Skessuhorn - 11.10.2006, Qupperneq 6
6
MIÐVIKUDAGUR 11. OKTOBER 2006
SSESSUHQÍSKI
Þjóðlagasveitin
fær styrk
AKRANES: Bæjarráð Akraness
hefur samþykkt að veita Þjóð-
lagasveit Tónlistarskólans á
Akranesi 150 þúsund króna styrk
vegna tónleika sem sveitin mun
halda á stóra sviði Borgarleik-
hússins í Reykjavík. I bréfi sem
Lárus Sighvatsson skólastjóri
Tónhstarskólans ritaði bæjarráði
kemur fram að það sé mikill
heiður fyrir sveitina og skólann
að fá þetta tækifæri en það sé hins
vegar mjög kostnaðarsamt. -hj
Bærinn
styrkir Kára
AKRANES: Bæjarráð Akraness
hefur samþykkt að veita Knatt-
spymufélaginu Kára 75 þústmd
króna styrk. I bréfi sem félagið
sendi bæjarráði kemur íram að ár-
angur félagsins í sumar hafi verið
sá besti í sögu félagsins en sem
kunnugt er komst félagið í undan-
úrslit 3. deildar í knattspyrnu.
Vegna úrslitakeppninnar þurfti
félagið að takast á hendur dýrari
ferðalög en reiknað haiði verið
með í upphafi. Þá kemur fram að
félagið hafi til þessa ekki notið
styrkja frá bæjarfélaginu. -hj
Gigtarganga á
fímmtudag
LANDIÐ: í tilefni 30 ára affnæl-
is Gigtarfélags Islands og alþjóð-
lega gigtardagsins stendur Gigt-
arfélagið fyrir gigtargöngu næsta
fimmtudag, 12. október kl.
17:30. Verður gengið frá Lækjar-
torgi í Reykjavík og upp Banka-
stræti, Skólavörðuðstíg og endað
í Hallgrímskirkju þar sem hlýtt
verður á stutt orgelverk. Einnig
verður félagið með opið hús
laugardaginn 14. október þar
sem boðið verður upp á fræðslu
og skemmtun. M.a. verður Arnór
Víkingsson gigtarlæknir með er-
indi sem hann nefnir: „Meðferð
gigtarsjúkdóma;“, -spennandi
tímar, stórstígar framfarir. Helgi
Jónsson gigtarlæknir flytur
einnig erindi um slitgigt og
liðaktín. Þá mun Kristján Steins-
son gigtarlæknir segja frá starfi
rannsóknarstofu í gigtsjúkdóm-
um. -fi-éttat.k.
Mildlvægt að virða ftiðun
blesgæsarinnar
Fuglavemd vill minna veiðimenn,
bændur, landeigendur og löggæslu-
menn á friðun blesgæsarinnar og
mikilvægi þess að hún sé virt. Þessa
dagana em blesgæsirnar óðum að
koma til landsins og em nú nokkur
hundmð fuglar mættir á blesgæsa-
friðlandið við Hvanneyri. „Blesgæs-
in er mtm fáliðaðri en áður sem er
ástæða þess að Fuglavemd leitaði til
Umhverfisráðherra á síðasta ári með
tillögur um ffiðtm þessarar fallegu
gæsar. Umhverfisráðuneytið brást
vel við með friðlýsingu blesgæsar-
innar nú í sumar,“ segir Jóhann Oh
Hilmarsson hjá Fuglavernd í samtali
við Skessuhom.
Samkvæmt nýjum talningartölum
vom á síðastliðnum vetri alls 24.804
blesgæsir í Skotlandi og á írlandi en
þetta mun vera lægsta tala síðan
1988. Fyrir þann tíma var stofhinn
talinn í útrýmingarhættu líkt og nú
er. Á árunum upp úr 1980 var grip-
ið til margvíslegra ffiðunaraðgerða á
Bretlandseyjum og Irlandi og síðar á
Grænlandi sem leiddu til þess að
nokkuð fjölgaði í stofninum sem
varð stærstur 35 600 fuglar veturinn
1999/2000. Ástæða þessarar hröðu
fækkunar er ekki vel kunn en léleg
varpafkoma á Grænlandi veldur því
að stofiúnn þolir ekki hina miklu
veiði á Islandi, sem hefur verið á bil-
inu 3000-4000 fuglar undanfarin ár,
sem er langt umfram getu stofnsins
og því var ffiðtm nauðsynleg.
Eftir að blesgæsinni tók að fjölga í
kjölfar ffiðunar á Bretlandseyjum
fjölgaði gæsunum en fækkunin nú
gerist samtímis því að fuglaveiðar
era í að aukast mjög á íslandi. Fugla-
vemd hefúr jafhffamt lagt til að
blesgæsafriðlandið í Borgarfirði
verði stækkað og að sumir af mikil-
vægustu viðkomu- og náttstöðum
gæsa sunnanlands verði friðaðir.
„Einnig era hugmyndir um að skyn-
samlegt gæti verið að banna alla
gæsaveiði í Borgarfirði eftir 15. sept-
ember en þá hafa grágæsir yfirgefið
svæðið svo að þar era aðeins bles-
gæsir,“ sagðijóhann Óli.
MM
Hagnýtt ferðairæðinám
I lok október hefst í Ferðamála-
skólanum í Kópavogi nýtt nám í
ferðafræðum. Um er að ræða hag-
nýtt nám sem sérsniðið er fýrir þá
sem starfa í eða reka ferðaþjónustu-
fyrirtæki á landsbyggðinni. Mark-
miðið með hagnýta ferðafræðinám-
inu er að gefa ferðaþjónustuaðilum
tækifæri til að sækja sér menntun
sem sniðin er að þörfum þeirra. Sí-
fellt meiri kröfur eru gerðar til
þeirra sem að ferðaþjónustu starfa
og því er alltaf verið að leggja meiri
áherslu á að styrkja stöðu þeirra og
færni þessara aðila. Besta leiðin til
að koma til móts við þessar kröfur
er að efla menntunina.
„Ferðaþjónustuaðilar á lands-
byggðinni hafa ólíkan bakgrunn
hvað varðar þekkingu, færni og
getu. Það sem þeir eiga sameigin-
legt er að þeir starfa úti á landi og
koma frá litlum fyrirtækjum. Þeir
eiga þar af leiðandi erfitt með að
sækja sér menntun og em þar fjár-
magn, tími og fjarlægð helstu
vandamálin. Ferðamálaskólinn
kemur með þessari nýju námsleið
til móts við þessar þarfir,“ segir í
tilkynningu frá skólanum.
Námið tekur tvær annir og er í
formi fjarnáms. Tvær staðbundnar
lotur eru á hvorri önn, sú fýrri í
byrjun annar og sú seinni í lok ann-
ar. Námið hefst í október og því
lýkur í apríl. MM
Gistináttum fjölgar mest
á Norðurlandi
Fjölgun gistinátta heldur áfram
miðað við sama tíma í fyrra, en í
ágúst er hún mest á Norðurlandi,
23%. I júní og júlí var hún mest á
samanlögðu svæði Suðurnesja,
Vesturlands og Vestfjarða, en hún
var nú 17% á því svæði. Saman-
lögð fjölgun á landsvísu nemur
5,7%, fer úr 154.100 í ágúst árið
2005, í 162.900 í sama mánuði í ár.
Minnst er fjölgunin á höfuðborg-
arsvæðinu, en hún er tæplega 1%.
Athygli vekur að á höfuðborgar-
svæðinu fjölgaði gistináttum úr
94.200 í 95.000 á milli ára, eða um
800. Gistinóttum á Norðurlandi
fjölgaði úr 14.400 í 17.800, eða um
3.400 og á Suðurnesjum, Vestur-
landi og Vestfjörðum fjölgaði á
milli ára úrr 16.000 í 18.600, eða
um 2.400 gistinætur. Gistinóttum
á Austurlandi fjölgaði um 4%, eða
um 300 og á Suðurlandi um 7,5%,
eða um 1.600 gistinætur. Það má
því velta því fyrir sér hvort gisti-
rými á höfuðborgarsvæðinu sé
mettað og aukin sóknarfæri blasi
við á landsbyggðinni.
KÓP
Fyrirspum
um mislæg
gatnamót
ALÞINGI: Valdimar L. Friðriksson
alþingismaður Samfýlkingarinnar
hefur lagt fram á Alþingi fyrirspum
til Sturlu Böðvarssonar samgögnu-
ráðherra um hvort til standi að gera
mislæg gatnamót eða hringtorg á
mótum Þingvallavegar og Vestur-
landsvegar. Ef svo er vill þingmað-
urinn vita hvenær áædað er að þeim
framkvæmdum ljúki. -hj
Menning spenn-
ing - fyrir hvem?
BIFRÖST: Menningarráð Vestur-
lands og Háskólinn á Bifröst boða
til ráðstefhu um menningu á Vest-
urlandi næstkomandi laugardag
þann 14. október frá kl. 10-16. Ráð-
stefnan var auglýst á baksíðu
Skessuhorns í síðustu viku, en í aug-
lýsingunni misritaðist dagsetning,
en hið rétta er að laugardagur er 14.
dagur mánaðarins en ekki sá 15. Þá
misritaðist í auglýsingunni nafn
söngkonu sem þar kemur fram, hún
heitir Elísa Vilbergsdóttir, en ekki
Elísabet. -mm
Óli hættir
RVK Á fundi Umferðarráðs í lok
september, tilkynnti Borgfirðingur-
inn Óli H Þórðarson fulltrúum í
ráðinu að hann hefði óskað eftir því
við samgönguráðherra að verða
leystur ffá formennsku í Umferðar-
ráði. Nýr form. verður því skipaður
ffá síðustu mánaðamómm. -mm
Vinnuumhverfi
hættulegt
LANDIÐ: Landssamband lög-
reglumanna telur vinnuumhverfi
lögreglumanna sífellt hættulegra. Á
síðustu vikum hafa komið upp tvö
tilvik þar sem lögregla hefur þurft
að hafa afskipti af hættulegum
brotamönnum með hlaðin skotvopn
en við ffamkvæmd þeirra starfa geta
lögreglumenn verið í augljósri
hættu. I tilkynningu kemur ffam að
Landssamband lögreglumanna hef-
tur í mörg ár barist fyrir því að starfs-
umhverfi lögreglumanna verði bætt
og þannig dregið úr þeirri hættu
sem felst í ffamkvæmd lögreglu-
starfa. -mm
PISTILL GISLA
Margoff hef ég, síðustu árin, hér
á þessum stað, þusað og tuðað,
masað og fussað og tuldrað og
muldrað yfir því að fá ekki nema á
stöku stað stöku matarbita sem
sannarlega getur talist mannamat-
ur. Þar á ég að sjálfsögðu við á veit-
ingastöðum því skýrt skal tekið
ffarn að þar sem ég hef þegið vott
eða þurrt í heimahúsum hefur það
tmdantekningalítið verið hið besta
fóður.
Sem betur fer hafa veitingamenn
landsins greinilega þann þroska til
að bera að lesa Skessuhom því á
undanfömum árum hefur fóður-
ffamboð á veitingastöðum vítt og
breitt um landið batnað til muna.
Liggur í augum uppi að það er
vegna áhrifa ffá pisdaskrifum mín-
um í Skessuhorni.
Það er hinsvegar engan veginn
nægjanlegt að maturinn sé þokka-
lega ætur þótt það sé mjög í rétta
Einnota samfélag
átt. Hvemig hann er framborinn,
þ.e.a.s. framburðurinn, hefur
einnig afar mikið að segja. Sömu-
leiðis umhverfi sem etíð er í og
geðslag þjónusmfólks og borðfé-
laga svo fátt eitt sé nefnt. Eitt atriði
skal hér fjallað um sérstaklega, sem
engirm skyldi vamneta, það er hrá-
efnið í amboðtmum. Það skiptir
nefnilega mun meira máh en flest-
ir gera sér grein fyrir varðandi gæði
máltíðar úr hverju hnífapörin em
smíðuð.
Að undanfömu hef ég ítrekað
orðið fyrir því að ágæmm máltíð-
um hefur verið spillt með ónýtum
amboðum. Nýjasta dæmið er síðan
á fimmmdag en þá átti ég leið um
Flugstöð Leifs heitins Eiríkssonar
og líkt og offast áður þá snæddi ég
í þar til gerðri kaffiteríu. Þar er
hægt að fá ágætan mat, að vísu
fjöldaffamleiddan og karakterlaus-
an, en sæmilega bragðgóðan. Nú
brá hinsvegar þannig við að áhöld-
in sem ég fékk til að koma þessu
ofan í mig vom gerð úr plasti. Þau
vora ofaníkaupið í minna lagi og
veigalítil. Eg lagði að sjálfsögðu
inn fyrirspum en fékk þau svör að
annað væri ekki í boði. Með öðram
orðum þá eiga ferðalangar ekki
annars kost en að yfirgefa landið
með plastbragð í munni.
Fyrir fáum dögum varð ég fyrir
enn verri lífsreynslu. Þá fjárfesti ég
í dýrindis plokkfiski á ónefndum
matsölustað í Reykjavíkurhreppi.
Þar var heldur ekki annað í boðinu
en plasthmfapör, nema að í þetta
skiptið hafði verið reynt að breiða
yfir skömmina með því að mála
hnífapörin í silfurgráum lit þannig
að úr fjarlægð hm þau út fyrir að
vera ósvikin.
Vissulega var hægt að hugsa sér
verri andstæðing en plokkfisk að
kljást við með plastvopnum. Eg hef
hinsvegar offar en einu sinni þurft
að vinna á seigustu steikum þannig
útbúinn og það er eiginlega offaun
fyrir þá lagni og það langlundargeð
sem ég hef yfir að ráða.
Mér hefur ekki tekist að fá við-
hlýtandi skýringu á stóraukinni
plasthnífaparanotkun á íslenskum
veitingastöðum. Varla gemr það
verið spamaður því tæplega gemr
það verið ódýrara að kaupa ný og
ný amboð í hvert sinn sem etið er,
jafhvel þótt þau séu úr plasti. Ekki
sé ég að umhverfissjónarmið ráði
ferðinni þar sem það getur varla
talist umhverfinu til heilla að auka
noktun einnota verkfæra. Vissulega
er plastið endurvinnanlegt en það
eru málmáhöldin einnig. Eg sá
meðal annars í hinum ágæta norska
sjónvarpsþætti, Norges Rundt,
viðtal við ágætan mann í norður
Noregi sem ffamleiðir í massavís
ýmis konar skúlptúra úr gömlum
hnífapömm. Á dögunum sá ég líka
annað dæmi um endurvinnslu
hnífapara utan á þjóni einum á
Hótel Hamri í Borgamesi en hann
bar með stolti bindisnælu gerða úr
kökugaffii.
I öllu falli þykir mér það affurför
ef maður þarf að bera með sér sín
eigin hnífapör hvert sem maður
fer, til öryggis ef mann skyldi
svengja.
Gísli Einarsson, matmaöur.