegi faðir, tengdafaðir, afi, bróðir og mágur, Atli Eðvaldsson lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi þann 2. september. Útför hans fer fram frá Hallgrímskirkju fimmtudaginn 12. september kl. 11.00. Sérstakar þakkir frá aðstandendum til starfsfólks líknardeildar Landspítalans og annarra velunnara Atla. Egill Atlason, Sif Atladóttir, Sara Atladóttir, Emil Atlason, Björk Gunnarsdóttir, Björn Sigurbjörnsson, Ármann Viðar Sturlaugsson, Hanna Sólbjört Ólafsdóttir, Atli Steinn, Emil, Sólveig, Leó og Máni Steinn. Jóhannes Eðvaldsson, Catherine Bradley, Anna Eðvaldsdóttir og Gísli Guðmundsson. 7 . S E P T E M B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R38 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð TÍMAMÓT 0 7 -0 9 -2 0 1 9 0 4 :5 6 F B 1 0 4 s _ P 0 8 2 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 7 9 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 3 B 9 -C 6 1 0 2 3 B 9 -C 4 D 4 2 3 B 9 -C 3 9 8 2 3 B 9 -C 2 5 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 1 0 4 s _ 6 _ 9 _ 2 0 1 9 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.