Fréttablaðið - 07.09.2019, Síða 86

Fréttablaðið - 07.09.2019, Síða 86
Lestrarhestur vikunnar Rachel Rose Rasanen Borgarbókasafnið og Bókmenntaborgin efndu til sumarlesturs fyrir krakka eins og undanfarin ár. Í hverri viku fékk einn heppinn þátttakandi bók að gjöf frá Bókabeitunni. Nú er sumarlestrinum lokið þetta árið. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Hafa gaman í skólanum en ekki að læra. Hver er uppáhalds tölvuleikurinn þinn? Minecraft og Fortnite. Af því að Minecraft er komið aftur í tísku, held ég. Þykja þér epli góð? Á eplaköku já. Bakar þú sjálfur? Já. Ég er góður bakari, en ég elda ekki sjálfur. Ekki nema í heimilisfræði í skólanum. Bakar þú stundum brauð? Já, en bara með uppskrift. Stundar þú einhverjar íþróttir? Ég fer stundum á hjólabretti. Það er kúl að vera á hjólabretti. Mér finnst skemmtilegast að fara í Fífuna. Hver er uppáhalds íslenski tón- listarmaðurinn þinn. Ég, þó ég sé ekki að semja tónlist. Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Ömmufiskur. Hver er uppáhalds fatahönnuð- urinn þinn? Móðir mín. En ég veit ekkert um fatahönnun. Ef þú mættir velja borg eða land til að heimsækja, hvert myndir þú fara? Aftur til New York, af því að New York er svo kúl. Hvor myndi vinna í bardaga: Súp- erman eða Batman? Pottþétt Súp- erman. Hvaða ofurkraft myndirðu helst vilja hafa? Hraða. Uppáhaldsbækur? Harry Potter bækurnar. Kettir eða hundar? Hundar. Mig langar alveg rosalega mikið í hund. En ég elska rottur rosalega mikið líka. Ég á tvær og þær heita Guðný og Sigríður. Hvað ætlarðu að verða þegar þú ert orðinn stór? Uppfinninga- maður. Uppáhaldsdr ykkur? Eng ifer- drykkur. Upp á h a ld s s j ónva r p sþ æ t t i r ? Flash. Skemmtilegasti tíminn í skól- anum? Smíði. Hvað myndir þú gera við 100 milljónir? Kaupa 40 Playstation tölvur. Ég myndi kaupa eina tölvu og sýndarveruleikagleraugu. Svo myndi ég kaupa mér síma, kannski Samsung Galaxy 10. Hvað gerðir þú í sumar? Fór til New York sem var mjög gaman. Þar fór ég í M&M búðina, á parkour- námskeið og passaði alveg rosa- lega sætan hund sem heitir Charlie. Hérna á Íslandi fór ég á hjólabretta- námskeið, reiðnámskeið, í Klifur- húsið og í sumarbústað. Á rottur sem heita Guðný og Sigríður Jakob Andrason er tíu ára. Hann fór til New York í sumar og fannst mjög gaman. Jakobi langar í hund, en á fyrir tvær rottur. Hvernig bækur þykja þér skemmtilegastar? Svona stórar þrívíddarbækur. Hvaða bók lastu síðast og um hvað var hún?  Ég man það ekki. Hvaða bók ætlarðu að lesa næst? Kannski bara Einar Áskel. Ef þú myndir skrifa bók, um hvað væri hún? Ég hef skrifað bók í leikskólanum mínum, það var ævintýri um appelsínu og epli. Þau fóru að heimsækja ömmu. Manstu eftir fyrstu bókinni sem var í uppáhaldi hjá þér? Nei, man ekki. Ferðu oft á bókasafnið? Ekki svo oft, bara smá oft. Hver eru helstu áhugamálin þín? Að lita og lesa og skoða myndirnar. Í hvaða leikskóla ertu? Í Gull- borg. Rachel Rose er fimm ára og hún fer smá oft á bókasafnið. ÉG ER GÓÐUR BAKARI, EN ÉG ELDA EKKI SJÁLFUR. EKKI NEMA Í HEIM- ILISFRÆÐI Í SKÓLANUM. Jakob Andrason heimsótti New York í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK „Hér er sko alvöru stafasúpa, Róbert minn,“ sagði Konráð og glotti. „Þetta er orðarugl og þú átt að nna orðin sem eru falin í gátunni,“ bætti hann við. „Þau geta verið skrifuð til vinstri, en líka lóðrétt eða á ská.“ Róbert horfði drykklanga stund á orðaruglið skelfdur á svip. „Þetta er svo agalegur hrærigrautur af stöfum að ég fæ bæði hausverk og svima,“ sagði hann hálf ringlaður og bætti við: „Og hvaða orð á ég eiginlega að nna?“ spurði hann vonleysislega. „Það eru falin 9 mannanöfn í gátunni,“ sagði Konráð. „Og hver eru þau?“ spurði Lísaloppa. „Hvernig eigum við að nna þau ef við vitum ekki að hvaða nöfnum við erum að leita?“ bætti Róbert við. „Ja, ég veit það ekki,“ sagði Konráð og var heldur ekki farið að lítast á blikuna. „En við látum það ekki stoppa okkur,“ sagði hann ákveðinn. „Upp með ermarnar og einhvers staðar verðum við að byrja, sjáið þið einhvers staðar nafnið Anna?“ Konráð á ferð og ugi og félagar 368 Getur þú fundið þessi 9 mannanöfn í orðaruglinu?? ?? Lausn á gátunni Nöfnin 9 er, Anna, Unnar, Sigríður, Tómas, Rósa, Kári, Una, Viktor og Urður. ? 7 . S E P T E M B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R42 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð KRAKKAR 0 7 -0 9 -2 0 1 9 0 4 :5 6 F B 1 0 4 s _ P 0 8 6 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 7 5 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 3 B 9 -9 E 9 0 2 3 B 9 -9 D 5 4 2 3 B 9 -9 C 1 8 2 3 B 9 -9 A D C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 1 0 4 s _ 6 _ 9 _ 2 0 1 9 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.