Fréttablaðið - 07.09.2019, Síða 98

Fréttablaðið - 07.09.2019, Síða 98
5 Bíóvarpið mælir með (mis) nýjum þáttaröðum Dark Crystal – Netflix Vönduð brúðufantasía fyrir alla fjölskyld- una. Byggð á samnefndri kvikmynd Jims Henson, föður Prúðuleikaranna. Mindhunter 2 – Netflix Dramaþættir um rannsóknir bandarísku alríkislögreglunnar á hugarheimi raðmorð- ingja á sjöunda og áttunda áratugnum. The Boys – Amazon Prime Hárbeittir og frumlegir þættir um ofurhetjur sem eru ekki allar þar sem þær eru séðar. Skylduáhorf. Russian Doll – Netflix Drepfyndnir og spennandi þættir í anda Ground hog Day um konu sem endurupplifir 36 ára afmæliskvöldið aftur og aftur. The Terror  – Hulu Rafmagnaðir períóduþættir sem vefja yfir- náttúrulegan hrylling saman við illsku mannsins. Þáttastjórnendur Bíóvarpsins, vikulegs hlað- varps Frétta- blaðsins um bíómyndir og sjónvarp, tóku saman laufléttan lista yfir nokkrar mis-nýjar þátta- raðir sem les- endur mega alls ekki láta fram hjá sér fara. Fjöldi nýrra sjónvarps- þátta er í boði fyrir þá sem vilja vera inni í rigningar- veðrinu og horfa á eitthvað áhugavert. Hv ítur, hv ítur dag ur er stemningsmynd sem nagar sig hægt og bítandi en af sívaxandi þunga djúpt í vitund áhorfenda. Að því gefnu að þeir hafi ekki stein í hjartastað og þurfi ekki að láta mata sig með kjaftavaðli þar sem Hlynur herjar grimmt á til- finningarnar með ágengu, útpældu og látlausu myndmáli sem snertir ýmsa strengi sálarinnar á víxl með kulda og hlýju. Ingimundur er lögreglustjóri í smábæ úti á landi og sem slíkur mátulega ferkantaður og nokkuð dæmigerður, tilfinningakrepptur miðaldra karl sem reynir af veikum mætti slíkra að takast á við sorgina þegar hann missir eiginkonu sína í bílslysi. Í honum bergmálar hinn ómögu- legi, alíslenski frumkarlmaður Bjartur í Sumarhúsum sem sagði eins og frægt er orðið að „þegar maður á lífsblóm þá byggir maður hús“, og því miður f jarar hratt undan þeim báðum í steinsteypu- bröltinu. Lífsblóm Ingimundar er dóttur- dóttirin Salka og til þess að koma sér undan því að horfast í augu við sinn mikla missi leggur hann ofur- kapp á að gera upp tæplega fokhelt hús fyrir dóttur sína og barna- barnið sem er helsti félagsskapur hans í því stússi. Því miður kemur það fólki oftast í koll að byrgja til- finningar sínar inni og leyfa þeim að krauma þar til upp úr sýður en það gerist hjá Ingimundi þegar að honum læðist grunur um að eigin- konan hafi verið honum ótrú. Grunurinn verður að þráhyggju sem hverfist um meintan friðil hinnar látnu þannig að heltekinn missir Ingimundur smám saman tökin á sjálfum sér og því haldreipi sem Salka er honum. Þetta samband og sambandsleysi afa og barnabarnsins er undur- fagurt og átakanlegt og um leið undursamlegur kjarninn sem þessi ljúfsára kvikmynd hverfist um. Að sjálfsögðu telst það ekki til tíðinda að Ingvar Sigurðsson sýni stórleik en hann toppar sig algerlega og fer með himinskautum í yfirvegaðri og látlausri túlkun á tilfinninga- legu gjörningaveðrinu sem geisar undir köldu yfirborði Ingimundar. Samleikur Ingvars og Ídu Mekk- ínar Hlynsdóttur, tíu ára gamallar dóttur leikstjórans, er svo einfald- lega galdur þar sem Ída hefur í fullu tré við stórleikarann þannig að mann sundlar á köf lum andspænis tilfinningadýptinni sem þau töfra fram á tjaldinu. Ingvar og Ída bera myndina í raun uppi en eru dyggilega studd traustum leikurum þannig að Hlyni tekst að reka smiðshögg á þétta heildarmynd sem stendur á föstum grunni seigf ljótandi sögu sem er allt í senn hugvekjandi, harmræn og fyndin á milli þess sem hún verður beinlínis ógn- vekjandi í takt við spennuna sem stigmagnast jafnt og þétt á meðan myndmálið, allt umhverfi, tónlist og sviðsmynd sá alls konar fræjum í huga áhorfandans. Þórarinn Þórarinsson NIÐURSTAÐA: Hvítur, hvítur dagur er dálítið bara eins og lífið sjálft. Ljót, falleg, átakanleg og á köflum fyndin. Hún kemur róti á hugann, vekur alls konar hug- hrif og tilfinningar en þyngstur er slagkrafturinn í dásamlegum samleik þungavigtarleikarans Ingvars Sigurðssonar og hinnar ungu Ídu Mekkínar Hlynsdóttur. Ágeng innansveitartragedía KVIKMYNDIR Hvítur, hvítur dagur Leikstjórn: Hlynur Pálmason Leikarar: Ingvar Sigurðsson, Ída Mekkín Hlynsdóttir, Hilmir Snær Guðnason, Björn Ingi Hilmarsson Hvítur, hvítur dagur er ljót, falleg, átakanleg og á köflum fyndin mynd. 7 . S E P T E M B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R54 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð LÍFIÐ 0 7 -0 9 -2 0 1 9 0 4 :5 6 F B 1 0 4 s _ P 0 9 8 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 9 5 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 3 B 9 -B C 3 0 2 3 B 9 -B A F 4 2 3 B 9 -B 9 B 8 2 3 B 9 -B 8 7 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 1 0 4 s _ 6 _ 9 _ 2 0 1 9 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.