Skessuhorn


Skessuhorn - 11.10.2006, Page 4

Skessuhorn - 11.10.2006, Page 4
4 MIÐVIKUDAGUR 11. OKTÓBER2006 Vegur í Hálsasveit BORGARFJÖRÐUR: Byggða- ráð Borgarbyggðar hefur falið dreifbýlisfulltrúa sveitarfélagsins að semja við verktaka um vinnu að vegi frá Augastöðum að Húsa- felb. Þetta var ákveðið í kjölfar þess að Vegagerðin ákvað að veita 500 þúsund krónum úr styrkvegasjóði í gerð vegarins. -hj Kaupir hvalíjordur.is HVALFJARÐARSVEIT: Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar hefur samþykkt að kaupa heima- síðuna www.hvalfjordur.is af Daníel Ottesen, Búnaðarfélagi Hvalfjarðar og Stéttarfélagi Vest- urlands. Kaupverðið er 320 þús- und krónur sem er í raun endur- greiðsla á útlögðum kostnaði umræddra aðila vegna síðunnar. Jafnffamt var samþykkt að félög- in hafi áffarn aðgang að síðunni og geti birt þar efrii og kynnt starfsemi sína. -hj Viðræður um strætó að hefjast S.HEIÐAR: Bæjarráð Akraness hefur samþykkt ósk sveitarstjóm- ar Hvalfjarðarsveitar um að heija viðræður um hugsanlega þátt- töku Hvalfjarðarsveitar í samn- ingi Akraneskaupstaðar og Strætó bs. um ferðir milli Reykjavíkur og Akraness. Eins og ffarn kom í fréttum Skessu- horns á dögunum samþykkti sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar ályktun þess efist að þess yrði ffeistað að sett yrði upp stoppi- stöð fyrir Akranessvagninn við Hvalfjarðargöng norðanverð og einnig að hafnar yrðu viðræður við Borgarbyggð um frekara skipulag og samstarf um strætó- ferðir við þjóðveg nr. 1. Fyrir nokkru síðan hafhaði bæjarráðið ósk einstaklinga í Hvalfjarðar- sveit um að komið yrði upp bið- stöð við göngin. Nú hefur ráðið hins vegar fahð bæjarstjóra að boða fulltrúa Hvalfjarðarsveitar til fundar um máhð. -hj Tillaga um strandsiglingar ALÞINGI: Þingmenn Vinstri- grænna og Frjálslynda flokksins hafa endurflutt á Alþingi þings- ályktunartillögu um strandsigl- ingar. Þar kemur ffam að Alþingi ályktd að fela samgönguráðherra gð undirbúa að strandsiglingar verði hluti af vöruflutninga- og samgöngukerfi landsins. Ráð- herra móti stefnu og aðgerðará- ætlun og leggi ffam lagaffum- vörp í þessu skyni, ef með þarf, þannig að ríkið geti tryggt reglu- legar strandsiglingar til allra landshluta með því að bjóða út sighngaleiðir. Þá verði kostnaður við slíkar siglingar metinn og hvaða leiðir skuli bjóða út. Nið- urstöður verði lagðar fyrir Al- þingi eigi síðar en 1. febrúar 2007. -hj Innheimta heilsugæslukostnaðar verður að byggjast á samningi Svo virðist sem að reikningur sá sem framkvæmdastjórn Heilsu- gæslustöðvarinnar í Olafsvík sendi skipulagsnefnd Færeyskra daga í Ólafsvík standist ekki lög. Sem kunnugt er fékk skipulagsnefiidin fyrir skömmu sendan reikning að fjárhæð 300 þúsund krónur sem sagður er hluti kostnaðar við vinnu starfsfólks Heilsugæslustöðvarinnar á meðan á hátíðinni stóð. í samtali við Skessuhorn á dögunum sagði Björg Bára Halldórsdóttir fram- kvæmdastjóri stöðvarinnar það al- kunna að þeir sem héldu útihátíðir greiddu fyrir heilsugæslukostnað sem þar færi fram. Hún sagði einnig að það yrði að koma í ljós hvort innheimta sem þessi stæðist lög. Svanhvít Halldórsdóttir deildar- stjóri í heilbrigðisráðuneytinu segir í samtali við Skessuhorn að inn- heimta sem þessi þurfi að byggjast á samkomulagi milli aðila. Það sé grundvöllur þess að heilsugæslu- stöðvar geti innheimt slíkan kosm- að. Að öðru leyti vildi hún ekki tjá sig um innheimtu Heilsugæslu- stöðvarinnar í Olafsvík. HJ Fasteignafélag stofiiað um byggingu Menntaskóla Borgaríjarðar Borgaríjarðar ehf. nú í fyrsta sinn út- hlutað ríkisfbam- lagi samkvæmt fjárlögum ársins 2007. Um er að ræða 52 milljónir króna sem fara annars vegar til undirbúnings og hins vegar til skólahalds næsta vetrar. Að sögn Tbrfa er ffamlag- Torfi Jóhannesson og Haraldur L Haraldsson, ráðgjafi hjá Nýsi ið í samræmi við handsala hér samninginn um undirbúning aí stofnun fasteigna- áætlanir stjómar- fílags Menntaskóla Borgarfiarðar. Ymiss undirbúningur vegna Menntaskóla Borgarfjarðar er nú í fullum gangi. Síðastliðinn miðviku- dag var skrifað undir samning milh stjórnar skólans og Nýsis um að vinna að undirbúningi stofnunar fasteignafélags sem áætlað er að taki til starfa 15. nóvember nk.. „Nýja fasteignafélagið verður í helming- seigu Menntaskóla Borgarfjarðar ehf. annarsvegar og Nýsis hinsvegar og er stofnað um byggingu og rekst- ur fasteignar skólans. Eg lýsi yfir mikilli ánægju með að hafa fengið Nýsi í samstarf um þetta stóra verk- efni enda hefúr það fyrirtæki mikla reynslu á þessu sviði og nægir að nefna dæmi um Iðnskólann í Hafiti- arfirði, aðkomu fyrirtækisins að nokkrum grunnskólum og fleiri skólastofnunum á öllum skólastig- um,“ sagði Torfi Jóhannesson, for- maður stjórnar skólans í samtali við Skessuhorn. Eins og greint var ffá í Skessu- horni í liðinni viku fær Menntaskóh innar. „Við höfum verið í góðu sam- bandi við fúlltrúa menntamálaráðu- neytisins og óhætt er að segja að menntamálaráðherra sýni skólanum mikinn áhuga. Ríkisffamlög til skól- ans eru reiknuð út ffá áætluðum nemendafjölda og munu fara stig- hækkandi næstu árin.“ Torfi segir undirbúning ganga vel. „Fyrir utan stjórnina er skólanefnd að móta innra starf skólans og bygginga- og ffamkvæmdanefnd stýrir hönnun og gerð útboðsgagna. Ef áætlanir okkar standast munu verklegar fram- kvæmdir hefjast í lok þessa mánaðar eða byrjun þess næsta. Forsenda allrar okkar vinnu gengur út á að halda áætlun um að skólinn taki til starfa haustið 2007 og mér sýnist það ætla að ganga effir.“ MM Góður firndur starfsmanna og stjómar á Bifröst Formaður háskólastjórnar á Bif- röst segir stjórn og starfsmenn Há- skólans á Bifföst sammála um að gera góðan skóla ennþá betri og horff verði ffam á veginn. Formaður starfsmannafélagsins segir stjórn skólans hafa tekið athugasemdum félagsins vel og næstu skref séu í höndum stjórnar skólans. I síðustu viku kom stjórn Háskól- ans á Biff öst ásamt rektor og aðstoð- arrektor saman til fundar með stjórn nýstofnaðs Starfsmannafélags Há- skólans á Bifföst. Eins og ff am hefur komið í fféttum Skessuhoms var helsta rótin að stofnun félagsins óá- nægja með starfshætti rektors og stjórnar skólans að undanförnu. I ályktun sem samþykkt var á félags- fundi vom gerðar ýmsar athuga- semdir við ýmsa þætti í rekstri skól- ans og bent á að hæfir starfsmenn skólans hafi að undanförnu sagt upp störfum og töldu félagsmenn ástæðu til að óttast að til fleirri uppsagna gæti komið. Jafnffamt var óskað eff- ir fúndi með stjórn skólans. Hólmffíður Sveinsdóttir, formað- ur Starfsmannafélagsins segir fund- inn hafa verið góðan. Þar hafi starfs- menn lagt ffam tillögur um hvernig betur mætti standa að stjóm skólans og þeim hefði verið vel tekið af stjórn skólans. Framhald málsins væri því í höndum stjómarinnar. Guðjón Auðunsson, formaður há- skólastjórnar segir fundinn í gær hafa verið afar góðan. Starfsmanna- félagið hafi lagt ffam ýmsar hug- myndir og vinna við framkvæmd sumra þeirra sé þegar hafin og aðrar séu í skoðun. „Stjórn skólans og starfsmenn eru sammála um að horfa að mestu ffam á veginn en ekki í baksýnisspeglinum. Allir aðil- ar málsins em sammála um að gera góðan skóla ennþá betri í ffamtíð- inni.“ HJ Stækkun Hótel Stykkishólms fyrirhuguð Leyfi hefur fengist fyrir stækkun Hótels Stykkishólms, að sögn Pét- urs Geirssonar eiganda hótelsins. Fyrirhugað er að byggja við hótelið rými fyrir um 28-30 herbergi. Pét- ur segir málið komið í gegnum kynningarferli og lögformlegt ferli hjá bæjar- stjórn og öll leyfi séu fengin. Ekki sé hins vegar á hreinu hvenær af ffamkvæmdum verði. „Það gæti orðið í ár, á næsta ári, eða þarnæsta. Eg er nú þannig gerður að ég er lengi að taka ákvarðanir og undirbý hlutina vel en ffamkvæmi þá skjótt þegar ég fer af stað,“ segir Pétur. Hann er með fleiri járn í eldinum því hann hefur unnið að því undanfarið að reisa tvö sumarhús sem hann er með til sölu. Hann sótti um að fá að geyma þau tímabundið á lóð hótelsins og varð það til þess að margir héldu að húsin væru hugsuð sem viðbót við hótelið. Svo er þó ekki, þau eru til sölu og verða geymd við Hamra- enda 4 þar sem áhugasamir geta skoðað þau. KÓP Styrkja tækjakaup FAXAFLÓAHAFNIR: Stjórn Faxaflóahafna hefur samþykkt að styrkja kaup á sneiðmyndatæki fyrir Sjúkrahúsið og heilsugæslu- stöðina á Akranesi um eina millj- ón króna. Eins og ffam hefur komið í Skessuhorni hrundu nokkrir einstaklingar af stað söffum til kaupa á slíku tæki og á dögunum samþykkti Akranes- kaupstaður að veit tveimur millj- ónum króna í söfiiunina. -hj Viðræður um landssölu HVALFJARÐARSVEIT: Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti í síðusm viku að hefja viðræður við Trésmiðjtma Akur ehf. á Akranesi um hugsanlega sölu landsspildu í eigu sveitarfé- lagsins í landi Fögrubrekku. Spildan er um þrír hektarar að stærð og liggur á milli Fögru- brekku og Akraness ofan við bæ- inn Asfell. Aðtu höfðu tveir aðrir aðilar lýst áhuga sínum á kaupum á umræddu landi. -hj Landsþing hestamanna BORGARNES: Landsþing Landssambands hestamannafé- laga (LH) verður haldið á Hótel Borgarnesi dagana 27. og 28. október. Jón Albert Sigurbjöms- son formaður LH, setur þingið föstudaginn 27. október klukkan 13:00. Effir hefðbundin aðal- fúndartörf hefst nefndarstarf og munu nefndir skila af sér á laug- ardagsmorgni. Á laugardeginum fer einnig ffam kosning í stjóm LH, en ljóst er að nýr formaður verður kjörinn þar sem Jón Al- bert ætlar ekki að gefa kost á sér til áframhaldandi formennsku. Aætlað er að þinginu verði slitið klukkan 16:00 og khikkan 19:00 hefst þingfagnaður. Makar þing- fulltrúa þurfa ekki að láta sér leiðast þar sem farið verður í makaferð á laugardeginum. Um 20 tillögur fyrir þinginu sem hægt er að nálgast á slóðinni www.lhhestar.is -kóp Lokuð í klukkustund HVALFJ.GÖNG: Ilvalfjarðar- göngin vom lokuð í tæpa klukku- stund síðdegis á föstudag eftir að bíll valt í göngunum. Slysið var ekki eins alvarlegt og talið var í fyrsm og reyndist ökumaður bif- reiðarinnar heill effir veltuna. Mikil biðröð bíla myndaðist við báða enda ganganna og var um- ferð hæg í báðar áttir eftir að um- ferð var aftur hleypt á göngin og stöðug bílalest í báðar áttir, enda einn mesti álagstími vikunnar. Undanfarnar vikur hafa óhöpp í göngunum verið tíð og hefúr það meðal annars bitnað á dúknum sem klæddur er inn á göngin að hluta. Rétt er að ítreka við öku- menn að virða hraðatakmarkanir í göngunum og vera vel vakandi við aksturinn! -mm Bjarnarbraut 8 - Borgarnesi Sími: 433 5500 Kirkjubraut 54-56 - Akranesi Fax: 433 5501 Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14:00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skilafrestur smáauglýsinga er til 12:00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.000 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 1300 krónur með vsk á mánuði en krónur 1200 sé greitt með greiðslukorti. Elli- og örorkulíf.þ. greiða kr. 950. Verð í lausasölu er 400 kr. SkRIFSTOFUR BLAÐSINS ERU OPNAR KL. 9-16 ALLA VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. - 433 5500 skessuhorn@skessuhorn.is Ritstj. og ábm. Magnús Magnúss. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Blaðamenn: Halldór Jónsson 892 2132 hj@skessuhorn.is Magnús Magnúss. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Kolbeinn Ó Proppé 659 0860kolbeinn@skessuhorn.is Augl. og dreifing: Katrín Óskarsd. 616 6642 katrin@skessuhorn.is Umbrot: Guðrún Björk Friðriksd. 437 1677 gudrun@skessuhorn.is

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.