Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.09.2019, Qupperneq 90

Fréttablaðið - 07.09.2019, Qupperneq 90
Lygasögur Lygasögur er heitið á dagbók Pikes Ward fiskkaupmanns, sem í upphafi 20. aldar var nefndur frægasti maður Íslands en féll í gleymsku skömmu síðar. Fyrri hluta árs 2019 ferð- aðist Chris Paul Daniels, lista- og kvikmyndagerðarmaður, um Ísland til að feta í fótspor Pikes Ward og festi ferðina á filmu. Verkið þekur þrjá skjái og er sýnt á Vegg Þjóðminjasafnsins. Pike Ward var enskur maður sem kom hingað til Íslands um 26 ára skeið, fyrir fyrri heims-styrjöld, til að sinna fiskkaupum. Hann var virkur áhugaljósmyndari snemma, miðað við það sem gerðist á Íslandi. Þess vegna eru myndir hans svo áhugaverðar. Þær eru líka teknar víða um land og á löngu tímabili,“ segir Inga Lára Baldvinsdóttir, for- stöðumaður ljósmyndadeildar Þjóðminjasafnsins, þar sem hún keppist við uppsetningu sýningar í myndasal safnsins sem opnuð verður í dag klukkan 14. Inga Lára segir fiskkaupmann- inum hafa verið fálega tekið þegar hann kom til landsins fyrst. „Menn höfðu ekki áhuga á viðskiptunum en hann var svo heppinn að komast strax í kynni við Sigfús Eymunds- son og Daníel Daníelsson á ljós- myndastofu Sigfúsar Eymunds- sonar og þeir höfðu milligöngu um að koma honum í samband við útgerðarmenn á Akranesi. Þangað fór hann strax í fyrstu ferðinni og keypti fisk. Eftir að Ward fór að koma hingað reglubundið breyttust viðhorf Íslendinga til hans. Á stærri stöðum, eins og Ísafirði og Nes- kaupstað, var hann með umboðs- menn og hann kom sér víða upp geymsluhúsum fyrir saltfisk. Hans aðall var sá að hann skapaði markað fyrir smáfisk sem fram að því hafði ekki verið eftirspurn eftir og smærri útvegsmenn fengu markað fyrir sína framleiðslu. Pike Ward borgaði bara í peningum, þannig að hann braut þá hefð að menn væru á klafa hjá einni verslun í sambandi sölu og úttekt. Hann kom líka með saltskip og fólk vann fiskinn eftir hans for- skrift.“ Grunnstefið í myndum Pikes Ward er fiskverkun sem setti svip sinn mikið á þorp og bæi á Íslandi í upphafi 20. aldar, því hún fór fram utandyra. Hann filmaði þá sem voru nánastir honum í starfi en líka krakka á sleða á Vopnafirði og ein mynd er tekin neðan þilja í Myndaði fisk og fólk og safnaði fínum munum „Okkur finnst sýn hans skemmtileg,“ segir Inga Lára um Pike Ward þar sem hún raðar upp myndum hans í Þjóðminjasafninu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Hér klippir maður mann utan dyra á Seyðisfirði. Börnin fylgjast spennt með. MYND/PIKE WARD Gunnþóra Gunnarsdóttir gun@frettabladid.is Með Ísland í farteskinu nefnist sýning sem opnuð verður í dag í Þjóðminjasafn­ inu á ljósmyndum og úrklippum, úr fór­ um Pikes Ward fiskkaupmanns, frá tíma­ bilinu 1893­1915, ásamt fornum munum. bát á Norðfirði, það segir Inga Lára merkilegt því þetta var fyrir daga flassins. Inga Lára tekur fram að Þjóð- minjasafnið eigi ekki myndirnar og hafi ekki rétt yfir þeim nema núna. „Við eigum það Katherine Findlay að þakka að við fáum að sjá þær, hún var starfsmaður skjalasafnsins Devon Heritage Archive í Englandi og hennar Íslandsáhugi varð til þess að Þjóðminjasafnið hafði spurnir af myndunum. Safnið veitti okkur góðfúslegt leyfi til eftirtöku og sýningar á þeim og ég er sannfærð um að margir munu sækja í safnið eftir þetta. Það er frá tímabili sem við erum ekkert voða sterk í. Á fyrri hluta þess erum við svolítið bundin af ljósmyndum frá fáum einstakl- ingum, því munar um nýtt blóð.“ Fleira er á sýningunni en myndir því Pike Ward var ekki bara áhuga- ljósmyndari, heldur líka virkur safnari verðmætra muna. Hann hafði peninga milli handa og keypti alls konar gripi á Íslandi, allt frá silfurermahnöppum upp í altaristöflur, fór með þá á skipum, um leið og fiskinn, og skreytti hús sitt í Teignmouth með þeim, að sögn Ingu Láru. „Ward arf leiddi safn í Bretlandi að mununum að sér látn- um og það varð að samkomulagi að Þjóðminjasafnið fengi þá til eignar árið 1950. Þannig að sýningin núna er sambland af misstórum stækk- unum úr úrklippubókum hans og ljósmyndum og úrval úr gripa- eigninni. Hlutirnir voru til sýnis í safninu einhvern tíma eftir að þeir bárust, en síðari árin bara í litlum mæli. Ég held þó að það séu tíu grip- ir úr því í grunnsýningu Þjóðminja- safnsins og það segir sína sögu um gæði þeirra. Þetta eru fínir gripir.“ 7 . S E P T E M B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R46 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð MENNING 0 7 -0 9 -2 0 1 9 0 4 :5 6 F B 1 0 4 s _ P 1 0 3 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 9 0 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 3 B 9 -8 5 E 0 2 3 B 9 -8 4 A 4 2 3 B 9 -8 3 6 8 2 3 B 9 -8 2 2 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 1 0 4 s _ 6 _ 9 _ 2 0 1 9 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.