Skessuhorn


Skessuhorn - 11.10.2006, Síða 2

Skessuhorn - 11.10.2006, Síða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 11. OKTÓBER 2006 Til minnis Skessuhorn minnir á ráðstefn- una „Menning spenning - fyrir hvern?" sem Menningarráð Vesturlands og Háskólinn á Bif- röst boða til um menningu á Vesturlandi næstkomandi laug- ardag þann 14. október frá kl. 10-16. Veðwrhorftvr Næstu daga er gert ráð fyrir suðaustlægri átt og mildu veðri. Það verður rigning með köflum í landshlutanum fram að helgi. Á sunnudag og mánudag má búast við norðaustan átt með rigningu eða slyddu og kólnandi veðri. Spivrniruj vih^nnar í síðustu vikur var spurt á www.skessuhorn.is hvort fólk væri ánægt með nýjan þjálfar ÍA liðsins Guðjón Þórðarson. Athygli vekur að af tæplega 650 svarendum sögðu yfir 50% svo ekki vera. Þar af svör- uðu 44,7% „Nei, alls ekki" og 5,7% „Nei, síður." Ríflega 36% aðspurðra sögðust ánægðir með þjálfarann. 26,3% svör- uðu „Já, mjög" og 9,9% sögðu „Já, nokkuð." 13,4% að- spurðra sögðust hlutiausir. í næstu viku er spurt: „Munt þú kaupa meira af innfluttum matvörum þegar tollar lœkka?" Svaraðu án undanbragða á www.skessuhorn.is VestlendinjMr viKtynnctr Vestlendingar vikunnar eru að þessu sinni hópur öryrkja á Akranesi sem hittist vikulega undir góðri leiðsögn, spjallar saman, sinnir hugðarefnum sínum og ferðast. LEIKHUSTILBOÐ Tviréttaður kvöMverdur og íerkhúsmiéi kr. 4300 - 4800.- MIÐAPANTANIR I SlMA 437 1600 Sýnt í í Upppantaö á aRar sýningar i október Óstaffestir mi&r setóír viku fyrir sýningu. Sata hafin á sýningar i aprii 2007 Fimnttudafur 12. apríl ki. 20 Föstudagur 13. aprii Id. 20 Laugardagur 14. aprti kl. 20 Sunnutíagur 15. aprii kl. 16 Fimmtudagur 19, april kl. 20 (sumard. fyrstí) F0sttidagur20.aprUkl.20 Laugardagur 21. a|»1l kL 20 Sunnudagur 22. aprfl kl. 16 Staðfesta þarf mida með greiðsiu viku fyrir sýningardag___________________ Borgarbyggð myndar Byggðaráð Borgarbyggðar hefur samþykkt að festa kaup á hraða- myndavél sem komið verður fyrir á ýmsum stöðum í sveitarfélaginu til að komast að því hvar ökuhraði er mestur þannig að hægt verði að bregðast við með aðgerðum sem lækkað geta umferðarhraða. Það var vinnuhópur um umferðarmál í sveit- arfélaginu sem lagði til kaup á myndavélinni. Að sögn Páls Brynjarssonar bæjarstjóra er kaup- verð vélarinnar um 300 þús. krónur og vonast hann til þess að með þess- ari aðferð megi greina vandlega þann vanda sem við er að glíma í hraðakstri í sveitarfélaginu og grípa í kjölfarið til viðeigandi aðgerða. ökufanta I fundargerð vinnuhópsins kem- ur fram að vélinni verði komið fyr- ir í eða við götur í þéttbýli í nokkra daga eða vikur á hverjum stað í senn. Þá kemur fram að samráð hafi verið haft við lögreglu sem tilbúin er að halda utan um hraðaskrán- ingu. HJ Sleipnir á leið til Grundarfjarðar Orkuveita Reykjavíkur (OR) mun flytja jarðborinn Sleipni, sem nú er í notkun á Hellisheiði, til Grundarfjarðar í janúar. Mun hann verða notaður til að bora nýja vinnsluholu fyrir hitaveituna. Eins og Skessuhorn hefur greint frá urðu tafir á hitaveituframkvæmdum vegna erfiðleika með borholu þá sem fyrir er á Berserkseyri. Þegar árangur af þessari borun liggur fyr- ir mun verða farið í lokahönnun á varmaskiptastöð og lögnum inn í bæinn. Guðmundur Ingi Gunn- laugsson, bæjarstjóri í Grundar- firði, sagði í samtali við Skessuhorn að það væri von bæjaryfirvalda að hægt yrði að hefja lagningu dreifi- kerfisins á seinni hluta næsta árs. Stefnt er að þvf að henni verði að fullu lokið árið 2008. Bæjaryfirvöld hafa einnig átt í viðræðum við OR um hugsanlega yfirtöku á fráveitu bæjarins og mögulega ljósleiðaravæðingu. Ým- islegt þarf að laga við fráveituna svo hún uppfylli allar kröfur og hefur málið verið rætt samhliða hita- veitumálum við fulltrúa OR. Guð- mtmdur sagði að næstu skref yrðu þau að OR mun setja ffam áætlvm um ffamhaldið og síðan yrði tekin ákvörðun um mögulega yfirtöku. Ljósleiðaramálin hefðu lítillega verið nefnd á fundum aðila málsins. KÓP Einar vinsælasti ráðherrann úr Norðvesturkj ördæmi Einar Kristinn Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra, er vinsælasti ráðherrann úr Norðvesturkjör- dæmi, ef marka má Þjóðarpúls Capacent. Um 39,2% aðspurðra eru ánægðir með störf hans og hef- ur ánægjan aukist ffá síðasta mán- uði. Næstmest ánægja er með störf Magnúsar Stefánssonar en hún mælist 27,5%. Magnús nýtur þó meiri stuðnings í eigin flokki en Einar Kristinn því 66,3% Fram- sóknarmanna eru ánægðir með Magnús en 54,5% Sjálfstæðis- manna lýsa yfir ánægju með störf Einars. Anægðir með störf Sturlu Böðvarssonar, samgönguráðherra, mældust 26,2% samkvæmt könn- uninni, en 45,9% Sjálfstæðismanna eru ánægðir með Sturlu. Loks má bæta við að næstminnst ánægja er með störf Jóns Sigurðs- sonar, iðnaðar- og viðskiptaráð- hera, af öllum ráðherrum. Jón starfaði lengi á Vesturlandi og er því talinn með hér. Um 25,8% að- spurðra lýsa yfir ánægju með störf Jóns og aðeins Björn Bjarnason mælist neðar. Hins vegar eru 64,5% Framsóknarmanna ánægðir með nýja formanninn sinn. Einar K Guðfinnsson, sjávarútvegsráð- herra. Gatnafram kvæmdum seinkar vegna of fárra og of hárra tilboða Ljóst er að framkvæmdum í gatnagerð á Akranesi mun seinka á næstunni eftir að opnuð voru tilboð í tvær slíkar framkvæmdir á dögun- um. Annars vegar var boðið út verk við malbikun og frágang Hólma- flatar og Bresaflatar. Kostnaðar- áætlun hönnuða verksins var rúmar 15 milljónir króna. Tvö tilboð bár- ust. Lóðaþjónustan ehf. bauð tæpar 29 milljónir króna eða tæp 92% yfir áætlun og Bjarmar ehf. bauð rúmar 40 milljónir króna eða tæplega 169% yfir áætlun. Bæjarráð Akra- ness samþykkti að hafna báðum til- boðunum og hefur falið sviðsstjóra tækni- og umhverfissviðs að bjóða verkið út að nýju. Þá voru boðið út verk við lagn- ingu malbiks og gangstéttar á Grenigrund en eins og ffam hefur komið í Skessuhorni ákvað núver- andi meirihluti bæjarstjórnar að flýta verkinu um eitt ár að kröfu íbúa við götuna. Þegar tilboðsfrest- ur rann út hafði hins vegar ekkert tilboð borist. HJ Hesthús hverfur í eldi Síðastliðinn miðvikudag brann gamalt hesthús við hið nýja Skógar- hverfi á Akranesi sem brátt rís. Slökkvilið Akraness fékk húsið til umráða á dögunum og hefur æff reykköfun og annað sem nauðsyn- legt er að æfa við eins raunveruleg- ar aðstæður og hægt er. A meðfylgj- andi mynd má sjá að húsið er alelda undir styrkri stjórn slökkviliðs- manna og hverfur brátt sjónum manna. Innan nokkurrra vikna fara síðan að rísa á svæðinu myndarleg einbýlishús. HJ Fyrsta hálkuslysið BORGARNES: Fyrsta um- ferðaróhappið í haust sem hægt er að rekja til hálku varð aðfar- arnótt þriðjudags þegar bíll á norðurleið, á töluvert slitnum sumardekkjum, rann út af veg- inum í hálku og vindstrekkingi og valt efst á Holtavörðuheið- inni. Lögreglan í Borgarnesi flutti tvo unga menn til skoð- unar á Heilsugæslustöðinni í Borgarnesi en þeir reyndust ómeiddir. Bíllinn var fjarlægður af kranabíl enda gjörónýtur. Sex önnur umferðaróhöpp urðu í sl. viku hjá lögreglunni í Borgarnesi og voru flest þeirra minniháttar. Alls voru 67 öku- menn teknir fyrir of hraðan akstur í sl. viku í umdæmi lög- reglunnar og þar af voru fimm mældir á yfir 130 km hraða. -kóp Fjármunir færðir til heilsu- gæslustöðva VESTURLAND: í nýfram- lögðum fjárlögum má sjá að endurskoðun hefur farið fram á fjárframlagi til heislsugæslu- stöðva víða um land. I samræmi við niðurstöðu reiknilíkans fyr- ir heilsugæslustöðvar hafa sam- tals 28 milljónir krónar verið færðar af safnlið heilsugæslu- stöðva til einstakra stöðva. Fjármunirnir eru því ekki leng- ur ætlaðir heilsugæslunni í heild sinni, heldur eyrnamerkt- ir ákveðnum stöðvum. Þar af eru færðar 3,4 milljónir til heilsugæslustöðvarinnar í Borgarnesi, 4,2 milljónir til stöðvarinnar í Olafsvík, 3,5 milljónir til stöðvarinnar í Grundafirði og 6,4 milljónir til stöðvarinnar í Búðardal. -kóp Fundir sveitar- stjómar á netið BORGARBYGGÐ: Atvinnu- og markaðsnefnd Borgar- byggðar hefur lagt til að kann- aðir verði mögleikar á því að fundir sveitarstjórnar verði sendir beint út á vef sveitarfé- lagsins og einnig að upptökur af fundunum verði aðgengileg- ar á netinu. Þá leggur nefndin einnig til að skoðaðir verði möguleikar á því að senda beint út ýmsa viðburði eða fundi sem sveitarfélagið stendur fyrir. I bókun nefndarinnar segir að sveitarfélagið Borgarbyggð sé gríðar landstórt sveitarfélag og sökum þess sé langt að sækja ýmsa þá þjónustu sem sveitarfé- lagið veitir sem og fundi sem það stendur fyrir. -hj Efnt til slag- orðasamkeppni AKRANES: Umhverfisnefnd Akraneskaupstaðar hefur sam- þykkt að efna til hugmynda- samkeppni meðal nemenda í grunnskólum bæjarins og Fjöl- brautaskólanum um slagorð til nota í áróðri í umhverfismálum á Akranesi. Lögð verður áhersla að hópvinnu nemenda við gerð slagorða og mynda um málefn- ið. Tillögur sem berast verða sýndar opinberlega og nýttar eftir megni í baráttunni fyrir fegurra umhverfi. -hj

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.