Fréttablaðið - 07.09.2019, Side 91

Fréttablaðið - 07.09.2019, Side 91
ÉG HEF ÁTTAÐ MIG Á ÞVÍ AÐ Í GEGNUM ALLT SEM ÉG HEF VERIÐ AÐ GERA Í LÍFINU HEF ÉG VERIÐ AÐ UNDIRBÚA MIG UNDIR KOMU HANS OG AÐ LÁNA HONUM LÍKAMA MINN. Snorri Ásmundsson býður til hugleiðslustundar í Egilshöll í dag klukkan 16. Þar mun meistari Hilarion, heilari og prestur í musteri sannleikans, taka á móti gestum og leiða þá inn í víddir hug- ans. Jafnframt verður stofnfundur nýrrar jógahreyfingar sem nefnist Sana Ba Lana. „Það sem er að fara að gerast er mjög spennandi, ekki síst fyrir mig og meistara Hilarion. Hann var bara síðast í Páli postula en hefur annars lítið líkamnast eins og hann er að fara að gera núna í mér. Þetta er því stór viðburður,“ segir Snorri sem þekktur er fyrir að teygja sig út fyrir hefðbundið rými listarinnar. Snorri lýsir kynnum sínum og meistara Hilarion svo: „Mamma fékk mynd frá afa sem hékk alltaf uppi á kontór hjá honum. Hún var af manni. Henni fannst þetta hommaleg mynd, vissi ekkert um hana og tók því vel þegar ég spurði hvort ég mætti eiga hana. Ég hengdi myndina upp á vinnustofunni hjá mér og daginn eftir kom vinkona mín sem er bókmenntafræðingur í heimsókn. Hún gapti þegar hún sá myndina, sagðist hafa verið að horfa á hana í bók kvöldið áður. Vinkonan ljósritaði fyrir mig kaflann, þá kom í ljós að myndin er af meistara Hil- arion sem var dýrlingur í musteri sannleikans á Atlantis. Í bók minni Beauty Swift Generation Revolution er frásögn af heimsókn minni, ásamt vinum, inn í alheimsvitund þar sem Master Hilarion tók á móti okkur. Nokkrum árum seinna kviknaði í vinnustofunni, ég vaknaði klukkan fjögur að næturlagi, eins og í draumi og allt var orðið fullt af reyk. Þá hafði meistari Hilarion vakið mig, það kom í blöðunum á sínum tíma, fyrirsögnin var Bjargað af engli.“ Snorri kveðst tengja æ betur við meistara Hilarion. „Ég hef áttað mig á því að í gegnum allt sem ég hef verið að gera í lífinu hef ég verið að undirbúa mig undir komu hans og að lána honum líkama minn. Það er það sem mun gerast í Egilshöll í dag, auk þess sem ný tegund af jóga verður kynnt, hún heitir Sana Ba Lana og er skyld Kundalini jóga og öðrum aðferðum, en mjög einföld þannig að allir geta tekið þátt.“ Viðburðurinn er hluti af sýningu Listasafns Reykjavíkur, Haustlauk- ar – Ný myndlist í almannarými, sem stendur yfir utan safnhúsanna í september. – gun Meistari Hilarion líkamnast í Snorra Ásmundssyni listamanni Snorri undirbýr sig andlega fyrir stórviðburðinn í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR 47L A U G A R D A G U R 7 . S E P T E M B E R 2 0 1 9 0 7 -0 9 -2 0 1 9 0 4 :5 6 F B 1 0 4 s _ P 1 0 2 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 9 1 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 B 9 -9 4 B 0 2 3 B 9 -9 3 7 4 2 3 B 9 -9 2 3 8 2 3 B 9 -9 0 F C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 1 0 4 s _ 6 _ 9 _ 2 0 1 9 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.